Hælisleitendur í hungurverkfalli


Þjóðfélagið okkar er mjög upptekið af fjármálakreppunni um þessar mundir, enda ástæða til. Margir hafa um sárt að binda, eru hræddir og vilja fá lausn mála sinna. Íslendingar krefjast úrræða og eru samt neyddir til að vera í eins konar ,,biðstöðu“ meðan óvissuástand ríkir.

Margt fólk er að ganga í gegnum erfiðleika sem tengjast ekki fjármálakreppunni, eins og sjúkdóma, skilnaði eða missi ástvina. Hælisleitendur á Íslandi tilheyra þessum hópi. Frá sl. sumri hefur verið frekar mikil umræða um málefni hælisleitenda. Þrátt fyrir hana hafa grundvallaratriði í hælismálum ekki breyst til hins betra. Hjá þeim er viðvarandi óvissuástand frá fyrsta degi á Íslandi þar til mál þeirra er ráðið til lykta, en það getur tekið mörg ár.

Þrír hælisleitendur hafa verið í hungurverkfalli frá 3. nóvember sl(Einn þeirra hætti eftir nokkra daga. Tveir eru ennþá í verkfalli á 12. dag). Þeir eru allir karlmenn frá Asíu- eða Afríkuríkjum og hafa dvalist á gistiheimili í Reykjanesbæ í tvö til fjögur ár.
Þeir segja: ,,Við vorum búnir að bíða tvö, þrjú, fjögur ár en ekkert gerðist. Við þáðum smá vasapeninga og föt frá öðru fólki og búum í gistiheimili þar sem fjölskyldan okkar er ekki. Við getum ekki lært eða unnið þó að við viljum það gjarnan. Við erum jú þakklátir fyrir aðstoð og velvilja, en samt er slíkt ekki líf sem við viljum.“

Þeir vita að íslenska þjóðfélagið er núna að glíma við mjög sérstaka erfiðleika en segja jafnframt að aðstæður heimalöndum þeirra séu slæmar þar sem mannréttindi og réttlæti eiga undir höggi að sækja og þess vegna urðu þeir að flýja þaðan. Þeir komu til Íslands til þess að lifa af, en hérna þurfa þeir áfram að glíma við annars konar erfiðleika.

Með hungraverkfallinu eru þeir að vonast til að fá almennilegt dvalarleyfi á Íslandimog vekja athygli á aðstæðum sínum. ,,Okkur langar ekki í ráðstafanir til bráðabirgða. Slíkt ferli er nú orðin óþolandi pína fyrir okkur. Við þolum tvö, þrjú ár af þessari óvissu en við getum ekki þolað þessar aðstæður áfram mörg ár til viðbótar “.

Sem prestur innflytjenda og einnig sjálfsboðaliði hjá öðrum samtökum fer ég oft í heimsókn til þeirra. Ég hef þekkt þá í langan tíma enda hafa þeir verið á gistiheimilinu nokkur ár. Það er ýmislegt sem við getum rætt eins og sem vinir. Ég ætla ekki að mæla með því að þeir haldi áfram í hungraverkfallinu, en mér finnst hins vegar þeir hafa margt til síns máls, sem nauðsynlegt er að skoða. Það er engin ástæða til þess að fólk þoli óvissu og stöðnun í lífi sínu í mörg ár, þegar það kemur og leitar hælis á Íslandi. Okkur ber að hjálpa til við að gera aðstæður sem mannúðlegastar fyrir þessa einstaklinga. Hvað stendur í vegi okkar?

Í tilvikum þessara manna hefur engin veruleg ástæða til brottvísunar fundist á seinustu árum. Er þá ekki réttara að veita þeim dvalarleyfi með skyldum og ábyrgð sem í því felst að vera löglegur íbúi í landinu, fremur en að koma fram við þá eins og stofufanga?



At blive ældre...


Jeg har 50 års fødselsdag i dag. Smile
Jeg er forlegen at jeg skriver selv om min fødselsdag og jeg låner artiklen fra Fréttabla
ðið.
Jeg
ønsker jer alle en god weekend!!


hane014_1

 

„Jú, ég stend á fimmtugu í dag, en ætla hvorki að halda stórveislu né opið hús. Ég ætla að elda ljúffengan afmælismálsverð handa börnunum mínum heima og býð þeim kannski á James Bond-bíó á eftir,“ segir séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem í dag blæs á fimmtíu kerta afmælisköku.
„Þessi tímamót hafa hálfpartinn komið mér í opna skjöldu, líkt og sú staðreynd að þjóðfélagið stendur á stórum og alls óvæntum tímamótum. En eins og margir segja þessa dagana, tel ég tímabært að íhuga sönn gildi lífsins og endurskoða hvað er sannarlega þýðingarmikið í lífi okkar. Raunar finnst mér alltaf nauðsynlegt að hafa slíkt í huga, en við mannfólkið gleymum því oft. Af þeim sökum skapast gott tækifæri til að íhuga lífsins gildi á erfiðum tímum,“ segir Toshiki, sem dreginn var af Amorsörvum að Íslandsströndum fyrir sextán árum, þá 34 ára gamall.

„Fyrstu fimm árin voru baraerfið. Næstu tíu ár – voru áratugurinn eftir að ég skildi við fyrrverandieiginkonu mína – og þá finnst mér ég alltaf hafa verið hlaupandi til þess einsað lifa af, um leið og að sanna að innflytjandi getur lagt sitt af mörkum í íslensktþjóðfélag.  En hér er ég enn og finnst mér hafa tekist nokkuð vel upp með áætlun mín og ævistarf.“

 

 

Toshiki Toma fæddist í höfuðborg Japans 8. nóvember 1958. Þar búa foreldrar hans enn í dag, en bróðir hans, sem er fimm árum eldri, býr í borginni Sapporo, í norðurhluta Japans.„Pabbi liggur á sjúkrabeði og mamma glímir einnig við veikindi. Ég reyni að heimsækja þau eins oft og ég get, en viðurkenni að fjarlægðin á slíkum stundum er erfiðasta hlutskiptið við að búa svo fjarri fósturjörðinni,“ segir Toshiki, sem í svipinn man ekki eftir sérstökum afmælisdegi bernskunnar, en minnist besta afmælisdagsins, hingað til.

„Þá var ég kvæntur íslenskri konu og afmælisdag minn bar upp í Japan. Ég eldaði góðan mat og konan spurði í matartíð: „Hvað er í dag?“ Það vakti mikla kátínu og er skemmtilegasta afmælisminning mín til þessa. Eftirminnilegasta afmælisgjöfin kom hinsvegar úr hendi Guðfríðar Lilju (varaþingmaður VG) og Steinu, konan hennar, sem færðu mér eldhússvuntu í afmælisgjöf fyrir fáeinum árum. Mér þykir gaman að elda og ætti lögum samkvæmt að geta notað svuntuna endalaust mikið, en fæ mig ekki til þess því hún er of flott til að nota í eldhúsi!“ segir Toshiki og skellir upp úr. Prestur innflytjenda segist nú hugsa næstu fimmtán ár fram í tímann; hvað hann geti gert á því tímabili og best geti skipulagt þann tíma, ef Guð leyfir og gefur.

„Þungamiðjan verður íhugun um það sem mér þykir ómissandi í lífi mínu. Ég skammast mín ekki fyrir að vera pokaprestur á Íslandi, því ég er stoltur og glaður yfir því að vera prestur. Þess vegna vil ég líka íhuga hvað öðru fólki er mikilvægast, því vissulega get ég sjálfur, líkt og mínir samferðamenn, tapað því sem okkur er kærast. Slíkt leikur okkur alltaf hart, en við spyrjum: „Hvaðan kemur mér hjálp?“ Svarið er: „Hjálpin mun koma frá Guði.“ Þrátt fyrir það má sérhvert okkar ekki forðast að taka ábyrgð á eigin lífi, sjálfum okkur og náunga okkar, en ég óska að næstu fimmtán ár lífs míns muni byggjast á þessari forsendu.“

(Eftir Þórdís L G)

 


"Trans-gender" prestur


Mig langar að kynna ykkur fyrir smásögu sem kom á óvart til mín.
Ég var í prestaskóla í Tokyo 1986-1990 (Japan Lutheran Theological College & Seminary). Hann var minnst háskólinn í Japan, svona .. 200 samtals. Meðal annarra voru fáir nemendur í lokastígi prestaskólans sérstaklega, svona 8 -12 nemendur. Hins vegar vorum við góðir vinir hvert við aðra.  Á laugardaginn sl. kíkti ég heimasiðu skólans til þess að sýna dóttur minni hvernig skólinn var, og ég fann “link” til eins prests sem var bekkjarbróður minn. Og ég fór inn í heimasiðu hans og skoðaði.Þarna...

Hann var orðinn “Hún”, ha ha !! W00t 


DSC_0306


Ég var hissa alveg. Ég var ekki búinn að heyra í honum eða henni næstum 18 ár, en ég sendi honum/henni tölvupóst strax.
Þá svaraði hann/hún að hún fékk læknisdóm um “Gender Identity Disorder” fyrir 8 árum og varð kona. Ég veit ekki hvort það sé rétt að kalla það “disorder” eða ekki, þar sem hún litur út fyrir að vera mjög hressandi og hamingjusöm.
 

Það sem mér finnst aðdáanlegt hjá henni er að hún þjónar sem prestur ennþá. Það hlýtur að vera mjög erfitt í umhverfi í Japan að vera “trans-gender” prestur. Fordómar í garð samkynhneigðarfólks og “trans-gender” fólks í Japan eru mikils sterkari en hér á Íslandi. Mig langar innilega að segja henni “ÁFRAM!! Brjóttu niður fordóma!!"  
Þetta var “surprising” en gladdi mig jafnframt!!


paster_bokushi-gazou


 


Hleypidómar skuli vera fordæmdar


Það er óskaplega sorglegt og einnig móðgandi ef manni er hafnað vegna þjóðernis sins en ekki vagna framkomu sinnar eða annars sem maður ber beina ábyrgð á.

Slíkar hleypidómar og mismunun skulu vera fordæmdar ávallt. Það skiptir engu máli hvort útlendingur á Íslandi sé að ræða, hvort Íslendingur í útlandi sé að ræða eða Kínverji í Japan sé að ræða.



mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir allt núna..


Þrátt fyrir alvarlegar aðstæður í fjár- og efnahagsmálum í þjóðfélaginu, langar mig að minnast á að:

Við erum ekki í stríði
Við erum ekki að óttast útbreiðslu dauðasmitasjúkdóms
Við erum ekki hrædd við að kjarnorkusprengja sprengur yfir höfuð okkar
Við erum ekki að bíða að tsunami eða rísajarðskjálfti ræðst á okkur

Lífið okkar er orðið svo ómögulegt í alvöru? eins og við skynjum í andrúmslofti í kringum okkur núna? 

Í gær fagnaði ég 15. afmæli dóttur minnar með börnum mínum og mömmu þeirra.
Þarna var allt sem ég varð að vera með.

Þrátt fyrir allt, er staða samfélagsins hér enn mikils betri en staða í stórum hlutum á heiminum. Ofmikið svartsýni færir okkur ekkert skapandi, að mínu mati.


Íslenska sinfónía fer ekki til Japans..


Mér sýnist þetta séu talsverð undrandi viðbrögð Japana, ef þeir hættu að bjóða íslensku sinfóníunni til sín aðeins vegna “lélegs orðspors um Íslands” en ekki vegna áþreifanlegs fjárhagslegs ótta.

Ég var í Tokyo þegar neyðarlögin voru samþykkt í Alþingi Íslendinga, en Japanir eru líka að spila mikið umrót (tumult) eftir mánaðamót sl. í staðinn fyrir að sýna fram heimspeki af reynslu sinni og ákalla róna. Mig langar að sjá meiri “leiðtogamennsku” Japanska þjóðarinnar, meðal annarra stjórnvaldanna, í slíkum aðstæðum, en er slíkt “impossible dream” enn og aftur?


Það er skammarlegt að afturkalla boð til íslensku sinfóníunnar bara úti af orðspori um Ísland.


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást, kynlíf og hjónaband


Málþing um kynheilsu og mannréttindi haldið
í Þjóðminjasafninu föstudaginn 3. október kl. 14:00 - 16:00


í tilefni af útkomu bókar
dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur með ofangreindum titli.

Guðrún D.Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands:
"Ofbeldi og mannréttindi"
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur:
“Réttindi kynverundar - hvað er langt í land?”
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur:
“Menning, kirkja og hjónaband í hinsegin ljósi”
ÞorvaldurKristinsson, bókmenntafræðingur: "Samkynhneigðin og ástin"
sr. Bjarni Karlsson: "Samkynhneigð og kristin siðfræði"

Fundarstjóri er Helgi Hjörvar Alþingismaður

Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa og setja málþingið
og í lokin væri boðið upp á fyrirspurnir til hennar og framsögumanna



Málþingið er haldið að frumkvæði 40 menninga úr hópi presta og guðfræðinga sem láta sig baráttu fyrir mannréttindum og hjónabandi samkynhneigðra varða og í tilefni útkomu bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur, nýráðins lektors í guðfræðilegri siðfræði við HÍ með ofangreindum titli.
- eftir dr. Sigríði Guðmandsdóttur -  


Verða þeir að þykja "samþjappaður hópur manna" ?


Mikið virðist hafa verið rætt varðandi húsleit lögreglu við dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ og skoðanir hafa heyrst frá báðum megin með eða á móti slíkum aðgerðum.
Raddir frá lögregluyfirvöldum leggja áherslu á þá staðreynd að nokkurir af hælisleitendum voru grunaðir að fela sannargögn eins og vegabréf til þess að reynast að vera annar maður en viðkomandi segist eða söfnuðu peningum með því að stuðla að vinnu án atvinnuleyfis.

Hins vegar heyrit gagnrýni og efasemd að aðgerðunum líka. Hún er eins og t.d.:
A) Húsleitin átti að vera einungis við grunaða einstaklinga heldur en við “alla” hælisleitendur, B) Var lögreglan með rétt til að innheimta peninga sem fundust í húsleitinni strax í staðnum? eða C) Voru aðgerðirnar ekki ofharðar sjálfar og urðu óþarfa ógn til saklausra hælisleitenda?

Mig langar til að benda á nokkur atriði um málið.

Í fyrsta lagi, getur það verið staðreynd að nokkrir hælisleitendur standa á ranga forsendu eða reyna að svíkja eitthvað í máli sínu. En það þýðir ekki að lögreglan megi nota vald sitt yfir alla hælisleitendur, sem “samþjappaðan hóp manna”. Þeir eru ekki einn hópur frá upphafi, heldur þeir eru komnir smáum saman í sama húsakynni eftir að þeir sóttu um hæli. Húsleit ætti að vera framkvæmd einungis hjá hinum grunaða. Er þetta ekki grundvöllur lagakerfisins á Íslandi? Eða skiptir það engu máli ef hælisleitandi er að ræða?

Mér sýnist nú þegar tókst lögreglunni á nokkurn veginn það að móta ímynd um hælisleitenda sem “glæpagrunaða” og slík ímynd er fordómafull og slæm. Slík eru fordómar og vanþekking sem margir sem starfar í kringum hælisleitendur reyna að brjóta niður.

Í öðru lagi getur það líka staðreynd að nokkrir þeirra hafa unnið án leyfis og sparað peninga fyrir sig og þetta er brot á lögum. Ég myndi aldrei segja að slíkt væri í lagi, en ef við tölum um þetta atriði skulum við athuga við aðra hlíð málsins líka. Það er önnur staðreynd að lang flestir hælisleitenda verð að bíða þangað til sitt mál komi í endanlega niðurstöð og það tekur tvö til þrjú ár. Hingað til urðu þeir aðeins að eyða daga með engan tilgangi hvers dags. Ég þori að kalla svona ástöðu “andlega pyntingu”. Nú breytast löginn í þá átt svo að hælisleitendur mega vinna fljótlega eftir komu til landsins (þó að það séu skilyrði til staðar auðvitað) og mér finnst það sanngjarnt að skoða vinnu án leyfis hælisleitenda í þessari breytingu.

Síðast en ekki síst, tel ég að sú staðreynd má ekki gleymast að það er fólk í heiminum sem verður að leita hælis í öðrum löndum en í heimalandi sínu. Margar þjóðar viðurkenna hana og reyna að virða réttindi flóttamanna og hælisleitenda eins og sést í Flóttamannasamningnum SÞ (1951, viðbótarákvæði 1967) og mér skilst Ísland er aðildarríki þess. Það eru til staðar ýmsar frekari reglur og samkomulag meðal þjóðanna, en allt á að styðja gruntilganginn, sem er að virða mannréttindi flóttamanna og vernda.

Þegar ég hlusta hvernig embættismenn í yfirvöldum tala um mál hælisleitenda hérlendis eins og t.d. um mál Paul Ramses eða um þetta mál um húsleit, sýnist mér eins konar ruglingur eigi sér stað hvað í hælismálum er aðalatriði og hvað er fylgisatriði.

Er æðist atriði í hælismálum ekki ávallt að reyna að taka á móti flóttamönnum sem leita hælis og vinna á þessari forsendu, fremur en að ganga á forsendu efasemdar, þó að það sé jú nauðsynlegt að kanna nánara um mál? Sérhver lög og reglur eiga sinn anda og tilgang, sem samræmist við hugtak mannréttinda. Mega þau ekki gleymast sérstaklega meðal dómsmálayfirvöldanna?



Verðlaun og íbúafjöldi í ólympíuleikum


Í Peking olýmpíuleikunum fékk kínverska keppnisliðið 51 gullverðlaun og fjöldi gullverðlauna fyrir kínverska liðið er í fyrsta sæti meðal þátttökuþjóðanna. Kínverjir voru mjög duglegir í leikunum í þetta skipti og einnig fengu þeir 21 silfurverðlaun og 28 bronsverðlaun, allt samtals 100 varðlaun.
Bandaríkumenn fengu 36 gull, 38 silfur og 36 brons, samtals 110 og Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fjölda allra verðlauna.
Rússar fylgja þeim: 23 gull, 21 silfur og 28 brons, samtals 72 verðlaun.
Heimaland mitt, Japan, fékk 9 gull, 6 silfur og 10 brons.

Mér sýnist það sé mjög eðlilegt að stór þjóð fleiri verðlaun en lítil þjóð eins og t.d. Ísland eða Dominica. Og ég var aðeins forvitinn hvernig samband fjölda verðlauna og íbúafjölda í hverri þjóð og reiknaði það.

Niðurstaðan er eins og eftirfarandi:
Kína : eitt verðlaun per 13 millijóna menn.
USA: eitt verðlaun per 2,7 millijóna menn
Rússlandi: eitt verðlaun per 1,9 millijóna menn

Ísland: eitt verðlaun per 300.000 menn.

Sem sagt situr Ísland langt í fyrsta sæti meðal ofangreindra þjóða ef við skoðum fjölda verðlauna miðað við fjölda íbúa á landi!

Ef ég má bæta aðeins meira, eru Danir og Normenn líka duglegir í þessu atriði:
Danmörk: eitt per 700.000 menn
Noregur: eitt per 470.000 menn

Japan reiknast að eitt verðlaun per 4,8 millijóna menn.

Þetta er bara til gamans, en þetta bendir á það hve stórkostlegur árangur Íslendinga er.
Frábært að Ísland sendi landslið úr 300000 manna þjóð og van silfur!!
Til hamingju, Ísland!!
Wizard

* Það voru STÓR mistök hjá mér á reikningi í fyrstu færslu og Sigurður Þorsteinsson gerði athugasemd við þau mistök. Þakka innilega fyrir Sigurður. 



Eitt skref áfram, en ekki allt er búið


Þetta er vist góðar fréttir.
Ýmislegt getur verið hægt að segja meðferð málsins frá upphafi, en ég vil fagna þessari ákvörðun dómsmálaráðuneytisins.
Og einnig óska ég að allt verði til góðs fyrir Paul og fjölskylduna hans á næstunni.

Hins vegar er málinu ekki lokið að mínu mati. Hér er ávallt fleiri en 25 hælisleitendur og mig langar að tilvist þeirra komi í ljós og sérhver málsmeðferð þeirra verði sýnilegri fyrir augum almennings og sanngjörn umfjöllun sé tryggd.


mbl.is Eiginkona Paul Ramses grét
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband