Umræða um stöðu og réttindi innflytjenda á Íslandi


Málþing um fjölmenningu í Alþjóðahúsinu 8. ágúst


Dagskrá kvöldsins

Við ætlum að ræða og kynna stuttlega nokkur verkefni um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu, hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf og fleira. Verkefni sem unnin hafa verið af háskólafólki, fólki á vegum Alþjóðahússins og Rauða Krossins.


Hilma H.Sigurðardóttir, félagsráðgjafi ætlar að fjalla um verkefni sitt um félagsráðgjöf í fjölmenningarsamfélagi.

Paola Cardeans, verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum ætlar að kynna verkefni sitt um reynslu útlenskrar kvenna af skilnaði eða sambúðarslitum frá sálfræðilegu sjónarmiði.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss ætlar að segja okkur frá hvernig mál koma til kasta Alþjóðahúss.

Eftir hlé :

Ari Klængur Jónsson, stjórnmálafræðingur ætlar að kynna BA verkefni sitt um hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf.

Haukur Harðarson, frá Mími-Símenntun ætlar að segja okkur sögur af vinnumarkaði, en hann ferðast um landið með námskeið fyrir trúnaðarmenn hjá verkalýðsfélögum.

Hrannar B.Arnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og nýskipaður formaður innflytjendaráðs ætlar að segja okkur aðeins frá starfi og hlutverki innflytjendaráðs og nýlegri skýrslu um stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.

Og að lokum ætlar Ano-Dao Tran að segja okkur frá verkefninu Framtíð í nýju landi, en það er spennandi þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur það hlutverk að efla víetnömsk ungmenni á aldrinum 15-25 ára í íslensku samfélagi. Ano-Dao er verkefnisstjóri þess verkefnis.


Það verður sem sagt fullt af áhugaverðu og fróðlegu efni kynnt hér í kvöld og eflaust fleiri spurningar sem vakna heldur en svör sem verða veitt. En það er einmitt markmið þessara málþings, að fá fram í umræðuna stöðu og réttindi innflytjenda, hvað sé gott og hvað megi betur gera og hvert stefnir.
Eftir hverja kynningu höfum við opið fyrir stuttar umræður og endilega, taki sem flestir til máls.


         - Fréttatikynning frá málþingshaldara -



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband