Færsluflokkur: Menntun og skóli
31.1.2016 | 15:50
Íslenskukennsla eða þöggun?
Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur að það takist vel að aðlaga fólkið að íslensku samfélagi. Íslenskukennsla er lykilatriði í því efni, sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra varðandi væntanlega móttöku flóttamanna frá Sýrlandi í fréttaskýringu Morgunblaðsins þann 19. nóvember síðastliðinn.
Fullyrðingunni Íslenska er lykilatriði aðlögunar að íslenska samfélaginu hefur verið í hávegum höfð, ekki aðeins þegar um móttöku flóttamanna hefur verið að ræða, heldur ávallt þegar um hefur verið að ræða innflytjendamál almennt síðustu tvo áratugi.
Ég er sammála því að kunnátta innflytjenda í íslensku tungumáli skiptir miklu máli, bæði fyrir þá sjálfa og einnig íslenskt samfélag. Ég hvet aðra innflytjendur til að læra íslensku vel og sjálfur vil ég læra hana betur. Ég hef verið að læra íslensku og hef enn ekki náð fullum tökum á henni, þetta er í raun æviverkefni.
Síðan fyrir 16-17 árum hef ég tekið þátt í umræðu um íslenska tungumálið og innflytjendur og ég sagði nokkrum sinnum opinberlega að íslenskan gæti verið kúgunartæki fyrir innflytjendur hérlendis.
Í kringum aldamótin síðustu var t.d. virk hreintungustefna hjá RÚV og gestir af erlendu bergi brotnir voru ekki velkomnir í útvarps- eða sjónvarpsþátt nema að þeir væru mjög góðir í íslensku. Mér sýndist að Íslendingar hefðu meiri áhuga á því hvernig ég talaði íslensku en því sem ég segði t.d. í predikun. Mér fannst það óþolandi.
Ef þú vilt búa á Íslandi, talaðu íslensku! Þetta var sagt jafnvel við nýkomna innflytjendur. Margir virðast ímynda sér að hægt sé að tileinka sér íslensku innan árs. Og þegar innflytjandi gat ekki tjáð sig almennilega á íslensku, frusu samskptin þar.
En margt hefur breyst varðandi viðhorf Íslendinga til íslensku sem innflytjendur tala, í jákvæða átt að mínu mati.
Nokkrir þættir hjá RÚV reyna að bjóða gestum af erlendum uppruna í dag til sín og sem betur fer virðast margir Íslendingar hafa vanist þeirri íslensku sem innflytjendur tala og bregðast ekki skjótt við og skella framan í viðkomandi einhverju eins og Talaðu íslensku! þó að innflytjandi geti ekki talað góða íslensku.
Ég met þessar jákvæðu breytingar mikils. Það gæti svo margt breyst til hins betra ef fólkið í samfélaginu sýndi því betri skilning að langflestir eru að reyna sitt, hvert svo sem upprunalegt tungumál þeirra er. Og því langar mig að tala meira um málefni sem varðar íslenskt mál og innflytjendur.
Íslenska okkar innflytjenda er svo oft leiðrétt, hvort sem um talmál er að ræða við ýmsar hversdagslegar aðstæður, á Facebook, í kaffitíma í vinnunni, í verslunum, dæmin eru endalaus. Eftir því sem ég best veit, gera Íslendingar þetta í góðum tilgangi og viljinn sem að baki er er ágætur en í flestum tilvikum er um sjálfskipaða kennara að ræða.
Góð afskiptasemi eða þöggun?
Engu að síður verð ég að segja þetta; vinsamlegast hættið gefa okkur íslenskukennslu í frítíma okkar eða í prívatplássi eins og á Facebook. Kennsla af þessu tagi dregur úr þörfinni til að tjá mig og það á líklegast við fleiri innflytjendur.
Ef við erum að biðja einhvern um að leiðrétta íslenskuna okkar, af ýmsum ástæðum, eða ef kennari, mentor eða náinn vinur leiðréttir okkur, þá er það í lagi.
Það sem fælir mig frá að segja eitthvað, t.d. við einhvern sem ég þekki lítið en hitti t.d. í frístundum er þegar viðkomandi lætur þessi orð falla: Þú ætti að segja þann hluta svona ... eða leiðréttir færslu mína á Facebook í athugasemdum eða skilaboðum, þó að ég sé ekki að biðja þá um það. Það virkilega pirrar mig.
Ég vil þó forðast misskilning. Ég vil læra íslensku betur en ég kann nú þegar. Mér finnst margir innflytjendur vilji það líka og gera í raun. En það tekur tíma að læra íslensku og það þarf tíma til að nota hana án hindrunar. Það er ekki viðeigandi að fá kennslu frá ókunnugum Íslendingum við ýmis mismunandi og oftast óviðeigandi tækifæri. Við getum beðið um hana ef við viljum fá ráð.
Þrátt fyrir góðan vilja þessara sjálfskipuðu kennara í íslensku gerir sú kennsla ekkert annað en að draga innflytjendur niður og er bara virkilega þreytandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef innflytjandi hætti að tala íslensku eða skrifa eftir að hafa fengið óvæntar og stundum stanslausar leiðréttingar á íslenskunni sinni.
Þess vegna nota ég frekar sterkt orð: of mikil afskiptasemi af því íslenska máli sem innflytjendur af svo mörgum þjóðernum nota leiðir til þöggunar, þótt hún byggist á góðfýsi. Hvert tungumál getur á grundvelli tungumáls á heimavelli orðið kúgunartæki gagnvart fólki sem hefur annað tungumál sem móðurmál. Við megum ekki gleyma því.
Ég vona að sem flestir Íslendingar skilji það sem ég hef verið að ræða hér, styðji okkur innflytjendur við að læra góða íslensku, þó án of mikillar afskiptasemi, og haldi í gagnkvæm og vingjarnleg samskipti.
(Innflytjandi á Íslandi)
22.8.2015 | 16:37
Reflections on two decades - Mother tongue education
1.
Dear participants, guests, my colleagues, friends and comrades, welcome to The treasure of languages-Conference on practical ways of improving mother tongue learning in homes, schools and leisure. With commission of the board of the Móðurmál, I would like to welcome you to this educative and meaningful gathering.
I would like to express our feeling of gratitude and gladness to our special guest, Dr. Deirdre Kirwan, principal of Scoil Bhríde Cailíní, from Dublin, Ireland. Thank you for coming, Dr. Kirwan.
I would like also to thank to the board members of Móðurmál for providing us such a good opportunity for deepening our understanding of multi-linguistic education and developing our teaching skills, as well as the dedicating activities on the daily base. The association Móðurmál is a sort of Mother organization for mother-tongue education, and today 24 language groups are joining Móðumál. This is a really remarkable development, I would say. Many well educated people are now working in the Móðurmál and are trying to share their knowledge and educational skills to the other members, it´s a fantastic thing, isnt is?
Móðurmál was officially organized and legally registered in 2001. I was one of the founders of Móðumál, but Móðurmál at that time was far different from what it is today. There were 5 language groups, English, Russian, Lithuanian, Polish and Japanese. We were also closely working with the Vietnamese group.
The mother-tongue education itself began to be organized around the year 1993 with the cooperation and support of the Reykjavik municipality.But the support of the city to the mother tongue education was to be stopped at the end of 2001, so we, founders, hurried to organize the association Móðurmál formally.Because we needed to apply for grunts here and there, but to do so there had to be a registered association.
I myself have been involved in the Japanese group, and our group will celebrate its 20th anniversary in the coming school year. I was there from the beginning, but I dont remember well if it was the autumn of 1995 or the winter of 1996. I have two kids, and they were then 5 years old and 2 years old, and now they will be soon 25 and 22.They have already graduated from the Japanese mother-tongue group, and I am half-retired from the group, too.
So two decades is surely some period of time. I have been involved in the Japanese group without interruption through those two decades, so I think it is my privilege that I can compare then and now.
There are many things that have changed, but some things have not. Some things were topics of the discussion twenty years ago, and they are still topics for discussion today. Some things were important and worth paying attention to twenty years ago, and are still so.
I would like to point out only three points to remind you of their importance. But they are not about the theory of multi-linguistic education or teaching skills. They are more about the role of a parent. I am not educated in the field of multi-linguistic education. I am just a father of two children, and that is where I have been standing so far. Please understand this beforehand.
2.
The first point is whether the mother-tongue teaching belongs to home education or to school education. This is a classic discussion. This happened really in some mother-tongue teaching groups, but numbers of parents misunderstood that if they took kids to their mother-tongue teaching groups, then the group would take care of everything and the kids didnt have to do any home study. It became clear in some cases that the parents did not use the mother tongue at home even in communicating with the child.
In the Japanese group there wasnt such an extreme example, since we didnt have any educated teacher in the beginning, and we parents had a kind of agreement that we ourselves would teach our children, so there was no clear border between the home study and the education in the group. Yet there has been a constant misunderstanding, as if the mother-tongue education could be completed at the mother-tongue group. Of course, our weekly education for a couple of hours cannot complete anything, but it is an aid to stimulate the mother-tongue teaching at home.
This point is really matter of course for those who used to teach children their mother tongue, but is not necessarily taken for granted for those who have just stepped into mother-tongue teaching. It also happens that even though the parents are aware of the importance of home study, as a fact, they have fallen into counting only on the mother-tongue group unconsciously.
3.
The second point is misjudgment or exceeding decision by parents that multi-linguistic education is too much of a burden for their children. Surely it is work to educate our children our mother-tongue in a situation where the language is not a common language. But no education is easy to obtain generally and whatever the children are supposed to learn, they have to make an appropriate effort.
We need to consider three things in this kind of misjudgment. First, the capacity of a child in leaning is much bigger than we think usually. Very often, we misunderstand that what we cannot do is difficult for our children, too. But its not true. I am not good at dancing, I dont even dare to dance, but my son dances very well. My daughter is now reading books in English that I would never take in my hands. This must be a burden for my child: parents should see thoroughly the condition of their child before they come to such a conclusion.
Secondly, the burden which parents recognize as a burden might not be the childs, but it could be a burden for the parents themselves. We all know its a considerable task to teach our kids our mother-tongue. I know its an especially heavy task for a parent when the parent is new in this country and is learning Icelandic for himself. This is a wall. I cannot say any easy words about this wall. We need to go over it.
If I may tell from my experience, its difficult to learn Icelandic and it takes a long time usually for us, but the really hard time in learning Icelandic is not endless. Its just a certain period. Meanwhile our child is growing every day and it cannot wait for us making free time. So for a certain period, we should decide to do both: learn Icelandic and teach our kid the mother-tongue. We have to do it, and we can do it.
Thirdly, it depends also on the priority of the education for our children if the mother-tongue learning becomes a burden for them or not. In Iceland, its common that children learn many things at the same time: Ballet, painting, piano, violin, swimming, football, karate and so on.
And I think its a positive thing to give them all sorts of possibilities. In Japan, we dont do this, and I feel sorry for that. I never got any music lessons when I was a kid. One of my dreams is to play the saxophone, I wish I could have had the basic lessons for it when I was little.
Anyway, the point is, if mother-tongue learning is just one of those subjects or if it has higher priority among them. Of course we should respect our childrens wishes fairly, but at the same time we should be aware that our children are not really capable yet to choose what is important for them. We are supposed to help them. Its the responsibility of us parents.
4.
The third point that I want to remind you of its importance is how we work in this society. As I have mentioned before, I weigh very highly the importance of home study of our mother-tongue in our family life. But nevertheless the mother-tongue education is not only a private matter of immigrants in their home. It is at the same time a social matter of Iceland because the existence of bilingual or multilingual citizens profits the whole society.
Counting from twenty years ago, mother-tongue education was considered as a private matter of immigrants by the education authorities in Iceland, and also generally in the society. Things have gotten much better today, as it can be seen for example in that Móðurmál got the Social award of Fréttablaðið last year. But I dont think it still enough.
One of the particularities of this country is, in my opinion, that society doesnt know one thing and that is to cultivate, to grow up something. Instead they want to get only the result, the harvest.
Last years, my children have got many requests to make some assistance in Icelandic business such as RÚV or Stöð 2 because of their fluency in both Japanese and Icelandic. They wanted to use the ability of my kids when they needed it. But they never thought from where their ability came. They might have thought that it was enough to pay my kids a small pocket money, but I did not think it was enough.
When I think about this opportunism in Icelandic society in general, I get angry. If they want to use the ability of bilingual or multilingual citizens, they should support us more. I dont think anyone can deny the benefit that this society will get from our children who can manage two or more languages. Look, to which direction this society is heading. Global business, tourism and multiculturalism, can Iceland stand without those?
Mother- tongue education is not only about the language, but also it is about our culture. Thats the different point about mother tongue education from the Icelandic students learning foreign language in a college. The society should recognize better the importance of mother-tongue education and support it.
We need to continue to appeal for this.
5.
I have mentioned three points, that were important twenty years ago, and are still important for us. The importance of home study, the importance of not to misjudge the capability of our children and the importance of getting better understanding in the society regarding mother- tongue education. I am aware that you know these things well already. My apology if you got bored. Nevertheless it is worth repeating, I think.
Lastly I want to add one word and I think this is my mission word for today. Again I repeat a thing you already know well. My mission word for today is: Continue, and never give up.
I remember when my first child, my son, was so small and he had not begun to speak words. I was talking to him in Japanese every day, and got no response from him. It was as if I was talking to a wall and I felt like I was a stupid man who was making effort for nothing. So I was so happy when he uttered a word in Japanese murasaki, that meant purple color when he saw purple flowers in our garden. Ever since I use only Japanese in talking with my son, and also with my daughter.
My daughter speaks even better Japanese than my son. Actually she speaks Japanese quite the same as ordinary Japanese people. But she has never lived in Japan. She has visited Japan only in summer vacations that are only three to four weeks at most. I want to boast of my children, but more than that, I want you to see my daughter as an example of what mother-tongue teaching can achieve, even without living in the home country.
Our mother-tongue teaching is the mutual work of parents, kids and surrounding people, like the association Móðurmál. With mutual help and encouragement, we can do it. So please Continue, and Never give up.
Thank you very much for your patience to listen to me, half retired man.
God bless you, your kids and Móðurmál.
-Welcoming speech at the conference of Móðurmál The treasure of languages
at the Gerðuberg, 21st of August 2015-
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook
7.11.2013 | 11:26
Gegn einelti
Á morgun, 8. nóvember, verður ,,dagur gegn einelti".
Varðandi einelti er heimaland mitt, Japan, ,,leiðandi þjóð" í neikvæðri merkingu. Einelti er bersýnilega eitt af alvarlegastum málum fyrir Japana. Fleiri en 70.000 tilfelli eru viðurkennd sem einelti árlega í Japan.
Á árinu 2012 höfðu 200 unglinga á grunn- og framhaldsskólaaldri framið sjálfsvíg í Japan. Meðal þessara 200 voru fjögur tilfelli vegna eineltis. Þetta getur litið út fyrir að vera ekki háar tölur. 12% af þessum unglingum frömdu sjálfsvíg vegna erfiðra samskipta við foreldra sína, og 10% vegna kvíða um framtíð sína. En um 58% af þessum 200 tilfellum, eða 116 unglinga, voru ástæður ,,óþekktar".
Í hvert skipti þegar skólabarn fremur sjálfsvíg, er rætt um hvort einelti hafi verið ástæða þess eða ekki. En yfirleitt er það tilhneiging til staðar í Japan að skólayfirvald neitar tilvist eineltis af því að ef það viðurkennir einelti, verður það að bera ábyrgð á því að sér að hafa látið einelti vera.
Ef við tökum tillit til þess atriðis, gætum við sagt að fleiri tifelli sjálfsvígs hafi stafað af einelti. Persónulega trúi ég því.
Ég er ekki sérfræðingur um einelti almennt enda ég verð að játa það að ég þekki lítið um aðstæður eineltis á Íslandi. En í Japan er það oft sagt að þátttekendur í einelti skiptast í fjóra hópa. 1. Gerendur 2. Virkilegir áhorfendur 3. Hlutlausir áhorfendur 4. Þolendur.
T.d. getur staðan verið eins og: ef það eru 35 börn í skólabekk nokkrum, eru þar þrír gerendur eineltis, einn þolandi, fimm virkir áhorfendur og 26 hlutlausir áhorfendur.
Virkilegir áhorfendur eru stuðningsmenn við einelti og þeir hvetja gerendur að halda áfram einelti. Hlutlausir áhorfendur eru ekki ,,hlutlausir" í raun. Þeir eru líka að styðja einelti með því að horfa fram hjá því sem gerist fyrir augum sínum.
Og ef ég skil rétt, er mikil áhersla lögð á að ábyrgð þessara ,,áhorfenda" í Japan eins og: ,,Enginn er ábyrgðarlaus í stöðu þar sem einelti á sér stað".
Gildir þetta á Íslandi líka?
Mér finnst það vera mjög mikilvægt og nauðsynlegt að allir í þjóðfélaginu (þ.á.m. ég sjálfur) fræðast um mál um einelti, þar sem ,,áhugaleysi" eða ,,vanþekking" telst jú til óbeins stuðnings við einelti.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook
21.11.2012 | 11:57
Múrar beggja vegna
Um daginn tók ég þátt í málþingi um móðurmál á Íslandi. Í umræðutíma tjáðu sig sex unglingar sem eiga annað móðurmál en íslensku. Þeir töluðu um reynslu sína af því læra móðurmál sitt á Íslandi og um erfiðleika í íslenskunámi. Meðal annars sögðu þeir: ,,Ég vil ekki nota móðurmál mitt (sem er ekki íslenska) á opinberum vettvangi. Þegar fólk í kringum mig tekur eftir því, starir það alltaf á mig, á neikvæðan hátt".
Þar heyrðist einnig þessi rödd: ,,Kennarinn minn í grunnskóla sagði mér að nota ekki móðurmál mitt, heldur alltaf að nota íslensku, ef ég vildi ná framförum í íslensku". Reynslusaga unglinganna bendir á það andrúmsloft sem er til staðar í samfélaginu, sem reynir að stöðva það að innflytjendur noti móðumál sitt hérlendis.
Talsvert hefur verið rætt um auglýsingu Stöðvar 2 þar sem ,,Tong Monitor" sem er gerviasíubúi talar ensku með hreim. Þetta er dæmigerð staðalímynd af asíubúa en mér finnst þetta geta haft slæm áhrif á stöðu innflytjenda, ekki aðeins asískra innflytjenda heldur allra innflytjenda. Það er vegna þess að grín gert að ,,framburði á ensku með hreim" verður fljótt að gríni að ,,framburði á íslensku með hreim". Ef fólki finnst gaman að heyra ensku með hreim, þá mun því finnast gaman að heyra íslensku með hreim líka. Þetta er svo auðséð.
Raunar finnst mér framburður á íslensku vera erfiðari en á ensku. Á íslensku kemur að mínu mati hreimur jafnvel skýrar fram en þegar enska er töluð og það er ekki auðvellt að bæta. Margir innflytjendur þurfa að þola að tala íslensku með hreim. Ef við megum búast við að mæta gríni á okkar kostnað út af framburði og hreim, hvernig líður okkur þá með það?
Annarsvegar búum við við andrúmsloft sem hindrar innflytjendur í að tala eigið móðurmál og hinsvegar býr ákveðinn kraftur fjölmiðlanna til aðstæður þar sem innflytjendur hika við að tala íslensku, ekki síður en ensku. Ef það er veruleikinn sem innflytjendur búa við, standa þeir fastir með múra beggja vegna. Er slík staða eftirsóknarverð?
Ýmislegt í samfélaginu sem lítur út fyrir að vera sjálfstætt getur samt haft áhrif á aðra þætti í stóru samhengi. Auglýsing Stöðvar 2 er ekki undantekning á því. Hún gæti orðið hluti múrsins sem kemur í veg fyrir samþættingu innflytjenda, þó að slíkt sé ekki tilgangur hennar.
Við skulum skoða málið aðeins í stærra samhengi, sem er viðhorf Íslendinga til erlendra tungumála í samféginu og framandi íslensks máls. Umræða um ,,Tong" gæti orðið tækifæri til þess að hugleiða það. Von mín er umræða verði leidd á skapandi og uppbyggjandi átt.
-Fyrst birt í Mbl. 20. nóvember 2012-
19.11.2012 | 22:07
Grín eða einelti?
Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur ,,Tong Monitor", mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim.
Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísk fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðafélag. Af hverju?
Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þó "Tong" tali ensku, en ekki íslensku, skiptir það ekki máli þar sem málið hér er að taka upp "framburð með hreim" og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns.
Í fyrsta lagi, er framburður hins íslenska tungumál fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af það að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala.
Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með Tong Monitor" er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim.
Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: ,,Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir ensku eða íslenskunni þeirra". Þetta er vondur boðskapur.
Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sér er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir ,,hið opinbera grín" Stöðvar 2.
Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu.
- Fyrst birti í Fréttablaðinu 15. nóv. 2012-
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook
3.11.2012 | 23:56
,,Meir´en að segja það"
Málþing um móðurmál minnihlutahópa á Íslandi ,,Meir´en að segja það" verður haldið í Gerðubergi þann 9. nóvember kl. 13:00 - 17:00.
Á þinginu verða fjölbreytt sjónarmið hlutaðeigenda móðumálsmenntunar til umfjöllunar af hálfu menntamálayfirvalda, kennara og foreldra tví- og fjöltyngdra barna. Þá munu börn og ungmenni með annað móðurmál en íslensku þ.m.t. táknmál fjalla um sína reynslu og skoðun. Í lok þingsins gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast lifandi tungumálum. Boðið verður upp á táknmálstúlkun á þinginu.
Málþingið er skipulagt í tengslum við Hringþing um menntun innflytjenda sem haldið var af Innflytjendaráði o.fl. í september sl. Tilgangur málþingsins er að varpa ljósi á stöðu móðurmálsmenntunar á Íslandi og huga að næstu skrefum í móðurmálsmenntun tví- og fjöltyngdra barna sem er eftirsóknarvert fyrir samfélagið í heild.
,,Meir´en að segja það" er haldið á vegum Rannsóknastofu Háskóla Íslands í fjölmenningarfræðum, í samvinnu við Samtökin Móðurmál, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Tungumálatorg og Menningarmiðstöðin Gerðuberg.
Málþingið er öllum opið og þátttökugjald er 1.000kr. Skráning fer fram á síðunni http://tungumalatorg.is/modurmal
Dagskrá
| Fundarstjóri Einar Skúlason (MBA og BA í stjórnmálafræði) |
13:00 | Setning |
13:10 | Ljóðaupplestur A |
13:15- | Um stöðu móðurmálskennslu á Íslandi |
13:35- | Sjónarmið menntamálayfirvalda |
13:55- | Sjónarmið táknmálsnotenda |
14:15- | Ljóðaupplestur B |
14:20- | Sjónarmið foreldra tvítyngdra barna |
14:40- | Kaffi |
15:00- | Sjónarmið grunnskólakennara |
15:20- | Innlegg frá tvítyngdum börnum |
16:00- | Samantekt |
16.10- | Lifandi tungumál |
Menntun og skóli | Breytt 19.11.2012 kl. 22:01 | Slóð | Facebook
3.12.2011 | 12:45
Móðurmál barna – fjársjóður allra
,,Móðurmál - félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna" fagnar 10 ára afmæli sínu núna í desember. Móðurmálskennslan er fyrir börn sem eiga sér annað móðurmál en íslensku en er ekki íslenskukennsla fyrir íslensk börn sem búsett hafa verið erlendis. Jafnvel þótt þetta séu í raun tvær hliðar á sama peningi þá virðist móðurmálskennsla barna innflytjenda á Íslandi enn fá litla athygli í samanburði við þá ,,móðurmáls"kennslu sem íslensk börn fá.
Eftirfarandi er persónuleg skoðun mín sem einstaklings tengdur móðurmálskennslu og prests innflytjenda, en ekki álit Félags Móðurmál eða annarra aðila.
Félagið ,,Móðurmál"
Hér verð ég að afmarka skrif mín um móðurmálskennslu við þá sem tengd er félaginu ,,Móðurmál", en ég vil samt benda á að það fer fram sambærileg móðurmálskennsla utan félagsins á öðrum tungumálum, t.d. pólsku.
Félagið ,,Móðurmál" var stofnað árið 2001 og var tilgangur þess í fyrsta lagi að leita styrkja til þess að halda áfram móðurmálskennslu eins og ensku, rússnesku og japönsku, sem þegar var hafin og í öðru lagi að boða mikilvægi móðurmálskennslu og styrkja hana í skólakerfinu og almennt í samfélaginu. (Nánara um Móðurmál fæst í www.modurmal.com)
Rétt áður hafði Reykjavíkurborg samþykkt Fjölmenningarstefnu sína en í henni var sagt: ,,Lögð verði áhersla á kennsluhætti sem henta börnum af erlendum uppruna og að koma til móts við þarfir þeirra, m.a. í kennslu á íslensku sem öðru tungumáli. Einnig með kennslu í og á móðurmáli þeirra eftir því sem við verður komið." Þetta var frábær setning en hún hefur æ síðan verið eins og ,,gulrót sem haldið er undan hestsnefi" fyrir þá sem vilja festa móðurmálskennslu í grunnmenntun barna, þar sem stefnunni var ekki hrint í framkvæmd.
Félagið ,,Móðurmál" fékk styrki héðan og þaðan, en þeir dugðu aðeins til að kynna starfsemi félagsins og fyrir námskeiðum kennara. Kennslan var og er enn unnin í sjálfboðastarfi, nema að síðastliðin tvö ár hefur Reykjavíkurborg styrkt félagið með því að lána því kennslustofu í Hagaskóla.
Ég ætla ekki að segja að ekkert jákvætt hafi gerst í móðurmálskennslu barna sem eiga sér annað móðurmál en íslensku síðan félagið var stofnað en það er heldur ekki allt í góðu. Mér finnst að það vanti enn skilning á mikilvægi móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Því verðum við foreldrar tvítyngdra barna að halda málinu á lofti.
Málið hefur tvær hliðar
Málið hefur tvær hliðar: önnur er hlið sem snertir réttindi barna í menntakerfinu og hin er hliðin sem snýr að fjölskyldulífi þeirra. Að viðurkenna móðurmálskennslu sem réttindi barna - eins og sást í Fjölmenningarstefnu borgarinnar áður - veldur strax vandamálum fyrir yfirvöld, af því að þá verða þau að tryggja móðurmálskennslu á öllum tungumálum í skólanum, sem eru líklega fleiri en hundrað.
Auðvitað er það ekki hægt núna, og ég krefst þess ekki. Raunar steig lýsingin um móðurmálkennslu aftur á bak í Mannréttindastefnu borgarinnar sem tók yfir Fjölmenningarstefnu árið 2006: ,,... þeim (börnum af erlendum uppruna) gefið tækifæri til að kynna heimamenningu sína og móðurmál."
Hin hliðin er að kenna börnum móðurmál sitt í fjölskyldunni, það er, að láta þau læra móðurmál sitt heima fyrir. Að mínu mati, og í rauninni stendur móðurmálskennslan einhvers staðar þarna á milli - sem viðurkenndra opinberra réttinda barna og þess að vera einkamál innflytjenda, ef til vill nær því síðarnefnda. Það er mín von að vísirinn fari að hreyfast í hina áttina á næstunni.
Ég krefst þess ekki að móðurmálskennslu á öllum tungumálum verði sinnt í skólanum, a.m.k. ekki núna, en ég óska þess að sú móðurmálskennsla sem nú er í gangi, og vonandi fleiri tungumál á næstunni, fái stöðugri stuðning eins og með fjárveitingu eða kennslustað sem væri hluti af félagslegri viðurkenningu. Félagið ,,Móðurmál" er búið að sanna starfsemi sína og mikilvægi tilvistar tvítyngdra barna. Nú er kominn tími á að samfélagið viðurkenni það.
Ég tel tilvist tvítyngdra barna vera fjársjóður íslensks samfélags. Börn og ungmenni sem kunna tvö tungumál og menningarheima auðga sannarlega þjóðfélagið, breikka það og dýpka. En móðurmálskennsla hefur sín örlög sama hvaða mál er að ræða. Hún er alltíð tímabundin.
Ólíkt mörgum verkefnum í samfélagi, getur móðurmálskennsla ekki beðið. Við getum rætt mörg ár um flutning flugvalla. En börn okkar alast upp dag eftir dag og við getum ekki stöðvað þau. Þrjú ár, fimm ár eða tíu ár í móðurmálskennslu þýða bókstaflega þá tímalengd. Ef foreldrar missa af tækifæri til að kenna börnum móðurmál sitt tímanlega, er það rosalega erfitt að fá það aftur til baka.
Ég óska þess innilega að Íslendingar taki þetta sérkenni í móðurmálskennslu til tillitssemi sinnar og tryggi fjársjóð þjóðarinnar í framtíð.
- Fyrst birt í Mbl. 2. desember 2011-
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook
8.11.2011 | 12:34
Gegn einelti
Í dag er "Dagur gegn einelti" og við erum skoruð á að hringja bjöllu í kirkju, skóla eða heimili kl.13:00 til þess að vekja athygli á eineltismálum.
Einelti er alvarleg mál og við þurfum að fylgjast málum vel. Málin sjást víða í heiminum t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörk, Japan o.fl. Í Japan, heimalandi mínu, voru 84.648 tilfelli eineltis skráð formlega á árinu 2007. Fornarlömb voru 6 ára til 18 ára í aldri.
Þessar tölur sýna okkur að 7,1 börn/unglingar í hverjum 1.000 mæta einelti. Engu að síður var fjöldi tilfella sem skólar höfðu viðurkennt sem einelti aðeins 40% af heildinni, enda 136 börn eða unglingar kusu að drepa sjálf. Mjög sorglegar tölur.
Mér skilst að flest okkar séum á móti einelti og sammála því að vinna til að stöðva einelti og losna við það frá samfélagi okkar. Við teljum að við séum gegn einelti.
En er það satt í alvöru? Ef við erum öllu á móti einelti, hvar eru þá gerendur eineltis? Erum við saklaus í málum eineltis og tökum aldrei þátt í einelti?
"Þátttekendur í einelti eru ekki aðeins að virkilegir gerendur, heldur einnig áhorfendur þess" segir fólk sem þekkir málið sameiginlega.
Ég held að við þurfum að fara yfir okkur sjálf fyrst og fremst.
6.11.2011 | 10:37
Hjörtu úr gulli
Landsmót Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar sem var haldið um helgina 28. október til 30. tókst rosalega vel með 500 unglingum. Landsmótið var með yfirskriftinaHjörtu úr gulli", en hvaðan komu þessi orð?
Á mótinu var Japan mikið í fókus. Unglingar tóku þátt í ýmsum hópastarfum sem tengd voru japanskri menningu eins og t.d.Sushi",Manga(teiknamyndum)" eðaJapanskri tísku". Markmiðið var söfnun fyrir japönskum börnum sem eiga í erfiðleikum vegna jarðskjálftanna og flóðbylgnanna í mars sl. en unga fólkið safnaði dósum og kallaði eftir samskotum í bænum.
1.120 börn yngri 20 ára misstu annað foreldri eða bæði, og helmingur þeirra eru 7 til 15 ára í aldri. Mikið fleiri þjást af áfallastreituröskun. Tvennt blasir við í aðstæðum barna í hamfarasvæðunum: í fyrsta lagi börnin vantar mannleg samskipti til að komast yfir slæma reynslu sína. Og í öðru lagi vantar það búnað í skóla og skóladót til að skólalíf barna falli í eðlilegt horf.
Mörg samtök í Japan veita aðstoð til hamfarasvæðanna að sjálfsögðu, en þörfin er mikil. Eitt þeirra samtaka heitaHjörtu úr gulli" og þau hjálpa börnum einmitt í ofangreindum atriðum. Peningar sem unglingar í ÆSKÞ safna eiga að fara til Nobiru-grunnskólanns, sem er í miðju hamfarasvæðanna, gegnum hjálpasamtökinHjörtu úr gulli".
Ég tók þátt í hluta landsmótsins ásamt nokkrum samlöndum mínum. Ég var hissa, satt að segja, í fræðslustund í byrjun um hvers vegna við hjálpum öðrum í neyð, þar sem allir hlustuðu á fyrirlesarann virkilega vel án þess að spjalla sín á milli eða vera með læti. Og síðan í frjálsri stund urðu þeir aftur kraftmiklir unglingar með brosandi andlit.
Það er hluti af því að vera almennileg manneskja að hugsa til fólks í neyð. Engu að síður gleymist þetta oft í hversdagslífi okkar, eða það er hunsað virkilega. Því finnst mér stórkostlegt að unglingar í ÆSKÞ sýndu frumkvæði í að taka söfnun til barna í Japan að sér og fræðast um málið.
Ég vona að söfnunin verði tækifæri líka til að móta mannleg samskipti milli unglinga á Íslandi og japanskra barna og eftir mótið þróist þau þannig að japönsk börn komi í heimsókn til Íslands og öfugt.
Sem japanskur einstaklingur hérlendis langar mig að þakka ÆSKÞ og unglingunum fyrir hlýju hugmyndina þeirra og framtakið. Þeir verða leiðtogar íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. Ég óska innilega þess að þeir verði leiðtogar meðhjörtu úr gulli". Þá verður framtíð Ísland björt.
-Fyrst birt í Mbl. 5. nóv. 2011-
18.12.2010 | 21:18
Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju
Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki (og vill ekki) reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið.
En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunn- og leikskólans sé skólabörnum í óhag.
Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins ogglíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna.
Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er?
Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun.
Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalegan þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.
-Fyrst birt í Fréttablaði 17. des. 2010-
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook