Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
18.9.2012 | 12:11
Kínverjar sendu herskip til eyjanna
Í dag 18. september er minningardagur um ,,Liutiaohu Incident" í Kína á árinu 1931, sem varð að upphafi innrásar Japana á Kína fyrir heimsstyrjöldinni síðari.
Í þessu tilefni hafa margar mótmælasamkomur gegn Japan verið haldnar víða í Kína og jafnt sem í mörgum borgum utan Kína. Slík mótmæli voru haldin hér á Íslandi líka fyrirframan sendiráð Japans á Laugarvegi.
Á baki við þessi mótmæli liggur umdeilt mál sem varðar ,,Senkaku-eyjurnar", sem Japan, Kína og Taiwan krefst eiginn eignarréttar.
Mótmælasamkomur virðast hafa misst stjórn á sér stundum og urðu að óeirðum, sérstaklega í Kína. Æst fólk brjót inn í japanskar veitingarstaði, skemmdi verksmiðju japanskra fyrirtækja eða brann japanska bíla.
Nú eru flest japönskum fyrirtækjum í Kína lokað og Japanir dvelja í heimili sínu. Nokkur ofbeldistilfelli gegn japönskum einstaklingum hafa einnig verið tilkynnt og ferðamenn frá Japan óttast að vera þekktir sem Japanir.
Ég tel ,,Senkaku-eyjurnar" tilheyra Japan miðað við sögu okkar og þær hafa ekkert samband við nýlendastefnu Japans í fyrri hálfum 20. aldarinnar. En hvað sem maður álítur málið um eyjurnar, réttlætist ekki ofbeldisfull framkoma gagnvart fólki eða einstaklingi sem ber ekki neina beina ábyrgð á málinu.
Það sem stjórnvöldin Kína eiga að gera núna er ekki að senda landahelgigæsla til ,,Senkaku", heldur róa fólk sitt og setja samfélagslíf aftur í frið.
Kínversk þjóð er orðin sterk og rík í efnahagslegu svíði. Verður hún ekki að sanna þá á næstunni að Kína er einnig orðið þjóð þar sem almenn siðmenning og réttlætiskennd ríkur?
Annars álit þjóða í heiminum á Kína mun ekki bætast.
24.8.2012 | 14:31
Þjóðernishyggja á villa leið
Japanska þjóðin er að horfast í augu við tvö aðskilin landamælavandamál þessa daga. Hitt er mál um Takeshima-eyjur (Dokdo á kóreansku) sem eru í miðju milli Japans og Suður-Kóreu, og annað er mál um Senkaku-eyjur (Diaoyudao á kínversku, Diaoyutai lieyu á kínversku í Taiwan) sem eru í miðju Taiwan, Kína og Japans.
Í báðum tilfellum eru eyjurnar mjög litlar og einskis virði sem ,,land". Málið í Senkaku er möguleika um olíu og gas undir sjónum og málið í Takeshima er fiskaveiðaréttindi.
Takeshima varð hluti af Japan árið 1905 og enginn bjó þar. (Ekki hægt að búa þar í raun.) Eyjurnar voru viðurkenndar sem hluti af Japan jafnvel af dómi Bandamannanna eftir heimsstjyrjördin síðari, en Suður-Kórea hefur geymt stjórn eyjanna með hervaldi síðan 1952 til núna.
10. ágúst sl. kom Lee Myuung-bak á eyjurnar í fyrsta skipti sem forseti Suður-Kóreu, en tilgangurinn hans var að sýna fram fullyrðingu Suður-Kóreu að Takeshima væri hluti af sér.
Eftir 5 daga, 15. ágúst sl. komu 14 "activists" frá Kína, Hong-Kong og Makaó á Senkaku-eyjar og þeir voru handteknir af landhelgigæslu Japans. Þeir voru sendir til baka fljótlega frá Japan.
Senkaku-eyjur urðu hluti Japans árið 1895 og þar til bjúggu nokkrir menn frá Ryukyu (Okinawa) á eyjunum. Hvorki Kína né Taiwan hafði krafist eignaréttar eyjanna þar til 1968 þegar möguleiki um olíu og gas kom í ljós. Japan segir annars vegar að það er engin ,,vandamál" til staðar um Senkaku-eyjur formlega, en hins vegar takmarkar Japan aðgang Japana að þeim.
Nýleg tilraun af Tókýó-metropolis til að kaupa upp Senkaku (Það er eigandi eyjanna til, sem er einstaklingur) frá eigandanum hlýtur að hafa örvað Kínverja.
Stjórnvöldin báðum í Suður-Kóreu og Kína virðast tengja málin við innrás Japans í heimsstyrjöldartímabili og tala hátt um mál við fólk sitt. Það hefur tekst vist og núna breiðir ,,Anti-Japan" hreyfing yfir allt Kína og Suður-Kóreu eftir því sem ég get séð í fréttum.
Náttúrlega eykst andúð Japana gegn Kóreum og Kínverjum líka. Nýleg könnun sýnir fram að fleiri en 80% Japana eru með neikvæða tilfinningu gagnvart Kínverjum, á móti um 60% Kinverja eru sama tilfinningu við Japana.
Mér þykir leitt að sjá slíkar aðstæður, þó að undanfarin 10 ár hefi samband meðal Japans, Suður-Kóreu og Kína verið í fínu lagi. Sérstaklega sambandið milli Japana og Kórea var meira en ég gat bjóst við þegar ég var unglingur. Hvers vegna þurfum við að eyðileggja allt í einu það sem við vorum búin að eignast eftir erfiðu söguna?
Mér skilst að hver aðili hefur eitthvað að segja, en þá eigum við segja það á almennilegan, heiðarlegan og rökstuddan hátt. Að æpa og kasta skitu hvert á öðru borgar sig ekki. Reiði og tilfinngarleg viðbrögð sem þjóð eru hættuleg. Hér á ég við okkur Japana líka.
Fjölmiðlarnir og leiðtogar þjóðanna verða að róa fólk sitt og aðstæðurnar. Stríð eða átök, jafnvel þó að það sé í ákveðnu svæði, er auðvelt að byrja en afar erfitt að ljúka. Þá væri betra að forðast að slíkt á sér stað.
Þjóðernishyggja á villa leið er verri en ekkert.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.8.2012 kl. 13:45 | Slóð | Facebook