Útlendingar og fatlað fólk


Mér sýnist fréttirnar bendi okkur á tvo punkta:
Í fyrsta lagi er það staðreynd eins og sagt hefur oft að útlendingar eru þegar ómissandi hluti íslenska þjóðfélagsins (ég held það ekki sanngjarnt að segja “ómissandi hluti vinnumarkaðarins”, þar sem manneskja verður að til staðar til að veita vinnuafl).
Ákveðin starfsþjálfun hlýtur að vera nauðsynleg að sjálfsögðu fyrir nýtt starfsfólk af erlendum uppruna. Vona að henni sé sinnt almennilega og í jákvæðan anda.

Í öðru lagi er starf í tengt við málefni fatlaðra ekki vinsælt meðal Íslendinga (þ.á.m. Íslendingar af erlendum uppruna líka). Ég þekki ekki mjög vel en starf í sviði fatlaðra virðist vera ekki vinsælt víða í vesturrænum löndum. Kannski er þetta vegna þess að vinnuaðstæður og kjarasamningur er ekki ánægjuleg fyrir fólk eða vegna þess að fólk sér starfið ekki mjög spennandi o.fl? Eða er þessi tilhneiging eitthvað eðlilegt og óhjákvæmilegt þegar samfélag nokkurt þróist og efnahagslegt afrek er metið mest?
Hvað vantar til að breyta aðstæðunum?

Mig langar til að heyra meira frá þeim sem vinna í starfinu og þekkir vel um málið.



mbl.is Útlendingar bjarga málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú bara rasismi

Hjalti Haraldsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:12

2 identicon

Útlendigar eru sí vælandi og eiga að vera þakklæti fyrir að vera á þessu fagra landi okkar þið eruð að spilla landi okkar og menningu......... Réttast væri að banna innflutning á pólverjum og öðrum óþarfa liði hingað til lands... farið heim til ykkar að væla..... eins og bubbi sagði ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Störf meðal fatlaðra, aldraðra og þessi mannlegu þjónustustörf eru oft mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Vinnuaðstaða er oft erfið og reynir á styrk og þrek starfsmanna. Oft hefur fólk mikla ánægju af þessum störfum en stoppar stutt við því launin eru eins og þú segir ekki ánæjuleg. Fólk fær enga gleði tilfinningu þegar það opnar launaumslagið. Mamma mín er á hjúkrunarheimili og ég held að þar sé besta starfsfólk sem finnst í þessum geira. Þar eru margir íslenskir og útlenskir starfsmenn. Allir tala góða íslensku því þessi vinnustaður leitast eftir því að þjálfa starfsfólk bæði í tungumálinu og starfinu sjálfu. En á tveimur árum höfum við horft á eftir frábæru starfsfólki í önnur betur launuð störf.

Svala Erlendsdóttir, 10.9.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég nú ekki sammála þér að það starf sé ekki vinsælt en það vinna ótrúlega margir með fötluðum og enn fleiri hafa einhvern tíman gert það.  Starfið er skemmtilegt og gefandi en launin eru því miður þannig að fæstir geta lifað á þeim til lengdar.  Sérstaklega ekki ef það eru einu tekjur sem koma inn á heimilið.  

Ég fagna því að fólk frá öðrum löndum komi hingað, sérstaklega ef þeir eru hér til að vera.  Mér líst verr á fólk sem stopar stutt og ætlar sér aldrei að vera.  Það er kannski einmitt þeir sem koma óorði á þá sem ætla sér að byggja líf hérna.  Þeir sem stopa stutt hafa engan hag að gæta fyrir ísland.

Mér finnst hins vegar að þegar nýir gest koma verða við að bjóða þá velkomin svo það byggist ekki upp einhver biturleiki og hatur þegar lengra líður.  Ef gestum okkar og komandi íbúum finnst þeir vera velkomin og líður vel hérna, byggjum við betri famtíð saman.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.9.2007 kl. 13:59

5 identicon

Ég vann lengi vel með einhverfum á vegum SmfR og hafði mjög gaman af. Málið er aftur á móti að launin eru lág, vinnutíminn oftast afleitur og mikið álag þar sem lágmarks mönnun er alstaðar vegna skorts á vinnuafli.

Ég hef það mikinn áhuga á starfinu að ég hef verið að mennta mig sem þroskaþjálfi síðustu misseri. Þegar ég svo ákvað að eignast fjölskyldu varð starfið að víkja því það er ekki hægt að lifa sómasamlega á kjörum sem þessum nema með mikilli yfirvinnu eða mörgum nætur- og helgarvöktum sem hentar ekki fjölskyldufólki.

Ég er allt annað en hrifin að það eigi að ráða útlendinga í störf á þjónustustöðum svæðisskrifstofanna. Þá er ég ekki með neinn móral útí útlendingana sjálfa heldur aðstæður sem er verið að bjóða fólki.

Hugsið ykkur útlending sem er ný kominn til landsins hann skilur kannski góðan daginn. En ekki: Ég er svangur/svöng eða ég þarf að komast á klósettið og hvað þá ef fólk á við tjáningarörðuleika að stríða. Auðvitað lærir fólk og fólk með þroskaskerðingu er engin undantekning á því en tíminn sem það tekur útlending að ná tökum á íslensku gæti orðið afdrífaríkur í lífi manneskjunnar sem hann vinnur með.        Sem dæmi manneskja sem verður pirruð þegar hún er ekki skilin, hún á við tjáningarörðuleika að stríða og leggur sig mikið fram til að vera skilin. En þar sem það skiptir ekki máli hversu mikið hún leggur sig fram þá gæti hún ákveðið að gefast upp og hætta að reyna að tala. Þá er hún að leggja á hilluna jafnvel margra ára vinnu og þjálfun. Þessi tjáningarskerðing sem það yrði fyrir fólk með þroskaskerðingu gæti orðið til mikilla ama og afleiðingarnar í mörgum tilfellum skelfilegar.

Ég þekki aðstæður búsetuþjónustunnar ágætlega, þar er unnið eftir nokkuð flóknu vaktakerfi sem mismunandi 8 tíma vöktum er raðað saman eftir þörfum hverju sinni (ekkert í líkingu við það sem er á elliheimilum eða sjúkrastofnunum). Þá skal taka það fram að þjónustueiningar eru með mismunandi þjónustustig eftir þörfum þjónustuþeganna. Þar sem svæðisskrifstofurnar kappkosta sig við að vinna eftir einstaklingsmiðuðum þörfum fólks eru vaktirnar samkvæmt því. Kvöldvaktirnar eru því að byrja allt frá kl. 12 til jafnvel 16 á daginn allt eftir þörfum hvers staðs fyrir sig. Á hverju stað er mjög algengt að ein vakt byrji kl 13 önnur 14 og sú þriðja kl. 15. og er fólk búið í vinnu 8 tímum síðar. Venjulega er meiri regla á morgun- og næturvöktum.

Starfsfólk er venjulega ráðið til að vinna aðrahverja helgi. Vaktirnar um helgar geta verið með öðru sniði en virkir dagar þar sem fólk vinnur jafnvel 10-14 tíma vaktir. Þar sem fæstir sem vinna fulla vinnu vilja vinna mikið um helgar reyða svæðisskrifstofurnar sig oft á skólafólk sem hefur ekki tíma til að vinna nema um helgar eða fólk sem er að leita sér að aukavinnu.

 Síðustu ár hefur aftur á mót verið svo mikla vinnu að hafa að skólafólk þarf jafnvel ekki á vaktavinnu að halda og flestir þeirra sem þurfa auka pening geta fengið yfirvinnu og þurfa því ekki aukavinnuna.

Svo eru launin ekki til að hrópa húrra yfir 141.719 kr í grunnlaun fyrir 25 ára manneskju sem er að byrja í þessu og svo kannski ca 25-30.000 kr í vaktarálag fyrir mánuðinn. Svo eftir standa um 125.000 kr á mánuði.

Ef maður reiknar svo með að manneskjan sé með árs starfsreynslu og stúdent þá sitja eftir um 135.000 kr. á mánuði.

 Auðvitað eru svæðisskriftofurnar í fjársvelti og geta hvorki lofað skjólstæðingum sínum né starfsfólki nokkuð annað en það sem er lágmark samkvæmt lögum og þess vegna finnst mér að ríkið eigi að sjá sóma sinn í því að láta meira fé í málaflokkinn.

Heiða Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:20

6 Smámynd: Paul Nikolov

Ég vinna í sambýli, og hef gert það síðan 2001. Og ég get sagt ykkur að það er greinalega ekki mjög vinsæl starf, þar sem það er alltaf manekla í þetta svið. Í siðasta sex ára hef ég séð fleiri innflytjendur og minna Íslendingar að vinna hjá mér. 

Ástæðan fyrir því er einfalt: lögin. Innflytjendur megi aðeins taka til starfa þar sem Íslendingar geta ekki unnið eða vilja ekki vinna. Yfirleitt, það þýðir að einhvern sem hingað kemur með Masters gráðu í verkfræði t.d. er að skurra gólfið einhversstaður.

Menntun þeirra sem hingað kemur þarf að vera viðurkennt. Okkar samfélag vantar ekki bara mannafl en líka menntuð fólki. Svona getum við forðast þess að innflytjendur verða 2. flokkur vinnuaflalind. 

Paul Nikolov, 10.9.2007 kl. 14:39

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Held þetta hafi ekki að gera með vinsældir heldur óraunhæf kjör sem fylgir þessum störfum.  það hlýtur að vera vinsælt þegar fólk er tilbúið að vinna þessi störf þrátt fyrir lág kjör.

Ég held að fólk sem talar ekki málið sé ekki verr statt en við hin, það er manngerðin sem skiptir máli í þessum störfum.  Fatlaðir hafa gott lag að láta aðra skilja sig og skilja aðra, enda eru margir þeirra sem geta ekki sjálfir talað.

Auðvita ganga ekki allir í öll störf, það þarf að aðlaga og finna hvað hentar hverjum, en þetta getur vel virkað.

Það sem þessi störf þurfa er þolimæði, umhyggja, agi og ástúð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.9.2007 kl. 14:54

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott hjá þér að vekja máls á þessu!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.9.2007 kl. 15:38

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er það ekki mergur málsins að útlendingar eru álitnir fyrst og fremst "vinnuafl". Samt mega þeir ekki starfa við  það sem þeir eru menntaðir í af því að Íslendingar viðurkenna ekki menntunina þeirra. Ég þekki konu frá Dóminíska lýðveldinu sem er menntaður lögfræðingur. Hún skúrar gólf hér. Pólverjar sem ég kynntist fyrir nokkrum árum síðan og unnu í fiski í Hafnarfirði voru; Læknir, verkfræðingur og skipasmiður. Laun þeirra í fiski hér margföld á við það sem þeir fengu heima. En þetta er kannski að breytast. Það er skortur í dag á verkamönnum í Póllandi og launin síga upp.

Konan mín réð sig fyrir nokkrum árum síðan í sumarfríinu á Arnarholt sem var heimili fyrir geðfatlaða. Sett í hæsta mögulega launaflokk enda unnið þar áður í mörg ár fékk hún fyrir 12 tíma vakti 15 daga mánaðarins með 2ja tíma akstri 130.000 kr. útborgaðar. Svipað og hún hafði fyrir 8 daga í hinni vinnunni sinni. Meðan uppeldis- og ummönnunarstörf eru svona lítilsvirt í þessu græðgisþjóðfélagi fæst enginn til að endast í þessum störfum og hver þjáist? Þeir sem eiga að fá umönnun, skilning, virðingu og hlýju frá samfélaginu. Þeir eiga ekki bara að hafa VINNUAFL til að sjá um sig.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.9.2007 kl. 22:47

10 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir,
Þakk ykkur fyrir öllu góðu athugasemdirnar þínar (ég á við athugasemdir í einlægni aðeins).
Afsakið mig við að ég gat ekki svarað neitt fyrr en núna, en var ekki með aðgang að netinu vegna heimilisaðstæðuna minna.
Mig langar til að melta skoðnar sem þið eruð búin að veita hér og hugsa málið betur.

Toshiki Toma, 11.9.2007 kl. 12:38

11 Smámynd: Paul Nikolov

Þetta er alveg rétt hjá þér Ævar. Eins og ég sagði, að viðurkenna ekki menntun þeirra sem hingað kemur er það sama og að skapa 2. flokk vinnuaflalind. Eitt af mörgum sem ég vona að sjá breyst.

Paul Nikolov, 11.9.2007 kl. 16:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband