13.2.2009 | 11:59
Kærleiksskilaboð
Ég mun mæta á Kærleikahátíð í hjarta borgarinnar kl. 18:00 á morgun (laugardaginn) á Austurvelli og á að senda skilaboð mín um kærleika til samfélagið með einni eða tveimur setningum !

Ég spurði Bergljótu verkefnisstjórann hvort hún ætti bókstaflega við eina eða tvær setningar eða hún ætti við stutta ræðu. Bergljót útskýrði mér að erindi myndi ekki vera ræða heldur skilaboð og hámark tíma sérhvers ræðumanns er ein mínúta.
Ég geri það grunreglu stranglega hjá mér að virða ræðutíma. Því ef mér er gefið eina mínútu, þá ætla ég að klára erindið mitt innan einnar mínútu.
Og ég er að glíma við að búa til skilaboð innan einnar mínútu...... hvað á ég að segja..??

Kærleikur er eins og símakort! Án þess getur maður halda í samskiptum við annarra með gsm! Þetta tekur bara tíu sekandar!!

Ég óska að sem flest mætumst í hátíðinni!!
Íslendingar sam-einast í kærleika
Hátíðardagskrá í hjarta borgarinnar
»HUGMYNDIN er að fólk komi saman í hjarta borgarinnar til að senda jákvæða strauma út í samfélagið. Það er mikilvægt á þessum erfiðu tímum,« segir Bergljót Arnalds, hugmyndasmiður og verkefnisstjóri hátíðarinnar Kærleikar sem haldin verður kl. 18 á morgun, laugardag.
Hátíðin hefst á Austurvelli með orðum ýmissa þjóðkunnra einstaklinga og pappírshjörtum sem festa má í barminn verður dreift til fólksins. Að því loknu verður blysganga kringum Tjörnina ásamt brassbandi Samúels og félaga sem leikur þekkt ástarlög. Reykvískir kórarkoma þá sameiginlega fram við Iðnó og taka tvö lög undir stjórn Harðar Áskelssonar og að því loknu verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn.
Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru biskup Íslands, allsherjargoðinn og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Svo hafa rúmlega þrjú hundruð manns boðað komu sína á Facebook-síðu hátíðarinnar.
»Það væri gaman ef fólk myndi koma með rautt með sér. Rautt er einkennislitur hátíðarinnar, litur ástarinnar,« segir Bergljót Arnalds.
- úr Mbl dagsins-
23.1.2009 | 14:34
"Japan Festival" á laugardaginn v/ HÍ
Japönsk fræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Sendiráð Japans standa að Japanshátíð laugardaginn 24. janúar milli kl. 13:00 og 17:00 í og við Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu skólans.
Að undirbúningi hátíðarinnar koma nemar í japönskum fræðum við háskólann, auk Japana sem búsettir eru hérlendis. Gestum er boðið að upplifa japanska menningu af ýmsum toga. Japanskar bardagalistir verða sýndar á sviði og fræðandi spurningakeppni um Japan, sem gestir og gangandi geta tekið þátt í, verður haldin.
Einnig verða fjölmargir áhugaverðir kynningarbásar. Til að mynda verða sýningar á hefðbundnum teathöfnum, gestir geta bragðað á japönskum réttum í sérstökum matarbás, fengið nafn sitt skrifað með japönsku letri og heimsótt origami-básinn þar sem japanskt pappírsbrot verður kennt. Um að gera er að vera snemma á ferðinni, framantalið er aðeins í boði meðan birgðir endast.
Nemar í japönskum fræðum munu svo sjá um kynningar og fræða gesti um ýmsa þætti japanskrar menningar. Gestum verður gert kleift að kynna sér japanska popptónlist, boðið verður upp á kennslu í japanska borðspilinu Go og áhugasömum verður leyft að prófa japanska tölvuleiki af ýmsu tagi og þeim boðið að spreyta sig í karaoke.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
- úr fréttatilkynningu -
Endilega komið og sjáið mig með ljóst hárið !!
21.1.2009 | 19:47
“A little bit Brand-new” maður !!
Þetta er núna í fyrsta skipti í 50 ára ævi minni að vera með ljóst hár! En mér liður vel og þetta er bara gaman og ánægjulegt!
Ég var að hugsa um að líta hárið á mér ljóshært og pæla þar til gærdags. Stundum er ég mjög fljótur að ákveða og framkvæma bara stundum. Svo ég fór í hársnyrtistofu í dag og hafði hárið á mér litað (ath. Ég veit ekki hvort þetta orðasamband - hafa hárið skorið sé rétt á íslensku eða ekki).
Ég held að ég megi auglýsa aðeins hársnyrtistofuna þar sem ég er ánægður með þjónustuna þar. Hársnyrtistofan sem ég fór var Effect í Bergstaðastræti og hárgreiðslustúlka Tinna var mjög almennileg og dugleg í þjónustunni, takk fyrir.
Það tók tvær klukkustundir en þegar Tinna var búin að setja litarefni á hárið, þurfti ég að bíða 30-40 mínútur þar til liturinn kom inn vel og ég byrjaði að lesa tímarit til að eyða biðtímanum.
Þá gerðist uppákoma óvænt. Nýr viðskiptavinur kom inn í stofuna en hann var herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Ég var ekki að gera neitt rangt, engu að síður leið mér eins og smábarn sem var fundið þegar það hugðist að gera hnekk. Og svo ég lyfti upp tímaritið sem ég var að lesa hærri fyrir framan og faldi andlit mitt.
Höfuð mitt var þakið með litarefni og biskupinn fór heim án þess að taka eftir mér. Guði sé þakkargjörð!
Eftir tvær klukkustundir frá upphafinu kláraðist allt og ég var orðinn dálitið öðruvísi maður en áður. Tinna var ekki vist sjálf hvort ljóshærður litur passi við mig eða ekki, en hún var líka ánægð með árangurinn. Ég er líka ánægður að sjálfsögðu og raunar var þetta betra en ég bjóst við.
Stundum gerir smábreyting mann gleðilegan og hressandi. Ég mun njóta þessarar smábreytingar næsta daga. Viljið þið ekki prófa nokkra breytingu líka?
19.1.2009 | 19:13
Ég með ljóshærða hárið !?
Þessa daga pæla ég hvort ég eigi að lita hárið á mér ljóshært !! Það er engin sérstök ástæða til þess, en mér finnst einfaldlega gaman að gera eitthvað bjart í þessu dimma og þunga andrúmslofti þjóðfélags. Jú, það væri líka bjart að raka mig á hárið og vera sköllóttur en mér sýnist það kalt og ég myndi vera kvefaður.
Þegar ég fer til Tokyo, sést fjölbreytir hárslitir í bæ. Að sjálfsögðu erum við Japanir í svartum litum eða brúnum venjulega. En núna getur hárslitur manns verið ljóshærður, rauður, fjólublár, bleikur, blár... og blöndun þessara. Satt að segja sé ég ekki svo marga menn í miðaldri, sem lita hárið á sér bleikt eða blátt. En jú, þar eru talsverðir margir til þegar ljóshærður litur er að ræða.
Hér eru dæmi um slíkt fólk, báðir eru mjög frægir sjónvarpsmenn í Japan: Geoge Tokoro t.v. og Ryo Tamura t.h. Tokoro-san verður 54 ára í lok janúar.
Fyrir tuttugu árum, þegar þetta fyrirbæri byrjaði að birtast í Japan, hugsaði flestir Japanir (þ.á.m. ég sjálfur) að slíkt var ekkert annað en að reyna að vera evrópskt og litaði niður.
Ég hélt á þeim tíma að lita hárið á sér blond var eins og Michael Jackson vildi vera hvítur maður og afbökuð ósk.
En dag í dag virðist það að hafa ekkert samband við svona Evrópu-aðdáandi ósk að Japanir lita á sér hárið mismunandi liti. Það er orðið hreinlega hluti af fassion !
Og ég er ekki búinn að ákveða enn... en á ég að prófa blond hár!!??
31.12.2008 | 11:36
Gleðilegt ár!!
Gleðilegt ár!! og farsæld á komandi ár fyrir okkur alla!!
Ég mun njóta forréttinda mínna núna: það er sem sagt að ég fagna nýja árinu níu klukkutímum undan á undan ykkur á Íslandi, þar sem ég er í Tokyo.
Kl. 15 á Íslandi fögnum við Japanir árinu 2009!
En hvar sem viæ erum, óska ég okkur öllum friðarríks og blessaðs nýárs!
24.12.2008 | 08:56
Gleðileg jól !
Það dregur nær jólum
Árin hrannast upp
Bros sést jafnt sem tár
í hringrás tímans
Það snjóar á jólum
yfir líðandi tíð
Árangur og andstreymi
hverfa í snjókyrrð
Jólin snúa nú aftur,
eyða sálarskuggum
Hvorki hroki né skömm
búa lengur í mér
Ég stari í birtuna,
þekki aftur hvað ég á,
sönn verðmæti lífsins
Þakka Guði gjöfina
Það dregur nær jólum
Árin hrannast upp
30.11.2008 | 12:54
Hjálparstarf og trú okkar
Aðventa.
Eftirfarandi er hugleiðing mín sem kristinn maður um hjálparstarf okkar í aðventunni. Raunar byggist hugleiðingin á erindi sem ég flutti fyrir ellefu árum, en hún er á grundvöllum fyrir fólk í kristinni trú.
Það dregur að jólum. Nú eru borg og bæir skreytt með fjölbreyttum ljósum og við heyrum gleðilega tónlist, þó að þjóðin sé jú í erfiðum tíma. Kirkjan býður upp á ýmsar samkomur fyrir jólin og reynir að halda höfuð okkar upp. Jól og aðventa eru með skilaboð sín óháð því hvort tíminn sé okkur góður eða erfiður.
En stemningin í aðventu er ekki eins í öðrum hlutum heimsins. Í landinu mínu Japan til dæmis, eru jól aðeins borgaralegt fyrirbæri en ekki trúarhátið (nema í kirkjunni). Þar eru jól ekkert annað en tækifæri fyrir fólk til að skemmta sér í jólaboðum.
Ég man eftir jólum í Japan. Mig langar til að segja ykkur frá þeim. Fyrir sextan árum var ég nýbakaður prestur í lítilli kirkju í stórri borg í Japan. Hún var í fátæku hverfi borgarinnar og umhverfið var lítið spennandi.
Eigi að síður varð ég oft var við það á aðventunni að ungar konur frá Filippseyjum kæmu í kirkjuna og tækju sér rólega stund fyrir bæn sína. Þetta voru konur sem unnu í næturklúbbum eða á vínveitingastöðum í hverfinu. Það var eflaust erfið vinna, en þær unnu til að styðja fjölskyldur sínar í heimalandinu. Ég reyndi að hafa kirkjuna opna sem lengst svo að þær gætu komist inn og einnig leitaðist ég við að bjóða þeim í messu.
Þær komu ekki oft í messu, en þegar við hittumst á förnum vegi, heilsuðu þær mér alltaf og voru mjög þakklátar. Þær töldu sjálfsagt að ég væri að veita þeim aðstoð. En í hreinskilni sagt, var það ég sem stóð í þakkarskuld við þessar ungu konur. Jafnvel í mína fátæku og litlu kirkju komu þær til að leita að heilögum stað til að biðjast fyrir. Sú staðreynd var mikil hvatning fyrir ungan prest sem var skiljanlega oft fullur vanmáttarkenndar í erfiðu kristniboðsstarfi.
Þessar ungu konur þörfnuðust kirkju, en það sem meira var um vert; kirkjan mín þarfnaðist þeirra.
Ég hef upplifað sams konar reynslu mörgum sinnum síðar. Þegar ég vitja sjúklings eða heimsæki flóttamenn, þ.e.a.s. þegar ég reyni að leggja einhverja aðstoð af mörkum, fæ ég alltaf miklu meiri umbun í því en öfugt. Mér finnst það leyndardómsfullt verk Guðs. Sá sem reynir að hjálpa öðrum, þiggur hvatningu sína og umbun í því.
Biblían flytur okkur þennan mikilvæga boðskap: "Sú fasta, sem mér líkar, er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér." (Jesaja 58:68.) Guð vinnur á bak við þann sem tekur á móti hjálp, og fyrir honum eru veitendur og þiggjendur jafnir.
Nú langar mig til að snúa mér að Hjálparstarf kirkjunnar. Starfsemi Hjálparstarfsins er næstum eina kirkjulega hreyfingin sem alls konar fólk karlar, konur, börn og aldraðir getur tekið þátt í saman. Sérstaklega þegar börn eru annars vegar getur það verið fyrsta tilefni þeirra til að hugsa um fólk í fátækt, stríði eða hallæri, og til að reyna að veita því brautargengi. Hér finnst mér mikilvægt að kenna börnum grundvöll hjálparstarfs sem byggist upprunalega á kristinni trú.
Að mínu mati koma þar til að minnsta kosti þrjú atriði. Í fyrsta lagi eigum við ekki að reyna að komast hjá því að viðurkenna mikilvægi fjárhagsstuðnings. Peningar eru ekki allt, en peningar þýða mikið. Miskunnsami Samverjinn borgaði fyrir særða manninn. (Lk. 10:35.)
Í öðru lagi fylgir áþreifanleg aðgerð öllu hjálparstarfi, og hún getur verið nokkur fórn fyrir gefandann, til dæmis að vinna sem sjálfboðaliði eða að gefa í samskot af vasapeningum sínum. En að deila byrði sinni hvert með öðru er kjarni kristinnar trúar. Jesús hrósaði fátæku ekkjunni sem gaf smápening af skorti sínum. (Lk. 20:4.)
Í þriðja lagi þýðir hjálparstarf ekki aðeins peningastraum frá ríku fólki til fátæks fólks. Það gefur ekki heildarmynd hjálparstarfsins. Þegar við reynum að hjálpa öðrum á einhvern hátt, þá fáum við líka til baka dýrmæta gjöf frá þeim sem hjálpað var, en hún er ekki metin á vogarskálum verðgildisins. Guð heitir okkur því.
"Ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða hábjartur dagur." (Jesaja 58:10.)
Málstaður okkar byggist á þessu fyrirheiti Guðs. Þannig reynum við ekki að hjálpa öðrum vegna félagslegra reglna eða laga, heldur vegna elsku og trúar á Guð.
Starfsemi Hjálparstarf kirkjunnar er mjög áþreifanleg viðleitni til að "létta bróður böl", en þar er innifalið meira en að safna samskotum. Fyrirheit Guðs auðgar okkar eigin trú og kirkju. Ég óska þess að sem flest fólk styðji aðra gegnum Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jól.
28.11.2008 | 18:02
Eitt jákvætt skref
Ég fagna þessum fréttum hjartanlega.
Eitt jákvætt skref.
En á Íslandi búa fimm hælisleitendur (fyrir utan viðkomandi tvo í fréttnum) sem en með aðeins dvalarleyfi til bráðabirgða í mörg ár og réttarstaða þeirra er næstum engin.
Við veruðum að skoða málið á næstunni og reyna að bæta aðstæðunum.
En núna langar mig bara að segja: "Guði sé þakkargjörð"...
![]() |
Tveir íranskir hælisleitendur fái bráðabirgðadvalarleyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 15:23
Við hjálpumst að
"Mikið af fólki kemur hingað núna
sem aldrei áður hefur leitað til hjálparsamtaka":
segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin. "Undanfarin ár hefur jólasöfnunin runnið til vatnsverkefna okkar í Afríku," segir Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins og bætir við:
"Við höfðum búið okkur undir að gera það sama í ár en þegar þessar efnahagsþrengingar dundu yfir þjóðina ákvað stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar að nú yrði safnað til hjálpar innanlands líka".
Gíróseðlar á öll heimili
Gíróseðlum hefur verið dreift á öll heimili. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur helmingur til aðstoðar heima og hinn helmingurinn til vatnsverkefna í Afríkuríkjunum, Malaví, Úganda, Eþíópíu og Mósambík.
Umsóknafjöldi tvöfaldast
Vegna kreppunnar hefur þörfin fyrir aðstoð hér heima aukist gífurlega. Beiðnir um aðstoð í októbermánuði voru tvöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Að sama skapi hafa skuldbindingar í tengslum við erlend verkefni, sem eru í dollurum, hækkað mjög vegna hruns íslensku krónunnar.
Ný vefsíða til að velja upphæð og málefni
Opnuð hefur verið ný styrktarsíða www.framlag.is þar sem hægt er að velja málefnið sem gjöfin rennur til, söfnunarsími 907 2002 fyrir aðstoð innanlands og 907 2003 fyrir aðstoð erlendis. Gjafabréfasíðan www.gjofsemgefur.is er mjög vinsæl og margir nýta sér hana til að finna jólagjöf sem skilar sér til þriðja aðila á Íslandi eða úti í heimi.
- úr tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar -
26.11.2008 | 18:46
Íslenskt nafn – Marikó og Toshika?
Ég frétti nýlega að Marikó fékk viðurkenningu sem íslenskt nafn. Mariko er raunar algengt japanskt nafn fyrir stúlku. Eftir því sem ég þekki, býr hérlendis aðeins eina japanska Mariko og því þetta kom mér dálítið óvart. Kannski vegna þess að þessi eina Mariko er velþekkt og vinsæl stelpa í þjóðfélaginu. En allavega er íslenskt nafn MarikÓ og aðeins öðruvísi en Mariko.
Varðandi nafn, er það bara dagleg upplifun hjá mér að fólk kallar mig ekki á réttan hátt, Toshiki. Það er í lagi, ég móðagast ekki. Útlenskt nafn er jú stundum erfitt að muna rétt eða bera fram.
Ég gat ekki skilið sjálfur í fyrsta ár á Íslandi hvort Árni væri drengur eða stúlka eða Guðný væri herramaður eða dama. Ég skrifaði oft einnig ÞorBaldur eða Ingibjörg Þórunn af mistökum. (Japana... sorry Mér finnst erfitt að aðgreina B og V, eða S og Þ )
Nema hvað, með tímanum tók ég eftir því hvers konar villa var algengast þegar fólk kallaði mig á villu hátt.
Númer 1 er að kalla mig Toshika. Ég veit ekki af hverju en þetta er lang-flestum sinnum. Fólk segir eins og Hér er Toshika frá Japan.
Annars er nafn mitt "Toshiki" af tilviljun eins og karlkyn-nafnorð með weak declension". Því það er málfræðilega rétt að beyga nafn mitt eins og:
Toshiki (nf)
Toshika (þf)
Toshika (þgf)
Toshika(ef)
Þegar ég lærði nafnabeygungu, var ég glaður og vænti þess að fólk myndi beygja nafn mitt alveg eins og íslenskt nafn. En það gerðist ekki. Ég lærði síðar að útlenskt nafn beygist ekki..... æ,æ.
Samt vinkona mín frá USA, sem heitir Barbara, nýtur þess að nafnið sitt beygist (Barbara- Barböru- Barböru- Barböru) og líka önnur vinkona mín frá Albaníu, Genta, er alltaf Genta-Gentu-Gentu-Gentu !! Er þetta ekki mismunun!!?? Ég vil það að nafn mitt beygist líka!!
Allavega er næsta algengst villa um nafn mitt er Toshiba.. en Toshiba er stórt fyrirtæki í Japan sem framleiðir heimilistæki o.fl. Til fróðleiks er Toshiba skammnafn af Tokyo Shibaura Denki (Tokyo Shibaura-svæði í Tokyo- Electricity).
Þetta er skiljanlegt. Toshiba er kunnugri en Toshiki fyrir fólkið.
Þriðja algengst villa er að kalla mig Toma. Þetta er jú einnig skiljanlegt, þar sem Toma hljómar eins og það væri Tom eða Tómas. Samt er það raunar fjölskyldunafn mitt og sem sé er það eins og að kalla mann með eftirnafn: Gunnarson eða Helgason og það er skrýtið.
Jæja, engu að síður þykir mér vænt um að ég heiti ekki eins og Mondonosuke Jounouchi, sem myndi vera bara ómögulegt !
En samt öfunda ég Marikó....
Hvenær verður Toshiki íslenskt nafn??