Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.8.2007 | 15:18
Við tökum þátt í gleðigöngu !!
- Dont be afraid, God is guiding you! -
This last week of April, Lutheran ministers of the National church of Iceland held their annual synod in the town of Húsavík. The main issue on the table of discussion this time was the partnership/ marriage of homosexuals. Very heated discussions were among the ministers during the synod. The synod voted on a bill, which was presented with joint signatures of 42 ministers including two unordained theologians advocating for unification of the traditional concept of marriage between a man and a woman and homosexual marriage into one concept regardless of gender composition. The bill did not pass with the result of voting 64 against, 22 for.
There were indeed many who could not join the synod in Húsavík, and as the synod didnt allow absenty ballots, the number doesnt really reflect the percentage of for or against among ministers. But anyway, headlines like Church denies to marry gays or Church loves (people) with conditions danced on the front page of many papers the next day.
In my recognition, these words are rather provoking but not conveying the fact from the synod. But at the same time it shows us the irritation and the feeling of disappointment of general society against the indecisive attitude of the church regarding the gay-marriage issue.
I would like to spend some words here to explain briefly what is happening in the church in this issue, and also I would like to show my personal opinion afterwards. It would be fair to say in advance that I am not at all neutral in this debate. I am for the opinion that the concept of marriage should be independent of the gender composition. I am one of those 42, who brought the bill that was rejected at the synod in Húsavík and I have been expressing this opinion consistantly last five years.
1. Attitudes among ministers of the National church
What kind of views exist about gay partnership/marriage issue in the church? Lets have a quick view over the scenery.
A) The Bible prohibits homosexuality and therefore, irrespective of if it is because of sin or a kind of sickness, homosexuality isnt accepted by the Christian faith.
B) Homosexuals have the same rights as the other straight people. They have a full right to live together with their own life-partners and pursue a life of happiness. Establishing the partnership belongs to civil authorities and the church has no direct business with it. But a minister should offer blessing, with his own decision, onto those who wish to receive it on the occasion of establishing their partnership.
C) Almost same attitude as B. But the secular initiation of the partnership should be also taken care of by ministers as well as marriages of the other people.
D) The concept of marriage should be one, including both relationship between men and women, and homosexual relationships.
Around the same period as Halldór Ágeirsson, the prime minister at that time, expressed his will to improve the legal rights and status of gay people in the summer of 2005, a special committee on behalf of the National church, consisting of ministers, theologians and jurists (the committee of dogmatics), was entrusted with the assignment to write a report about gay marriage which is parallel to the traditional form of marriage (partnership). At the synod in Keflavík in 2006, the committee introduced its draft to the participants. This draft says clearly on one hand that it has come to the conclusion that the Bible does not condemn homosexuality and this report should be estimated appropreately in this point. On the other hand, the draft is a report about the partnership of homosexuals and does not directly address the question if it is desirable to separate the partnership from traditional marriage or if marriage should be a unified concept.
This report was the main topic of discussion at the synod in Húsavík. Therefore many of the participants were not really ready to vote for or against the proposal of unification of gay partnership and traditional marriage.
The majority at the synod agreed instead that ministers are allowed to offer a blessing to gay couples. A draft for a ritual of blessing was also agreed on (attitude B). The proposal that ministers should take care of the secular initiation of the partnership, not only the blessing (attitude C), was directed back to the committee for further reporting.
In addition to the above, it would be necessary to point out that in Iceland the legal initiation of matrimony is still in the hands of the church, not only in the hands of the civil authorities. In Iceland, unlike many countries in western Europe, the ministers declaration of marriage has a direct effect on the law to put two persons together. Namely the religious acts and the civil laws are not completely divided at this point. This makes it to some extent complicated to handle gay marriage. Some people say that marriage belongs to the unique authority of the religious institute, and others put more emphasis on the general human rights. The right answer seems to me: both right.
In order to avoid this confusion, some ministers ask: should the church transfer the authority to establish matrimony to the civil authorities and concentrate on its religious significance only? This opinion is not yet dominant among ministers, but it will be unavoidable to face this question soon or later.
2. What is the mission for the church now?
I have been trying to describe where the issue of gay marriage has been located in the church so far as neutrally as I can do, so that we can see what is happening in the church.
Looking over the world, the countries that have set a concept of marriage that is independent of gender composition are for example Holland, Belgium, Spain, Canada and more, not yet hundreds of countries. Talking about the partnership act, then many European countries and many states in the US are adapting it, but these are from the standpoint of civil law.
Apart from independent free churches, there is no denomination who as of yet recognizes gay marriage on equal term with the traditional marriage without any distinction (using one word marriage in stead of partnership). Obviously it is far heavy task to change its course from it has been till now for the religious authority. The national church of Iceland is no exception. In this sense, the Icelandic church is no worse than other churches in the world.
Nevertheless it is not at all a Christian way to look at oneself only in relationship with ones surroundings. Because then you lose your identity in the relationship between God and yourself, where your own call and mission is revealed. This is something unique and you cannot compare it with others.
In my understanding, the Icelandic church has the best environment in the world to step forward and recognize formally the unified marriage as a religious term. The small size of the society where every single person can be recognized as an individual, considerable mono-cultural background, the absence of a big gap in the religious value table in the society, already well opened public existence of the gay people and the positive attitude of the society towards them. All of those factors are to the advantage for the Icelandic church to step one step ahead of the rest of the world. But in other words, it would be considered as cowardice if the church wants hide itself behind other churches and doesnt use those advantages that are being given to it.
Of course people could ask: though the surrounding conditions are ready, shouldnt the church refrain from doing something until the act will be confirmed to be theologically right and Christian-faithful? That is quite right. But in my opinion, we have already crossed the biggest hurdles both theologically and Christian-faithfully. The majority in the church acknowledge, as well as the majority in society, the presence of gay people, their life as persons and their rights. The support to the partnership act show us that. Then why not marriage? What is the reason that we have to separate gay marriage as partnership from the traditional marriage? Is there any theological reason really? Or is it perhaps an emotional hinder that makes it difficult for us to accept it?
The churchly congress in October is supposed to draw a temporary conclusion on the issue. We have to work on it.
First appeared in the Reykjavík Grape Vine in June of this summer.
10 - 12 ministers of the National church will have pleasure of joining the "gleðigöngu" tomorrow at Gay Pride. I will be there, too, but I am so shy ... for being in front of many...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook
9.8.2007 | 14:12
Kertafleyting í kvöld
Mig langar til að minna okkur öll kertafleytingu í kvöld.
Vona að sem flestir mætist þar og deili sameiginlegri ósk um frið með öllum öðrum.
Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld við Suðvesturbakka Tjarnarinnar, kl.22:30 en þar mun Gunnar Hersveinn heimspekingur, flytja stutt ávarp.
Fundarstjóri verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður. Að venju verða flotkerti seld á staðnum.
- Fréttatilkynning -
8.8.2007 | 14:45
Umræða um stöðu og réttindi innflytjenda á Íslandi
Málþing um fjölmenningu í Alþjóðahúsinu 8. ágúst
Dagskrá kvöldsins
Við ætlum að ræða og kynna stuttlega nokkur verkefni um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu, hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf og fleira. Verkefni sem unnin hafa verið af háskólafólki, fólki á vegum Alþjóðahússins og Rauða Krossins.
Hilma H.Sigurðardóttir, félagsráðgjafi ætlar að fjalla um verkefni sitt um félagsráðgjöf í fjölmenningarsamfélagi.
Paola Cardeans, verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum ætlar að kynna verkefni sitt um reynslu útlenskrar kvenna af skilnaði eða sambúðarslitum frá sálfræðilegu sjónarmiði.
Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss ætlar að segja okkur frá hvernig mál koma til kasta Alþjóðahúss.
Eftir hlé :
Ari Klængur Jónsson, stjórnmálafræðingur ætlar að kynna BA verkefni sitt um hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf.
Haukur Harðarson, frá Mími-Símenntun ætlar að segja okkur sögur af vinnumarkaði, en hann ferðast um landið með námskeið fyrir trúnaðarmenn hjá verkalýðsfélögum.
Hrannar B.Arnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og nýskipaður formaður innflytjendaráðs ætlar að segja okkur aðeins frá starfi og hlutverki innflytjendaráðs og nýlegri skýrslu um stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.
Og að lokum ætlar Ano-Dao Tran að segja okkur frá verkefninu Framtíð í nýju landi, en það er spennandi þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur það hlutverk að efla víetnömsk ungmenni á aldrinum 15-25 ára í íslensku samfélagi. Ano-Dao er verkefnisstjóri þess verkefnis.
Það verður sem sagt fullt af áhugaverðu og fróðlegu efni kynnt hér í kvöld og eflaust fleiri spurningar sem vakna heldur en svör sem verða veitt. En það er einmitt markmið þessara málþings, að fá fram í umræðuna stöðu og réttindi innflytjenda, hvað sé gott og hvað megi betur gera og hvert stefnir.
Eftir hverja kynningu höfum við opið fyrir stuttar umræður og endilega, taki sem flestir til máls.
- Fréttatikynning frá málþingshaldara -
7.8.2007 | 12:17
Hvenær Íslendingar eignast sína fyrstu fjölmenningarhöfunda??
Málþing um fjölmenningu í Alþjóðahúsinu 7. og 8. ágúst
Málþingið hefst klukkan 18.00, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fyrra kvöldið verður menningarkvöld þar sem við ætlum að spjalla um íslenskunám en seinna kvöldið verður rætt um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi.
Fyrra kvöldið ætlum að spjalla um íslenskunám fyrir fólk af erlendum uppruna, hvernig staðið er að því og hvað fjölmenning getur gert fyrir íslenskuna.
Einnig ætlum við að fjalla um það hvernig innflytjendur auðga bókmenntir um þessar mundir. Hvernig margir höfundar í heiminum eru afsprengi tveggja eða fleiri ólíkra kúltúra, skrifa verk í anda þess, umbylta viðteknum hugmyndum og krydda tungumál á borð við ensku.
Það má velta upp spurningunni hvenær Íslendingar eignast sína fyrstu fjölmenningar-höfunda, höfunda sem flytja ungir til landsins, eiga erlenda foreldra eða eru tvítyngdir og geti þannig varpað nýju ljósi á fjölmenningu á Íslandi, jafnvel fært okkur ferska sýn á samfélagið.
Þátttakendur fyrra kvöldið(í kvöld):
(Fyrir hlé)
Páll Valsson, íslenskufræðingur
Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og alþingismaður
Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Kennarar sem hafa kennt innflytjendum íslensku, m.a. Ingibjörg Hafstað frá Alþjóðahúsinu
Fólk sem hefur lært íslensku, m.a. Paola Cardens frá Rauða krossinum
(Eftir hlé)
Sjón, rithöfundur og formaður PEN á Íslandi
Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og félagi PEN á Íslandi
Þorgerður Elín Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Fólk frá Alþjóðahúsinu með áhuga á bókmenntum og menningu
Seinna kvöldið (8. áhúst) verður rætt um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu og hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf.
Þar munu nokkrar rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið undanfarið af háskólafólki, fólki á vegum Alþjóðahússins og Rauða krossins vera stuttlega kynntar og umræður á eftir.
Þátttakendur seinna kvöldið(annað kvöld):
Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og formaður innflytjendaráðs
Hilma H. Sigurðardóttir, félagsfræðingur
Júlía Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur
Paola Cardens, verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum
Ari Klængur Jónsson, stjórnmálafræðingur
Haukur Harðarson, Mímir-Símenntun
Ano-Dao Tran, verkefnisstjóri Framtíð í nýju landi
Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss
Fólk frá Alþjóðahúsinu
- Fréttatilkynning Alþjóðahúss-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook
6.8.2007 | 10:06
Hiroshima, Nagasaki....og ábyrgð okkar
1. Fyrir 62 árum, hinn 6. ágúst 1945, var kjarnasprengju varpað á Hiroshimaborg. Þremur dögum síðar, þ.e. 9. ágúst, sprakk önnur kjarnasprengja í Nagasakiborg. Þetta var í fyrsta og eina skipti í sögu mannkyns að kjarnavopn voru notuð.
Víða í heiminum eru haldnar minningarathafnir vegna Hiroshima og Nagasaki. Af hverju? Ef við berum bara saman fjölda fórnarlamba dóu samtals tæplega 200.000 manns í Hiroshima og Nagasaki, en 85.000 íbúar voru drepnir í sprengjuárás á Tókyó aðfaranótt 9. mars sama ár. Ég held að sagan um Hiroshima og Nagasaki segi eitthvað sérstakt og umhugsunarvert, og snýst um eitthvað annað og meira en bara fjölda fórnarlamba, rétt eins og í Auschwits. Hvað er þá sérstakt við þessa atburði?
Í fyrsta lagi er þetta dæmi um hvernig menn notuðu nýjustu vísindakunnáttu og tækni til að eyðileggja líf annarra í hundraðþúsunda tali. Afleiðing þessarar kjarnorku kvelur enn börn og barnabörn fólksins sem lifði af.
Í öðru lagi er það ólíkt venjulegum styrjöldum að sigurvegarinn, í þessu tilfelli Bandaríkin, hafi í raun tapað siðferðilegum yfirburðum sínum með því að nota kjarnavopn. Hiroshima og Nagasaki kenna okkur meðal annars að sérhver menning heims, hvort sem hún telst sigurvegari eða ekki, getur ekki talið sig hafa siðferðilega yfirburði yfir öðrum menningarheimum. Sú þjóð sem varpaði kjarnasprengjum var ekki hin svokallaða guðlausa þjóð Sovétríkin, heldur hin guðhræddu Bandaríkin, þjóð sem sendi fjölda trúboða um allan heim. Það er vel þekkt að lúterskir prestar blessuðu B29 flugvél sem var að leggja af stað til Hiroshima.
Rétt eins og Auschwits sýndi Hiroshima mannkyninu að engin tiltekin menning, þ.á.m. trúarleg menning, væri yfir aðra hafin. Sú goðsögn á nýlendutímum sem taldi kristinn menningarheim gnæfa yfir alla aðra lagðist niður eftir árið 1945. Þá kom betur í ljós en nokkurn tímann áður að sjónarrönd menningarheimsins er siðferðilega jöfn og flöt fyrir alla.
Árið 1946, rétt eftir að Japan tapaði stríðinu, lýsti bandarísk kirkja yfir eftirfarandi; Við skulum að byrja að iðrast ..... við játum það að notkun kjarnasprengna á Hiroshima og Nagasaki mun aldrei verða réttlæti í siðfræði mannkyns.
Þessi yfirlýsing var ekki samþykkt af meirihluta bandarískra kirkna. Þrátt fyrir það minnir hún okkur enn þann dag í dag á mikilvægi sjálfsgagnrýni og gefur von um möguleika þróunar mannkyns. Í kjölfarið byrjaði reyndar bandarísk kirkja að senda trúboða til Japans sem friðarflytjendur. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum trúboðum leið að koma í hringiðu andúðar og haturs sjálfum sér. Árangur þeirra sem trúboðar var skiljanlega ekki mjög mikill. Hins vegar hafa þeir eflaust hjálpað Japönum að skilja að bandarískir menn væru ekki skrímsli, eins og þeim hafði verið kennt þar til þá.
2. Í framhaldinu langar mig að skoða málið frá öðruvísi sjónarhorni en oft er gert. Tæplega 30 árum eftir ofangreinda yfirlýsingu bandarískrar kirkju sagði Japanskeisari Hirohito í viðtali við blaðamenn; Mér þykir miður hvernig fór í Hiroshima og Nagasaki. En þessir atburðir áttu sér í stað í hörðu stríði og þeir voru óhjákvæmilegir. Þessi orð segja ekkert meira en að styrjöld stríði yfirleitt gegn almennri mannasiðfræði. A.m.k. sé ég ekki neitt sem varðar sjálfsgagnrýni Japans eða viðurkenningu á sekt Japana sem þátttakanda í stríðinu.
Mér sýnist að Hiroshima og Nagasaki séu orðnar eins konar syndaaflausn fyrir Japani. Yfirleitt er hugmynd Japana um Kyrrahafsstríð sú það var stríð gegn Bandaríkjunum sem endaði með kjarnasprengjum. Því meiri athygli og samúð sem fólk í heiminum hefur sýnt Japönum vegna Hiroshima og Nagasaki, þeim mun sterkar hafa Japanir upplifað sig sem fórnarlömb stríðsins. Er það rétt hjá Japönum að skilja söguna þannig?
Árið 1910 gerði Japan Kóreu að hluta lands síns. Kína varð einnig í raun nýlenda Japans árið 1932. Rétt eftir að Kyrrahafsstríð hófst byrjuðu japanskir hermenn að fara suður til Filippseyja og ríktu loks víða frá Índónesíu í austri til Burma (Myanmar) í vestri. Japan geymdi annars vegar ríkar náttúruauðlindir þessara landa, en krafðist þess um leið að Japönsk menning væri yfir menningu heimamanna hafin. Japanir neyddu m.a. íbúana til að læra japönsku.
Í stríðinu, þróun þess og ferli, jukust smám saman stríðsglæpir eða
glæpsamlegar gerðir af hálfu japanska hersins.Fjöldamorð og nauðganir í Nanking á árinu 1937 er kannski versta dæmið en fleiri en hundrað þúsund Kínverjar þ.á.m. venjulegir borgarar voru fórnarlömb.Annað dæmi er svo kallað military sexual slavery. Japanski herinn kallaði til konur í Kína eða í Koréu fyrir vændisþjónustu fyrir hermenn sína. Margar konur voru kóreskar og giskað er á að fjöldi þeirra hafi verið um tvö hundruð þúsund. Einnig voru gerðar líffræðilegar tilraunir á stríðsföngum í fangabúðum í Kína, t.d. á verkun vírusvopna.Málið er enn í rannsókn og ekki eru öll kurl komin til grafar en fjöldi fórnarlamba virðist að hafa verið fleiri en 3000.
Í samanburði við Hiroshima og Nagasaki tölum við Japanir of lítið um þessa hlið sögu okkar. Japönsk stjórnvöld reyna meira að segja að fela slíkt og vilja hætta að kenna skólabörnum þessi sögulegu atriði. Fyrir nokkrum árum leitt þessi villandi söguskoðun Japana til mikilla mótmæla í Suður- Kóreu. Slík mótmæli eru sjálfsögðu.
Þetta ber vitni um hvernig fólk og þjóðir velja sér sögu og staðreyndir til að segja næstu kynslóðum. Slík saga sem er valin að geðþótta og eftir því sem hentar sjálfsmynd þjóðar er ekki endilega í samræmi við sannleikann, a.m.k. ekki allan sannleikann. Ofangreint atriði endurspeglar fyrirlitningu og fordóma Japana gagnvart öðrum Asíubúum. Kennsla á sögu eigin þjóðar hefur mikil áhrif á ungu kynslóðina og mótar sjálfsmynd hennar. Japönsk yfirvöld hafa þegar framið stríðsglæpi gagnvart nágrannalöndum sínum.
Ef þau velja villandi sögukennslu og endurframleiða fordóma meðal ungrar kynslóðar, er það ekki annar ítrekaður glæpur? Eru svona viðhorf ekki einnig svik til allra í heiminum sem vilja íhuga Hiroshima og Nagasaki? Við Japanir verðum að velta málinu fyrir okkur. Japanir geta ekki verið stoltir af sjálfum sér með því aðeins að framleiða tölvur og selja bíla. Það er nauðsynleg að sýna hugrekki til að viðurkenna sögu okkar í heild sinni.
Mér þýkir vænt um að Íslendingar halda minningarathöfn vegna Hiroshima og Nagasaki. Við verðum að íhuga hvað hægt er að gera til að hindra að önnur Hiroshima eigi sér í stað í sögu mannkyns. Til þess, verðum við öll í heiminum að horfa á eigin sögu í hreinskilni og kenna næstkomandi kynslóð um hana. Þetta á eins við um Íslendinga sem aðrar þjóðir heims.
Guð hjálpi okkur í þessu mikilvæga verkefni.
* Ég skrifaði ofangreinda grein fyrst á árinu 2001 og birti hana á ýmsum vefsiðum síðan. Þetta er eitt af nokkrum efni sem mig langar til að taka upp í hverju tækifæri.
Ég vil minna ykkur líka á kertafleytingu þann 9. ágústa (á fimmtudaginn) kl.22:30.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.8.2007 kl. 23:09 | Slóð | Facebook
23.6.2007 | 10:25
Blær breytingar í Japan
Ég rakst á gleðilega frétt á japönsku neti í morgun. Kanako Tsuji, sem er 32 ára kona og lesbía, hefur fengið sætti opinbers frambjóðanda fyrir alþingiskosninga Japans, og hún býður sig fram frá Japan Democratic Party . Kosningin verður haldin í lok júlí núna í ári.
Kanako er samkynhneigð og fyrsta kona í sögu kosningar Japans sem lýsti yfir því að vera samkynhneigð og lyftir upp bót (improvement) á réttarstöðu samkynhneigðs fólks og betri skilning.
Miljón samkynhneigðir/ar búa í Japan núna. En tilvist þeirra í japönsku samfélagi er ennþá alveg í skugga. Fordómar og mismunun gagnvart þeim er bara ósambærilegt við á Íslandi eða í öðrum evrópskum löndum (þó að ég eigi ekki við að aðstæðurnar hér séu fullkomnar).
Þess vegna virðast viðbrögð við Kanako og Democratic Party vera ekki eins.
Samkynhneigðir/ar fagna því að sjálfsagt, en samtímis mörgum þeirra finnst erfitt að fara í stuðningssamkomu Kanako, af því að fara þangað þykir að yfirlýsing samkynhneigðs sjálfs.
*Þetta gæti verið erfitt að skilja fyrir ykkur á Íslandi, en fyrirlitning á samkynhneigða/ar er talsverð mikil í Japan að mínu mati. Einnig vegur japanska samfélagið fjölskyldusamband mikið og fyrirlitningin getur fært yfir heildarfjölskyld viðkomandi samkynhneigðs. Í fréttinni segir stelpa nokkur að hún er ekki búin að segja frá kynhneigð sinni nema til nánastu vinkvenna sinna.
Hins vegar koma kvartanir til flokksins líka: Viljið þið tapa stuðningi frá íhaldssinnum?.
Svona ferli er kannski algengt þegar alls konar réttindabarátta gengur í og yfir. Ég óska innilega að Kanako hafi góða baráttu í heimalandi mínu og breytingarblærinn verði vindur og síðan stormur, og fordómarnir fjúki sem mest.
Áfram, Kanako!!
http://edition.cnn.com/2007/WORLD/asiapcf/06/20/japan.gay.reut/index.html
             
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook
20.6.2007 | 12:03
Að leita hælis
Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. 15 25 menn er ekki mikill fjöldi manna, en fjöldi umsókna um hæli á Íslandi í fyrra var 38 samtals.
Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ er þegar búið að bíða eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga.
Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðast vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á biðtíma (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda.
Tökum dæmi. Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið er ekki með neitt skilríki sem sannar nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf málið er í vinnslu. Málið er raunar í glatkistu.
Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir eitthvað eins og vanrækslu í málinu, tillitsleysi eða skort á einlægni. Það er ekki atriði sem ég er í huga mínum.
Mér sýnist ástæðan sem veldur glatkistu-einkennamynstrinu vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda er geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess eru tækifæri almennings til að kynnast málum hælisleitenda oft umfjöllun í dagblaði í hneykslunarstíl og slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann.
Þannig eru hælismál sett neðar en önnur þrýstings mál og tapa forgangi sínum. Mér finnst það afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur eiga engan þrýstingahóp á baki, því verður almenningurinn að taka við því hlutverki.
Í þessu samhengi er ég með tillögu. Hún er að ég vil hvetja alla alþingismenn að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Sérstaklega vil ég hvetja þingmennina að kynnast málum hælisleitenda beint í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila.
Íslenska ríkið er aðili að alþjóðalegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda og mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig samkomulagið birtist sem raunveruleiki hér á landinu.
Í dag, 20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. Ég óska að sem flestir þingmenn velti þessari tillögu fyrir sér í tilefni dagsins.
20.6.2007 | 01:38
Kynnumst mál um flóttamenn á Austurvelli !
Alþjóðadagur flóttamanna haldinn 20. júní 2007 kl. 14-18 á Austurvelli
20. júní er Alþjóðadagur flóttamanna. Hér á Íslandi munum við nota þennan dag til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis eru neyddir til að vera fjarri heimilum sínum.
Dagskrá verður í tilefni dagsins á Austurvelli þar sem Rauði kross Íslands í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur að kynningu á málefnum flóttamanna heima og heiman í samvinnu við fleiri aðila. Fulltrúar frá Reykjavíkurborg og Rauða krossinum kynna flóttamannaverkefnið í Reykjavík. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofa Íslands kynna samstarfsverkefni sín um málefni flóttamanna og hælisleitenda. Rauði krossinn og félagsþjónustan í Reykjanesbæ kynna starf sitt með hælisleitendum og málefni þeim tengdum. Einnig verður sýnd kvikmynd og sýndar ljósmyndir úr flóttamannabúðum og boðið upp á margskonar fræðsluefni.
-úr fréttatilkynningu RKÍ-
19.6.2007 | 18:48
Blaðamennska á hættu ??
Ég er ekki sérmenntaður í blaðamennsku en mín skynsemi segir úrskurðurinn Siðanefndar BÍ sé ekki eðlilegur.
Mér skilst að fjölmiðlanir séu counter power gagnvart ríkjandi völdum í samfélaginu. Ef ríkistjórnvöldin segja: þetta er hvít, eiga fjölmiðlanir að leita að möguleika til að segja: nei, þetta er svart. Ef annað stórt vald segir: þetta er í lagi, eiga fjölmiðlanir að byrja að hugsa frá þeirri forsendu að þetta er ekki í lagi. Svona er skilningur minn á hlutverki fjölmiðlananna.
Auðvitað þegar þarna sést reykur, eiga fjölmiðlanir að leita að eld. Ef fjölmiðlanir glata þessum anda, hvað verður þá eftir? Ef blaðamenn hætta því að gruna gefin orð af valdahafa, hverjir ná til sannleiksins sem er fólgins?
Mér sýnist úrskurðurinn Siðanefndar BÍ vegi frekar sáttamál milli valdahafa og fjölmiðlana eða hlýðni fjölmiðlana við valdhafa. En er þetta rétt viðhorf?
Annars sýnist mér líka, að það mál um ríkisborgararéttarveitingu sé nú þegar horfið frá augum okkar án þess að skýra umdeilda atriðið. Var þar enginn annar háttur til að kanna málið almennilegra? í staðinn fyrir að rifast í sjónvarpsþáttum og í blöðum?
Þannig er grát mál farið í glatkistu, og óánægðir venjulegir útlendingar með málið eru eftir.
Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2007 kl. 01:34 | Slóð | Facebook
19.6.2007 | 11:38
Bleiki dagurinn
Kæru femínistar, jafnréttissinnar og stuðningsmenn við lýðræði, til hamingju með daginn!!
Kvenréttindabarátta Íslendinga er sannarlega fyrirmynd fyrir margs konar hópa sem verða að fara í baráttu sína til þess að ná til jafnréttis.
Réttindi er viðurkennd með því að hún lögfestist og samfélagskerfi breytist.
En réttindi verður réttindi fyrst þegar hún er notuð í raun.
Kvenréttindahreyfing hér kennir mér þennan einfalda en mikilvæga sannleika og ég minnist þess alltaf !!
Ég skila þakklæti mínu og virðingu til allra sem voru og eru að stuðla að þessari baráttu á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook