Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Veitum þeim vernd!


Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina ,,Veitum þeim vernd!“ eða ,,Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði Kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks.

Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki.

Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til Dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina.

Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira ,,pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn.

Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá Dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómsstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær ,,faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað?

Í lögunum segir: ,,Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar”. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómsstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu.
Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir.

Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómsstólar komist að annarri niðurstöðu en Dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli.

Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.

(Fyrst birtist í Fréttablaðinu 5. október 2007)


Vinsamlegast takið þátt í undirskriftasöfnun!!

http://www.keepthemsafe.org/



Öllum líði vel!!


Ráðstefna “Innflytjendur og geðheilsa” í tilefni af Alþjóðadegi geðheilsu var haldið í gær í Ráðhúsi Reykjavíkurborgarinnar og hún tókst vel.
Mig langar til að þakka fólki í undirbúningsnefndinni (þ.á.m. er Geðhjálp) og þátttekendum á fundinn innilega fyrir góða framtakið. Ég var sjálfur einn af ræðumönnum þar og ég fékk flýja hvatningu svo að ég birti ræðuna mína í blogginu. Ég þakka fyrir hvatninguna líka.


Manneskja undir menningarbylgjum

Komið þið sæl. Toshiki Toma heiti ég og ég starfa sem prestur innflytjenda á Íslandi. Ég er ekki læknir eða annars konar faglegur sérfræðingur í heilbrigðisþjónustu í þröngri merkingu, og því ég get ekki fjallað um málefni geðheilsu á læknisfræðilegan hátt.
Hins vegar snertir prestsþjónusta vellíðan og vanlíðan manna mjög mikið, og það má segja að prestur starfi að geðheilsumálum í víðri merkingu.
Í því samhengi langar mig til að fjalla um geðheilsu almennt með því að beina ljósinu ekki beinlínis að geðsjúkdómi, heldur á vanlíðan, annars vegar sem bæði geðsjúklingar finna fyrir og fólk sem ekki er skilgreint sem sjúklingar enn þá, og hins vegar á það jafnt við um innflytjendur og Íslendinga.

1.
Geðheilsumál eru alls ekki aðskilin mál frá daglegu lífi okkar, heldur eru þau mál hversdagslífsins. Okkur öllum, hvort sem Íslendingum eða innflytjendum eru að ræða, liður stundum illa, jafnvel oft. Það er ekki sjúkdómur.
Mér sýnist ekki endilega auðvelt að draga línu milli á þess að vera veikur og þess að vera ekki. Við lífum lífi okkar oftast á eins konar gráu svæði þar sem við berum okkur áhyggjur, pirring eða andlega þunga, samt erum við ekki veik.

En ef slík vanlíðan varir lengi, þurfum við að athuga það og meðhöndla. Að vera á þessu gráa svæði, sem sagt að lifa lífi sínu með vanlíðan lengi, getur verið upphaf að geðsjúkdómum. En það er mjög algengt hjá okkur að við viljum ekki viðurkenna vanlíðan okkar í geðheilsu, og við reynum að horfa fram hjá vanlíðan ef það er hægt. En þetta er ekki rétt viðhorf, að sjálfsögðu. Mikilvægast er að fara í læknismeðferð eins fljótt og hægt þegar um sjúkdóm er að ræða.

2.
Núna beinum við sjónum okkar að innflytjendum sem eru á gráu svæði hvað geðheilsu varðar. Hvað getum við sagt um geðheilsumál innflytjenda sérstaklega?
Mál um geðheilsu innflytjenda eru ekki einföld. Við innflytjendum glímum við sömu vandamál yfirleitt og Íslendingar sem geta valdið vanlíðan eins og erfiðleikar í fjölskyldu, vinnu og svo framvegis.

Auk þess þurfa innflytjendur að takast á við sérstakar aðstæður í nýju landi:
o Í fyrsta lagi er það réttarstaða og efnahagsleg staða. Þessi tvö varða öryggi lífs síns á Íslandi. Hvort maður megi vera á Íslandi eða ekki, og hvort maður eigi peninga til að lífa þennan dag eða ekki: það er bara skiljanlegt að slíkt atriði hafa gífurleg áhrif á geðheilsu manns.

o Í öðru lagi er það tungumálið. Um þetta atriði tala svo margir, en oftast er umræðan út frá sjónarhorni Íslendinga og það er sjónarmið ofarlega að innflytjendur aðlagist að íslensku samfélagi svo að þeir auki ekki álagið á samfélagið. En þarna vantar sálfræðilega eða tilfinningalega sjónarmið sem lítur á innflytjendur sem manneskjur, að mínu mati.
Tungumál er dyrnar sem opnar möguleika innflytjenda að menntun og upplýsingum en það er líka atriði þar sem persónuleiki innflytjenda fær oft ekki að njóta sín sem skyldi. Án tungumáls er mjög erfitt að stofna til samskipta við annað fólk. Og ef honum tekst það ekki, mun það auka á öryggisleysi. Þetta mál tengist eðlilega geðheilsu.

o Í þriðju lagi eru fordómar og mismunun gagnvart útlendinga til staðar. Það getur verið í fyrsta skipti í ævi viðkomandi að upplifa slík. Ég hef talað frekar mikið um þetta ræðuefni hingað til og var búinn að taka eftir einu. Á meðan við innflytjendur tölum um fordóma gagnvart okkur sem við mætum í alvöru, fáum við alltaf andsvar frá Íslendingum sem segir að fordómar séu ekki til. Þess vegna tel ég það nauðsynlegt að halda áfram umræðuna, en hvað sem umræðan verður hefur upplifun fordóma áhrif á líðan innflytjanda svo framarlega sem viðkomandi túlkar einhvern uplifun sína sem fordóma.

o Í fjórða lagi er það margs konar “menningarmunur” til staðar í ferli aðlögunar innflytjenda. Tökum nokkur einfald dæmi:

 Asíubúar eða Afríkubúar eru vanir því að bera virðingu fyrir eldra fólki og því býst eldra fólk við því að yngri menn sýni sér virðingu. En það á ekki alveg sama við á Íslandi. Þegar eldra fólk frá Asíu eða Afríku sér ungt fólk tala við sig á jafnréttis grundvelli, getur það misskilið það sem persónulega niðurlægingu.
 Unglingar í Asíu- eða Afríkulöndum geta hafa alist upp í strangari umhverfi varðandi kynferðisleg samband við vini sína. Þeir geta hugsað eins og þeir væru misþroskaðir í opnum og frjálslegri kynferðislegum samskiptum á Íslandi.
 Mörgum frá Asíulöndum finnst óþægilegt og óheiðarlegt að krefjast mikils eða kvarta undan einhverju, jafnvel þó að þeir séu í aðstæðum að gera það samkvæmt íslenskum mælikvarða. Afleiðingu þess þola þeir lengi eitthvað sem þeir ættu ekki að þola.

Slíkur menningarmunur er samfélagslegt fyrirbæri, en jafnframt er hann hluti af hugarfari innflytjenda. Menningarmunur er náið tengdur við það hvernig innflytjandi mótar sjálfsmynd sína í nýju umhverfi sínu. Og ef sú sjálfsmynd er léleg, verður hún tengd við vanlíðan viðkomandi.

Á ferli aðlögunar verður innflytjandi að komast yfir atriði sem ég er búinn að nefna núna.
Sálfræðilega er staðfest að það er ákveðið tímabil þegar innflytjandi verður vonsvikinn með nýja landið og verður alltof neikvæður við það, oftast með sterka andúð og reiði. Þetta gerist venjulega eftir 2 -3 ár að þeir flytjast til nýja landsins. Neikvæða tímabilið endist eitt, tvö eða þrjú ár, og síðan stillist það aftur meðfram framhaldi aðlögunar.

Ég get vitnað af eigin reynslu minni að barátta milli menningargildis frá heimalandi innflytjanda og menningargildis nýja landsins liggur í þessu tímabili. Samanburður milli heimamenningar sinnar og menningar í nýja landsins liggur oft bak við þetta. Þetta er einmitt árekstur gildismat manns frá heimalandi og gildismat í nýja landinu.

Mig langar til að vekja athygli á einu atriði af gefnu tilefni. Íslendingar virðast oft segja að aðlögun innflytjenda frá Suður-Ameríku eða Asíulöndum hljóti að vera erfið þar sem þeir eru komnir frá gjörólíkum menningarheim. En af reynslu minni sýnist mér aðlögun innflytjenda frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu vera erfiðara. Það er vegna þess að fólk frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu er yfirleitt með sterka trú á eigin gildismat frá heimalandi sínu, sem er næstum yfirburðarkennd, og hún getur breyst ekki svo auðveldlega.

3.
Að lokum, hugsum hvað getum við gert til þess að bæta geðheilsu innflytjenda? Hvað eigum við að athuga?
Það má segja að jafnaði ættum við að athuga vandlega og hugsa okkar gang ef við byrjum að haga okkur eins og eftirfarandi:

o Að forðast samskipti við annað fólk og dragast inn í eigin heim og vilja ekki koma út.
o Að festast í einhverjum atburð sem gerðist í fortíðinni, oftast sorglegum atburð eða óþægilegum. Það er erfitt að komast út úr honum og maður byrjar að tala um sama málið aftur og aftur.
o Að geta ekki hlustað á annað fólk. Að reyna að skjótast inn í umræður annarra, jafnvel tveggja manna tal, og segja sífellt: “No, you don’t understand, you don’t understand”.
o Að vera bara neikvæð/ur um lífið á Íslandi. Að byrja að telja upp strax neikvæð andsvör þegar vinur reynir að veita aðstoð.
o Að sýna sífellt ofstopa.. Að byrja að tala eins og ,,Allir eru á móti mér” eða “Allir hunsa mig”.

Þarna mun bætast atriði eins og “svefnleysi”, “skortur á matalyst” eða fleira einkenni sem er algengt í geðveikindI,, en ofangreint eru atriði sem ég tek eftir oft í starfi mínu. Slík einkenni eru eins og “rautt ljós” og geta orðið til þess að vekja athygli á því að viðkomandi sé ekki í andlegu jafnvægi.

Önnur atriði sem ég tel mikilvæg fyrir okkur til að veita stuðning til innflytjenda í geðheilsumálum eru eins og eftirfarandi:

o Við getum minnkað samfélagskerfi sem veldur vanlíðan meðal innflytjenda. Ég ætla að nefna mjög áþreifanlegt atriði. Hvort innflytjandi búi hérlendis á lögmætan hátt eða ekki skiptir miklu máli fyrir viðkomandi. Ef réttarstaðan er ekki skýrt tryggð, mun viðkomandi hafa mikla áhyggjur af framtíð sinni.
Ég heyri frá mörgum innflytjendum, sem eru að gera allt samkvæmt lögum og af einlægni, kvörtun yfir afgreiðslu dvalarleyfis o.fl. hjá Útlendingastofnun, eins og afgreiðslan sé óskiljanlega sein. Og það gerist t.d. nýtt dvalarleyfi kemur ekki til umsækjanda tímalega þó að gamla leyfið sé orðið þegar ógilt. Meira að segja ef umsækjandi spyr um málið, þá því gæti verið sýnd ókurteisi í móttöku hjá starfsfólkinu.
Slíkt er kerfisbundið atriði sem er að valda vanlíðan meðal innflytjenda. En það er hægt að breyta þessu ef það er vilji til þess. Ég vil óska innilega að staðan verði endurskoðuð og bættist.
o Sýnum innflytjendum athygli. Innflytjandi á oft engan að nema fjölskyldu sína hérlendis. Og ef viðkomandi er karlmaður, þá getur fjölskyldan hans verið í þeirri stöðu sem ekki er venja að veita honum ráðgjöf varðandi geðvandamál. Samt vantar viðkomandi aðstoð. Íslendingar sem eru kringum viðkomandi eiga ef til vill kost til þess.
o Þegar innflytjandi er ekki í miklum samskiptum við annað fólk, ekki fordæma það sjálfkrafa að það sé vegna þess að hann skilur ekki íslensku. A.m.k. skulum við athuga það með því að tala við einhvern sem kann tungumál viðkomandi.
o Það hjálpar innflytjanda mikið að vera tekið á móti sem einstaklingi með eigið nafn sitt og virðuleika. Allir þarfnast viðurkenningar um sjálfa sig.

Lokaorð
Við þurfum að hjálpast að. Við hjálpumst að þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Við hjálpumst að ef maður týnist í fjalli og þar vantar aðstoð að finna hann. Við hjálpumst að þegar vinur okkar á að fara í erfiða aðgerð á spítala. Því skyldum við ekki gera það sama þegar um geðheilsuna er að ræða?
Að nokkru leyti finnst mér geðheilsa vera mjög gott tilefni til að skoða innflytjendamál á öðruvísi hátt en venjulegt. Þá skoðum við ekki útlit innflytjanda, við hættum að skoða yfirborðslegt einkenni sérhvers innflytjanda, sem birtist yfir menningarlegum búningi hans. En við reynum að skoða og finna manneskju undir menningarbylgjum, og sú manneskja er innflytjandi.

Kærar þakkir.




Prejudice and/or paranoia?


“It was the worst experience!” said a young man who came to talk to me the other day. “I have never seen such disrespect. I wouldn’t have been able to stand it if my wife and kids had been with me.” He is from one of the countries that joined the EU a couple years ago. It was the first time that I had met him, and so far he was very polite, friendly, and lively. I asked him what had happened. He said he was in a home electronics shop and was looking at a product he intended to buy. The sales attendant was kind in the beginning, but after this young man mentioned where he was from, the friendly manner evaporated and the sales clerk was no longer willing to answer questions or spend time with the young man. Why? Nobody knows except the sales clerk himself.

One of the privileges of being a pastor is getting to hear peoples’ stories, and it is also my privilege as pastor for the foreign community to be able to talk about prejudice in Iceland. Of course, many different groups of people can be targets of prejudice, but here I am going to talk only about prejudice towards immigrants and foreigners. This Wednesday 10th of October is the International day for the mental health, and it is especially titled “Influence of culture and diversity” here in Iceland this year. So it would be a good occasion to reflect on a little bit about “prejudise and / or paranoia”.

Prejudices manifest themselves in different ways. The kind of prejudice that the young man from the new EU member state experienced is called “hidden” prejudice. Hidden prejudice is expressed in a non-verbal, somewhat indirect way. Examples might be ignoring or failing to greet someone, giving substandard service, or treating someone like a small child. Hidden prejudice is very common in Iceland (probably every single immigrant has experienced it at some time), as well as probably in every other society on the earth. Nevertheless, it is rather hard to point it out or to discuss it in a public forum, unlike the vivid, aggressive, and blatant prejudice expressed in racially discriminative statements or speeches. Why is this?

First of all, hidden prejudice shows up in people’s behavior during routine, everyday encounters. When it happens, we do not usually have our video camera running. So we cannot rewind the scene and examine it later on.

Secondly, it is not so easy, even for us immigrants ourselves, to recognize hidden prejudice as prejudice right away when it happens. This was not prejudice, we think, just some misunderstanding or accident. Let me give an example that really happened to me. I bought a TV set for my children. It was a small one, but still cost some money. After I paid, with my Visa card, the sales clerk literally threw the card back to me, not even saying “gjörðu svo vel.” Afterwards, I asked myself how I should understand this gesture. It seemed to me there were at least four possible answers:
1. The sales clerk does this to every customer. He is just rude. 2. He happened to be in a bad mood. 3. He knew me personally and he didn´t like me. 4. He is prejudiced towards immigrants, at least Asians. Probably the only way to know for sure would be to ask him on the spot. But this is difficult in practice. It is already almost a declaration of war to ask someone such a question: “Excuse me, but did you do that because you are prejudiced against me?” Most of us avoid this kind of conflict as much as we can.

And even if I had asked the sales clerk this question, there is no guarantee that he would have answered honestly. He might say: “What are you talking about?” Others around us often join in a kind of denial that acts of prejudice actually happen. I know that in many cases, when an immigrant complains about experiencing discrimination, people around him say: “I think you must have misunderstood something,” “Oh, no, that couldn’t have happened!” or “ You are too sensitive, don’t be paranoid!”.

So where is the way out? Is there any way to engage the problem of “hidden” prejudice? Or do we have to be just quiet and endure it?
Of course I think we can do something, and we need to do something. Here “we” means both native Icelanders and immigrants. In my view, our main goal should be to develop our sense of what kind of words and attitudes can hurt other peoples’ feelings. This is a much larger project than I have time to describe in this article, so now I would like to return to the experience of those people who are experiencing prejudice. Here are some suggestions for how to react:

1. Let us encourage those who experience prejudice to speak up. As with sexual crimes, silence serves mostly just those who cause hurt. Silence helps neither the victims nor the community.
2. Let us not hesitate to speak about apparent incidents of prejudice just because we cannot prove what was in the other person’s mind. It is important to express feelings of hurt or disrespect even while we allow for the possibility of having misunderstood the situation.
3. Let us not repress or block out our experiences of prejudice in daily life, nor deny automatically that such attitudes exist, nor call those who experience prejudice oversensitive, unless we have truly good reason to doubt what they say.
4. Let us acknowledge that each of us bears prejudices, and that those who carry prejudices may be wealthy, or not; well educated, or not; highly respected, or not.
5. Let us remember that those who are in weaker positions in society find it more difficult to speak up about prejudice than those who are in more powerful positions.
6. If you want to talk about your experience of prejudice but cannot find anybody to listen, please contact me. I am honored to listen to you. I may not be able to act in your case, but I can and do act on the understanding I gain from listening to many people like yourselves.

Dear readers, especially Icelandic readers, I understand it must be tedious to hear somebody talk about prejudice in this country. But those of us who are forced to speak about prejudice also find it difficult and burdensome. I wish that we can just say “Allt í lagi,” smile, and see things improve on their own. But it doesn´t work like that.

I believe that most of us immigrants want to join with native Icelanders to improve our society and our understanding of each other. To do this, we need to talk about our difficulties as well as our successes.

(The original text of his piece was on the Reykjavík Grapevine in March of this year)



Fjölbreytileiki og geðheilsa innflytjenda


Fjölbreytileiki í lífi okkar er alltaf að aukast. Án tillits til þess hvort maður viðurkenni íslensku þjóðina sem fjölmenningarlegt samfélag eða ekki, sjáum við fjölmenningarleg fyrirbæri nálægt okkur í daglegu lífi.
Fjölbreytileiki auðgar samfélagið okkar. Flest okkar njóta þess frelsis að geta valið um hvað við höfum í matinn hvern dag: íslenskan, kínverskan, tælenskan, mexíkóskan og svo framvegis. Okkur finnst gaman að lesa sögur frá heimsbyggðinni og þær bæta þekkingu okkar og hjálpa okkur að skilja betur heiminn. En fjölbreytileikanum fylgja líka erfiðleikar. Fjölmenning felst í því að mismunandi gildismat og hugarfar manna mætast. Á meðan einum þykir kvikmynd góð, þykir öðrum hún leiðinleg. Það er einkenni fjölmenningar að fólk má ,,bregðast við á mismunandi hátt” við sama atburðinum eða hlutanum.

Hér á landi er geðlægð landsþekkt fyrirbæri. Þá er ég ekki að tala um bókstaflegt þunglyndi, heldur tímabundna vanlíðan sem einkennist af þyngslum og vonleysi. Utanaðkomandi aðstæður, eins og t.d. atvinnuleysi, ástvinamissir eða hjónaskilnaður, getur haft í för með sér geðlægð. Slíkar aðstæður eru viðukenndar örsakir sem þvinga menn til að líða illa. Á hinn bóginn er einnig hægt að finna atriði sem ekki eru sérstaklega tengd geðsveiflum en geta haft vandræði í för með sér fyrir innflytjendur. Hér er um að ræða menningarlegan mismun sem getur reynst vandmeðfarinn í fjölmenningarlegu samfélagi.

Skortur innflytjenda á kunnáttu í nýju tungumáli og vanþekking á samfélagsgerðinni hafa eðlilega ákveðinn menningarlegan mismun í för með sér. En önnur atriði eru einnig þýðingarmikil í þessu samhengi.
Í mörgum menningarheimum til dæmis, eins og í Asíu eða í Afríku, ber fólk virðingu fyrir eldra fólki. Ég ólst upp í slíkum menningarheimi sjálfur. Í Japan er það viðtekið að eldra fólki er sýnd kurteisi og virðing (athugið að ég er ekki að leggja mat á hvort það sé jákvætt eða neikvætt). Á Íslandi skiptir það ekki miklu máli hvort einhver maður sé eldri eða yngri en einhver annar. Fólk getur talað saman á jafnréttisgrundvelli án tillits til aldurs. Ég get sagt það af eigin reynslu að það tók mig talsverðan tíma að aðlagast þessu og finna málamiðlun. Nú þegar ég hef aðlagast er þetta ekki endilega neikvætt. En fyrstu árin leið mér illa og varð pirraður þegar yngri fólk talaði við mig eins og það væri jafningi minn.

Ég vil vekja athygli á því að ef menningarlegur mismunur er töluverður þá getur það valdið alvarlegri vanlíðan. Ef manneskja af erlendu bergi brotin skilur ekki hvað er að gerast í kringum sig vegna tungumálavankunnáttu þá getur hann túlkað afskiptaleysið sem af því hlýst sem ,,skort á virðingu” og tekur því sem persónulegri niðurlægingu. Þá mótar maðurinn slæma mynd af umhverfi sínu, mynd sem er ekki alls kostar rétt.
Og hvort sem við köllum þetta fyrirbæri misskilning eða mistúlkun, er líf innflytjanda oftast ofið með slíkum smábilum milli raunveruleikans og þess hvernig viðkomandi túlkar raunveruleikann - sérstaklega á meðan innflytjandinn er ekki búinn að aðlagast samfélaginu nægilega.

Þess vegna sýnist mér nauðsynlegt að leysa þennan vef misskilnings og mistúlkunar, frá einum þræði til annars, til þess að geta nálgast geðheilbrigðisgæslu innflytjanda. Að sjálfsögðu á málið að vera unnið af bæði innflytjandanum sjálfum og af því fólki sem vill veita honum aðstoð.

Ef við förum enn lengra og skoðum menningarleg viðhorf innflytjanda gagnvart geðsjúkdómum flækjast málin enn frekar. Ástæðan er sú að fordómar gagnvart geðsjúkdómum eru enn ríkjandi í mörgum menningarsvæðum og fólk frá slíkum svæðum kýs hugsanlega frekar að líta fram hjá geðsjúkdómum, en að horfast í augu við þá.

Ef mér hefur tekist að koma þessu atriði til skila til ykkar lesendur góðir í þessari stuttu grein, þá er ég sáttur. Við þurfum að horfast í augu við að um leið og fjölbreytileikinn eykst í samfélaginu, þá stöndum við frammi fyrir fjölbreyttari orsökum vanlíðunar. Fjölmenning auðgar samfélagið en við þurfum að leggja okkur fram til að vel til takist – til að öllum líði vel. Við verðum öll sem eitt að vinna að uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags. Þeim mun meira sem við leggjum á okkur, þeim mun betur líður okkur.

(Birtist í tímariti "Okkar mál" haustsútgáfu 2007)



Hlæjandi fuglahræða -íslenska og innflytjendur-


Ég skrifaði eftirfarandi grein fyrir tæpum átta árum. Margt hefur breyst síðan á jákvæðan hátt að mínu mati. Og allt breytist sífellt. Málið er hvort við séum á leið á jákvæða átt eða villa.
Varðandi mál um íslesnku og innflytjendur hér á landi tel ég tvö atriði mikilvæg. Annað er að íslenskt tungumál er fjársjóður Íslendinga og hitt er að tungumál á ekki að vera viðmið til að meta mannkosti fólks.


Hlæjandi fuglahræða


ÉG ER prestur sem er í þjónustu við innflytjendur hérlendis, og ég er sjálfur innflytjandi. Um daginn frétti ég að útvarpsstöð nokkur ætlaði að taka viðtal við íslenska konu sem tengist í starfi sínu vinnu með innflytjendum. Það kom upp sú hugmynd að innflytjandi skyldi taka þátt í þættinum. En svarið frá útvarpsstöðinni var á þá leið að "íslenskir áheyrendur þoli ekki að heyra útlending tala vitlausa íslensku". Hvað finnst ykkur um þetta viðhorf?

Biblían bannar okkur skurðgoðadýrkun. Í Jeremíu stendur: "Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki..." (10:5) Í gamla daga var skurðgoð bókstaflega dúkka sem búin var til úr tré eða steini.

Hér í ofangreindri Jeremíu er það fuglahræða. Síðar túlkaði kirkjan þessi orð þannig að allt sem sett er í staðinn fyrir lifandi Guð í lífi mannkyns sé skurðgoð. Þannig að ef við erum alveg upptekin af því að eignast peninga, frægð eða völd í samfélaginu, þá getum við nefnt það skurðgoðadýrkun.

Nútímaleg skilgreinig á skurðgoðadýrkun er að "það sem er raunverulega takmarkað, þykir ótakmarkað, það sem er aðeins einn hluti heildar er litið á sem heildina alla".
Segjum við þetta með einfaldara orðalagi, þýðir það að skurðgoðadýrkun er, að nota gildismat sitt þar sem það á ekki við. T.d. ef einstaklingar eru metnir eða dæmdir eftir ákveðnum viðmiðum sem samfélagið hefur gefið sér fyrirfram, þá er það ákveðin skurðgoðadýrkun.

Þegar við gerum svona meðvitað eða ómeðvitað, byrjar fuglahræðan í melónugarðinum að tala og labba sjálf, og hún er mjög dugleg að fela sig í samfélaginu og við getum ekki lengur þekkt hana. Margar hlæjandi fuglahræður geta labbað um í kringum okkur.

Sem prestur innflytjenda hef ég mörg tækifæri til að ræða eða hlusta á umræður sem varða innflytjendamál. Þar eru flestir sammála um mikilvægi íslenskunnar fyrir innflytjendur til að lifa í íslensku samfélagi. Hvort maður geti bjargað sér á íslensku eða ekki virðist vera efst í forgangsröð fyrir okkur útlendinga. Þess vegna reyna stofnanir eins og t.d. Miðstöð nýbúa eða Námsflokkar Reykjavíkur alltaf að skapa fleiri tækifæri fyrir okkur útlendinga til að stunda íslenskunám. Þetta er hin "praktíska" hlið tungumálsins.

Hins vegar er íslenska kjarni íslenskrar menningar og fjársjóður Íslendinga. Hún þýðir meira en "praktísk" leið til samskipta.Við innflytjendur skulum bera virðingu fyrir því.

Engu að síður eru tungumál og sú menning sem þeim fylgir, hvaða tungumál og menning sem er, eitthvað sem aðeins hefur gildi á takmörkuðu svæði. Tungumálið er aðeins einn hluti menningarinnar. Tungumál ætti hins vegar aldrei að vera viðmið til þess að meta gildi lífsins eða mannkosti annarra.

Að þessu leyti sýnist mér að algengur misskilningur eigi sér stað í íslensku þjóðfélagi, og sumir dýrki tungumálið eins og Guð. Stolt og virðing fyrir fallegri íslensku getur ómeðvitað breyst í fyrirlitningu og fordóma gagnvart innflytjendum sem ekki hafa tileinkað sér góða íslensku.

Fyrir tveimur mánuðum lýsti Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri því yfir að útlendingar sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt skuli standast grunnskólapróf í íslensku. Um svona hugmynd eða ofangreinda dæmið um útvarpsstöðina verð ég að segja að viðkomandi hafi misst áttir. Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri.

Þetta varðar ekki einungis innflytjendur, heldur varðar það einnig fólk sem er á einhvern hátt málhalt, með lærdómsörðugleika eða fólk sem ekki hefur haft tækifæri til að mennta sig.

Málið er ekki hvort þetta fólk geti komist inn í þjóðfélagið eða ekki. Þjóðfélagið byggist nú þegar á tilvist þeirra. Er ekki kominn tími til að íslenska þjóðfélagið hlusti á hvað innflytjendur hafa að segja, ekki aðeins hvernig þeir tala? Ef þjóðfélagið viðurkennir þetta ekki og reynir að útiloka ákveðið fólk frá samfélaginu vegna ofdýrkunar á íslensku, mun menning Íslendinga skaðast sjálf.

Íslenskan er mikilvæg og dýrmæt menningu landsins, en hún má ekki verða viðmið til að meta mannkosti annarra. Í tilefni af 1.000 ára kristnitökuhátíð á Íslandi óska ég þess að við kveðjum hlæjandi fuglahræður og losnum við dulda skurðgoðadýrkun úr þjóðfélaginu.

(Birtist í Mbl. 8. feb. 2000)



"Keep them safe!" - the campain is launched today -


Victims of generalised violence lack protection in the Nordic countries - this has to change now!

Persons fleeing both generalised and more targeted forms of violence cannot rely on protection in the Nordic countries.
Instead they have to endure years of meaningless and anxious waiting for authorities to decide on their destiny. Many are rejected but not returned. Instead, they are left in a situation of legal limbo without basic rights and future perspective.

Many disintegrate little by little with "normal life" slipping further and further from reach. At the end may be deportation, often forcibly, back to the conflict and human rights violations in a home country like Iraq, Somalia or Sri Lanka.

"Keep them safe" is a Nordic campaign which aims to get governments in the region to acknowledge that people fleeing generalised violence and conflict are in need of international protection and ensure they get such.
As a minimum, Nordic governments must respect the UN Refugee Agency (UNHCR) recommendations regarding international protection needs of asylum-seekers.

The campaign is launched 25 September 2007 and will run till the end of December 2007, in all five Nordic countries.

The campaign includes regional press materials, a signature petition, national initiatives and a closure event in Stockholm (follow event calendar).

The campaign encourages everyone to stand up for the right to asylum and international protection from violations, conflict and persecution.
It calls upon the Nordic governments to live by both the letter and spirit of the international conventions they have committed to.

Twenty Nordic non-governmental organizations are behind this campaign.
(.... among them ....)
Amnesty International - Iceland
Icelandic Human Rights Centre
Rauði kross Íslands / Red Cross Iceland


The Campaigners want:

• Nordic governments to recognise the protection gap existing in relation to people fleeing generalised violence.
• Nordic governments to commit to finding ways to address the protection gap in relation to people fleeing generalised violence.
• Nordic governments as a minimum to respect the UN Refugee Agency (UNHCR) recommendations regarding international protection needs of asylum-seekers.
• The general public to support this call for meaningful and effective international protection of people fleeing generalised violence and conflict.


- taken from the campaining-site http://magnea.se/projekt/nordiccampaign/ -




Útlendingar og fatlað fólk


Mér sýnist fréttirnar bendi okkur á tvo punkta:
Í fyrsta lagi er það staðreynd eins og sagt hefur oft að útlendingar eru þegar ómissandi hluti íslenska þjóðfélagsins (ég held það ekki sanngjarnt að segja “ómissandi hluti vinnumarkaðarins”, þar sem manneskja verður að til staðar til að veita vinnuafl).
Ákveðin starfsþjálfun hlýtur að vera nauðsynleg að sjálfsögðu fyrir nýtt starfsfólk af erlendum uppruna. Vona að henni sé sinnt almennilega og í jákvæðan anda.

Í öðru lagi er starf í tengt við málefni fatlaðra ekki vinsælt meðal Íslendinga (þ.á.m. Íslendingar af erlendum uppruna líka). Ég þekki ekki mjög vel en starf í sviði fatlaðra virðist vera ekki vinsælt víða í vesturrænum löndum. Kannski er þetta vegna þess að vinnuaðstæður og kjarasamningur er ekki ánægjuleg fyrir fólk eða vegna þess að fólk sér starfið ekki mjög spennandi o.fl? Eða er þessi tilhneiging eitthvað eðlilegt og óhjákvæmilegt þegar samfélag nokkurt þróist og efnahagslegt afrek er metið mest?
Hvað vantar til að breyta aðstæðunum?

Mig langar til að heyra meira frá þeim sem vinna í starfinu og þekkir vel um málið.



mbl.is Útlendingar bjarga málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun um viðhorf kvennapresta óskast!


Niðurstaðan könnunar meðal presta þjóðkirkjunnar kom í ljós í gær á vefsiðu “kirkjunni.is” varðandi viðhirf við staðfesta samvist samkynhnegðs fólks.

Eitt sem mig langar til að benda á er að bersýnilegur munur er til staðar milli karla og kvenna varðandi viðhorf til málsins. Sem sagt, er hlutfall kvennapresta sem er jákvæðra við staðfesta samvist 20% hærri en hlutfall karlahópsins.

Ég tel það nauðsynlegt og áhugavert að gera ítarlega könnun um viðhorf annars vegar kvennapresta og hins vegar karlapresta við ýmisleg mál í samfélaginu og bera þær saman.
Núna er hlutfall kvennapresta innan þjóðkirkjunnar þriðjungur og virðist að vera sívaxsandi í náinni framtíðinni líka.

En samtímis eru flestar kvennaprestar ekki í öndvegisstöðu innan kirkjunnar. (Kannski er þetta vegna þeirrar staðreyndar að margar kvenna prestar eru frekar ungar og með styttari starfsreynslu í raun, en mig grunar að það sé ekki eina ástæðan.) Með öðrum orðum staða kvennapresta er lægrisett í stjórnarstigveldis kirkjunnar yfirleitt og mér sýnist það vera nóð ástæaða þess að gíska á að viðhorf kvennapresta heyrist ekki vel daglega. Og því held ég mikilvægt að gera könnun á viðhorf þeirra almennilega.

Ég get ekki ímyndað mér hvers konar niðurstaða muni koma út, en samt trúi ég því að
könnunin muni hjálpa kirkjunni mikið til að rata í framtíðinni.


Heimild til að framkvæma staðfesta samvist


Nýlega var gerð könnun meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist. 65 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Svipaður fjöldi telur líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Outcome fyrir Biskupsstofu í júní og júlí í sumar. Um netkönnun var að ræða. Svarhlutfall var 75%.

Aðdragandi þess að ráðist var í könnunina var sá að á Prestastefnu í apríl 2007 kom fram tillaga þess efnis að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kysu, yrði heimilað að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar. Tillögunni var vísað til kenningarnefndar en Prestastefna samþykkti jafnframt ósk um að könnun um hug presta til þessarar þjónustu yrði framkvæmd.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar frá maí 2007 er talað um að veita trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Því þótti rétt að miða spurningar við það. Með hliðsjón af stjórnarsáttmálanum var spurt: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild? Tæplega 53% svarenda voru mjög hlynntir, 12% frekar hlynntir. Rúm 20% svarenda voru mjög andvígir og 6,5% frekar andvígir. Þá var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nýta þér slíka heimild? 64% töldu það mjög eða frekar líklegt, en 27% mjög eða frekar ólíklegt.

Tæplega 80% kvenpresta í hópi svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild og rúmlega 59% karlpresta. Prestar sem hafa unnið 15 ár eða skemur eru bæði hlynntari þessu og líklegri til þess að nota heimildina.

          - eftir Steinunn Arnþrúðu Björnsdóttur,
            tekið úr fréttum www.kirkjan .is 21/8 2007 -



Staðfest samvist eða hjónaband?


Katrín Jakobsdóttir, alþingiskona og varaformaður Vinstri-grænna, birti skoðun sína í Blaðinu í dag, 17. ágúst (bls. 14.) um mál sem varða “staðfesta samvist / hjúskap” samkynhneigðra.
Greinin á skilið að lesa og ég vil endilega hvetja fólk að lesa hana til umhugsunar, af því að mér sýnist talsverðir margir misskilji samband milli “staðfestrar samvistar” og “hjónabands” og segi að staðfest samvist væri fullkomlega söm og hjónaband.

Á undan Katrínu, skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona Vinstri-grænna, þarfa ábendingu og framtíðarsýn í bloggi sínu á 11. ágúst sl. Í skrifunum sínum benti hún á réttilega galla í núverandi löggjöfum, s.s. í hjúskaparlögum og lögum um staðfesta samvist :
“Það var þó í meginatriðum einungis tvennt sem lögin heimiluðu ekki. Þau heimiluðu ekki kirkjulega vígslu og þau heimiluðu ekki að hjúskapur samkynhneigðra væri kallaður hjónaband. Þar með var ákvarðað með lögum að hommum og lesbíum bæri áfram að vera afmarkaður hópur á jaðri samfélagsins”(www.althingi.is/kolbrunh).
Og Katrín tekur undir Kolbrúnu: “Um leið varð hins vegar til tvöfalt kerfi sem ekki fær staðist til lengdar”.

Mér sýnist hugtak um “staðfesta samvist” er sverð sem er með blað á beggja megin.
Núna er vígsla staðfestrar samvistar fólgin eingöngu borgaralegum vígslumanni, en andrúmsloft almennings stefnir því að breyta lögum í þá átt svo að sérhvert trúfélag geti annast vígslu staðfesta samvist ef það rekst ekki á eigin trúarlega kenningu. Ef málið þróist á þessa leið, verður það stórt skref til jafnréttis manna.

Þvert á móti er það líka satt um leið að tilvist laga um staðfesta samvist viðurkennir sjálf aðskilnaðarstefnu samkynhneigðapara frá “venjulegum hjónum”. En af hverju verðum við að aðgreina samvistir para af sömu kyni frá öðrum hjónaböndum? Er slík aðgreining ekki sú djúp-dulda mismunun gagnvart “hinseginu” fólki? Réttlætist hún sem málamiðlun til þess að stíga skref fram á jákvæðan hátt?

Ég er hjartanlega sammála Katrínu í því sem hún segir í ágætri greinargerð sinni. “Nú lítum við fyrst og fremst á hjónaband sem ákvörðun frjálsra einstaklinga um að eyða ævinni saman. Óháð því hvort sú ákvörðun gengur eftir eða ekki er hún mergur málsins”.
Mér finnst þetta vera réttur áfangastaður allavega hvort sem við förum þangað strax beint eða við skreppum í aðra höfn á leiðinni.

Ég vil bæta línum varðandi viðhorf þjóðkirkjunnar seinna, en afsakið er þetta allt að sinni.



Að lifa á íslensku


- Persónuleg upplifun –

Ég fór til baka til heimaborgar minnar, Tókyó, í frí með dóttur minni. Við vorum þarna í tæpar þrjár vikur. Í hvert skipti sem ég er kominn til Japans, tek ég eftir því að hvernig auðvelt að “vera” í umhverfi þar sem ég þarf ekki að hugsa um tungumál. Ég hugsa ekki um málfræði á Japönsku og ég þarf ekki að pæla setningu eins og : “hvernig á ég að segja þetta...??”. Ég þarf ekki að einbeita mér til að skilja hvað segir maður í sjónvarpsþætti. Allt kemur í heilann minn að sjálfkrafa. Ég þarf ekki að hika við út af tungumálinu þegar ég panta mat, kaupa vörur eða spyrja spurningar. Stelpan mín talar góða japönsku, svo þurfti ég ekki raunar að nota íslenskuna á meðan ég var í Japan.

Um daginn var málþing haldið í Alþjóðahúsi. Mál sem vörðuðu íslenskunám fyrir innflytjendur á Íslandi voru fjölluð um þar. Það var mjög vel sótt í málþinginu og margir tjáðu sig í umræðum. Eins og í flestum tilfellum var tíminn liðinn allt á meðan ég var að hugsa “hvernig get ég sagt þetta á íslensku..??” og ég gat talað bara lítið.
Crying
Umræða í málþinginu var góð, en eðlilegt var þar talað yfirleitt um “hvernig á íslenskunám að vera” frá sjónarmið Íslendinga. Það er mikilvægt mál að sjálfsögðu, en mér finnst jafnframt þýðingarmikið og hjálpsamlegt að eyða smá tíma til að dýpka skilning sinn á því hvernig lifir innflytjandi á íslenskt tungumál hérlendis.

Ég er búinn að vera á Íslandi nú þegar lengri en 15 ár. Þar sem ég ætti tvö smá börn í heimili í upphafsár á Íslandi, fannst mér erfitt að fara í námskeið um íslensku. Svo lærði ég aðallega sjálfur heima. Ég hafði lært þýsku áður og það hjálpaði mér að skilja íslenska málfræði á nokkurn veginn. Ég átti sterka ósk um að komast í prestsvinnu sem fyrst, svo ákvað ég að læra íslesnku sem var tengd við kirkjumál fyrst og fremst. (Ég bjó til “Toshiki’s - Icelandic learning method” sjálfur, sem mér finnst flott! En ég hef ekki fengið neitt tækifæri til að kynna það ennþá
Angry )

Enginn mæti trúa því, en ég las íslenskuna mjög mikið í fyrstu ár. “Toshiki´s learning method” var gott. En satt að segja var það með galla líka. T.d. get ég lesið núna lagafrumvarp nokkurt án rosalegs erfiðaleika. Aftur á móti þekki ég ekki heiti fiska, grænmeti eða fugla. Ég get samið predikun en ég þori ekki að panta pizzu í síma (sem sýnist mér mjög flókið mál!!).

Einnig get ég skrifað á íslensku frekar vel. Mig langar til að koma fram samt að í hvert skipti þegar ég skrifa í blað, þá veita vinir mínir mér aðstoð í yfirlestri og leiðréttingu á íslesnku. Ég er mjög þakklátur fyrir aðstoð þeirra og hlýja vináttu, sem er alls ekki sjálfsagt mál. En hér í blogginu mínu, skrifa ég sjálfur og enginn les yfir texta. Þetta er alltaf dálítið ævintýri fyrir mig. En sem sé, íslenskan sem þú ert að lesa núna er það sem ég get gert á íslesnku án aðstoðar annars manns. (Hvað finnst ykkur??)

Í samanburði við ritmál, er ég algjört lélegur í að tala á íslensku og skilja með eyrum. Mér finnst ekki mjög erfitt að skilja fyrirlestur um mannréttindi (því að ég veit um hvað er ræðan ), en afar erfitt að fylgjast með kaffispjall (því að ég get ekki giskað á hvað fólk byrjar að tala næst !!).
Sem sagt, geta (ability) mín á íslensku er ekki jöfn í öllum greinum heldur mjög misjöfn, og einnig skiptir það máli hvort ritað mál er að ræða eða talað mál.

Með öðrum orðum bý ég á Íslandi eins og svona: ég skil EKKI ALLT sem gerist kringum í mig á hverjum degi. Jafnvel þegar ég er að tala við einhvern á götunni, skil ég kannski 80 % af því sem er talað. Með tímanum var ég búinn að tileinka mér tækni til að aðgreina eitthvað mikilvægt í tali frá því sem er ekki. (Hve frábær hæfileiki maður er með!!
Grin ) Því spyr ég ekki alltaf “ha??” þó að ég skilji ekki alveg, ef ég skynja það atriði er ómerkilegt.
Þegar ég vil segja eitthvað flókið, þá þarf ég að undirbúa íslenskan texta í huga mínum og það tekur nokkrar sekúndur. Stundum tapa ég tækifæri til að koma fram skoðun mína á meðan ég er að búa til setningu
Sick . Sérstaklega í umræðum eru Íslendingar yfirleitt svo duglegir í að grípa í og ég verð eðlilega eins og áhorfandi hnefaleiks.
Þó að ég vilji segja eitthvað fyndið stundum, oftast gefst ég upp á leiðinni af því að ég get séð fyrirfram að fólk mun skilja ekki hvað ég á við. Þannig, held ég að ég hljóti að líta út fyrir að vera eins konar þegjandi, óskiljanlegur maður 
Alien fyrir augum fólks kringum í mig, æ, æ.

Til þess að breyta þessum kringumstæðum, verð ég að læra íslensku meira og betur. Það er engin spurning. En samtímis veit ég það að íslenskan mín verður ekki svo góð og ég geti losað við alla vandræði úti af tungumálinu. Ég verð 50 ára eftir eitt og hálft ár (o! Guð!!) og ég get ekki geymt of stóra von á framtíð íslesnkunnar minnar. Ég held að ég þurfi að halda áfram eins og núna meira eða minna í framtíðinni líka.
Ég vil ekki móðga fólk með líkamilega fötlun (ég er með þvagsýrugigt og verð stundum lamaður), en líf mitt á Íslandi er líkt því að vera með fötlun á nokkurn veginn, í því merkingu að geta ekki gert eitthvað eins og “venjulegt” fólk (meirihlutahópur). Ég verð að viðurkenna þessa staðreynd og búa með hana.

Ekki misskilið mig. Ég er ekki að búast við því að fólk vorkenni mér eða öðrum útlendingum. Við lifum á íslensku ef við viljum gera líf okkar þægilegt og skapandi á Íslandi. Það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í því er það ég eða aðrir útlendingar sem þarf að leggja fyrirhöfn sína og aðlagast.
En hins vegar finnst mér það vera engin truflun eða vesen fyrir Íslendinga að hlusta á okkur útlendinga sem lifum á íslesnku, eða a.m.k. reynum að lifa á íslesnku, um að í hvers konar umhverfi erum við að lifa lífi okkar. Mér sýnist það auðveldast leið til að ná til gagnkvæms og djúps skilnings meðal manna.
Eða er þetta bara bull hjá mér?? 
Halo  



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband