Færsluflokkur: Bækur
12.4.2008 | 19:18
Mig langar í orðabók í kiljuútgáfu!
Kiljuútgáfa eykst
Útgáfa á íslenskum bókum í kilju hefur stóraukist undanfarin ár. Kauphegðun Íslendinga hefur breyst í kjölfarið og tekjur bókaútgefenda aukist.
Bóksala á Íslandi einskorðast ekki lengur við jólavertíðina. Þar hefur kiljuútgáfa mikið að segja. Jólabækurnar koma nú gjarnan út í kilju strax á vormánuðum og seljast vel, og undanfarið hafa vakið athygli tilkynningar um útgáfu á íslenskri klassík í kiljum. Lykilverkum sem hafa verið ófáanleg um langa hríð.
Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu segir þetta mikilvæga tilraun í íslenskri bókaútgáfu. Hann segir tekjur bókaútgefenda hafa aukist í kjölfar aukinnar kiljuútgáfu, öll grunnvinna við útgáfuna nýtist betur og bækur seljist nú á öðrum tímum en bara fyrir jólin. Elsa María Ólafsdóttir, verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar, segir kiljuútgáfuna hafa haft víðtæk áhrif á bókaverslun.
- www.ruv.is » Fréttir , Fyrst birt: 12.04.2008
Í framhaldi þess óska ég innilega að Íslensk-Ensk orðabók (Iðunnar) komi út aftur í formi kiljuúrgáfu.
Hún var til í raun og ég keypti hana fyrir 15 árum og ennþá nota ég hana. Kiljuútgáfan er létt og auðveld að bera með sér og mér finnst þetta skipta miklu máli fyrir okkur útlendinga.
T.d. get ég kíkt í orðabók þegar ég mæti orði nokkru sem ég skil ekki í fyrirlestri, á fundi eða jafnvel í kaffihúsi. Orðabókin er með chart af málfræði eins og orðabeygingu og ég get tékkað alltaf þegar ég er ekki vist um svona atriði.
En ég get ekki farið út með hard- cover orðabók...hún er alltof þung og stór...
Orðabókin mín í kiljuútgáfu er núna að fara að detta í sundur!!!
Ég óska þess að orðabók í kiljuútgáfu komi út aftur!! Bjargið okkur!!
(Íslensk-Ensk vasaorðabók nýtist ekki vel að mínu mati, a.m.k. fyrir byrjendur)