Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.6.2007 | 11:46
20. júní Flóttamannadagur / June 20th The world refugee day
Þann 20. júní verður alþjóðadagur flóttamanna eða the world refugee day. Hér á Íslandi verður sér-kynningarbás á málefnið haldið á Austurvelli af RKÍ milli kl. 14:00 og 18:00. Þar verður kynnt móttaka flóttafólks á Íslandi, starf UNHCR og flóttamannavandinn í heiminum. Og mér skilst að þar verði einnig sýning leikrits Á flotta og fleira virkari sýning en bara útskýring um málefnið og hefðbundnar myndir.
Ég las mjög fróðlega greinargerð um daginn eftir Lydíu Geirsdóttur, verkefnistjóra Hjálparstarf kirkjunnar (/www.tru.is/pistlar/2007/6/milljardur-manna-a-flotta-arid-2050).
Í henni segir Lydía : Í dag eru um 160 milljónir manna flóttamenn og einnig :
Á dögunum kom út skýrsla frá hjálparstofnuninni Christian Aid í Bretlandi, þar em farið er yfir hvernig loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á flóttamannastrauminn í heiminum. Talið er að allt að 1 milljarður manna gæti hrakist á flótta af þessum orsökum fram að árinu 2050 ef ekkert verður að gert til þess að stöðva hlýnun jarðar.
Við hugsum (a.m.k. hugsa ég) flóttamannamál kannski oftast í tengslum við stríð eða náttúruhamfarir, en lúmsk breyting náttúru á jörðinni hefur líka áhrif á málin. Sannarlega þarf ég að bæta þekkingu um flóttamannamál og skilja þau betur.
Ég vil hvetja ykkur að njóta þess tækifæris 20. júní á Austurvelli sömuleiðis og ég, og kynnast mál flóttamanna betur og meira.
World Refugee Day
20 June For years, many countries and regions have been holding their own Refugee Days and even Weeks. One of the most widespread is Africa Refugee Day, which is celebrated on 20 June in several countries.
As an expression of solidarity with Africa, which hosts the most refugees, and which traditionally has shown them great generosity, the UN General Assembly adopted Resolution 55/76 on 4 December 2000. In this resolution, the General Assembly noted that 2001 marked the 50th anniversary of the 1951 Convention relating to the Status of Refugees, and that the Organization of African Unity (OAU) had agreed to have International Refugee Day coincide with Africa Refugee Day on 20 June. The Assembly therefore decided that, from 2001, 20 June would be celebrated as World Refugee Day.
[Note: The OAU was replaced by the African Union on 9 July 2002.]
- USA for UNHCR https://secure.usaforunhcr.org
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2007 kl. 17:43 | Slóð | Facebook
16.6.2007 | 14:14
Finna fyrir meiri fordómum
Blaðið í dag bls. 8 eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttir
Tæplega 6000 pólskur ríkisborgarar voru um síðastu áramót búsettir hér á landi ........
..... Pólverjar sem voru búsettir hér fyrir að ímynd þeirra bleytist til hins verra í kjörfarið. Þeir eru farnir að finna fyrir meiri fordómum en áður.
...........Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars rannsakað bakgrunn innflytjenda, tengsl þeirra við heimalandið og viðhorf þeirra en doktorsnemi hennar, Anna Wojtynska, hefur einkum beint sjónum að viðhorfi Pólverja.
,,Á þeim tíma sem, ég tók viðtöl við Pólverja höfðu þeir fundið fyrir minni fordómum en aðrir hópar en rannsókn Önnu hefur leitt í ljós að fordómarnir hafa aukist í einstaka tilfellum. Af þessu hafa þeir áhyggjur. Þeir hafa hins vega ekkert á móti því a fleiri Pólverjar fái tækifæri hér á landi, segir Unnur Dís. .......
Ofangreindur er hluti af fréttagrein sem birtist í bls. 8 Blaðsins í dag. Ég þekki dr. Unni Dís gegnum starf mitt og mér finnst það fagnandi efni að traustur fræðimaður eins og Unnur Dís er búin að vinna að rannsókn um líf innflytjenda á Íslandi á undanfarin ár, og er enn að stuðla að.
En varðandi þessa fréttagrein eftir Ingibjörgu, er það kannski ekki bara ég sem vill vita aðeins nánara um málið: t.d. hvers konar fordómar mætu Pólverjar hérlendis áður og hvernig fordómarnir eru búnir að breytast núna? Mig langar til að vita aðeins skýrara um hvaða fordómum pólska fólkið finna fyrir þessa daga.
Í sambandi við þessa umræðu, vil ég skrifa inn nokkrar línur sem varða sérstaklega um ölvaðra akstur sem stafar af útlendingum.
Ég hafði nokkurt erindi við Lögregluskóla í síðasta haust og fékk góðan tíma til að tala við nemendur þar. Sumir þeirra sögðu okkur í kennslustofu að ölvaður akstur hefði bersýnilega aukist og Pólverjar voru bílstjórar í mörgum tilfellum.
Við vorum að ræða um fordóma og því spurði ég þeim hvort þeir gætu sagt mér nákvæman fjölda slíks tilfellis eða hlutfallið. Þeir voru ekki með nákvæmlegar tölur en samt þorðu þeir að segja, af reynslu sinni, margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis.
Ég held að þegar lögreglumenn segja margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis, takmarkast þetta lýsingarorð margir innan reynsluheims þeirra og að því leyti er þessi staðhæfing með eins konar gildi sem nýtist í starfi lögreglunnar kannski.
En ef staðhæfing eins og margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis verða staðhæfing eins og allir eða flestir Pólverjar..., er hún þá fordómar, þar sem hún innifelur sér marga (þótt ég geti ekki sagt nákvæmt númer) saklausa Pólverja.
Í stutta máli sagt eru fordómar ofgróf alhæfing yfirleitt. Þetta á sér stað mjög oft í daglegu lífi okkar og ég tel nauðsynlegt að við höfum vakandi augu á slíkri alhæfingu.
Hins vegar hugsa ég einnig að það hlýtur að vera einhvert mál í miðju fordóma venjulega, sem veldur þeim fordómum og ég tel það líka nauðsynlegt að fjalla um það mál almennilega. Ef útlendingar sem fremja ölvaðra akstur, hvaðan sem þeir eru komnir, verðum við að taka upp málið og ræða um það. T.d. er ölvaður akstur hættulegur fyrir ekki aðeins viðkomandi heldur alla aðra í umferð, þ.á.m. eru börnin okkar líka, og við megum ekki láta málið vera.
Ég spái því að umræðu, annars vegar sem varðar glæpsamlega framkomu útlendinga eða óvirðingu og hins vegar sem varðar fordóma gagnvart útlendinga, mun fjölgast á næstunni. Ef hingað koma fleira erlent fólk, eykst vandamál sem er tengt við það líka jafnt og gott mál. Þetta er bara eðlilegt.
Það sem er nauðsynlegt og mikilvægt fyrir okkur (bæði innfædda Íslendinga og innflytjenda) er, að mínu mati, að við ræðum málið sem málefnalegast og leiða umræðuna í skapandi áttina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook
14.6.2007 | 14:02
Páfagarður andvígur Amnesty
www.ruv.is » Fréttir » Frétt Fyrst birt: 14.06.2007
Páfagarður hefur hvatt alla kaþólikka til að snúa baki við mannréttindasamtökunum Amnesty International og stöðva öll fjárframlög til samtakanna. Þau séu fylgjandi fóstureyðingum og hvetji til þeirra. Renato Martino, kardínáli, forseti ráðs kaþólsku kirkjunnar um frið og réttlæti segir fóstureyðingar vera morð og kirkjan geti ekki stutt samtök sem hvetji til slíkra verka.
Fulltrúar samtakanna segir þau ekki hvetja til fóstureyðinga en styðji vissulega rétt kvenna til að hafa val í þessum efnum, einkum fórnarlamba nauðgana og sifjaspella. Samtökin taki ekki afstöðu til þess hvort fóstureyðingar séu réttar eða rangar.
Samkvæmt gögnum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, WHO, er 45 milljónum fóstra eytt á ári hverju í heiminum. Áætlað er að tæplega 70000 konur látist vegna óöruggra fóstureyðinga.
Hvað er trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald?
Mér sýnist það séu tvö kjarnar til staðar kringum í mál um fóstureyðingar. Annað er að það er vist alvarlegt mál að láta líf ljúkast sem hefur ómetanlegan möguleika í framtíðinni sinni. Páfagarður vill kjósa að kalla hana morð. Hitt er að engu að síður er það raunveruleiki til staðar líka að kona neyðist til þess að fara í aðferð fósturyrðingar vegna aðallega lífshættu móðurinnar eða tilvistar óneitanlegs óréttlætis kringum í fæðingu barnsins.
Við vitum það. Amnesty International veit um það. Og Páfagarður veit um það líka. Hásetir prestar þarna eru alls ekki heimskir eða fáfróðir um hvað gerist í heiminum úti.
Hvers vegna er slíkur stór munur til staðar þá milli Amnesty og páfagarðs í viðhorf við fóstureyðingu?
Raunar veit ég ekki svarið, afsakið. En ég held þetta sé tengt á nokkurn veginn við trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald og ég er kominn til spurningar í upphafinu: hvað eru þau völd? Vald er oftast styrkt með hefð samfélags, traust almennings eða tilveru hermannakerfis o.fl. Þegar trúarlegt vald er að ræða er það bersýnilegt að valdið leggur áherslu á hefðina sína og vill sýna okkur fram að það sé viðhaldari sannleiksins í öllu sögunni hingað til. Að breyta einhverju samkvæmt þróun samfélagsins virðist vera ákveðin áhætta fyrir valdið.
Ég er sjálfur prestur kirkjunnar, svo ég skil vist að kirkjumálavaldið vilji taka rosalega góðan tíma áður en það ákveður einhverri breytingu í stefnu sinni. Ef kirkjan segir þetta í dag og annað á morgun, væri það alveg hallæsilegt. Þess vegna finnst mér rétt að kirljumálayfirvaldið glímir við þróun samfélagsins og reynir að finna samræmi milli hefðar sinnar og nútímalegra aðstæðna samfélagsins.
En á meðan valdhafarnir eru að glímast í garðinum sínum, verðum við alþýða, sem er ekki með sérstakt trúarlegt vald, að vinna að áþreifanlegum málum í raunveruleikum veraldarinnar. Það er við sem fremjum glæpa (morð í tilfellum fóstureyðinga) eða syndgum (með því að styðja fóstureyðinga). Það er við sem verðum orðalaus fyrirframan raunveruleiksins sem þýtur yfir okkur eins og Tsunami og gleypir okkur.
Hvort sem páfagarður viðurkenni fóstureyðingu eða ekki, verða þar þær í dag og á morgun og svo framvegis. Með öðrum orðum, fremur alþýðan trúarlega glæpa og synd í veröldinni og gerir hana sæmilega ásættanlega, þar sem kirkjumálayfirvaldið heldur sig áfram. Og páfagarður veit þetta vel líka.
Mér skilst að Jesús sagði mörgum sinnum að yfirmaður skuli þjóna undirmönnum sínum þar sem slíkt er ásetning Guðs. Þetta virðist hafa breyst einhvern tíma í sögunni, eða hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.6.2007 kl. 08:27 | Slóð | Facebook