Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
10.8.2007 | 15:18
Við tökum þátt í gleðigöngu !!
- Dont be afraid, God is guiding you! -
This last week of April, Lutheran ministers of the National church of Iceland held their annual synod in the town of Húsavík. The main issue on the table of discussion this time was the partnership/ marriage of homosexuals. Very heated discussions were among the ministers during the synod. The synod voted on a bill, which was presented with joint signatures of 42 ministers including two unordained theologians advocating for unification of the traditional concept of marriage between a man and a woman and homosexual marriage into one concept regardless of gender composition. The bill did not pass with the result of voting 64 against, 22 for.
There were indeed many who could not join the synod in Húsavík, and as the synod didnt allow absenty ballots, the number doesnt really reflect the percentage of for or against among ministers. But anyway, headlines like Church denies to marry gays or Church loves (people) with conditions danced on the front page of many papers the next day.
In my recognition, these words are rather provoking but not conveying the fact from the synod. But at the same time it shows us the irritation and the feeling of disappointment of general society against the indecisive attitude of the church regarding the gay-marriage issue.
I would like to spend some words here to explain briefly what is happening in the church in this issue, and also I would like to show my personal opinion afterwards. It would be fair to say in advance that I am not at all neutral in this debate. I am for the opinion that the concept of marriage should be independent of the gender composition. I am one of those 42, who brought the bill that was rejected at the synod in Húsavík and I have been expressing this opinion consistantly last five years.
1. Attitudes among ministers of the National church
What kind of views exist about gay partnership/marriage issue in the church? Lets have a quick view over the scenery.
A) The Bible prohibits homosexuality and therefore, irrespective of if it is because of sin or a kind of sickness, homosexuality isnt accepted by the Christian faith.
B) Homosexuals have the same rights as the other straight people. They have a full right to live together with their own life-partners and pursue a life of happiness. Establishing the partnership belongs to civil authorities and the church has no direct business with it. But a minister should offer blessing, with his own decision, onto those who wish to receive it on the occasion of establishing their partnership.
C) Almost same attitude as B. But the secular initiation of the partnership should be also taken care of by ministers as well as marriages of the other people.
D) The concept of marriage should be one, including both relationship between men and women, and homosexual relationships.
Around the same period as Halldór Ágeirsson, the prime minister at that time, expressed his will to improve the legal rights and status of gay people in the summer of 2005, a special committee on behalf of the National church, consisting of ministers, theologians and jurists (the committee of dogmatics), was entrusted with the assignment to write a report about gay marriage which is parallel to the traditional form of marriage (partnership). At the synod in Keflavík in 2006, the committee introduced its draft to the participants. This draft says clearly on one hand that it has come to the conclusion that the Bible does not condemn homosexuality and this report should be estimated appropreately in this point. On the other hand, the draft is a report about the partnership of homosexuals and does not directly address the question if it is desirable to separate the partnership from traditional marriage or if marriage should be a unified concept.
This report was the main topic of discussion at the synod in Húsavík. Therefore many of the participants were not really ready to vote for or against the proposal of unification of gay partnership and traditional marriage.
The majority at the synod agreed instead that ministers are allowed to offer a blessing to gay couples. A draft for a ritual of blessing was also agreed on (attitude B). The proposal that ministers should take care of the secular initiation of the partnership, not only the blessing (attitude C), was directed back to the committee for further reporting.
In addition to the above, it would be necessary to point out that in Iceland the legal initiation of matrimony is still in the hands of the church, not only in the hands of the civil authorities. In Iceland, unlike many countries in western Europe, the ministers declaration of marriage has a direct effect on the law to put two persons together. Namely the religious acts and the civil laws are not completely divided at this point. This makes it to some extent complicated to handle gay marriage. Some people say that marriage belongs to the unique authority of the religious institute, and others put more emphasis on the general human rights. The right answer seems to me: both right.
In order to avoid this confusion, some ministers ask: should the church transfer the authority to establish matrimony to the civil authorities and concentrate on its religious significance only? This opinion is not yet dominant among ministers, but it will be unavoidable to face this question soon or later.
2. What is the mission for the church now?
I have been trying to describe where the issue of gay marriage has been located in the church so far as neutrally as I can do, so that we can see what is happening in the church.
Looking over the world, the countries that have set a concept of marriage that is independent of gender composition are for example Holland, Belgium, Spain, Canada and more, not yet hundreds of countries. Talking about the partnership act, then many European countries and many states in the US are adapting it, but these are from the standpoint of civil law.
Apart from independent free churches, there is no denomination who as of yet recognizes gay marriage on equal term with the traditional marriage without any distinction (using one word marriage in stead of partnership). Obviously it is far heavy task to change its course from it has been till now for the religious authority. The national church of Iceland is no exception. In this sense, the Icelandic church is no worse than other churches in the world.
Nevertheless it is not at all a Christian way to look at oneself only in relationship with ones surroundings. Because then you lose your identity in the relationship between God and yourself, where your own call and mission is revealed. This is something unique and you cannot compare it with others.
In my understanding, the Icelandic church has the best environment in the world to step forward and recognize formally the unified marriage as a religious term. The small size of the society where every single person can be recognized as an individual, considerable mono-cultural background, the absence of a big gap in the religious value table in the society, already well opened public existence of the gay people and the positive attitude of the society towards them. All of those factors are to the advantage for the Icelandic church to step one step ahead of the rest of the world. But in other words, it would be considered as cowardice if the church wants hide itself behind other churches and doesnt use those advantages that are being given to it.
Of course people could ask: though the surrounding conditions are ready, shouldnt the church refrain from doing something until the act will be confirmed to be theologically right and Christian-faithful? That is quite right. But in my opinion, we have already crossed the biggest hurdles both theologically and Christian-faithfully. The majority in the church acknowledge, as well as the majority in society, the presence of gay people, their life as persons and their rights. The support to the partnership act show us that. Then why not marriage? What is the reason that we have to separate gay marriage as partnership from the traditional marriage? Is there any theological reason really? Or is it perhaps an emotional hinder that makes it difficult for us to accept it?
The churchly congress in October is supposed to draw a temporary conclusion on the issue. We have to work on it.
First appeared in the Reykjavík Grape Vine in June of this summer.
10 - 12 ministers of the National church will have pleasure of joining the "gleðigöngu" tomorrow at Gay Pride. I will be there, too, but I am so shy ... for being in front of many...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook
26.6.2007 | 07:37
Trúarbragðadialog mitt / My religious dialogue
-Bringing people back into the religious dialogue-
1. Karl Barth was one the greatest theologians of the 20th century. He was generally critical of every religion in the world. The story goes that once, after he had criticized Hinduism, he was asked how many Hindus he had ever met. None, he answered. Barth was then asked why he could be sure Hinduism deserved his criticism. He answered: A priori.
This funny tale is often told to theology students learning about Barth for the first time, but Barth is not a role model for dialogue between religions in the 21st century.
We need to get to know religious believers as people. Theologians speak of reasoning from our life, experience and surroundings (theological induction), as opposed to reasoning from the text of the Bible (theological deduction). To oversimplify, using the example of the relationship between Christianity and other religions, theological deduction would try to define other religions using concepts and ideas from the Bible itself.
Theological induction would try to understand the experience of being a Christian amidst people of many faiths, even though the Bible does not specifically suggest how Christians should act towards (for example) Buddhists.
I would like to explain the importance of theological induction a bit better using my personal experience.
2. My father lives in Tokyo and he is now 81 years old. At times, recently, he has been sick and in hospital, and that has made me think a lot about his role in my life.
My father became a naval officer when he was 17 years old. In the last stage of World War II, there was nobody else left except boys of that age. Luckily, the war ended a few days before his assigned departure for a suicide mission.
The experience of youth for my fathers generation was totally different than for mine. Society was in ruins. My father had good luck again, went to medical school, and became a psychiatrist. He is a real family man (always came home from work at 5:30) though in the traditional Japanese male style (my mother did all the housework).
My father had little interest in money or getting a promotion. For my father, the main thing was to establish a family and feed it. He never even dreamed of being able to choose the life that would best please his own tastes. My father has lived his life at a particular time and place and under conditions that are very different from mine.
I was born into a richer and more peaceful time. I learned since childhood to choose things that fit my tastes in clothing, food, and lifestyle. This explains many of the differences in ideas and behaviors between my father and myself. And one of those has to do with religion.
My father is a Buddhist. Many Japanese see Christianity as the religion of the enemies, as the authorities proclaimed it during the war. Nevertheless my father supported me without any hesitation when I decided to go to a Christian seminary. It is better to work for God than to work for money, he said, and this was typical for him.
I became a Christian when I was twenty years old and I am still the only Christian in my whole family in Japan. Accepting a religion at later stage of life is not the same as being born into it. Religiously both involve the same blessing from God, but one is an event that one cannot choose by oneself, while the other is an independent conscious action.
When I made my decision, my life had been influenced by my own cultural and sociological surroundings, just as my father´s life had been in a different way. Christianity appeared as the religion of the enemies to my father, but for me it was (and it is) the religion of innovation and humanistic restoration.
I am not trying to say that everything depends on its time and circumstance, and therefore that there is no absolute truth beyond time and space, or that all religions are essentially the same. But I do want to emphasize the importance of recognizing our own limited ability to grasp religious truth.
After all, we can live only our life, bound to a certain time, place, and gender, and we cannot declare whether would have the same religious convictions if our circumstances were totally different.
3. The funny thing is while we try to respect each person's independence in having their own religious attitude, and our own independence as well (I love my father as a Buddhist, but I live my life as Christian), our own life is inevitably entwined with other lives in other faiths. For example, my parents, though Buddhists, supported me both spiritually and financially when I chose to join the Christian clergy. They helped me become what I am now as a pastor.
We tend to talk in vague images that suggest that Christian society is here, Islamic society over there, and Buddhist society somewhere off in the distance, each on its own. But it is not so simple. We are in lively communication with each other. Buddhists show kindness and love, or antipathy, to individual Muslims, and others too, just as they do to other Buddhists -- and vice versa.
Sometimes I work with people in the Soka Buddhist Society here in Iceland and we laugh together, saying; look, a Japanese man is a priest in the state church of Iceland while native Icelanders have become Buddhists!. The simple fact is that we all live amidst rich diversity, in a tapestry of mutual relationships that are complicated beyond our expectations.
4. Many religious leaders are aware of this, and eager to push religious dialogue forward. I think this is a good thing. For example, the Russian Orthodox Church invited many religious leaders to a discussion conference last summer, and the bishop of Iceland went all the way to Moscow to take part.
At the same time, it is even more important that regular people and not just scholars talk about religion. The dialogue must be inductive, about peoples lives, and not just deductive, about the Bible and the Koran. People make dialogue meaningful. People need and want to learn what they share with others who live in a different reality.
Karl Barth was convinced of the existence of an a priori critique of Hinduism. But I am convinced of my love towards my parents and of their importance through my life. Therefore I am convinced, "a posteriori," of the importance of religious dialogue instead of the stereotyping of religions.
I need to know who I am and what I believe in, by understanding my parents through my faith. An understanding of our commonality and of the irreplaceable worth of each person in the world should not be simply a consequence of religious dialogue, but rather the reason to have the dialogue in the first place.
Barth would have had a different attitude if his father were Hindu. Of course it was not his fault. He lived his reality in his life. But it would be our fault if we just continue to go the same way as he did, by closing off everyday life from the table of dialogue. In this century the main cast in the drama of religions is not only God or gods, but also we, the people.
*I wrote this piece for the Reykjavik Grapevine first last autumn. We have some messages that we need to deliver often than just one time.
And also, for me it is impotant to write in Englsih sometimes, too, simply because I have many friends who haven´t learned Icelandic yet.
Trúmál og siðferði | Breytt 6.8.2007 kl. 10:06 | Slóð | Facebook
25.6.2007 | 09:53
Þú skalt elska sjálfan þig eins og náunga þinn
Ég er prestur og reyndar eru 17 ár liðin nú þegar síðan ég var vígður. Ólíkur frestum kollegum mínum er ég ekki prestur sem þekkir allt um líf og trú og getur gefið fólki alltaf rétt svar og ráðgjöf. Raunveruleikur hjá mér er allt öðruvísi og ég verð að glíma ávallt við ýmsar spurningar sem ég þekki ekki svarið.
Sumar spurningar eru stórar spurningar og þær eru hangandi yfir höfuð mínu lengi. Það er ekki þannig að ég er að hugsa um þessar spurningar alltaf á hverjum degi, en spurningarnar birtast fyrir augum mínum aftur og aftur við tækifæri. Ein af þessum spurningum er um grunkennisetningu okkar kirkjunnar: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Þessi kennisetning mótar kjarna kristinnar trúar ásamt hinni kennisetningu: Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn. Eins og krossinn benda þær annars vegar á samband milli manns og Guðs (lóðrétt samband) og hins vegar á samband meðal manna (lárétt samband).
Stór hluti af kristinni hugmyndarfræði byggist á þennan grun.
Spurningin mín er einföld. Hvað gerist ef maður elskar sjálfan sig ekki eða getur ekki elskað sjálfan sig upphafslega? Kærleiksboðorðið til náunga verður horfið þá? Þetta er ekki grín. Mér sýnist mjög algengt og alvarlegt vandræði okkar sem búum í nútímasamfélagi er að manni finnst stundum erfitt að elska sjálfan sig, eða meira að segja, að maður veit ekki að elska sjálfan sig.
Viðkomandi maður ólst upp án þess að vera elskaður. Við heyrum oft svona orð sálfræðings eftir að einhver hræðilegur glæpur var framinn og gerandi var handtekinn. Ég ætla ekki að taka það sem afsökun fyrir glæp sem var framinn, en ég held að það sé kannski satt að maður veit ekki eða getur ekki elskað sjálfan sig í flestum slíkum tilfellum.
Ég veit að margs konar rannsókn á þessu atriði hefur verið unnin í uppeldisfræði, sálfræði eða geðlæknisfræði þegar alvarlegur glæpamaður er að ræða. En glæpur er bara ofsalegt dæmi sem ystu mörk og því hann virðist vera aðskilinn frá venjulegu lífi meirihluta. Ég tel að cant love me syndrome sé komið afar algengt í samfélaginu jafnvel þegar við ræðum um daglegt líf okkar.
Hvað um áfengisvandamál, neyslu eiturlyf, ábyrgðarlaust kynmök, sjálfsmorð, ofsaakstur.... eða ofmat á vald, græðgi, eyðilegging náttúru.... þýða slík mál að við getum ekki elska náunga okkar eins og sjálf okkur? Eða sýna þau mál ekki að við vitum ekki að elska okkur sjálf fyrst og fremst? Kannski finnst ykkur svona dæmi vera ennþá dæmi um sérstök vandamál.
Jafnvel þótt að við séum ekki með einkenni vandamála, getum við verið með tómkennd, lélegt sjálfstraust, ólýsanlega óánægju með líf sitt, skort á virkilegan áhuga á lífi sínu, o.fl. Mér finnst allt þess vera líka tengt við cant love me syndrome.
Því tel ég þetta málefni eiga að vera rætt meira og almennilegra í samfélaginu, ekki síst í kirkjunni.
Jú, það sést nokkur átakverkefni sem fjallar um þetta mál. T.d. AA samkoma, 10 spor fyrir sjálfstraust ... o.fl. Það er gott mál, en um leið sýnist mér umfjöllun um cant love me syndrome sé næstum eingöngu þegar ákveðinn málaflokkur vandamála er að ræða eins og áfengismál eða eiturlyfsmál.
Það sem mig langar til að segja að Þú skalt elska sjálfan þig eins og náunga þinn á að vera lyft upp jafnt hátt og hefðbundið kærleiksboðorðið til náunga sín.
Satt að segja er ég ekki duglegur sjálfur í að elska sjálfan mig. Ég er búinn að (er að) berjast við tómkennd innan mín sjálfs lengi en enn tókst mér ekki að losa hana við og sættast við mig sem er núna. (þetta er annað mál en hvort það gangi vel í starfinu eða ekki, hvort félagslegar aðstæður séu góðar eða ekki) Og oftast met ég mig sjálfan oflítið og stundum allt of mikið, næstum yfirlætisfullt.
Þannig held ég áfram að glímast við cant love me syndrome í dag og á morgun, þangað til ég get fengið lausn við málið. Sem prestur ætti ég kannski að segja að Guð elskar þig, þar sem þú ert ómetanleg/ur og ljúka málinu. En ég get ekki gert það. Ég trúi að Guð elskar hvert og eitt okkar og hver einasta maður er ómetanlegur. Samt að trúa því er eitt, og að trúin verður lifandi ánægja og kraftur í eigið lífi mínu er annað.
Að glíma við eigið vandamál er hvorki skömm né vantraust til Guðs. Þetta er líklega allt á ferli af því að maður verður að sjálfum sér.
Trúmál og siðferði | Breytt 27.6.2007 kl. 22:23 | Slóð | Facebook
15.6.2007 | 08:15
Ég bý ein/n?
Mig langar til að hugleiða málefnið að vera í einbúð undir yfirskriftinni Ég bý ein/n?.
Satt best að segja er ég ekki sérfræðingur í þessu málefni. Hins vegar hugsa ég mjög mikið um það af persónulegum ástæðum. Ég hef nú búið á Íslandi í 15 ár, 7 ár með fjölskyldu en í einbúð síðastliðinn 8 ár. Þar sem ég er innflytjandi á ég hér enga blóðtengda ættingja, nema börnin mín tvö, svo það er þýðingarmikil spurning fyrir mig og raunsæ hvort ég sætti mig við að vera í einbúð eða ekki.
En skoðum við fyrst hvað það þýðir að vera í einbúð með því að skoða um það nokkur dæmi.
1. Margvíslegar ástæður einbúðar
Að vera í einbúð er ekki eins. Margt ungt fólk flytur að heiman þegar það fer í háskóla og hefur sjálfstæða búsetu, jafnvel eitt. Það er yfirleitt ævintýraleg upplifun og þroskandi. Fyrir fullorðið fólk sem lendir í skilnaði og þarf að yfirgefa fjölskyldu sína án þess að hafa valið það og hefja einbúð er það áfall lífsins. Það sama á við þegar fólk missir maka sinn. Ástæður einbúðar geta því verið mismunandi og flóknari en þær líta út fyrir við fyrstu sýn. Þetta er fyrst og fremst tæknileg aðgreining.
Við getum aðgreint einbúð eftir því hvort maður vilji búa ein sjálfur eða maður sé neyddur til þess að vera í einbúð. Ef manneskja vill frekar búa ein heldur en með öðrum þá er það sennilega vegna þess að hún telur það þægilegra af einhverri ástæðu. Í slíkum tilfellum finnur manneskjan ef til vill ekki til einmanaleika. En ef manneskja lifir lífi sínu í einbúð gegn vilja sínum, t.d. vegna sambúðarslita, makamissi eða öðru, getur hún verið einmana. Og í slíkum tilfellum er betra að hún fái aðstoð, stuðning eða hvatningu frá öðrum til þess að komast yfir einmanaleikann.
Ég tel það skipti miklu máli í raun hvort manneskja kjósi að vera í einbúð eða hvort hún eigi engan annan kost en að vera í einbúð, frekar en það fyrirbæri sjálft að manneskjan búi í einbúð.
Sem prestur og guðfræðingur segi ég þetta, en Guð okkar er ekki bara fullkomin tilvera á einhverjum stað, heldur er Guð Guð í samskiptum við menn. Guð er Guð sem talar við okkur. Þess vegna verðum við að hlusta á orð Guðs í sérhverjum aðstæðum okkar sjálfra. Við getum, sem sagt, ekki sagt að Guðs orð séu algild um allar manneskjur sem eru í einbúð án þess að skoða líf og sögu þeirra sem búa í einbúð.
2. Sjónarmið úr Biblíunni?
Mér var sagt að fólki sem býr í einbúð fari fjölgandi á Íslandi. Að manneskja sem búi ein er alls ekki nýr lífsstíll í sögu mannkyns en hin bersýnilega fjölgun í samfélaginu má kallast nýtt fyrirbæri. En hvað skyldi hin gamla en sígilda Biblía segja um það? Leyfið mér að vitna í nokkur vers úr Biblíunni.
Í fyrsta Mósebók stendur: Drottinn Guð sagði: ,,Eigi er það gott , að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi.(1. Mós. 2:18)
Í Matteus stendur: Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.( Mat. 18:20)
Eða í Jóhannes: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. (Jon. 14.18)
Þessi orð Biblíunnar benda á að maður skuli ekki vera einn.
Hins vegar eru eftirfarandi atriði í Biblíunni einnig
a) Æfi Jesú var frekar einmana í jarðneskri merkingu.
b) Jóhannes skýrari bjó einn í eyðimerki, a.m.k. í byrjun.
c) Páll postuli skrifaði. Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég. Að þeim er best að halda áfram að ver ein eins og ég. (1. Kor. 7:8)
Þessi orð benda okkur á að vera ein er ekki endilega neikvætt fyrir augum Guðs.
Ég játa það að ég er ekki hrifinn af þessari aðferð að klippa nokkur orð úr Biblíunni án þess að samhengi þeirra sé látið fylgja með og sú heildarhugsun sem þau eru hluti af. Það er í raun og veru ekki að hlusta á orð Guðs, heldur frekar að nota orð Guðs eftir geðþótta sínum.
En hvernig getum við sett ofangreind orð í samræmi eftir að við skoðum líka samhengið?
Það er sem sagt verkefni sem guðfræðingar vinna að og ég get ekki útskýrt það ítarlega hér. En út frá kirkjulegu sjónarmiði finnst mér lykilorðið fyrir okkur að íhuga málefnið um einbúð út frá vera manngæska(humanity). Manngæska er að sjálfsögðu orð sem hægt er að nota utan kirkjulegs samhengis en í guðfræði hugsum við í manngæsku eins og eftirfarandi:
Maðurinn (human person) er ein af dýrategundunum á jörðinni. Það er mikilvægt að geta skoðað manninn út frá slíkri forsendu á vísindalegan hátt, t.d. líffræðilegum. Hugtak eins og manngæska nær hins vegar ekki yfir önnur dýr á jörðinni en manninn. Orð eins og mannlegur eða ómannlegur gildir eingöngu þegar við tölum um manneskju. Við segjum ekki um fugl hvort hann sé fugllegur eða ófugllegur. Fugl er fugl aðeins með því að hann er þarna. Að vera mannlegur eða ómannlegar, hefur enga merkingu þegar um fugl er að ræða. Maðurinn getur lifað sínu lífi eins og dýr. En maðurinn getur lifað sínu lífi í manngæsku líka og að sjálfsögðu er það sem Guð vill að við gerum.
Margir guðfræðingar eru sammála um að eitt af mikilvægustu einkennum manngæsku birtist í samskiptum við náungann. Eða segja jafnvel að manngæska sé sköpuð í samskiptum við náungann. Þetta er t.d. atriði sem guðfræðingurinn og heimspekingurinn Martin Buber lagði áherslu á.
Guðfræðingurinn F.Ebner hélt áfram: Andlegur sjúkdómur manna er að ég sem maður týni þér í samskiptum sinum.
Ég leyfi mér að breyta aðeins orðalagi Ebner svo að við eigum auðveldara með að sjá kjarnann sem snertir umræðuefni okkar í kvöld: Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því að ég sem manneskja týni þér í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað. Mér finnst þetta gilda meðal annarra, þegar þeir sem vilja vera í einbúð virkilega. Mig langar til að útskýra það aðeins betur næst sem persónulega skoðun mína.
3. Aðstæður í höfuðborgarsvæði?
Eins og ég sagði áðan, er ég ekki sérfræðingur um viðkomandi málefni og ég er ekki með viðtæka og ítarlega þekkingu um málið. Því byggist skoðun mín á persónulegri þekkingu minni og reynslu.
Þegar ég skoða samfélagið hér á landi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, finnst mér eftirfarandi tvö atriði eftirtektarvert:
a) Þó að maður sé í einbúð, búa ættingjar manns, vinur eða vinkonur nálægt. Að búa einn í Reykjavík er ekki eins og að búa einn í miljónar manna borg.
b) Samfélagsskerfi jafnt og viðhorf samfélags til einbýlismanns er frekar jákvætt að styðja mann sem er í einbúð. Að búa ein er ekki rosalega erfitt mál. En þegar er um að ræða fólk eins og einstæðar mæðir með lítil börn eða fólk með fötlun, er það annað mál.
Ég býst við að afleiðingarnar séu þær að mörgum finnist þægilegra að búa einir en að vera í sambúð og deila erfiðum tímum jafnt sem góðum með mökum sínum. Ef ættingjar og vinir eru innan seilingar þá þarf fólk ekki að verða einmana. Einnig geta menn geymt einkalíf sitt algert í friðhelgi og útilokað annað þaðan. Þetta virðist því vera ekki slæmt líf.
En ég, sem er einn af þeim neyddist til að lifa einbýlislífi, vil varpa spurningu. Er lífsstíll af þessu tagi af sama tagi eins og þegar manneskja vill aðeins eiga félagsleg samskipti við aðra þegar henni finnst þau eftirsóknarverð en vill ekki svara þörf annara með ábyrgð? Sem sagt, standa slík samskipti manns ekki á egósentrískum grundvelli? Falla slík viðhorf við líf sitt ekki á þá staðhæfingu: Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því ég sem manneskja týni þér í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað?
Í stuttu máli sagt, tel ég að í nútímalegu lífsumhverfi, er auðvelt og þægilegt fyrir okkur að halda áfram í einbúð. Hins vegar verður það erfiðara og erfiðara fyrir okkur að halda lífi okkar í djúpum samskiptum við annað fólk og þannig festumst við ómeðvitað í gildru mannfyrirlitningar.
Einnig gerir fjölgun borgarbúa, sem eru sáttir við einbýli, það erfiðara fyrir þeim sem eru ósáttir við sína einbúð og vilja eignast lífsförunauta!
Þetta er persónulegt álit mitt og ég ætla ekki að fullyrða að það sé rétt hjá mér. En mig langar til að segja þessa skoðun mína og vona að hún verði grundvöllur fyrir og efli frekari umræðu. Ég tók upp ekki þá sem eru að glímast við einmanaleika og erfiðaleika vegna einbúðar, en það er augljóst að við skulum veita aðstoð til þeirra og þarna vantar áþreifanlega sundurgreiningu um málið og gerð.
Kærar þakkir.
- Ræðan var flutt í málþing í Seltjarnarneskirkju: Að vera í einbúð 18. apríl sl.-
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook
14.6.2007 | 14:02
Páfagarður andvígur Amnesty
www.ruv.is » Fréttir » Frétt Fyrst birt: 14.06.2007
Páfagarður hefur hvatt alla kaþólikka til að snúa baki við mannréttindasamtökunum Amnesty International og stöðva öll fjárframlög til samtakanna. Þau séu fylgjandi fóstureyðingum og hvetji til þeirra. Renato Martino, kardínáli, forseti ráðs kaþólsku kirkjunnar um frið og réttlæti segir fóstureyðingar vera morð og kirkjan geti ekki stutt samtök sem hvetji til slíkra verka.
Fulltrúar samtakanna segir þau ekki hvetja til fóstureyðinga en styðji vissulega rétt kvenna til að hafa val í þessum efnum, einkum fórnarlamba nauðgana og sifjaspella. Samtökin taki ekki afstöðu til þess hvort fóstureyðingar séu réttar eða rangar.
Samkvæmt gögnum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, WHO, er 45 milljónum fóstra eytt á ári hverju í heiminum. Áætlað er að tæplega 70000 konur látist vegna óöruggra fóstureyðinga.
Hvað er trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald?
Mér sýnist það séu tvö kjarnar til staðar kringum í mál um fóstureyðingar. Annað er að það er vist alvarlegt mál að láta líf ljúkast sem hefur ómetanlegan möguleika í framtíðinni sinni. Páfagarður vill kjósa að kalla hana morð. Hitt er að engu að síður er það raunveruleiki til staðar líka að kona neyðist til þess að fara í aðferð fósturyrðingar vegna aðallega lífshættu móðurinnar eða tilvistar óneitanlegs óréttlætis kringum í fæðingu barnsins.
Við vitum það. Amnesty International veit um það. Og Páfagarður veit um það líka. Hásetir prestar þarna eru alls ekki heimskir eða fáfróðir um hvað gerist í heiminum úti.
Hvers vegna er slíkur stór munur til staðar þá milli Amnesty og páfagarðs í viðhorf við fóstureyðingu?
Raunar veit ég ekki svarið, afsakið. En ég held þetta sé tengt á nokkurn veginn við trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald og ég er kominn til spurningar í upphafinu: hvað eru þau völd? Vald er oftast styrkt með hefð samfélags, traust almennings eða tilveru hermannakerfis o.fl. Þegar trúarlegt vald er að ræða er það bersýnilegt að valdið leggur áherslu á hefðina sína og vill sýna okkur fram að það sé viðhaldari sannleiksins í öllu sögunni hingað til. Að breyta einhverju samkvæmt þróun samfélagsins virðist vera ákveðin áhætta fyrir valdið.
Ég er sjálfur prestur kirkjunnar, svo ég skil vist að kirkjumálavaldið vilji taka rosalega góðan tíma áður en það ákveður einhverri breytingu í stefnu sinni. Ef kirkjan segir þetta í dag og annað á morgun, væri það alveg hallæsilegt. Þess vegna finnst mér rétt að kirljumálayfirvaldið glímir við þróun samfélagsins og reynir að finna samræmi milli hefðar sinnar og nútímalegra aðstæðna samfélagsins.
En á meðan valdhafarnir eru að glímast í garðinum sínum, verðum við alþýða, sem er ekki með sérstakt trúarlegt vald, að vinna að áþreifanlegum málum í raunveruleikum veraldarinnar. Það er við sem fremjum glæpa (morð í tilfellum fóstureyðinga) eða syndgum (með því að styðja fóstureyðinga). Það er við sem verðum orðalaus fyrirframan raunveruleiksins sem þýtur yfir okkur eins og Tsunami og gleypir okkur.
Hvort sem páfagarður viðurkenni fóstureyðingu eða ekki, verða þar þær í dag og á morgun og svo framvegis. Með öðrum orðum, fremur alþýðan trúarlega glæpa og synd í veröldinni og gerir hana sæmilega ásættanlega, þar sem kirkjumálayfirvaldið heldur sig áfram. Og páfagarður veit þetta vel líka.
Mér skilst að Jesús sagði mörgum sinnum að yfirmaður skuli þjóna undirmönnum sínum þar sem slíkt er ásetning Guðs. Þetta virðist hafa breyst einhvern tíma í sögunni, eða hvað?
Trúmál og siðferði | Breytt 15.6.2007 kl. 08:27 | Slóð | Facebook
8.6.2007 | 22:05
Pokaprestur
Einu sinni kallaði þekktur heimspekingur mig ,,japanskan pokaprest" á opinberum vettvangi. Ef til vill langaði hann til að njóta yfirburða sinna með því að gera lítið úr mér. Honum tókst það hins vegar ekki alveg þar sem ég þekkti einfaldlega ekki orðið ,,pokaprestur".
Daginn eftir hitti ég prest sem var góður íslenskumaður og hann sagði mér að ,,pokaprestur" væri niðurlægjandi orð fyrir presta.
Ég var forvitinn og langaði að komast að þv hvers vegna merking orðsins væri niðurlægjandi. Í ,,Mergi málsins"(Jón G. Friðjónsson prófessor, Örn og Örlygur 1993) finnst orðið ,,pokaprestur"ekki, en þar eru þó tvær vísbendingar sem eru hugsanlega tengjast uppruna orðsins. Fyrri vísbendingin er orðasambandið ,,að setja prest í poka" en það þýðir að "fella dóm fyrir einhverjum". Í gamla daga ,,var mönnum stungið í poka og pokanum síðan fleygt í hyl. Þannig var Jóni biskup Gerrekssyni drekkt í Brúará (1443)" (Mergur málsins bls. 485).
Önnur vísbending er orðasambandið ,,að taka pokann sinn" og það þýðir að ,, (neyðast til) að hætta störfum". Um það segir nánar: ,,Sjómaður hættir störfum á skipi, þ.e. tekur sjópokann sinn og fer í land." (MM. bls 486).
Ég spurði einnig nokkra samstarfsfélaga mína um uppruna orðsins ,,pokaprestur". Flest svörin sem ég fékk voru þau að pokaprestur er prestur sem ferðast alltaf með pokann sinn þar sem hann á ekki fastan predikunarstól.
Eftir þessa litlu rannsókn mína mótaðist ákveðin mynd af pokapresti í huga mínum. Hún er þó alls ekki neikvæð, heldur frekar jákvæð og jafnvel rómantísk. Pokaprestur er prestur sem ferðast sífellt með pokann sinn án þess að eiga fasta stöðu í stórri kirkju eða samfélagsvald. Hann helgar sig alfarið köllun sinni frá Guði og þjónar fólki sem er líklegast í samsvarandi stöðu og hann sjálfur í samfélaginu. Þessi mynd sem dregin er upp af pokapresti er e.t.v. lítils virði samkvæmt gildismati nútímans en hvað um í trúarlegt gildismat? Er ekki einhver sem við þekkjum sem rímar einmitt við þssas mynd af pokapresti? Jú, það er einmitt Jesús í Guðspjöllunum.
Í flestum löndum í Evrópu þróaðist kirkja Jesú Krists með margvíslegum hætti. Sumar kirkjur eru nú stórar stofnanir í evrópsku samfélagi og leiðtogar þeirra geta jafnvel haft áhrif á pólitísk mál eins og stjórnmálaflokkar. Miðstjórn hverrar kirkju er eins og ráðuneyti og hún
þarf að fjalla um lagafrumvörp og margvísleg stjórnsýsluleg mál. Mér
skilst að það að bera ábyrgð á öllum þessum málum sé erfitt og alvarlegt starf. Mér sýnist oft lítið rými vera fyrir pokaprestinn í nútímakirkjukerfi.
Ég virði þá starfsemi sem öndvegis prestar og miðstjórn kirkjunnar sinna.
Ég játa að ég sjálfur hef hvorki áhuga né hæfni til að vinna að svona málum. Hins vegar lít ég heldur ekki svo á að trúarlegur virðuleiki felist einungis í stjórnsýslulegri starfsemi kirkjunnar. Andi pokaprestsins er jú nauðsynlegur einmitt þegar um nútímaleg kirkjuvaldakerfi er að ræða. Í Guðspjöllunum er skrifað vel um stór samfélagskerfi og samfélagsvöld sem týndu trúarlegum anda pokaprestsins. Þegar fólk ber mikla ábyrgð á stjórnsýslulegum málum á það skilið hrós og umhyggju. En ef fólk heldur að starf á þessum sviðum hafi dýpra trúarlegt gildi en annað þá hefur það fallið í freistni og dramb.
Virðuleiki prestsembættis felst ekki í framgangi í starfi innan ákveðins valdapýramída, hvort sem það er kirkjunnar eða samfélagsins. Hann felst ekki heldur persónuleika sérhvers prests né er geymdum í veraldlegum eigum hans. Virðuleiki kemur frá trúarlegum ,,anda" prestins. Andinn er frjáls frá öllum veraldlegum skuldbindingum og því getur hann móttekið hinn heilaga.
Fyrir mig er ,,pokaprestur" ekki lengur niðrandi orð. Það er miklu fremur heiðursheiti. Prestur á að vera pokaprestur í anda sínum. Mér mun hér eftir þykja vænt um það ef einhver kallar mig pokaprest í þessari merkingu, þó að ég viti ég eigi það ekki skilið.
Trúmál og siðferði | Breytt 16.6.2007 kl. 16:42 | Slóð | Facebook