Færsluflokkur: Menntun og skóli

Hefð þjóðar, þróun og framtíð


Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafisett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu.

Mér virðist sem  ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulagað mínu mati.

Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu(eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta?  Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. 

Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á.m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartarnir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega.,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun.   

Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagssins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sévirt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þega kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar, er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru,þar sem engin okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið.

Í siðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins.Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla.  

Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hefur mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi umþað var t.d. umfjöllum um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 1. nóv. sl. - 

* Það er hægt að skila komment í www.tru .is 

 


Lærum japönsku! Það er bara gaman!


Þessa daga upplifi ég stundum í bænum að ókunnugt fólk talar við mig á einfalda japönsku: "Kon-nichiwa"(góðan daginn) eða "Arigatou" (takk fyrir). Þetta kemur mér alltaf á óvart en samtímis gleður mig mikið. 
Smile 
Fyrir 15-20 árum var það aðeins, eða aðallega, um bíla og vörur sem  fólk þekkti um Japan. En í dag get ég séð að margir Íslendingar hafa virkan áhuga á Japanskri menningu eins og "Manga" (teiknamynd), kvíkmynd, matargerð og ekki síst japönsku tungumáli.

Nú er hægt að læra japönsku sem tungumál í framhaldaskóla eins og t.d. MH eða FÁ, eða Háskóla Íslands. Ég er sjálfur tengdur við japönskukennslu hjá HÍ og hef veitt aðstoð þar frá upphafi þegar skorin var set á árinu 2003 til núna í dag.
Á hverju ári skrá 20-40 nemendur í skorina og stuðla að japönskunámi. þeir eru yfirleitt mjög duglegir og læra japönsku mikið og vel í mjög stuttu tímabili. Ég held að japönskuskor hjá HÍ veiti góða þjónustu og menntun hingað til og flestir nemendur séu (vonandi) ánægðir meðhana.

Meira að segja fá 6-8 nemendur tækifæri til að fara til Japans sem skiptanemi og þeir fara í raun á hverju ári. Ég trúi án efaað slík mannasamskipti muni auðga bæði íslenskt og japanskt samfélag í framtíðinni.

Japanir segja oft að japanska sé erfitt tungumál til að læra fyrir erlent fólk, en ég er algjört ósammála þessari skoðun.Angry Japanska er frekar auðvelt tungumál til að læra, að mínu mati. Ég tel jafnvel að skrifa flókin kinverska stafi sé ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera ef maður lærir stig af stigi á réttan hátt.

Mig langar endilega að hvetja fólk, sem er að prófa að læra japönsku í huga, að skrá sig í skorina. Að prófa og upplifa kennslu á japönsku hlytur að opna nýjan heim fyrir fólk sem þori að gera það. W00t 
Skráningarfresti rennur út þann 7. júní. Skráningarfresti er ekki eins sveigjanlegt og áður núna, því ef þú vilt læra japönsku í HÍ, vinsamlegast skráðu þig fyrr en 7. júní. 

Gaman að læra japönsku!! þó að mér finnist meira gaman að læra íslensku !!LoL




Vörður á lífsleið barna


Vörður á lífsleiðbarna

 málþingum hlutverk ólíkra trúarbragða í uppeldi

verður haldið í Bratta Menntavísindasviði HáskólaÍslands við Stakkahlíð

þriðjudaginn 27. apríl 2009 frá kl.13:00-17:00.

 

Á málþinginu verða haldin fræðsluerindi þarsem fjallað verður um mikilvæga  viðburðií lífi barna s.s. nafngiftir og manndómsvígslur innan ólíkra trúarbragða. GunnarJ. Gunnarsson lektor í  trúarbragðafræðiog trúarbragðakennslu við HÍ heldur inngangserindi og nokkur ungmenni segja fráreynslu sinni.  Á málþinginu verðaauk þess kynningarbásar frá trúfélögum og lífsskoðunarfélögum, FÉKKST (félagi kennara í kristnum fræðum, siðfræðiog trúarbragðafræðum), bókasafni Menntavísindasviðs og Námsgagnastofnun.

Málþingið eröllum opið og aðgangur ókeypis en þátttakendur greiða 500 kr. kaffigjald. Skráning(eftirsóknarvert): 

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1488/2281_read-20626/


Bratti Menntavísindasvið HÍ við Stakkahlíð og H101.

Ævar Kjartansson útvarpsmaður verður fundarstjóri.

13:00 Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóriLeikskólasviðs setur málþingið.

13:10 Inngangserindi Gunnar J. Gunnarsson lektor ítrúarbragðafræði og trúarbragðakennslu við HÍ.

14:00 Eygló Jónsdóttir - Soka Gakkai International

14:20 Hilmar Örn Hilmarsson - Ásatrúarfélagið

14:40 Tvö ungmenni segja frá eigin reynslu. BjörnJóhannsson frá Siðmennt og Eyjólfur Andreuson frá Þjóðkirkjunni

15:00-15:40  Kaffihlé - kynningar í H101

15:40 Tvö ungmenni segja frá eigin reynslu. Valentin Oliver Loftsson frá Andlegu þjóðarráðibahá‘ía og Jenilou V. Cuizon frá Kaþólsku kirkjunni

16:00 Salmann Tamimi - Félag múslima á Íslandi

16:20 Nobojsa Colic - Rétttrúnaðarkirkjan

16:50 Málþingsslit

Að þinginu standa Leikskólasvið Reykjavíkur,Menntasvið Reykjavíkur og Rannsóknarstofa í Fjölmenningarfræðum við MenntavísindasviðHÍ. 




Löng leið til að læra ísenskt mál....fyrir mig


Í gær spurði ég smá-spurninga um málfræði á íslensku og ég fékk svör fyrir spurningunum mínum og athugasemdir frá góðum bloggvinum mínum skömm eftir. Þakka þeim fyrir þau! Smile

Meðal annarra leiðrétti Soffía, bloggvinur, málfræðilegar villur mínar í færslunni á kurteislegan hátt. Ég þakka henni fyrir það líka. Stundum leiðréttir nokkurt fólk íslensku mína með þeim tilgangi að sýna mér niðrandi viðhorf sitt, en slíkt var alls ekki málið hjá Soffíu.

Mér fannst gaman að skoða atriði sem Soffía benti á, þar sem öllu atriðin voru eins konar “kæruleysi” hjá mér, sem sagt þó að ég sé með málfræðilega þekkingu um þau atriði, samt gerði ég mistökin. Af hverju? Mig langar aðeins að útskýra “af hverju” fyrir ykkur, þar sem þetta gæti aukið skilning ykkar á íslensku sem útlendingar skrifa og tala!  

Sjáið eftirfarandi, sem Soffía sendi mér:  

Smá leiðréttingar (í Bold er leiðrétting): 

“Ég er með eina spurningu, mjög einfalda spurningu sem varðar íslenska málfræði. Ég hef spurt nokkurt (nokkra 1) Íslendinga um hana en er enn ekki búinn að fá skýrt svar (skýr svör 2)”. 

“Ég skammast mín að spyrja svona spurningu (spurningar 3) eftir 16 ára dvalar (dvöl 4) á Íslandi, en mér þykir (þætti 5) vænt um að fá svar án skammaorð (skammarorða 6)!”

1: Þetta gerist hjá mér mjög oft. Ástæðan er einföld. Ég ætlaði að skrifa fyrst “ég hef spurt nokkurt fólk ...” , en síðan skipti í “Íslendinga” á meðan ég var að skrifa, en gleymdi að breyta beygingu lýsingarorðsins. Sams konar villa eins og að gleyma að breyta beygingu orðs eftir eintölu, fleirtölu eða falli sem á að fylgjast með annarri meginbreytingu er kannski algengast hjá mér. 
Blush

2: Þetta er eitthvað sem mér finnst erfitt að skilja málfræðilega. Við aðgreinum það ekki mjög skýrt hvort eitthvert orð sé eintala eða fleirtala. Því ég er ekki með “sence” um þetta atriði. 
Einnig erum við Japanir yfirleitt ekki duglegir í að skilja “óákveðið – ákveðið”. Varðandi “a” eða “the” á ensku, segjum við í Japan eins og: “Þetta er málfræðilegt atriði, sem jafnvel leikskólabarn í Bandaríkjunum gerir engar villur á meðan japanskur ensku-bókamenntafræðingur villast sífellt”. 
Sick

3: Kæruleysi. 
Crying

4: Ruglingur eftir orð “16 ára”. Kom eignarfall ómeðvitað! 
Sleeping

5: Þetta er frekar “advanced” atriði í málfræði, held ég. 
Shocking

6: Ég var að kanna hvort orð “skammarorð” sé til eða ekki í orðabók, og síðan gleymdi að beygja orðið í eignarfall og fleirtölu. 
Pinch


Eins og sést hér yfir, finnst mér það erfiðast fyrir okkur (fyrir “mig” a.m.k.) að “synchronizse” allar orðbeygingar innan sekúndu. Þetta er samt betra þegar “ritmál” er að ræða, en um talmál..... æ, næstum “impossible”. Það mun vera auðveldara að venjast því að gera mistök en að æfa mig í “synchrinising” ! 
Cool

Jæja, þessi færsla er ekki til þess að afsaka málfræðilegar villur mínar á íslensku, heldur að fá góðan skilning ykkar á erfiðleika okkar útlendinga í að læra íslenskuna. 

Persónulega finnst mér gaman að læra íslesnku og mjög þakklátur fyrir alla hjálp og aðstoð um íslenslkt mál, sem íslenskt fólk í kringum mig veitir mér daglega. Vona að staðan sé sama hjá sem flesti útlendingum sem er að læra íslenskuna núna! 
Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband