Virðing fyrir íslenskri tungu


Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það.

Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði:

„Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði:„Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig."

Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana.

Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati.

Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni.

Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök.

Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem„neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku.

Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál.

Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til:

Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góðu íslensku eða ekki.

 

- Fyrst birt á Vísir.is 18. nóvember 2010 - 

  


Hefð þjóðar, þróun og framtíð


Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafisett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu.

Mér virðist sem  ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulagað mínu mati.

Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu(eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta?  Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. 

Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á.m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartarnir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega.,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun.   

Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagssins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sévirt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þega kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar, er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru,þar sem engin okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið.

Í siðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins.Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla.  

Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hefur mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi umþað var t.d. umfjöllum um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 1. nóv. sl. - 

* Það er hægt að skila komment í www.tru .is 

 


Mannréttindi og tilfinningar manna


Íslendingar sem þjóð byggja á gömlum merg. En þeir sem námu hér fyrst land voru ekki Íslendingar, heldur Norðmenn, en smám saman mótuðu hér þjóð og kölluðu sig og afkomendur sína Íslendinga. Þeir voru þá ekki Norðmenn lengur. Það voru því Íslendingar með norskt blóð í æðum sem í fyrstu byggðu upp landið en urðu síðan meðan tímanum „ekta Íslendingar."

Síðan er margar aldir liðnar en á síðustu áratugum hefur fjöldi fólks flutt hingað til lands sem ekki er „ekta Íslendingar." Þeir eru oft kallaðir „Íslendingar af erlendum uppruna" og eru hluti þjóðarinnar. Ég tel að flestir Íslendingar séu sáttir við þá þróun að hingað flytjist fólk frá öðrum löndum. Fjölbreytileikinn er eftirsóknarverður.

En hvernig munum við bregðast við ef, og aðeins ef, einhver „ekta Íslendingur" hefur upp raust sína og segir: „Við skulum gefa hinum nýju innflytjendum sem búnir eru að öðlast íslenskan ríkisborgararétt annan titil þar sem þeir eru ekki „ekta Íslendingar". Framlag þeirra til landsins er ekki sambærilegt við framlag forfeðra okkar og því ættum við að aðgreina þá frá okkur „ekta Íslendingum". 
Þeir ættu því að nefnast t.d „sambúar Íslendinga" en ekki fá að nota heitið „Íslendingur"! Innflytjendur með ríkisborgararétt mega njóta sömu réttinda og við „Íslendingar" en tilfinningalega kemur það við snöggan blett á okkur „ekta Íslendingum" ef innflytjendur mega kalla sig „Íslendinga" og raunar má segja að það væri verið að fremja mannréttindabrot á okkur."

Hvað finnst ykkur um rök af þessu tagi? Þeir sem bera mikla virðingu fyrir þjóðerniskennd sinni geta verið sammála þessum rökum, jafnvel að nokkru leyti. Þessi viðbrögð eru fremur af tilfinningalegum toga en að efnisleg rök liggi að baki. Þeir sem leggja þunga áherslu á jafnrétti og mannréttindi munu hins vegar segja: „Nei, þótt þetta gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum hópi fólks, megum við ekki aðgreina innflytjendur á þennan hátt, því slíkt er í rauninni rangt. Hér er um mannréttindi að ræða og þróun þeirra, fremur en tilfinningar einstaklinga."

 „Ein hjúskaparlög": Brot á mannréttindum?

Ég tel að hið sama megi segja varðandi umræðuna um „ein hjúskaparlög", sem sé hvort undir hugtakið „hjón" falli einnig par af sama kyni eða ekki. Sumir segja að það sé mannréttindabrot að kalla par af sama kyni „hjón" og að það muni eyðileggja það sem það hafi þýtt hingað til. Þeim finnst í lagi að draga línu á milli pars af sama kyni og pars af sitt hvoru kyni. En er það í alvörunni í lagi?

Mannréttindi eru ekki einkamál hvers og eins og við getum ekki varpað ábyrgðinni frá okkur. Þau koma okkur við. Ef hjónaband er aðeins samband milli karls og konu getur samkynhneigt fólk aldrei gengið í „hjónaband". Hér eru ekki „svipuð réttindi" og um hjúskaparrétt væri að ræða, heldur er um að ræða réttinn til að stofna til hjúskapar. Er þetta smáatriði fyrir þá sem málið varðar? Eða er það að ganga í hjónaband ekki jafnstórt skref og mikilvægt fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða? 

Mig langar til að biðja fólk, sem segist vera á móti „einum hjúskaparlögum" vegna þess að þau vekja með því tilfinningaleg óþægindi, um að hugsa þetta atriði: Hvort vegur þyngra í raunsærri umræðu um „ein hjúskaparlög" tilfinningar eða umbætur mannréttinda svo að samkynhneigt fólk geti gengið í hjónaband? Í þeim tíðaranda sem ríkir í okkar samfélagi er hugtak um „ein hjúskaparlög" raunsætt framhald á þróun mannréttinda, og þessi þróun er ekki aðeins fyrir þennan hóp samfélagins heldur fyrir allar manneskjur.

Mannréttindi og réttlæti ganga jafnt yfir alla og þau aðgreina fólk ekki. Það eru tilfinningar okkar mannanna sem oft skekkja dómgreind okkar og útkoman verður oft órökrétt. Skilningur á mannréttindum er ekki óbreytt stærð sem aldrei breytist. Við erum alltaf að takast á við breytingar. Seinna gætum við þurft að takast á við mannréttindamál annarra hópa samfélagsins. Setjum okkur í spor annarra og hugsum líka um tilfinningar þeirra um leið og rétt.


-Fyrst birtist í Mbl. 10. júní sl.-



Mannréttindi og skilningur á manneskjum


Mannréttindi og mál sem tengjast þeim eru fyrst, fremst og oftast rædd á lögfræðilegum vettvangi. En mannréttindi snúast ekki aðeins um ákvæði  í lögum, heldur eru þau nátengt skilningi fólks á manneskjunni almennt. Forsenda þeirrar ákvörðunar, hvort að færa skuli ákveðin réttindi í lög, byggir á hvers konar skilningi fólk hefur á manneskjunni sem slíkri.

Ef við viljum setja lög um mannréttindi þá þurfum við að fræða samfélagið og
breyta því hvernig við hugsum um manneskjur, þ.e ef við viljum raunverulega leiða til breytinga á mannréttindum samfélaginu til hagsbóta.  Grunnurinn að mannréttindum liggur því í raun og veru í skilningi fólks á því hvað er að vera manneskja en ekki öfugt. 

Frumvarp um ,,ein hjúskaparlög", sem Dóms-og mannréttindamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi á að fá almennilega umfjöllun þingsins á næstunni. Fjölmörg trúfélög og hlutaðeigendur eru búin að senda umsögn sína til Allsherjarnefndar Alþings.

Í nokkrum umsögnum, þ.á.m. í umsögn frá Biskupi Íslands,vakti eitt atriði athygli mína. Í þeim eru er notuð sem rök Mannréttindayfirlýsingar SÞ eða Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir því að vera ámóti því að viðurkenna giftingu af sama kyni sem ,,hjónaband". Sem dæmi um rökin sem eru notuð er eftirfarandi setning í Mannréttindasáttamáli Evrópu en þar stendur:

 ,,Karlar og konur áhjúskaparaldri hafa rétt á að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi"(12. gr.)

Mannréttindasáttamálinn skilgreinir sem sagt sjálf hjónaband sem stofnun milli karls og konu. Það blasir við að ef það þarf að nota rök af þessu tagi þá skortir í raun almennileg rök. Eins og ég benti á er það fyrst og fremst skilningur fólks á því hvað felst í því að vera manneskja og þá mannréttindum hennar en það er ekki alltaf tryggt í lögum og jafnvel ekki Mannréttindasáttmálum. Mannréttindayfirlýsingin eða sáttamálinn eru ekki ,,óbreytanleg heilög ritning". Þau eru skrifuð í ákveðnum samtíma í mannkynssögunni sem byggði þá á sínum skilningi. 

Kjarni málsins að það ákvæði sem varðar ,,ein hjúskaparlög"er sá grunnskilningur á hjónabandi (milli karls og konu), sem þekktist á þeim tíma en er að breytast verulega núna. Því er ekki hægt að nota ákvæði í þeim sem hluta af rökstuðningi sínum um málið. Slíku mætti líkja við mann sem ekki getur farið yfir götu til þess gera við bilað umferðarljós, þar sem það rauða ljósa blikkar í sífellu vegna bilunar! 

Mannréttindi verða ekki sett einu sinni - og fyrir alla tíma. Þau halda áfram að þróast eftir því sem skilningur okkar á manneskjunni, hvert öðru, heldur áfram að dýpkast og við læra betur hvort um annað, það er líkt og ólíkt. Þannig hreyfist mannréttindabaráttan - vonandi oftast áfram - en okkur ber í raun öllum skylda að hlúa að henni og efla. 


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 3. júní sl. -



Lærum japönsku! Það er bara gaman!


Þessa daga upplifi ég stundum í bænum að ókunnugt fólk talar við mig á einfalda japönsku: "Kon-nichiwa"(góðan daginn) eða "Arigatou" (takk fyrir). Þetta kemur mér alltaf á óvart en samtímis gleður mig mikið. 
Smile 
Fyrir 15-20 árum var það aðeins, eða aðallega, um bíla og vörur sem  fólk þekkti um Japan. En í dag get ég séð að margir Íslendingar hafa virkan áhuga á Japanskri menningu eins og "Manga" (teiknamynd), kvíkmynd, matargerð og ekki síst japönsku tungumáli.

Nú er hægt að læra japönsku sem tungumál í framhaldaskóla eins og t.d. MH eða FÁ, eða Háskóla Íslands. Ég er sjálfur tengdur við japönskukennslu hjá HÍ og hef veitt aðstoð þar frá upphafi þegar skorin var set á árinu 2003 til núna í dag.
Á hverju ári skrá 20-40 nemendur í skorina og stuðla að japönskunámi. þeir eru yfirleitt mjög duglegir og læra japönsku mikið og vel í mjög stuttu tímabili. Ég held að japönskuskor hjá HÍ veiti góða þjónustu og menntun hingað til og flestir nemendur séu (vonandi) ánægðir meðhana.

Meira að segja fá 6-8 nemendur tækifæri til að fara til Japans sem skiptanemi og þeir fara í raun á hverju ári. Ég trúi án efaað slík mannasamskipti muni auðga bæði íslenskt og japanskt samfélag í framtíðinni.

Japanir segja oft að japanska sé erfitt tungumál til að læra fyrir erlent fólk, en ég er algjört ósammála þessari skoðun.Angry Japanska er frekar auðvelt tungumál til að læra, að mínu mati. Ég tel jafnvel að skrifa flókin kinverska stafi sé ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera ef maður lærir stig af stigi á réttan hátt.

Mig langar endilega að hvetja fólk, sem er að prófa að læra japönsku í huga, að skrá sig í skorina. Að prófa og upplifa kennslu á japönsku hlytur að opna nýjan heim fyrir fólk sem þori að gera það. W00t 
Skráningarfresti rennur út þann 7. júní. Skráningarfresti er ekki eins sveigjanlegt og áður núna, því ef þú vilt læra japönsku í HÍ, vinsamlegast skráðu þig fyrr en 7. júní. 

Gaman að læra japönsku!! þó að mér finnist meira gaman að læra íslensku !!LoL




Hvers vegna þurfum við ,,ein hjúskaparlög“ ?


Prestastefnan sem var haldin í lok apríl sl. kaus að vísa málefninu ,,Einhjúskaparlög" til biskups Íslands og kenningarnefndar kirkjunnar fremur en að lýsa yfir stuðningi sínum við það á stefnunni sjálfri.
Raunar var helmingur prestanna reiðubúinn að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu en hinn helmingur var það ekki. Þessi niðurstaða þýðir þó alls ekki að prestar þjóðkirkjunnar og guðfræðingar séu á móti hugtakinu um „Ein hjúskaparlög" ólíkt því sem nokkrar fréttir hermdu ranglega eða misskildu.

Meginástæðan fyrir því að um helmingur prestanna vildi bera málið undir kenningarnefnd eru einkum tvær:
Í fyrsta lagi er það óvissa um hvaða áhrif „Ein hjúskaparlög" munu hafa á samband þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur í heiminum en aðeins tvær kirkjur, sænska kirkjan og sameinaða kanadíska kirkjan
(United church of Canada) hafa viðurkennt hjónavígslu milli para af sama kyni í dag og í öðru lagi finnstmörgum prestum vanta staðfestingu á því hvort kirkjulegur skilningur áhugtakinu „hjónaband" nái til einstaklinga af sama kyni.
Mér skilst að hvorugt af ofangreindu sé nýtt af nálinni og hafi verið til umræðu undanfarin ár. Ég tel því að það sé bara tímasóun að bera málið undir kenningarnefnd aftur en ég trúi því þó að nefndin muni vera jákvæð í áliti sínu á einum hjúskaparlögum.  

Samt sem áður finnst mér sem ákveðin vanþekking og ótti enn vera til staðar á meðal okkar presta. Ég á hér ekki við þá sterku fordóma sem ákveðinn hópur fólks hefur gegn samkynhneigð heldur vanþekkingu og ótta sem hjá fólki sem hefur frekar góðan skilning á málefnum samkynhneigðra.
Þetta skynja ég í viðhorfi eins og: ,, En staðfest samvist tryggir samkynhneigðu fólki sömu réttindi og fólki í hjónabandi. Það skiptir því engu máli þó að staðfest samvist sameinist í „Einum hjúskaparlögum". 
Að mínu mati varðar skoðun af þessu tagi ekki réttindi fólks heldur afhjúpar hún í raun fordóma og mismunun sem er djúpstæð. Víst er staðfest samvist ,,næstum" það sama og hjónaband. Nú er hægt að vígja staðfesta samvist hjá presti með blessun.  

Af hverju þá verður þá staðfest samvist að vera aðskilin frá hjónabandi? Sumir munu svara: ,,Af því að staðfest samvist er milli einstaklinga af sama kyni, en hjónaband er milli karls og konu". Einmitt. Munurinn milli hjónabands og staðfestrar samvistar snýst bara um kynjasamsetningu. 

En af hverju þurfum við að aðgreina þessi tvö fyrirbæri sem hafa í raun sama innihaldið eftir kynjasamsetningu? Það hníga engin lögfræðileg rök að því, þarsem þessi tvö form eru nú þegar jöfn að réttindum. Það eru engin trúarleg röksem hægt er að færa fyrir því, a.m.k. í lútherskri guðfræði, þar sem hjónaband er borgaralegt hugtak. Ástæðan fyrir því að málið hefur verið sent til kenningarnefndar, eins og ég skil það, er fremur til þess að laga það að kenningaumhverfi kirkjunnar svo að hjónaband samkynhneigðra falli þar inn í.Það eru því ekki rök sem skilja að þessi tvo form kirkjulegrar blessunar á sambandi tveggja einstaklinga af sama kyni heldur aðeins áhyggjur og ótti gagnkynhneigðra.

Ég held að staðfest samvist hafi sögulega merkingu, en á þeim grundvelli er hún aðeins tímabundið hugtak sem brúar bilið á milli hinnar neikvæðu hegðunar samfélagsins í garð samkynhneigðra í fortíðinni og jákvæðrar framtíðar. Hún er ekkert annað en "sérmeðferð" til þess eins að leyfa samkynhneigðum að njóta réttindasína í sínu umhverfi en ekki í sameiginlegu umhverfi með öllum öðrum borgurum.

Ef til vill höfum við gagnkynhneigðir þroskast nægilegra til þess að sýna samkynhneigðum góðan skilning og vináttu - svo framarlega sem það býr í sínum heimi. Það er hins vegar ótti sem hindrar mönnum að nálgast „Ein hjúskaparlög" og við þurfum að komast yfir hann. Meirihluti samfélagsins á að sjá að það er ekki þörf á neinni girðingu á milli sín og samkynhneigðra. „Staðfest samvist"er jú girðing sem meirihlutinn vill halda til þess að aðgreina samkynhneigð frá umhverfi sínu. Mér sýnist þetta vera atriði sem við eigum að velta vel fyrir okkur.

Við þurfum að halda áfram að losa okkur við fordómana og fræðast og láta af órökstuddum ótta gagnvart samkynhneigðum og óþarfa aðgreiningu ef við viljum byggja upp samfélag þar sem réttlæti og kærleikur ríkir. Að þessu leyti varða "Ein hjúskaparlög" meirihluta samfélagsins en ekki aðeins samkynhneigða sjálfa.               


- Fyrst virtist i Mbl. 7. maí -




Við viljum fá ein hjúskaparlög á Íslandi!


Ég held að frumvarpið muni vera samþykkt á Alþingi. Kirkjan var alltaf að ganga "one step behind" í þessu málefni hingað til. Mig langaði, ásamt mörgum öðrum prestum, að kirkjan hafði frumkvæði í að styðja frumvarpið í þetta skipti, en því miður förum við "one step behind" enn og aftur....Pinch

Ég vona að við náum til samferðar með þjóðfélaginu fljótlega. Að sjálfsögðu má kirkjan ekki samfara því sem er á móti anda Krists, en varðandi þetta er viðhorf rétt hjá þjóðfélaginu.

 


mbl.is Vilja ein hjúskaparlög á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við styðjum "ein hjúskaparlög" á Íslandi!


Við erum prestar, djáknar og guðfræðingar og störfum á vettvangi þjóðkirkjunnar og kristinna fríkirkna á Íslandi. Við lýsum yfir stuðningi við ein hjúskaparlög á Íslandi. Við teljum kirkjuna í stakk búna til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar guðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband.



Vörður á lífsleið barna


Vörður á lífsleiðbarna

 málþingum hlutverk ólíkra trúarbragða í uppeldi

verður haldið í Bratta Menntavísindasviði HáskólaÍslands við Stakkahlíð

þriðjudaginn 27. apríl 2009 frá kl.13:00-17:00.

 

Á málþinginu verða haldin fræðsluerindi þarsem fjallað verður um mikilvæga  viðburðií lífi barna s.s. nafngiftir og manndómsvígslur innan ólíkra trúarbragða. GunnarJ. Gunnarsson lektor í  trúarbragðafræðiog trúarbragðakennslu við HÍ heldur inngangserindi og nokkur ungmenni segja fráreynslu sinni.  Á málþinginu verðaauk þess kynningarbásar frá trúfélögum og lífsskoðunarfélögum, FÉKKST (félagi kennara í kristnum fræðum, siðfræðiog trúarbragðafræðum), bókasafni Menntavísindasviðs og Námsgagnastofnun.

Málþingið eröllum opið og aðgangur ókeypis en þátttakendur greiða 500 kr. kaffigjald. Skráning(eftirsóknarvert): 

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1488/2281_read-20626/


Bratti Menntavísindasvið HÍ við Stakkahlíð og H101.

Ævar Kjartansson útvarpsmaður verður fundarstjóri.

13:00 Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóriLeikskólasviðs setur málþingið.

13:10 Inngangserindi Gunnar J. Gunnarsson lektor ítrúarbragðafræði og trúarbragðakennslu við HÍ.

14:00 Eygló Jónsdóttir - Soka Gakkai International

14:20 Hilmar Örn Hilmarsson - Ásatrúarfélagið

14:40 Tvö ungmenni segja frá eigin reynslu. BjörnJóhannsson frá Siðmennt og Eyjólfur Andreuson frá Þjóðkirkjunni

15:00-15:40  Kaffihlé - kynningar í H101

15:40 Tvö ungmenni segja frá eigin reynslu. Valentin Oliver Loftsson frá Andlegu þjóðarráðibahá‘ía og Jenilou V. Cuizon frá Kaþólsku kirkjunni

16:00 Salmann Tamimi - Félag múslima á Íslandi

16:20 Nobojsa Colic - Rétttrúnaðarkirkjan

16:50 Málþingsslit

Að þinginu standa Leikskólasvið Reykjavíkur,Menntasvið Reykjavíkur og Rannsóknarstofa í Fjölmenningarfræðum við MenntavísindasviðHÍ. 




Gleðilegt sumar!


1341_04_63_prev_983721.jpg
 
 
 
Rétt eftir ég flutti til Íslands, fannst mér fyndið að kalla dag í kulda "sumar" ! Smile
Það tók nokkur ár fyrir mig áður en ég fattaðist loksins að "sumar á Íslandi" varðar ljós og sólskin fremur en lofthita.  W00t   
 


               Snemma sumars berast snjókorn í vindinum
               Hvítpúðruð Esja gnæfir yfir höfnina
               ,,Sumarið!" Dúðað fólk brosir við mér
               Smám saman dofnar yfir vetrinum í Lækjargötu

               Snemma sumars stingur kuldinn hörund mitt
               Fuglar dansa á torfunni og ylja sér
               við hliðina á þöglu blómabrumi
               Daginn lengir rólega í nepju á Austurvelli

               Svo rennir sólin niður björtu skini sínu
               og þekur bæinn með óskorinni ljóshimnu
               Sál mín seilist eftir sólinni
               og flýgur upp í loft eins og arnarengill

               Snemma sumars á Íslandi
               Dagur himnaljóss

 

 
                                                     - Snemma sumars;  TT apríl 2002
                                                             Myndin er úr FreeFoto.com -
 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband