Guðrækinn maður og guðlast


Ég heyri oft orð “guðlaus” í blöðum eða á neti þessa daga. Mér sýnist orðið er notað stundum næstum því í merkingu af “guðlasti”.
Að vera “guðrækinn” og að vera “guðlaus” mun vera aðgreint skýrt a.m.k. yfirborðslega, en hvað um að fremja “guðlast” og að vera “guðrækinn”? Mér sýnist þessi tvö viðhorf (eða hegðun) við Guð geti blandast saman stundum og það er ekki svo auðvelt að aðgreina annað frá hinu.
"Guðlast" er "óviðeigandi
ummæli um guð" samkvæmt Íslensku orðabókinni. En ég held hugsjón eða framkoma sem hyggist að stela Guðsstól er líka guðlast.

Oft virðist guðhræddur maður að trúa að hann sé guðhræddur sjálfur og að sjá annan mann sem hugsar og haga sér á öðruvísi hátt dæmi af “guðlasti”.
Slíkt sést í sögum í Biblíunni líka.

Jesú og lærisveinunum hans var kastað orði eins og: “ Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana” af faríseum(Mt.9:34). Æðsti presturinn sagði um Jesú sjálfan: “Hann guðlaustar, hvað þurfum við vér nú framar votta við?” (Mt. 26:65).

Hins vegar notaði Jesús hörð orð líka eins og: “Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast”(Mt. 23:13).

Ef ég má segja um okkur sjálf sem erum í kirkjunni, eigum við ekki að fylgjast með línu sem aðgreinir því að falla í að fremja “guðlast” frá því að vera “guðrækinn”, á meðan við tölum mikið um “guðleysi”?

Ef við klæðumst trúarlegan búning og sitjum í guðræknu umhverfi, en hindrum aðra í að nálgast himnaríkið, telst slíkt til guðlasts líka. Við skulum hlusta á orð Jesú til faríseanna sem áminningu til okkar sjálfra. A.m.k. vil ég hlusta þau þannig.



Hlæjandi fuglahræða -íslenska og innflytjendur-


Ég skrifaði eftirfarandi grein fyrir tæpum átta árum. Margt hefur breyst síðan á jákvæðan hátt að mínu mati. Og allt breytist sífellt. Málið er hvort við séum á leið á jákvæða átt eða villa.
Varðandi mál um íslesnku og innflytjendur hér á landi tel ég tvö atriði mikilvæg. Annað er að íslenskt tungumál er fjársjóður Íslendinga og hitt er að tungumál á ekki að vera viðmið til að meta mannkosti fólks.


Hlæjandi fuglahræða


ÉG ER prestur sem er í þjónustu við innflytjendur hérlendis, og ég er sjálfur innflytjandi. Um daginn frétti ég að útvarpsstöð nokkur ætlaði að taka viðtal við íslenska konu sem tengist í starfi sínu vinnu með innflytjendum. Það kom upp sú hugmynd að innflytjandi skyldi taka þátt í þættinum. En svarið frá útvarpsstöðinni var á þá leið að "íslenskir áheyrendur þoli ekki að heyra útlending tala vitlausa íslensku". Hvað finnst ykkur um þetta viðhorf?

Biblían bannar okkur skurðgoðadýrkun. Í Jeremíu stendur: "Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki..." (10:5) Í gamla daga var skurðgoð bókstaflega dúkka sem búin var til úr tré eða steini.

Hér í ofangreindri Jeremíu er það fuglahræða. Síðar túlkaði kirkjan þessi orð þannig að allt sem sett er í staðinn fyrir lifandi Guð í lífi mannkyns sé skurðgoð. Þannig að ef við erum alveg upptekin af því að eignast peninga, frægð eða völd í samfélaginu, þá getum við nefnt það skurðgoðadýrkun.

Nútímaleg skilgreinig á skurðgoðadýrkun er að "það sem er raunverulega takmarkað, þykir ótakmarkað, það sem er aðeins einn hluti heildar er litið á sem heildina alla".
Segjum við þetta með einfaldara orðalagi, þýðir það að skurðgoðadýrkun er, að nota gildismat sitt þar sem það á ekki við. T.d. ef einstaklingar eru metnir eða dæmdir eftir ákveðnum viðmiðum sem samfélagið hefur gefið sér fyrirfram, þá er það ákveðin skurðgoðadýrkun.

Þegar við gerum svona meðvitað eða ómeðvitað, byrjar fuglahræðan í melónugarðinum að tala og labba sjálf, og hún er mjög dugleg að fela sig í samfélaginu og við getum ekki lengur þekkt hana. Margar hlæjandi fuglahræður geta labbað um í kringum okkur.

Sem prestur innflytjenda hef ég mörg tækifæri til að ræða eða hlusta á umræður sem varða innflytjendamál. Þar eru flestir sammála um mikilvægi íslenskunnar fyrir innflytjendur til að lifa í íslensku samfélagi. Hvort maður geti bjargað sér á íslensku eða ekki virðist vera efst í forgangsröð fyrir okkur útlendinga. Þess vegna reyna stofnanir eins og t.d. Miðstöð nýbúa eða Námsflokkar Reykjavíkur alltaf að skapa fleiri tækifæri fyrir okkur útlendinga til að stunda íslenskunám. Þetta er hin "praktíska" hlið tungumálsins.

Hins vegar er íslenska kjarni íslenskrar menningar og fjársjóður Íslendinga. Hún þýðir meira en "praktísk" leið til samskipta.Við innflytjendur skulum bera virðingu fyrir því.

Engu að síður eru tungumál og sú menning sem þeim fylgir, hvaða tungumál og menning sem er, eitthvað sem aðeins hefur gildi á takmörkuðu svæði. Tungumálið er aðeins einn hluti menningarinnar. Tungumál ætti hins vegar aldrei að vera viðmið til þess að meta gildi lífsins eða mannkosti annarra.

Að þessu leyti sýnist mér að algengur misskilningur eigi sér stað í íslensku þjóðfélagi, og sumir dýrki tungumálið eins og Guð. Stolt og virðing fyrir fallegri íslensku getur ómeðvitað breyst í fyrirlitningu og fordóma gagnvart innflytjendum sem ekki hafa tileinkað sér góða íslensku.

Fyrir tveimur mánuðum lýsti Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri því yfir að útlendingar sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt skuli standast grunnskólapróf í íslensku. Um svona hugmynd eða ofangreinda dæmið um útvarpsstöðina verð ég að segja að viðkomandi hafi misst áttir. Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri.

Þetta varðar ekki einungis innflytjendur, heldur varðar það einnig fólk sem er á einhvern hátt málhalt, með lærdómsörðugleika eða fólk sem ekki hefur haft tækifæri til að mennta sig.

Málið er ekki hvort þetta fólk geti komist inn í þjóðfélagið eða ekki. Þjóðfélagið byggist nú þegar á tilvist þeirra. Er ekki kominn tími til að íslenska þjóðfélagið hlusti á hvað innflytjendur hafa að segja, ekki aðeins hvernig þeir tala? Ef þjóðfélagið viðurkennir þetta ekki og reynir að útiloka ákveðið fólk frá samfélaginu vegna ofdýrkunar á íslensku, mun menning Íslendinga skaðast sjálf.

Íslenskan er mikilvæg og dýrmæt menningu landsins, en hún má ekki verða viðmið til að meta mannkosti annarra. Í tilefni af 1.000 ára kristnitökuhátíð á Íslandi óska ég þess að við kveðjum hlæjandi fuglahræður og losnum við dulda skurðgoðadýrkun úr þjóðfélaginu.

(Birtist í Mbl. 8. feb. 2000)



Bréf frá Guði - barnasaga -


Sagan fjallar um vinina Akira, Yuki og Ichiro en þau voru fimm ára og saman í leikskóla.* Dag einn fengu þau bréf frá Guði. Í bréfinu voru eftirfarandi skilaboð: ,,Mamma þín er besta mamman í heiminum!”. Akira, Yuki og Ichiro voru mjög glöð yfir að hafa fengið þessi skilaboð frá Guði. Þau sögðu hátt: ,,Mamma mín er besta mamman í heiminum! Besta mamman er mamma mín!”. Skilaboðin frá Guði veitti þeim mikla hamingju.

  *Ég kýs að nota japönsk nöfn svo að enginn taki þessa sögu persónulega. Akira og Ichiro    eru drengir og Yuki er stúlka. 
Joyful

Þegar Akira, Yuki og Ichiro urðu tíu ára gömul uppgötvuðu þau að Guð hafði sent sama bréfið til fleiri barna. Akira og Yuki hugsaðu: ,,Mamma mín virðist ekki vera EINA besta mamman í heiminum. Mömmur annarra barna eru líka góðar!”. En Ichiro var ekki sáttur við þá hugmynd og sagði: ,,Nei, það stóð að mamma mín er sú besta! Það þýðir að mamma mín, ekki hans eða hennar, er besta mamman!”. Börnin elskuðu mömmu sína mest.

Þegar þau urðu 15 ára varð Akira dálítið vonsvikinn með mömmu sína. Hann bar saman mömmu sína og aðrar mæður kringum í sig og hugsaði: ,,Mamma er alls ekki sú besta ... hún gefur mér ekki tölvuleik eins og mamma hans Ichiro ... mamma mín er ekki eins falleg og mamma Kenji ... mamma mín er alls ekki fræg í samfélaginu ...”

Akira sagði Yuki frá þessu. Yuki svaraði honum: ,,Æ, vertu ekki að bulla Akira!! Manstu ekki að Guð sendi þér bréf og sagði að mamma þín er sú besta í heiminum! Guð á ekki við að hvaða móðir sé ríkust eða gefur dýrustu hlutina.” Þá sagði Akira: ,,Hvor er þá betri – mamma mín eða mamma þín?”. ,,Þetta er ekki samkeppni,” svaraði Yuki. ,,Mamma þín er sú besta fyrir þig og mín fyrir mig!”
En Ichiro var ekki sáttur við samtalið. ,,Nei, mamma mín er betri en mamma Akira eða Yuki. Guð sagði mér það. Það stendur í bréfinu.”

Tuttugu ár liðu. Akira, Yuki og Ichiro voru orðin fullorðin. Akira var nýbúinn að eignast sitt fyrsta barn. Foreldrahlutverkið fékk hann til að hugsa um bréfið sem hann fékk frá Guði um bestu mömmuna í heiminum. Nú fannst honum að engin önnur nema eiginkona hans gæti verið besta mamman í heiminum. Sömuleiðis að hann væri besti pabbi í heiminum þótt hann væri ekki ríkastur eða sterkasti pabbinn í bænum. Akira skammaðist sín að hafa efast um orð Guðs, að mamma hans hafi verið besta mamma í heiminunm. Guð hafði haft rétt fyrir sér.

Yuki var barnlaus. Satt að segja hafði það komið í ljós að hún myndi ekki geta eignast börn. Einnig hafði móðir hennar nýlega látist. Í hvert skipti þegar Yuki sá barnið hans Akira þótti henni leitt að hún myndi aldrei eignast barn sem fengi bréf frá Guði. Yuki hugsaði mikið um hvort bréfið sem hún fékk frá Guði þegar hún var fimm ára hefði einhverja merkingu fyrir sig, en hún var nú á sama aldri og móðir hennar var þegar hún var fimm ára.

Yuki elskaði mömmu sína mest af öllum og hún vissi að hún var sú besta fyrir sig. En mamma hennar var dáin og Yuki átti engin börn. Orðin ,,mamma þín er sú besta” virtust nú vera orðin tóm. En Yuki trúði því að orðin hefðu enn merkingu fyrir sig þar sem hún skynjaði að Guð og kærleikur hans var meiri en hefði komið fram í bréfinu. Yuki geymdi þá sannfæringu í brjósti sínu.

Ichiro trúði enn á orð Guðs um að mamma sín væri besta mamman í heiminum. Hann var búinn að eignast sitt eigið barn eins og Akira. En þar sem hann trúði orðum Guðs bókstaflega sagði hann barninu frá orðum og bréfi Guðs, að amma þeirra væri besta amma í heimi en ekkert um móður þess.

Þannig lifa Akira, Yuki og Ichiro lífi sínu enn í dag.



"Keep them safe!" - the campain is launched today -


Victims of generalised violence lack protection in the Nordic countries - this has to change now!

Persons fleeing both generalised and more targeted forms of violence cannot rely on protection in the Nordic countries.
Instead they have to endure years of meaningless and anxious waiting for authorities to decide on their destiny. Many are rejected but not returned. Instead, they are left in a situation of legal limbo without basic rights and future perspective.

Many disintegrate little by little with "normal life" slipping further and further from reach. At the end may be deportation, often forcibly, back to the conflict and human rights violations in a home country like Iraq, Somalia or Sri Lanka.

"Keep them safe" is a Nordic campaign which aims to get governments in the region to acknowledge that people fleeing generalised violence and conflict are in need of international protection and ensure they get such.
As a minimum, Nordic governments must respect the UN Refugee Agency (UNHCR) recommendations regarding international protection needs of asylum-seekers.

The campaign is launched 25 September 2007 and will run till the end of December 2007, in all five Nordic countries.

The campaign includes regional press materials, a signature petition, national initiatives and a closure event in Stockholm (follow event calendar).

The campaign encourages everyone to stand up for the right to asylum and international protection from violations, conflict and persecution.
It calls upon the Nordic governments to live by both the letter and spirit of the international conventions they have committed to.

Twenty Nordic non-governmental organizations are behind this campaign.
(.... among them ....)
Amnesty International - Iceland
Icelandic Human Rights Centre
Rauði kross Íslands / Red Cross Iceland


The Campaigners want:

• Nordic governments to recognise the protection gap existing in relation to people fleeing generalised violence.
• Nordic governments to commit to finding ways to address the protection gap in relation to people fleeing generalised violence.
• Nordic governments as a minimum to respect the UN Refugee Agency (UNHCR) recommendations regarding international protection needs of asylum-seekers.
• The general public to support this call for meaningful and effective international protection of people fleeing generalised violence and conflict.


- taken from the campaining-site http://magnea.se/projekt/nordiccampaign/ -




Jewelry and jewelry box


Séra Svavar Alfreð, ágæti sóknarprestur Akureyrakirkjunnar, skrifaði um helgina um mál sem varðaði brúðkaup trúlauss fólks í kirkjuhúsi, og enn í dag bæti hann línum í bloggi sínu með yfirskrift “Hin sataníska afbökun veruleikans” (http://svavaralfred.blog.is).

Í færslu sinni bendir séra Svavar á orð nokkur sem ég hef skrifað í bloggi mínu í gær og segir: “Kollegi minn, Toshiki Toma, segir á bloggsíðu sinni að guðfræðilega séu kirkjuhúsin ekkert meira en húsnæði”.

Síðan tekur séra Svavar út staðhæfingu eins og “Blóð er aðeins blóð og getur aldrei verið nema blóð” og þróir gagnrýni að slíkri staðhæfingu : “Ef það er rétt að blóð sé aðeins blóð og kirkjur ekki meira en kirkjur, ef veruleikinn getur ekki lengur verið táknrænn, ef fyrirbærin eru ekki margræð, þá er listin búin að vera og yfirleitt allt það sem við köllum menningu”.

Mér er ekki vist hve mikið séra Svavar tengir línuna sem ég skrifaði í færslunni minni við rökin sín, en til þess að forðast frekari misskilning langar mig til að tjá mig dálítið aftur.

“Guðfræðilega er kirkjuhús er húsnæði en ekkert meira en það” sagði ég. Þá á ég við að kirkjuhús er ekki atriði sem skiptir mesta máli (essential) í trú kristins manns. Ég mun telja “essential” mál eins og t.d. Biblíuna, fæðingu, dauða og tilvist Jesú Krists, skírn, altarisgang, predikun, messu, bæn, safnað (communion) eða trúarjátningu. Þessi öll skipta máli á grundvelli ef við trúað reynum að halda í trú á Jesú Krist í jarðneskum gang okkar.

Miðað við svona “essential” atriði er kirkjuhús aðeins “sorrounding matter” (ég veit ekki hvað er rétt orð á íslesnku) þegar trúarlega tilvist manns er að ræða. Listaverk um trúarlega sögu, tónlist, skreytingar í kirkjuhúsi eða trúarlegt ljóð o.fl telst til einnig “sorrounding matters”. Það þýðir ekki að listaverk eða bókamenntun sem varðar trú sé ómerkilegt eða lítils virði. Þau eiga virð sitt sem listaverk og bókamenntun, en samt eru þau ekki grunnatríði eins og sakramenti er í trúnni.

Ef við hugsum um kirkjuhús, finnst mér eðlilegt að trúað fólk annast það og vill varðveita það eins vel og það getur gert. Það er líka eðlilegt að fólkið hefur sérstaka velþóknun á kirkjuhús sitt og telur það einstakur staður fyrir sig. Ég er ekkert á móti því að fólk hugsar þannig, heldur held ég það mjög fallegt hjá fólki. En samtímis finnst mér mjög mikilvægt að við erum vakandi yfir því að “sorrounding matters” verði ekki kjarni trúarinnar okkar.

Ég vil leggja áherslu á því að við aðgreinum “essential matters” í trúarlífi okkar frá því sem er ekki, þar sem annars gæti trúarlíf farið á villa leið. Dýrmæti er eitt, og kassi til að geyma það er annað. En við erum með tilhneigingu að byrja að sjá kassann líka dýrmæti. Og síðan skúffu til að geyma kassann, og herbergi til að geyma og svo framvegis.... Vandin er sú að það getur verið hætta að við getum rugla saman “essential matter” og “sorrounding matter” í óteljandi heilagum hlutum kringum í okkur.

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur í kirkjunni að aðgreina “essential matters” frá því sem er ekki í tímanum eins og í dag, þar sem kirkjan er neydd til þess að mæta mismunandi trúarbrögðum eða lífsskoðun og halda umræðu við þau. Mér finnst óþarft að útskýra ástæðu þess.

Varðandi ummæli hans séra Svavas um “Ef það er rétt að blóð sé aðeins blóð og kirkjur ekki meira en kirkjur...” vona ég að hann haldi ekki að ég væri hlutaðeigandi þess, því að ég segi slíkt ekki og hugsa ekki. Bloð Jesú er "essential" og líka kirkja.
Fyrir fólk sem þekkir ekki mikið um kristni langar mig til að koma fram, að kirkja er ekki húsnæði, heldur er hún samskipti trúaðra manna og líf sem félagar í Jesú Kristi.



Brúðkaup Siðmenntar í Fríkirkjunni


Ég var búinn að heyra talsvert um brúðkaup sem var haldið í Fríkirkju í Reykjavík um helgina. Mér sýnist raddir nokkra presta, sem eru kollegar mínir, vera frekar neikvæðar við það að halda “veraldlega athöfn” í kirkjuhúsi og þarna sést einnig gagnrýni til Siðmennt (sem hélt athöfn) og Fríkirkjusöfnuði (leigði út kirkjuhúsið).

Í byrjun vil ég óska nýju hjónunum til hamingju og óska hamingjusams lífs í framtíðinni.

Eins og venjulegt langar mig til að segja álit mitt sem mun hugsanlega ekki vera vinsælt meðal kirkjufólks. Ég held þetta sé mál sem Fríkirkjan ákveður sjálf einfaldlega. Guðfræðilega er kirkjuhús húsnæði og ekkert meira en það. Það átt að berast virðingu fyrir því að sjálfsögðu, en samtímis finnst mér nauðsynlegt að við í kirkjunni pössum okkur að misskilja ekki eins og kirkjuhús væri einstaklegur heilagur hluti. 

Við trúað erum með tilhneigingu að við reynum að gera hluta og annað, jafnvel manneskju, sem er tengt við trú, heilagt og byrjum að dýrka það. Og mér finnst það vera ekki eftirsóknarvert, þar sem slík tilhneiging byggir óþarfan múr á milli þess sem er inni í kirkju og þess sem er utan.

Ef ég má lýsa því á mjög grófan hátt, er atriði sem aðgreinir kristinn mann frá fólki sem er ekki kristið það að maður trúir á Jesú og annað ekki. Það er kjarni málsins og það dugir. Hins vegar tel ég önnur atriði skipti ekki máli í alvöru eins og hvort maður sæki messu reglulaga, hvort maður horfi á mynd Jesú með dýrkun eða hvort maður þvoi höndum sínum áður en maður kemur í altarisgang eða ekki.

Mér skilst að kirkjuhús sé “sorrounding object” fyrir trú okkar en ekki trú sjálf. Þetta er fyrsta atriði sem mig langar til að gera skýrt.

En við erum öll lifandi og eru með tilfinningu líka. Mér finnst það mikilvægt að virða tilfinningu manna. Það er mjög eðlilegt að trúað fólk elska kirkjuhús sitt og annast það vel. Það er ekkert 
slæmt fólk heldur í þessari tilfinningu ef hún er í ákveðinni takmörkun. Þess vegna, þótt kirkjuhús sé aðeins húsnæði, ef fólki í Fríkirkjusöfnuði liður illa út af athöfn Siðmenntar, þá kannski er það ekki gott að leigja húsinu út, en ef fólkið segir “allt í lagi”, þá er það í lagi að mínu mati. Þetta er annað atriði sem ég hef í huga.

Þriðja atriði hjá mér er, þó að þetta sé afskiptasemi mín, hvort fólk sem sækir athöfnina beri virðingu fyrir kirkjuhúsinu eða ekki, hvort sem það sé trúð eða ekki. Mér finnst þetta sé bara mannasiðir. Ég skoðaði nokkrar myndir viðkomandi brúðkaups í heimasiðu Siðmenntar en mér sýnist allt hafi verið í almennilegum aðstæðum.
Því finnst mér allt vera í lagi um þetta atriði líka.

Og fjórða og síðasta atriði í huganum mínum.
Ég skil að margir í kirkjunni séu pirraðir vegna Siðmenntar. Ég er ekki endilega hrifinn af málflutning hennar sjálfur. Stundum sýnist mér málflutningur Siðmenntar vera alltof afskiptasamur yfir einkalíf annarra og vera sama tagið af afskiptasömum trúboði nokkrum.
Ég er ekki með sama lífsskoðun og þeir sem eru í Siðmennt (en ég vil viðurkenna einnig mikilvægi þess að vera “trúleysi” sem eitt viðhorf í lífinu manns. Og það er mikilvægt fyrir trú okkar, ekki eingöngu úti af mannréttindi. Ég vil skrifa um það við annað tækifæri).

Hins vegar viðurkenni ég “trúleysi” eða “guðleysi” sé almennileg lífsskoðun í samfélagi okkar og það eigi að eiga almennilegt “rými” til að vera við. Einnig viðurkenni ég mikilvægi þróunar “veraldlegrar athafnar” í framtíðinni. Mér finnst það alveg sanngjarnt og rétt að fólk sem trúir ekki kristni getur framkvæmt brúðkaup eða útför á eigin hátt sinn, fremur en að halda athöfn í kirkjunni úti af “valleysi” á málið.

Að þessu leyti er ég stuðningsmaður við að Siðmennt þrói veraldlega athöfn. Ekki misskilið, ég segi ekki að það skiptir ekki máli hvort fólk gifti sig hjá Siðmennt eða í kirkjunni. Ég boða merkingu þess að giftast í blessun Guðs en ekki á annan hátt, vegna trúarinnar minnar. En það er eitt og hvort samfélagið útvegi jafnt tækifæri fyrir trúar- eða lífsskoðunariðkun hvers og annars er annað mál. Ef Siðmennt vantar húsarými til að halda athöfn, þá er það ekki rétt og hugrakkt fyrir kirkju að leyfa henni að nota húsnæði sitt sem “ríkjandi” trúfélag í samfélaginu?

Það getur verið auðveldra fyrir kirkju, sérstaklega fyrir þjóðkirkju, að fara fram hjá þörfum Siðmenntar og láta hana vera. Kannski þorði Fríkirkjan að taka hugrakkt stíg í málinu. Er það ekki hægt að sjá málið svona?



Er erlent starfsfólk áhyggjuefni fyrir uppeldi barna?


Einn Íslendingur á leikskóladeild

.... Á leikskóla borginni eru 3 af 4 starfsmönnum einnar deildarinnar erlendir og er einn þeirra nýkominn til landsins. Erlendu starfsmennirnir eru fagmenntaðir en íslenskukunnátta þeirra er misgóð. ....
Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir ... “Þetta er aðalmáltökuskeið barnanna. Þetta er áhyggjuefni ef við viljum halda áfram að tala íslensku og viljum að börnin læri hana.” ....
Auður Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá leikskólasviði Reykjavikurborgar, segir ....
“En leikskólastjórar hafa reynt að hafa ekki fleiri útlendinga en einn á hverri deild...
....Þegar erlend börn eru á leikskólum er það gott innan vissra marka að hafa erlenda starfsmenn. Það styrkir starfsemina. En auðvitað viljum við að allir tali íslensku.” ....

                                          - Blaðið 22. september -


Nýlega var það umræðu varðandi erlenda starfsmenn í svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Þarna var bent á óþægindi ef starfmaður getur ekki haldið samskiptum við skjólstæðinga á íslesnku. Þegar sambýli eða elliheimili er að ræða töf á samskiptum eða misskilningur mun geta valdið jafnvel lífshættu. Því þetta á að vera rætt vel og nægilega.

Hvað um þegar leikskóli er að ræða. Ég held það alveg skiljanlegt að það er áhyggjuefni þegar 3 af 4 starfsmönnum eru innflytjendur. Auður Jónsdóttir bendir samt á staðreynd að leikskólinn er meðvitaður um það og reynir að takmarka fjölda erlendra starfsmanna svo að hver deild hafi ekki fleira en einn erlendur starfsmann.

Ég hef ekki sérstaka athugasemd við ræðuefnið hingað til. En varðandi síðastu orð Auðar, er ég aðeins öðruvísi hugmynd. En ég er ekki með faglega þekkingu um málið inni í leikskóla nema pínulitla reynslu mína (ég vann einu sinni í leikskóla og ég skildi ekkert á íslesnku á þeim tíma
Wink ), því þetta er bara hugmynd mín.

Mér finnst það gott að hafa erlenda starfsmann í leikskóla. 3 af 4 er kannski of margir, en 1 í hverri deild. Ég segi það gefur jákvæð áhrif á uppeldi barna að börn sjá hann kringum í sig frá leikskólastigi. Er það ekki nauðsynlegt og eftirsóknarvert fyrir börn að skilja tilvist þeirra erlendra manna á eðlilegan hátt eins og í daglega vist í leikskólanum og tileinka sér að halda samskiptum við fólk sem á öðruvísi tungumál en sitt eigið? Mig langar til að skoða tilvist erlendra stafsmanna aðeins á jákvæðri hátt en Auður segir í greininni. (en ég þekki ekki skoðun hennar meira en fréttagreinin hermar, því ég á ekki að nefna hana kannski)

Í framhaldi þess pæli ég, en þá hvað um meiri fjölbreytileika starfsmanna í leikskólanum? Á fleira fólk með líkamilega fötlun ekki að vera þar til dæmis? Eiga fleiri karlmenn að vera þar líka? (ég var eini karlmaðurinn meðal 15 starfskvenna þegar ég vann í leikskóla!
Blush ) Fjölbreytileikinn getur verið hindrun fyrir dugnaða starfsemi, en nýtist hann ekki vel fyrir uppeldi barna á annan hátt?



Kvenprestur í Dómkirkju

Þetta er góðar fréttir. Mig langar til óska séra Önnu Pálsdóttur til hamingju innilega. Wizard
Hún er góð í prestsþjónustu sinni fyrst og femst, óháð því hvort hún sé kvenkyn eða annað. 
Auk þess er það gott að kvenprestur er komin í embætti Dómkirkjunnar loksins. Ég fagna því !! 

  


mbl.is Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestur ákærður vegna janfréttislagabrots


Prestur sem er karlmaður neitaði því að taka þátt í kirkjuathöfnum í sókn sinni þar sem kvenprestur er einnig með. Ríkissaksóknari ákærði karlaprestinn út af broti á jafnréttislögum. Einnig var sóknaprestur var ákærður vegna vanrækslu sinnar í því að tryggja jafnrétti í vinnustað....

Fréttafærsla er allt of stutt að veita okkur nægilegar upplýsingar um málið, en ef má segja með takmarkaða þekkingu um málið, sýnist mér þessi aðgerð hjá ríkissaksóknara Finnlands vera hrósverð.
Ég þekki sjálfur nokkra karlapresta þar í Finnlandi, sem eru afar neikvæðir í garð kvenpresta. Ég held ekki jafnrétti í íslenska þjóðkirkjunni sé fullkomin, en neikvæð hugmynd um kvenpresta, sem nokkurt fólk (ekki endilega karlamenn) hefur í finnska kirkjunni, virðist vera meira áberandi heldur en við ímyndum okkur á Íslandi.

Afneitun samveru í opinberri þjónustu er mismunun ef það er engin sérstök ástæða.
En gat kirkjan gert ekki neitt um málið áður en ríkissaksóknarinn komst í þetta stig..??
Halo



mbl.is Finnskur prestur kærður fyrir að sniðganga kvenprest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ørnen haldi áfram!!


Mér fannst gaman að horfa á Ørnen sjálfur. (Reyndar er ég búinn að kaupa alla DVD þáttarinsTounge )

Þegar ég horfi á Örninn, byrja ég alltaf að hugsa um að læra dönsku eða sænsku. Mér sýnist það alveg nauðsynlegt að kunna eitt af norðurlandamálum fyrir utan íslesnku, ef erlendur maður vill njóta jafns tækifæris í alvöru.
Ég mesti mörg tækifæri til að taka þátt í ráðstefnu kringum í kirkjumál vegna tungumálakunnáttu. (Þeir nota ekki ensku... , þið vitið
Frown )

En þá kemur önnur rödd til mín : “Æ, ekkert vitleysi. LÆRÐU ÍSLENSKU betur!! ef þú hefur tíma til að eyða fyrir dönsku!!
Devil ”. Ég er háður henni.
Samt var ég búinn að læra orðasamband á dönsku úr Erninum:
“Havd hvis du havde holdt din kæft!”
Grin

Er Ørnen alveg búinn? Óska að hann haldi áfram!



mbl.is Örninn flýgur um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband