Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Það sem Jesús segir okkur í dag


Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar.

Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar
eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi.

Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem er annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild.

Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byrja rökum sínum á forsenda eins og: ,, samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni“(Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005).

Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína.

Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggist nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt úr um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum.

Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: ,,Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd.” (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu.

En að sjálfssögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt.

Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um ,,hið góða kristilega siðgæði”, sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma ,,hinna góðu kristilega gilda“.

Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn.

Kraftur Jesús og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en aldrei veitir okkur rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag.

(Fyrst birtist í Fréttablaðinu 3. desember 2005)




Einlæg umræða um framtíð þjóðkirkjunnar óskast


Samkynhneigð, vinaleið og aðskilnaður frá ríkinu eru meðal mála sem hafa verið mikið í samfélagsumræðunni um þjóðkirkjuna undanfarna daga. Í henni hafa ýmis viðhorf til kirkjunnar birst. Mér sýnist raddir úr samfélaginu oftast harðar og fullar af gagnrýni í garð þjóðkirkjunnar. Mig langar til að skjóta inn, í tíma, nokkrum línum um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar.

Áður en ég tjái skoðun mína, tel ég rétt að segja frá því hvernig ég tengist þjóðkirkjunni. Í fyrsta lagi er ég þjónandi prestur þjóðkirkjunnar, ég fæ laun fyrir störf mín þar og er því beinn hagsmunaaðili. Hins vegar fékk ég köllun mína og hlaut menntun sem prestur í kirkju í Japan og er þess vegna ég ekki svo sterklega bundinn við hugtakið „þjóðkirkja“. Hvort kirkja sé þjóðkirkja eða ekki, er fyrir mér tæknilegt mál, en hvorki trúmál né hjartans mál.

Það er stundum sagt að glöggt sé gests augað og fyrir mig var ,,þjóðkirkja“ ekki sjálfsögð eins og fyrir marga Íslendinga þegar ég kom hingað til lands fyrir 15 árum en síðar lærði ég um það stóra hlutverk sem hún lék í sögu Íslands. Mér skilst t.d. að þjóðkirkjan hafi verið ein þeirra stofnana sem stóðu vörð um íslenska tungu þegar þjóðin var undir stjórn Danmerkur. Þá voru engar útvarps- eða sjónvarpsútsendingar eins og í dag og messur voru mikilvægir miðlar sem héldu við og varðveittu íslenska tungu á meðal Íslendinga.

Margir prestar færðu einnig sögu Íslands í letur fyrir almenning, ortu ljóð um landið og sáu um kennslu ungmenna. Þjóðkirkjan hafði einnig frumkvæði þegar þurfti að bregðast við náttúruhamförum eða halda stórviðburði eins og þjóðhátíðir. Þetta eru bara fáein dæmi sem sýna að þjóðkirkjan hefur að vissu leyti verið meira en bara trúfélag í hefðbundinni merkingu þess orðs.

Þegar þjóðin hlaut sjálfstæði árið 1944 þá hlaut það að vera eðlilegt framhald af sögunni að setja þar ákvæði um ,,þjóðkirkju“. Núna í dag starfar þjóðkirkja og þjónar samkvæmt þessu ákveðna stjórnsýslukerfi og ég tel til þess að umræðan um framhaldið og framtíðarsýnina verði markviss verðum við að viðurkenna þetta atriði.


Þegar ég fylgist með umræðum sem varðar þjóðkirkjuna þessa dagana, þykir mér leitt að í gagnrýninni er oftast blandað saman ábendingum um kerfisgalla og einstaklingsbundinni tilfinningalegri andúð.

Mér finnst t.d. alveg rétt að benda á mál, eins og og í hvaða málefni eigi að verja skatttekjum, ef viðkomandi finnst þar ríkja einhvers konar óréttlæti. Það er sjálfsagt mál að taka málið upp, kanna og ræða. Hins vegar finnst mér ekki réttlætanlegt að ræða málin eins og starfsmenn kirkjunnar séu að svíkja fé af almenningi og því glæpamenn. Það gæti verið gott tækifæri fyrir suma til þess að fá útrás fyrir andúð sína gagnvart kirkjunni en það er alls ekki réttmætt. Slík viðhorf er ein af ástæðum þess að erfiðara er að halda upp málefnalegri umræðu fyrir alla.

En hvað um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar? Ég held það sé alveg sjálfsagt að við endurskoðum gamla kerfið og gerum það að betra kerfi sem passar núverandi og verðandi aðstæðum samfélagsins. Þjóðkirkjukerfið er ekki undantekning frá því og það getur ekki gengið á sama hátt og áður aðeins vegna framlags síns í fortíðinni.

Persónulega sýnist mér skýrt í hvaða átt þjóðkirkjan verður að fara í framtíðinni. Það stríðir að mörgu leyti gegn þróun mannréttindahugmynda að stjórnskráin skuli gefa einu ákveðnu trúfélagi sérstöðu sem ,,þjóðartrú“ (Ég er samt ekki sammála því áliti að aðskilnaður kirkjunnar frá ríkinu yki beint trúfrelsi hérlendis og ég bíð eftir næsta tækifæri til að tjá mig um það atriði).

Eins og ég sagði hér að ofan, þá tel ég að þjóðkirkjukerfið snúist ekki trúmál heldur hvort hún sé hluti af samfélagskerfi. Að mínu mati þarf það ekki að vera neikvætt þótt þjóðkirkjan fari út úr þessu samfélagskerfi eða afsali sér sérstöðu sinni í stjórnarskránni en að sjálfssögðu munu því fylgja ýmis vandkvæði.

Mér finnst löngu tímabært að setja sérnefnd í stjórnvöldum til þess að fjalla um ,,aðskilnað kirkjunnar frá ríkinu“ á málefnalegan hátt og kanna kosti þess og galla.
Það er fordæmi fyrir því að þjóðkirkja hætti að vera þjóðkirkja, eins og t.d. sænska kirkjan sem steig það skref árið 2000. Af hverju eigum við ekki að skoða þetta dæmi málefnislega og safna upplýsingum og álitum? Síðan mun verða hægt að setja áþreifanlega tímaáætlun til þess að framkvæma aðskilnaðinn, ef það er vilji Íslendinga.

Að lokum langar mig til að ítreka að mál um þjóðkirkjukerfið er ekki trúmál, heldur er það mál um samfélagskerfi sem varðar hagsmuni allra. Og því er þetta alls ekki mál eins og hvort kirkjan sé góð eða vond, eða hv
ort kirkjan sigrar eða tapar. Ég óska innilega þess að málið komist í almennilega umræðubraut.

(Fyrst birtist í Mbl. 30. september 2007)



Má ég tala á ensku?


Í gær sótti ég Tómasarmessu í Breiðholtskirkju. Tómasarmessa er dálítið öðruvísi en hefðbundin messa í þjóðkirkju og hún er haldin á síðasta sunnudag í mánuði í Breiðholtskirkju og í annan sunnudag í Grensáskirkju.

Ég hef aldrei verið í Tómasarmessu hingað til og loksins var ég ákveðinn að sækja hana (sem messugestur, en ekki sem prestur). Margir mættu í messunni og mér fannst hún skemmtileg og róandi.
Smile

Eitt sem einkennist í Tómasarmessu er fyrirbænarstund. Þá prestar (5) og djáknar (2) og leikmenn stóðu í öðruvísi horni í kirkjunni og gestárnar gátu farið til eins þeirra og sagt frá bænarefni sinu. Síðan bað prestur(djákni eða leikmaður) Guði fyrir viðkomandi. Margt fólk fór til þeirra og fékk bænargjöf fyrir sig.

Ég var að hugsa hvort ég eigi að fara og biðja bæn fyrir mig. Ég er með fullt efni fyrir bæn – ellimerki (gleyma einhverju fljótlega), skort á vilja um hreyfingu, þráhyggju á ís á kvöldin, skort á lífsförunaut o.fl. En ég hikaði við að standa upp og hugsa hvernig á ég að segja frá bænarefni mínu til prests??
Það er ekki svo auðvelt að segja frá slíku í stuttu og “to the point” formi. Þá spurði ég mig sjálfan:
“Má ég tala á ensku?? FootinMouth Kannski ekki?? GetLost .

Ég fór ekki til prests í þetta skipti. Kannski skal ég fara með góðan undirbúning í næsta tækifarið!!
Tounge

Að lokum, aðeins frekari upplýsingar um Tómasarmessu.


Hvað er Tómasarmessa?

Tómasarmessan hefur vakið mikla athygli víða um lönd á undanförnum árum og eru slíkar messur jafnan fjölsóttar.

Heiti messunnar er dregið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi
sjálfur að sjá hann og þreifa á sárum hans. Í Tómasarmessunni er það einmitt ætlunin að gera fólki auðveldara að skynja návist Drottins einkum í máltíðinni sem hann stofnaði og í bænaþjónustu og sálgæslu.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna.
Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Sextíu og átta Tómasarmessur hafa nú verið haldnar í Breiðholtskirkju í Mjódd á undanförnum tíu árum.
Óhætt er að fullyrða að þær hafi vakið ánægju þeirra sem þátt hafa tekið, en þær hafa verið haldnar reglulega, síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors.

(Eftir séra Gísla Jónassyni. Úr www. kirkjan.is 27/9 2007)




Guðrækinn maður og guðlast


Ég heyri oft orð “guðlaus” í blöðum eða á neti þessa daga. Mér sýnist orðið er notað stundum næstum því í merkingu af “guðlasti”.
Að vera “guðrækinn” og að vera “guðlaus” mun vera aðgreint skýrt a.m.k. yfirborðslega, en hvað um að fremja “guðlast” og að vera “guðrækinn”? Mér sýnist þessi tvö viðhorf (eða hegðun) við Guð geti blandast saman stundum og það er ekki svo auðvelt að aðgreina annað frá hinu.
"Guðlast" er "óviðeigandi
ummæli um guð" samkvæmt Íslensku orðabókinni. En ég held hugsjón eða framkoma sem hyggist að stela Guðsstól er líka guðlast.

Oft virðist guðhræddur maður að trúa að hann sé guðhræddur sjálfur og að sjá annan mann sem hugsar og haga sér á öðruvísi hátt dæmi af “guðlasti”.
Slíkt sést í sögum í Biblíunni líka.

Jesú og lærisveinunum hans var kastað orði eins og: “ Með fulltingi höfðingja illra anda rekur hann út illu andana” af faríseum(Mt.9:34). Æðsti presturinn sagði um Jesú sjálfan: “Hann guðlaustar, hvað þurfum við vér nú framar votta við?” (Mt. 26:65).

Hins vegar notaði Jesús hörð orð líka eins og: “Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast”(Mt. 23:13).

Ef ég má segja um okkur sjálf sem erum í kirkjunni, eigum við ekki að fylgjast með línu sem aðgreinir því að falla í að fremja “guðlast” frá því að vera “guðrækinn”, á meðan við tölum mikið um “guðleysi”?

Ef við klæðumst trúarlegan búning og sitjum í guðræknu umhverfi, en hindrum aðra í að nálgast himnaríkið, telst slíkt til guðlasts líka. Við skulum hlusta á orð Jesú til faríseanna sem áminningu til okkar sjálfra. A.m.k. vil ég hlusta þau þannig.



Bréf frá Guði - barnasaga -


Sagan fjallar um vinina Akira, Yuki og Ichiro en þau voru fimm ára og saman í leikskóla.* Dag einn fengu þau bréf frá Guði. Í bréfinu voru eftirfarandi skilaboð: ,,Mamma þín er besta mamman í heiminum!”. Akira, Yuki og Ichiro voru mjög glöð yfir að hafa fengið þessi skilaboð frá Guði. Þau sögðu hátt: ,,Mamma mín er besta mamman í heiminum! Besta mamman er mamma mín!”. Skilaboðin frá Guði veitti þeim mikla hamingju.

  *Ég kýs að nota japönsk nöfn svo að enginn taki þessa sögu persónulega. Akira og Ichiro    eru drengir og Yuki er stúlka. 
Joyful

Þegar Akira, Yuki og Ichiro urðu tíu ára gömul uppgötvuðu þau að Guð hafði sent sama bréfið til fleiri barna. Akira og Yuki hugsaðu: ,,Mamma mín virðist ekki vera EINA besta mamman í heiminum. Mömmur annarra barna eru líka góðar!”. En Ichiro var ekki sáttur við þá hugmynd og sagði: ,,Nei, það stóð að mamma mín er sú besta! Það þýðir að mamma mín, ekki hans eða hennar, er besta mamman!”. Börnin elskuðu mömmu sína mest.

Þegar þau urðu 15 ára varð Akira dálítið vonsvikinn með mömmu sína. Hann bar saman mömmu sína og aðrar mæður kringum í sig og hugsaði: ,,Mamma er alls ekki sú besta ... hún gefur mér ekki tölvuleik eins og mamma hans Ichiro ... mamma mín er ekki eins falleg og mamma Kenji ... mamma mín er alls ekki fræg í samfélaginu ...”

Akira sagði Yuki frá þessu. Yuki svaraði honum: ,,Æ, vertu ekki að bulla Akira!! Manstu ekki að Guð sendi þér bréf og sagði að mamma þín er sú besta í heiminum! Guð á ekki við að hvaða móðir sé ríkust eða gefur dýrustu hlutina.” Þá sagði Akira: ,,Hvor er þá betri – mamma mín eða mamma þín?”. ,,Þetta er ekki samkeppni,” svaraði Yuki. ,,Mamma þín er sú besta fyrir þig og mín fyrir mig!”
En Ichiro var ekki sáttur við samtalið. ,,Nei, mamma mín er betri en mamma Akira eða Yuki. Guð sagði mér það. Það stendur í bréfinu.”

Tuttugu ár liðu. Akira, Yuki og Ichiro voru orðin fullorðin. Akira var nýbúinn að eignast sitt fyrsta barn. Foreldrahlutverkið fékk hann til að hugsa um bréfið sem hann fékk frá Guði um bestu mömmuna í heiminum. Nú fannst honum að engin önnur nema eiginkona hans gæti verið besta mamman í heiminum. Sömuleiðis að hann væri besti pabbi í heiminum þótt hann væri ekki ríkastur eða sterkasti pabbinn í bænum. Akira skammaðist sín að hafa efast um orð Guðs, að mamma hans hafi verið besta mamma í heiminunm. Guð hafði haft rétt fyrir sér.

Yuki var barnlaus. Satt að segja hafði það komið í ljós að hún myndi ekki geta eignast börn. Einnig hafði móðir hennar nýlega látist. Í hvert skipti þegar Yuki sá barnið hans Akira þótti henni leitt að hún myndi aldrei eignast barn sem fengi bréf frá Guði. Yuki hugsaði mikið um hvort bréfið sem hún fékk frá Guði þegar hún var fimm ára hefði einhverja merkingu fyrir sig, en hún var nú á sama aldri og móðir hennar var þegar hún var fimm ára.

Yuki elskaði mömmu sína mest af öllum og hún vissi að hún var sú besta fyrir sig. En mamma hennar var dáin og Yuki átti engin börn. Orðin ,,mamma þín er sú besta” virtust nú vera orðin tóm. En Yuki trúði því að orðin hefðu enn merkingu fyrir sig þar sem hún skynjaði að Guð og kærleikur hans var meiri en hefði komið fram í bréfinu. Yuki geymdi þá sannfæringu í brjósti sínu.

Ichiro trúði enn á orð Guðs um að mamma sín væri besta mamman í heiminum. Hann var búinn að eignast sitt eigið barn eins og Akira. En þar sem hann trúði orðum Guðs bókstaflega sagði hann barninu frá orðum og bréfi Guðs, að amma þeirra væri besta amma í heimi en ekkert um móður þess.

Þannig lifa Akira, Yuki og Ichiro lífi sínu enn í dag.



Jewelry and jewelry box


Séra Svavar Alfreð, ágæti sóknarprestur Akureyrakirkjunnar, skrifaði um helgina um mál sem varðaði brúðkaup trúlauss fólks í kirkjuhúsi, og enn í dag bæti hann línum í bloggi sínu með yfirskrift “Hin sataníska afbökun veruleikans” (http://svavaralfred.blog.is).

Í færslu sinni bendir séra Svavar á orð nokkur sem ég hef skrifað í bloggi mínu í gær og segir: “Kollegi minn, Toshiki Toma, segir á bloggsíðu sinni að guðfræðilega séu kirkjuhúsin ekkert meira en húsnæði”.

Síðan tekur séra Svavar út staðhæfingu eins og “Blóð er aðeins blóð og getur aldrei verið nema blóð” og þróir gagnrýni að slíkri staðhæfingu : “Ef það er rétt að blóð sé aðeins blóð og kirkjur ekki meira en kirkjur, ef veruleikinn getur ekki lengur verið táknrænn, ef fyrirbærin eru ekki margræð, þá er listin búin að vera og yfirleitt allt það sem við köllum menningu”.

Mér er ekki vist hve mikið séra Svavar tengir línuna sem ég skrifaði í færslunni minni við rökin sín, en til þess að forðast frekari misskilning langar mig til að tjá mig dálítið aftur.

“Guðfræðilega er kirkjuhús er húsnæði en ekkert meira en það” sagði ég. Þá á ég við að kirkjuhús er ekki atriði sem skiptir mesta máli (essential) í trú kristins manns. Ég mun telja “essential” mál eins og t.d. Biblíuna, fæðingu, dauða og tilvist Jesú Krists, skírn, altarisgang, predikun, messu, bæn, safnað (communion) eða trúarjátningu. Þessi öll skipta máli á grundvelli ef við trúað reynum að halda í trú á Jesú Krist í jarðneskum gang okkar.

Miðað við svona “essential” atriði er kirkjuhús aðeins “sorrounding matter” (ég veit ekki hvað er rétt orð á íslesnku) þegar trúarlega tilvist manns er að ræða. Listaverk um trúarlega sögu, tónlist, skreytingar í kirkjuhúsi eða trúarlegt ljóð o.fl telst til einnig “sorrounding matters”. Það þýðir ekki að listaverk eða bókamenntun sem varðar trú sé ómerkilegt eða lítils virði. Þau eiga virð sitt sem listaverk og bókamenntun, en samt eru þau ekki grunnatríði eins og sakramenti er í trúnni.

Ef við hugsum um kirkjuhús, finnst mér eðlilegt að trúað fólk annast það og vill varðveita það eins vel og það getur gert. Það er líka eðlilegt að fólkið hefur sérstaka velþóknun á kirkjuhús sitt og telur það einstakur staður fyrir sig. Ég er ekkert á móti því að fólk hugsar þannig, heldur held ég það mjög fallegt hjá fólki. En samtímis finnst mér mjög mikilvægt að við erum vakandi yfir því að “sorrounding matters” verði ekki kjarni trúarinnar okkar.

Ég vil leggja áherslu á því að við aðgreinum “essential matters” í trúarlífi okkar frá því sem er ekki, þar sem annars gæti trúarlíf farið á villa leið. Dýrmæti er eitt, og kassi til að geyma það er annað. En við erum með tilhneigingu að byrja að sjá kassann líka dýrmæti. Og síðan skúffu til að geyma kassann, og herbergi til að geyma og svo framvegis.... Vandin er sú að það getur verið hætta að við getum rugla saman “essential matter” og “sorrounding matter” í óteljandi heilagum hlutum kringum í okkur.

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur í kirkjunni að aðgreina “essential matters” frá því sem er ekki í tímanum eins og í dag, þar sem kirkjan er neydd til þess að mæta mismunandi trúarbrögðum eða lífsskoðun og halda umræðu við þau. Mér finnst óþarft að útskýra ástæðu þess.

Varðandi ummæli hans séra Svavas um “Ef það er rétt að blóð sé aðeins blóð og kirkjur ekki meira en kirkjur...” vona ég að hann haldi ekki að ég væri hlutaðeigandi þess, því að ég segi slíkt ekki og hugsa ekki. Bloð Jesú er "essential" og líka kirkja.
Fyrir fólk sem þekkir ekki mikið um kristni langar mig til að koma fram, að kirkja er ekki húsnæði, heldur er hún samskipti trúaðra manna og líf sem félagar í Jesú Kristi.



Brúðkaup Siðmenntar í Fríkirkjunni


Ég var búinn að heyra talsvert um brúðkaup sem var haldið í Fríkirkju í Reykjavík um helgina. Mér sýnist raddir nokkra presta, sem eru kollegar mínir, vera frekar neikvæðar við það að halda “veraldlega athöfn” í kirkjuhúsi og þarna sést einnig gagnrýni til Siðmennt (sem hélt athöfn) og Fríkirkjusöfnuði (leigði út kirkjuhúsið).

Í byrjun vil ég óska nýju hjónunum til hamingju og óska hamingjusams lífs í framtíðinni.

Eins og venjulegt langar mig til að segja álit mitt sem mun hugsanlega ekki vera vinsælt meðal kirkjufólks. Ég held þetta sé mál sem Fríkirkjan ákveður sjálf einfaldlega. Guðfræðilega er kirkjuhús húsnæði og ekkert meira en það. Það átt að berast virðingu fyrir því að sjálfsögðu, en samtímis finnst mér nauðsynlegt að við í kirkjunni pössum okkur að misskilja ekki eins og kirkjuhús væri einstaklegur heilagur hluti. 

Við trúað erum með tilhneigingu að við reynum að gera hluta og annað, jafnvel manneskju, sem er tengt við trú, heilagt og byrjum að dýrka það. Og mér finnst það vera ekki eftirsóknarvert, þar sem slík tilhneiging byggir óþarfan múr á milli þess sem er inni í kirkju og þess sem er utan.

Ef ég má lýsa því á mjög grófan hátt, er atriði sem aðgreinir kristinn mann frá fólki sem er ekki kristið það að maður trúir á Jesú og annað ekki. Það er kjarni málsins og það dugir. Hins vegar tel ég önnur atriði skipti ekki máli í alvöru eins og hvort maður sæki messu reglulaga, hvort maður horfi á mynd Jesú með dýrkun eða hvort maður þvoi höndum sínum áður en maður kemur í altarisgang eða ekki.

Mér skilst að kirkjuhús sé “sorrounding object” fyrir trú okkar en ekki trú sjálf. Þetta er fyrsta atriði sem mig langar til að gera skýrt.

En við erum öll lifandi og eru með tilfinningu líka. Mér finnst það mikilvægt að virða tilfinningu manna. Það er mjög eðlilegt að trúað fólk elska kirkjuhús sitt og annast það vel. Það er ekkert 
slæmt fólk heldur í þessari tilfinningu ef hún er í ákveðinni takmörkun. Þess vegna, þótt kirkjuhús sé aðeins húsnæði, ef fólki í Fríkirkjusöfnuði liður illa út af athöfn Siðmenntar, þá kannski er það ekki gott að leigja húsinu út, en ef fólkið segir “allt í lagi”, þá er það í lagi að mínu mati. Þetta er annað atriði sem ég hef í huga.

Þriðja atriði hjá mér er, þó að þetta sé afskiptasemi mín, hvort fólk sem sækir athöfnina beri virðingu fyrir kirkjuhúsinu eða ekki, hvort sem það sé trúð eða ekki. Mér finnst þetta sé bara mannasiðir. Ég skoðaði nokkrar myndir viðkomandi brúðkaups í heimasiðu Siðmenntar en mér sýnist allt hafi verið í almennilegum aðstæðum.
Því finnst mér allt vera í lagi um þetta atriði líka.

Og fjórða og síðasta atriði í huganum mínum.
Ég skil að margir í kirkjunni séu pirraðir vegna Siðmenntar. Ég er ekki endilega hrifinn af málflutning hennar sjálfur. Stundum sýnist mér málflutningur Siðmenntar vera alltof afskiptasamur yfir einkalíf annarra og vera sama tagið af afskiptasömum trúboði nokkrum.
Ég er ekki með sama lífsskoðun og þeir sem eru í Siðmennt (en ég vil viðurkenna einnig mikilvægi þess að vera “trúleysi” sem eitt viðhorf í lífinu manns. Og það er mikilvægt fyrir trú okkar, ekki eingöngu úti af mannréttindi. Ég vil skrifa um það við annað tækifæri).

Hins vegar viðurkenni ég “trúleysi” eða “guðleysi” sé almennileg lífsskoðun í samfélagi okkar og það eigi að eiga almennilegt “rými” til að vera við. Einnig viðurkenni ég mikilvægi þróunar “veraldlegrar athafnar” í framtíðinni. Mér finnst það alveg sanngjarnt og rétt að fólk sem trúir ekki kristni getur framkvæmt brúðkaup eða útför á eigin hátt sinn, fremur en að halda athöfn í kirkjunni úti af “valleysi” á málið.

Að þessu leyti er ég stuðningsmaður við að Siðmennt þrói veraldlega athöfn. Ekki misskilið, ég segi ekki að það skiptir ekki máli hvort fólk gifti sig hjá Siðmennt eða í kirkjunni. Ég boða merkingu þess að giftast í blessun Guðs en ekki á annan hátt, vegna trúarinnar minnar. En það er eitt og hvort samfélagið útvegi jafnt tækifæri fyrir trúar- eða lífsskoðunariðkun hvers og annars er annað mál. Ef Siðmennt vantar húsarými til að halda athöfn, þá er það ekki rétt og hugrakkt fyrir kirkju að leyfa henni að nota húsnæði sitt sem “ríkjandi” trúfélag í samfélaginu?

Það getur verið auðveldra fyrir kirkju, sérstaklega fyrir þjóðkirkju, að fara fram hjá þörfum Siðmenntar og láta hana vera. Kannski þorði Fríkirkjan að taka hugrakkt stíg í málinu. Er það ekki hægt að sjá málið svona?



Fjórði hver Dani trúir á engla. Hvað um þig?


Fimmtán prósent af þeim 964 sem tóku þátt í könnuninni sögðust ekki efast um það að englar væru til, en 28% sögðu það vera líklegt.
...... Tim Jensen, sem er aðstoðarprófessor í trúfræði við háskólann í Suður-Danmörku, sagði.... „Það að um helmingur Dana trúi á engla á einn eða annan hátt virkar sem mjög hátt hlutfall. En spurningin er hvort þeir trúi á engla vegna trúarlegrar sannfæringar eða í ljóðrænum skilningi, ........Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum.“



Af tilviljun eða vegna leiðbeiningar engils 
Smile hugsaði ég einmitt um sams konar atriði í gærkvöldi. Ég skrifaði um draugasögu á Íslandi hér í blogginu mínu um daginn, en mig langar til að trúa “draug” að nokkru leyti. Ég viðurkenni að þessi tilfinning er ekki fullviss “trú”, heldur er hún frekar “ósk”mín. En af hverju vil ég halda í slíkri ósk..??

Ég held það er akrát vegna þess að “Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum (draugur í mínu tilfelli)” eins og Tim Jensen aðstoðaprófessor segir.
Sem sagt er það hugmynd um framlengingu lífs á jörðinni... 
Halo

Hins vegar er skilningur minn á engli eins og að engill er þjónn Guðs en ekki draugur. Og ég skil engil frekar “í ljóðrænum skilningi” en í rökum um tilvist hans. “Ljóðrænn skilningur” getur valdið misskiningi en ég á við að ég trúi ekki engli eða djöfli eins og nokkrar Hollywood kvikmyndir lýsa... Sem sagt er “ljóðrænn skilningur” að skilja engil sem tákn Heilags valds en ekki sem tilveru eins og við ímyndum okkur í huga.

Engill eða djöfull er alls ekki auðvelt ræðuefni í guðfræði. Það er samt mér heillandi að pæla um engil (og líka um draug!
Grin ) Hins vegar er hve leiðinlegt að hugsa um djöful... Pinch



mbl.is Fjórði hver Dani trúir á engla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun um viðhorf kvennapresta óskast!


Niðurstaðan könnunar meðal presta þjóðkirkjunnar kom í ljós í gær á vefsiðu “kirkjunni.is” varðandi viðhirf við staðfesta samvist samkynhnegðs fólks.

Eitt sem mig langar til að benda á er að bersýnilegur munur er til staðar milli karla og kvenna varðandi viðhorf til málsins. Sem sagt, er hlutfall kvennapresta sem er jákvæðra við staðfesta samvist 20% hærri en hlutfall karlahópsins.

Ég tel það nauðsynlegt og áhugavert að gera ítarlega könnun um viðhorf annars vegar kvennapresta og hins vegar karlapresta við ýmisleg mál í samfélaginu og bera þær saman.
Núna er hlutfall kvennapresta innan þjóðkirkjunnar þriðjungur og virðist að vera sívaxsandi í náinni framtíðinni líka.

En samtímis eru flestar kvennaprestar ekki í öndvegisstöðu innan kirkjunnar. (Kannski er þetta vegna þeirrar staðreyndar að margar kvenna prestar eru frekar ungar og með styttari starfsreynslu í raun, en mig grunar að það sé ekki eina ástæðan.) Með öðrum orðum staða kvennapresta er lægrisett í stjórnarstigveldis kirkjunnar yfirleitt og mér sýnist það vera nóð ástæaða þess að gíska á að viðhorf kvennapresta heyrist ekki vel daglega. Og því held ég mikilvægt að gera könnun á viðhorf þeirra almennilega.

Ég get ekki ímyndað mér hvers konar niðurstaða muni koma út, en samt trúi ég því að
könnunin muni hjálpa kirkjunni mikið til að rata í framtíðinni.


Heimild til að framkvæma staðfesta samvist


Nýlega var gerð könnun meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist. 65 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Svipaður fjöldi telur líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Outcome fyrir Biskupsstofu í júní og júlí í sumar. Um netkönnun var að ræða. Svarhlutfall var 75%.

Aðdragandi þess að ráðist var í könnunina var sá að á Prestastefnu í apríl 2007 kom fram tillaga þess efnis að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kysu, yrði heimilað að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar. Tillögunni var vísað til kenningarnefndar en Prestastefna samþykkti jafnframt ósk um að könnun um hug presta til þessarar þjónustu yrði framkvæmd.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar frá maí 2007 er talað um að veita trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Því þótti rétt að miða spurningar við það. Með hliðsjón af stjórnarsáttmálanum var spurt: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild? Tæplega 53% svarenda voru mjög hlynntir, 12% frekar hlynntir. Rúm 20% svarenda voru mjög andvígir og 6,5% frekar andvígir. Þá var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nýta þér slíka heimild? 64% töldu það mjög eða frekar líklegt, en 27% mjög eða frekar ólíklegt.

Tæplega 80% kvenpresta í hópi svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild og rúmlega 59% karlpresta. Prestar sem hafa unnið 15 ár eða skemur eru bæði hlynntari þessu og líklegri til þess að nota heimildina.

          - eftir Steinunn Arnþrúðu Björnsdóttur,
            tekið úr fréttum www.kirkjan .is 21/8 2007 -



Staðfest samvist eða hjónaband?


Katrín Jakobsdóttir, alþingiskona og varaformaður Vinstri-grænna, birti skoðun sína í Blaðinu í dag, 17. ágúst (bls. 14.) um mál sem varða “staðfesta samvist / hjúskap” samkynhneigðra.
Greinin á skilið að lesa og ég vil endilega hvetja fólk að lesa hana til umhugsunar, af því að mér sýnist talsverðir margir misskilji samband milli “staðfestrar samvistar” og “hjónabands” og segi að staðfest samvist væri fullkomlega söm og hjónaband.

Á undan Katrínu, skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona Vinstri-grænna, þarfa ábendingu og framtíðarsýn í bloggi sínu á 11. ágúst sl. Í skrifunum sínum benti hún á réttilega galla í núverandi löggjöfum, s.s. í hjúskaparlögum og lögum um staðfesta samvist :
“Það var þó í meginatriðum einungis tvennt sem lögin heimiluðu ekki. Þau heimiluðu ekki kirkjulega vígslu og þau heimiluðu ekki að hjúskapur samkynhneigðra væri kallaður hjónaband. Þar með var ákvarðað með lögum að hommum og lesbíum bæri áfram að vera afmarkaður hópur á jaðri samfélagsins”(www.althingi.is/kolbrunh).
Og Katrín tekur undir Kolbrúnu: “Um leið varð hins vegar til tvöfalt kerfi sem ekki fær staðist til lengdar”.

Mér sýnist hugtak um “staðfesta samvist” er sverð sem er með blað á beggja megin.
Núna er vígsla staðfestrar samvistar fólgin eingöngu borgaralegum vígslumanni, en andrúmsloft almennings stefnir því að breyta lögum í þá átt svo að sérhvert trúfélag geti annast vígslu staðfesta samvist ef það rekst ekki á eigin trúarlega kenningu. Ef málið þróist á þessa leið, verður það stórt skref til jafnréttis manna.

Þvert á móti er það líka satt um leið að tilvist laga um staðfesta samvist viðurkennir sjálf aðskilnaðarstefnu samkynhneigðapara frá “venjulegum hjónum”. En af hverju verðum við að aðgreina samvistir para af sömu kyni frá öðrum hjónaböndum? Er slík aðgreining ekki sú djúp-dulda mismunun gagnvart “hinseginu” fólki? Réttlætist hún sem málamiðlun til þess að stíga skref fram á jákvæðan hátt?

Ég er hjartanlega sammála Katrínu í því sem hún segir í ágætri greinargerð sinni. “Nú lítum við fyrst og fremst á hjónaband sem ákvörðun frjálsra einstaklinga um að eyða ævinni saman. Óháð því hvort sú ákvörðun gengur eftir eða ekki er hún mergur málsins”.
Mér finnst þetta vera réttur áfangastaður allavega hvort sem við förum þangað strax beint eða við skreppum í aðra höfn á leiðinni.

Ég vil bæta línum varðandi viðhorf þjóðkirkjunnar seinna, en afsakið er þetta allt að sinni.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband