Innflytjendalöggjöf gagnrýnd í Swiss


"Erlendir ríkisborgarar þurfa að búa í landinu í tólf ár áður en þeir geta sótt um ríisborgararéttinn og þeir sem fæðast í landinu fá ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt.

Þá sækja innflytjendur um ríkisborgararéttinn hjá viðkomandi sveitarfélagi og svara spurningum um fyrirætlanir sínar og það hvers vegna þeir vilji búa í Sviss. Íbúar kjósa svo um umsóknina, oft þurfa allir kjörbærir að samþykkja umsóknina og þykir þetta ýta undir að umsóknum sé hafnað vegna fordóma".
(BOLD stafir af TT)



Þetta er framsóknaform íbúalýðræðis...?? eða afbakað form af misnotkun meirihluta-reglunnar..?? GetLost
Vona að þetta verði ekki fordæmi annarra þjóða þ.á.m. Íslands!!
Halo



mbl.is Innflytjendalöggjöf Svisslendinga gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Viðar.
Mér finnst atriði sem varðar grun réttindi manns tilheyrir ekki "lýðræði" íbúa í svæðinu. Ef Swiss er sammála mannréttindahugtaki eins og margar aðrar þjóðir sem "þjóð", þá er sú réttindi liggur alls lands í Swiss. Íbúalýðræði- 
ef ég má kalla svona- virkar innan ramma þess (sama má segja um löggjöf sjálfa).

Toshiki Toma, 13.9.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Við verðum líka að muna eitt og það er að hvert tilvik verður að skoða af sanngirni og með velferð viðkomandi í huga.

Sjálfur vil ég auðvitað sem frjáls maður þó ég hafi fæðst á Íslandi geta gengið um jörðina alla án fordóma og eignaréttar það var í huga mínum Drottinn Guð sem skóp og hans vilja verður líka að skoða,og það er að við erum öll jöfn í augum hans hvar í heimi sem við fæðumst.

Ég er kannski ekki eins og flest fólk varðandi margt en samt ég kom nakinn í heiminn og nakinn fer ég og hvaða tilkall á ég varðandi móður jörð aðra en að koma fram við aðra eins og ég vil að það komi fram við mig.Og einmitt þetta reyndi nú Kristur að kenna okkur.Megi guð þig geyma Toshiki kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.9.2007 kl. 19:34

3 identicon

Mér finnst að Svisslendingar ráði því algerlega hverjum þeir bjóða inn og hverjum ekki. Það er þar að auki þeirra mál en ekki annarra hvernig þeir taka á þessum málum, þeir hafa haft slæma reynslu af Balkanskagamönnum sem þeir buðu inn með opnum örmum en fengu líkamsárásir, ofbeldi og vanþakklæti á móti. Það eru takmörk fyrir mannréttindum, er í lagi að ég gangi inn í hús nágranna míns og segi að það séu mín sjálfsögðu mannréttindi? kvedja Jón gauti.

Jón gauti (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þá eru nú bretar léttari á þessu. Sonur minn er fæddur í  Skotlandi, en hefur ekki búið þar frá því að hann var 2ja ára, samt á hann breskt vegabréf. Sem sagt tvöfalt ríkisfang, (þó svo mér skiljist að það sé ekki mjög vinsælt afspurnar á Íslandi og kannski á ég ekkert að vera að segja frá þessu hér!).

En auðvitað verður hver þjóð að leysa þessi mál eins og henni hugnast best, aðrar þjóðir geta varla farið að skipta sér af því, þó svo þær megi alveg gagnrýna þetta. En ég tek undir það að ég vona að íslendingum detti ekki í hug að apa þetta eftir. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 20:08

5 Smámynd: Toshiki Toma

Ég er ekki sammála ykkur Jóni. Fullverði þjóðarinnar innifelst ekki það frelsi að hún megi gera "hvað sem er" dag í dag, a.m.k. meðal þjóðanna sem viðurkenna "universal value" mannréttinda. Það sem þið segið er í raun ekkert annað að fólk velji hver má vera með og hver er ekki eftir óskrifuða og óskýra ástæðu. Og slíkt köllum við mismunun með örum orðum.

Toshiki Toma, 14.9.2007 kl. 08:12

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, það er auðvitað alveg rétt, að það verður að rúmast innan "alþjóðlegra mannréttinda". Svoleiðis skrá hafa Sameinuðu Þjóðirnar sett saman, er það ekki (voðalega er maður vitlaus þegar maður veltir þessu ekki fyrir sér dags daglega). En það er líka hægt að kæra eintsök til mannréttindadómstólsins, þó það sé víst ekki auðvelt. En ég á við að við getum ekki haft áhrif á hvað stjórnir annarra ríkja gera nema með þrýstingi og gagnrýni á þær, ég held að bara BNA (og bandamönnum þeirra!) finnist þau hafa vald til að fara og láta aðrar þjóðir gera eins og þeim finnst eiga að gera!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 12:50

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

einstök mál

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 12:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband