Færsluflokkur: Trúmál

Merry Christmas...?

Grace to you and peace from God our Father and the Lord Jesus Christ. -Amen

1.
Merry Christmas!! I have no idea how many times the greeting “Merry Christmas” has been exchanged among people in the whole world over in the last couple of days. Even though people exchange Christmas greetings in hundreds of different ways and languages, the English phrase “Merry Christmas” must be the most common and popular of all.


The word “Christmas” means “the festival of Christ”, and “merry” is coming from the old English word “miryge”, meaning “pleasing” or “delightful”. So, it is not wrong to say “Delightful Christmas” just like in Icelandic, instead of “Merry Christmas”.


I am not a native speaker of English, and have been feeling a sort of incompatibility, or discomfort, about the word “merry”. I learned that “merry” is an adjective which might be used to describe a scene such as people singing and dancing happily for example. 

And if that is so, “Merry Christmas” sounds like we are all enjoying a happy gathering at the feast of Christmas.The original meaning might have been different, but I am rather sure that a considerable number of people use “Merry Christmas” in that sense today. 

Christmas has developed, during the last 2000 years, into many different forms. In Iceland, Christmas has added an extra meaning, as an opportunity for family members to get together. In some part in the world, like in Japan, Christmas has developed as a cultural event more than a religious one. The Japanese celebrate Christmas, but without baby Jesus – just with Santa Claus.

The “business minds” of the world have certainly developed their own Christmas, urging you to spend more money around this feast, to consume. And in the process of developing in these different directions, the Christmas greeting “Merry Christmas” has begun to mean, more or less, “Have a happy gathering, singing and dancing!”

I am not going to judge these things. But I want to tell you that at such a time, every church in the world makes an effort trying to maintain the deepest, and most important, meaning of Christmas, remembering that is the saviour is coming to us; to me and to you, each of you.

2.
Four years ago, before Christmas in 2014, I visited two Christian men at their apartment in Reykjavík. They were both asylum seekers, and had spent many years without belonging to any state. They were hopeless, very weighed down in their minds.

Their room was on top of the apartment complex, so we could see the beautiful Christmas lights of the town away in the darkness. They said: “You know..., we have nothing to do with Christmas. We are outside of it.” They were sitting in the darkness: not in their room, but in their minds. Obviously, the illumination of the lights didn’t reach into their hearts.

When I heard their words, I was visiting them to talk about their asylum cases, and was actually not ready to answer them immediately. I knew how hard the situation was for them, and I thought it was understandable that they should feel that way, excluded from Christmas. I got a heavy feeling in my heart, too, after that.

Recently, I heard same kind of talk from some of our people in the Seekers group. They were invited to a Christmas gathering the other day, but they said that they couldn’t really enjoy the opportunity. It was not at all a defect of the gathering itself, but simply because they weren’t in a state to enjoy such a happy time. That is also understandable. They were distracted by fear, and occupied by anxiety about their future. Would be able to stay in Iceland or not?

Here we can see once again the limitations of Christmas when understood as a happy gathering. A happy gathering cannot receive those who are in deep troubles. Even though it invites those troubled people kindly and warmly, they may not be able to enter the circle of laughter and good cheer.

This is not limited with to asylum seekers. Even if we look about us in Icelandic society, there are lots of people who sit in the darkness, haunted by some troubles, anxiety or grief. In the last Christmas period, 1,340 families, 3,500 individuals, got family support from the Church-aid only. There are many families that don’t have enough to eat in Christmas.

There are many families that have lost someone in the family near Christmas time, and they have to have the Christmas dinner with a vacant seat in their dining. There are also many people who struggle with difficult illnesses, not knowing if they will see next Christmas.

When we think about those people, it should not be difficult to imagine that there are many who are not in a state of mind to join the happy circle of a Christmas gathering. Then the question is this: Does Christmas have nothing to do with them?

3.
The answer is of course: “Yes. Christmas has meaning for them, too!” Christmas is the festival celebrating the coming of Christ, his birth on earth. He has come into the world, first of all, to bring light to those who sit in darkness.

Do you remember what Jesus said after he visited Matthew, the tax collector and sinner? He said: “It is not the healthy who need a doctor, but the sick. (...) I have not come to call the righteous, but sinners.”(Mt.9:12-13)

In the today’s text from Isaiah, it is said: “The people walking in darkness have seen a great light; on those living in the land of deep darkness a light has dawned.”(Isa.9:2) That was why God our Father sent his son into the world, among us, sinners.

This was a revolutionary thing indeed, and it turned everything up-side down. Because of the coming of Christ, those who had been seen as being the lowest in priority when it came to God’s salvation, came to be the highest. The last became the first. And we, gentiles, namely non-Jewish people, were also invited to that salvation by Jesus.

There is this episode in the Acts of the Apostles.

One day, a beggar who had been lame from birth met Jesus’ disciples, Peter and John, and asked for some money. Then Peter said him, instead giving him money: “In the name of Jesus Christ of Nazareth, walk.” And then “He jumped to his feet and began to walk. Then he went with them into the temple courts, walking and jumping, and praising God.”(Acts: 3:6)

He who had to live by begging every day was cured in the name of Jesus, and then he followed Peter and John, jumping and praising God.

This is how meeting Jesus changes our lives. This is how we respond to encountering Jesus. There are many stories of healing in the Gospels, but I took this episode because it expresses the joy of the healed one in the most vivid way. A great joy has been brought to a man who sat in the darkness all through his life, by meeting Jesus.

And the same joy was brought to so many people who also sat in the darkness in their lives. Jesus literally healed the illnesses of the people, but more fundamentally he heals our existence as sinners, our weakness as human persons. One of the manifestations of sin is to lose hope. The coming of Jesus gave hope to the hopeless.

All of this began at the Christmas, the birth of the baby Jesus. It was to cause joy among the people of that time, and it still does today. And because of that, we celebrate Christmas.

So, it is not that Christmas is an occasion of a happy gathering for happy people. If it were just that, those who suffer in the darkness can never join it.

The thing is that Christmas was formed in the midst of those who were sat in the darkness. The joy of Christmas was born there, and spread out from there. The joy of Christmas comes from the people who were burdened in their minds, but saw hope in the coming of Jesus.

4.
I would like you sincerely to remember that Christmas is not only for those who live happily today, but was originally aimed for those who thirst for hope and help in their reality. So it is even today.

But even though we remember this point, and understand that the light of Christmas lights up those who sit in darkness, it is not enough. We need to go one more step forward, where Christmas is about you yourselves, or me myself. Christmas lights up me and you, each of you.

Now forget about “the people” but concentrate on you yourself, please. Christ has come not for the human being, not for all the people, but he has come for you yourself.


I understand you find it difficult to connect yourself to the joy of Christmas if you are stuck in trouble or sorrow. You may find it impossible to identify with the guys whom Jesus healed in the Gospels, because you are still in trouble, and your troubles aren’t gone yet, despite Christmas coming.

I think that’s understandable. Many things are still incomplete, and we are still crying for help. Maybe we need to wait until Jesus’ return, when the kingdom of God will manifest here in this world. And then everything will be completed.

But the important thing for us today is that we have a promise from Jesus. And therefore we have hope in Jesus. The Gospel stories of Jesus’s healing are promises, from him, that we will all be cured from our illness and saved from our troubles when the time comes. These stories are given to us as a message from Jesus.

And the message is very simple: God cares about you. It’s not that God cares about people, but about YOU. Sometimes we need to stop generalizing things. Sometimes we need to make things personal, very personal.

Please take a moment of peace during this time of year, and think about it. This Christmas is given for you. Jesus is coming for you. Because God cares about you. This is the very point of Christmas.

When you catch meaning and hold it tight in yourself, then I believe that the greeting “Merry Christmas” will sound a bit different in your heart. It is not a notice of a happy gathering, but an expression of joy, knowing God cares about you and promises you his grace.

In that meaning, once again, Merry Christmas.

The Grace of God, which surpasses all understanding, will keep your hearts and your minds in Christ Jesus -Amen

(flutt í jólamessu Alþjóðlega Safnaðarins í Breiðholtskirkju annan jóla 2018)


Living tradistion, sleeping tradition

*This is a sermon that was hold in the opning service of Scandinavian conference "Living Word, living tradition" at the Háteigs-church on 10th of November 2015.
 

Grace to you and peace from God our Father and the Lord Jesus Christ. -Amen.

1.
I am immigrant from Japan and before I moved to Iceland, I was ordained in the Japanese Lutheran Church. Japanese protestant churches have only 150 years’ history at most. They are young and therefore we don’t have very strong traditions as Christian churches yet.

When I moved to Iceland about 20 years ago, I got a sort of culture shock by seeing the differences between the Icelandic church and the Japanese church. I felt that the Icelandic church had a very rich tradition as the church of Christian nation with 1.000 years’ history.

Tradition is, however, not a holy thing. Sometimes we try to add a new tradition to the “traditional tradition” or we need to shake and wake up some sleeping tradition. I began to serve as pastor for immigrants officially in 1996. The immigration issue was a rather new phenomenon in Iceland at that time, and I felt that I was always apart from the Icelandic tradition, both in society and in the church environment.

The word “tradition” sounds perhaps too ambiguous in this context. So let’s say that “tradition” means here some sorts of ceremony, feast or ritual for particular topics, such as immigrants or gay people, that is being considered as a part of the nation’s culture.

20 years have passed and I think Icelandic society has begun to form pieces of new traditions regarding immigrants and cultural diversity, such as the Multi-cultural day of Reykjavik and the Religious Forum in Iceland.

2.
In recent years I have spent considerably with asylum seekers in Iceland in my work. The number of asylum seekers has been increasing here in Iceland, though the absolute number is much smaller than the other European countries. Until only few years ago, the Icelandic church had nothing to do with the asylum seekers’ issue, honestly speaking.

Fortunately, now the whole church is more aware of the necessity of a presence of the church in the asylum seekers’ issue and also in the reception of quota refugees, and today I have good colleagues and co-workers to work together.

But more or less, we all have to admit that issues regarding asylum seekers or refugees are not deeply rooted in the Icelandic church. We feel those issues are new topics for the Icelandic church and therefore asylum seeking people are out side of the tradition of the church. Indeed I cannot point out any traditional service or custom in the church for them.

3.
This is actually an interesting phenomenon and I think it deserves to be thought through why those issues have not rooted in the church tradition, for there are numerous stories that address seeking for asylum and refuge in the Bible.

Adam and Eve escaped from the eyes of Father God and hid themselves behind trees. The first refugees of mankind! The story of Noah’s ark is a story of refuge from natural disasters. Jacob, the son of Isaac, ran away from his father in law, Laban. The prophet Elijah took refuge in the Mt. Horeb. In the Psalms, the word “shelter” is used more than 40 times.

There are many other stories about asylum seeking in the Old Testament. So at least in the Old Testament, seeking asylum is one of the important themes and of course, we may not forget the Exodus. The Exodus was the great escape.

As we know, “Shema Israel” is the daily prayer of the Jewish people and also confession of their faith in God. By praying Shema, Jews are supposed to remind themselves of: “the Lord, who brought you out of the land of Egypt, out of the house of bondage.”(Deu. 6:12)

The Exodus is actually the foundation of the faith of the Jewish people and their existence. God lead them to the safe land and they must not forget that history. It is therefore the core of the Jewish traditions to say Shema twice every day.

4.
We can see another important tradition of the Jewish people to remember the event of Exodus in the feast of the passover. The passover feast has been celebrated in order to remember the Exodus for centuries. “You shall observe this rite as an ordinance for you and for your sons for ever.” (Ex. 12:24)
Therefore for the Jewish people, it is really the middle of their faith, ritual and tradition to have an experience of being refugees.

How we Christians understand the foundation of Judaism might not be unanimous, but still we cannot deny that their tradition has become a part of our tradition, too. The Passover feast is when Jesus and his disciples had the last supper, an essential part of the Holy week and a special occasion for us Christians, too.

Besides, we have our own tradition that regards asylum seeking. That is the escape of the Holy family, Joseph, Maria and the new born baby Jesus, to Egypt. This episode is actually very important and has a symbolic meaning that huge changes would be brought to the world by the birth of Jesus. Anyhow, the land of Egypt to which Jews are referring every day in Shema as “the house of bondage” has now changed into a shelter for the Holy family.
  

And we hear and listen to this story every year at Christmas time. So we cannot deny that to seek for asylum is also in the very middle of the tradition of our church.

5.
So my question is why then do we feel as if asylum seekers and refugees are out side of the churchly tradition, ritual or service?
Churches on the continent must be providing many services for asylum seekers. But are these services considered as a part of the main activity of the churches? Or are they considered as a sort of social welfare activities taken care of by the churches, just like church aid?

In this context, I would like to point out that here is an example of a tradition that used to be living and have influence on our religious life, but has fallen sleep.

I am not highly educated theologian, so I entrust you this matter as material for discussion and speculation. I would like, however, as a street pastor, to witness from the reality that I am facing.

That is asylum seekers and refugees are often dehumanized. When we see photos of boats filled with refugees, when we watch videos in which thousand refugees are walking, holding small children, to borders, who can say that kind of situation is humane? I have friends who are asylum seekers, and many of them have been living in Europe for 8, 9, or even longer than 10 years without sufficient civil rights. Is this situation humane?

No, not at all. They are dehumanized. And maybe, this dehumanization of asylum seekers is not only a result that society has brought to them, but also the reason why they are being kept dehumanized for a long time. Dehumanization is a method we use when we don’t want to confront violations against humanity and want to leave the problem as it is.

We need to break down this dehumanization of asylum seeking people. And I do believe that that is one of the important roles for us, Christian churches, and a part of our essential purpose.

6.
I went to church for the first time when I was 19 years old and got baptized when I was 21. I was the only Christian in my entire family. I was seeking for purpose of my life, and from the beginning it was easy for me to believe in an almighty God who is the center of the universe.


But I found it so difficult and ridiculous to believe that the Son of God became a human person. How could it be possible? I couldn’t understand it. 35 years have passed, and now Jesus Christ is “the Thing” in my religious life. I noticed at some stage, that I could communicate with God because of Jesus. Without him, how could I try to approach God and his will? Maybe I could feel the presence of God when I am in magnificent nature. I am sure that you would feel the same.

But that feeling doesn’t teach me how to understand the sins of man, the meaning of forgiveness or the importance of love among us sinners.
Through Jesus, through his teachings and behavior, we can learn, presume and be assured by what the will of God is, what his expectations to us are. Namely we are allowed to have communication with God on the level of our personalities.  

“(….) the Word was with God, and the Word was God. (….) And the Word became flesh and dwelt among us, full of grace and truth” (Jn. 1: 1, 14) What a miracle it is. What a grace it is. Divinity became a human in order to meet us and give us salvation.

If we are thankful for this miracle and grace, if we truly believe that our life has been changed by meeting Jesus, how can we leave them alone, who have been dehumanized by their situation, by the negligence of our society or by the obvious prejudice of it? 

Jesus has become a man, in order to meet us and release us from the sins, namely to humanize us in its true meaning. And is Jesus not visiting every single person in society to do the same to that person? If so, it is the traditional core mission of our church to humanize the dehumanized around us. Jesus is working for it. So, are we with him, or what?


Peace of God, which surpasses all understanding, will keep your hearts and your minds in Christ Jesus. -Amen


Úr dagbók prests innflytjenda - Dymbilvika

Enn rennur upp hátíðartímabil. Fermingarmessa og pálmasunnudagsmessa í hverri kirkju og bráðum koma páskar. En rétt eins og jólunum, þá er ég langt í burtu frá hinu stóra sviði hátíðarviðburðanna. Ég öfunda pínulítið aðra presta sem stjórna þessum hátíðum. En hins vegar hef ég nóg á minni könnu og það sem meira er, ég nýt þess mikið!

Undanfarna daga hefur aðstoð við flóttafólk aukist bersýnilega þar sem hvorki Reykjavíkurborg né Reykjanesbær hefur getað tekið á móti fleira flóttafólki og Útlendingastofnun verður að aðstoða það í þeirra hversdagslífi. En stofnunin er hins vegar ekki faglegur aðili í umönnun fólks og um stundarsakir varð algjört kaos. Sífellt koma upp óvæntar þarfir. "Mig vantar rakvél“: sagði maður. Hann átti ekki krónu. Rakvél? Er það nokkur rakvél í leigu í bænum?foot-in-mouth

Á ákveðnu tímabili gat fólk á einu gistiheimilinu ekki notað þvottavélina þar. "Við erum í sömu fötunum í lengur en viku.“ Því bauð ég fólki að koma í Neskirkju og þvo þar. Það tók fjóra tíma að þvo og þurrka föt og nærföt þriggja manns. Ég kynntist því óvænt þvottaherberginu í kjallara safnaðarheimilis Neskirkju!

Heimsókn fólks á flótta er orðin hversdagslegur hlutur í lífi mínu, aðstoð við einfalda hluti eins og innkaup matar, að kynna þeim fyrir borg og bæ og fleira. Í síðustu viku varð slys og maður var fluttur á spítala með sjúkrabíl. Bæði kallaði ég á sjúkrabílinn og eins vitjaði ég sjúklingsins á hverjum degi.

Auk þess byrjaði ég frá og með janúar á „átaksverkefni“ sem er að fylgjast með flóttafólki í messu. Það er of erfitt fyrir það að sækja messu sem er á íslensku, tungumálið er hindrun. Því sæki ég það og fer með því, fyrir hádegi og einnig eftir hádegi, stundum í Reykjanesbæ. Þetta er sem sagt eins konar "fylgdarþjónusta.“

Áður fannst mér skrýtið þegar ég sá prest sem var alltaf í prestskyrtu. Sjálfur var ég aðeins í henni þegar ég annaðist athöfn í kirkju. En núna er ég í prestsskyrtu alla daga – frá mánudegi til sunnudags. Get ekki farið úr henni. Að sjálfsögðu eru margir á meðal flóttafólks sem ekki eru kristnir og því tek ég stundum af "kragann“ úr hálsinum til að minnka "kristilegt einkenni“. Þjónustan hjá mér er fyrir alla sem óska eftir henni án tillitis til þess hvaða trú viðkomandi aðhyllast.

Samt fel ég ekki að ég sé prestur kirkjunnar. Mér finnst óheiðarlegt að fela hver maður er í raun. Nú kallar margt fólk mig "Father Toshiki“. Það er heiðurstitill finnst mér. Ég kann vel við hann. "Fylgdarþjónusta Father Toshiki“!innocent

Þjónustan sem ég er í núna líkist frekar djáknaþjónustu en prestsþjónustu. Ísleningar eru hrifnir að skipta hlutverki meðal sín: prestsþjónustu, djáknaþjónustu eða starfsemi trúboða. En slík hlutverkaskipting er aðeins tæknileg en ekki kjarnamál þjónustunnar að mínu mati. Í Japan þar sem ég var skírður, var þetta þrennt í sömu í einni prestsþjónustu. Heilaga þrenningin.

Að sjálfsögðu hlusta ég einnig á sögu fólks um flótta og geri ýmislegt sem hægt að gera til að styðja við fólkið. Það er jú talsverð mikil vinna í raun. Samt gætuð þið haldið: "Allt of mikið sem er ekki tengt fagnaðareindi“.

En fylgdarþjónustan er mikilvæg, af því að hún aðstoðar fólk í hversdagslífi þeirra eða brýtur það upp. Að þvo þvotta, fara saman í innkaupaleiðangur eða að vaska upp eftir matinn, allt er þetta hluti af hversdagslífi fólks.

Og ekki er hægt að skilja bænir frá hversdagslífinu. Með því að deila hversdagslegum hlutum hvert með öðru, eykst samstaða í bænargjörð efalaust mikið. Þegar bænir verða kraftmeiri, finn ég þar ómetanlega náð Guðs og nærveru Jesú.

Það er ákveðin og skýr lína dregin milli fólks á flótta og mín. Fólkið er á flótta, en ekki ég. Þessi munur er raun svo stór að ég get ekki brúað það sjálfur. En Jesús getur. Það er Jesús sem kemur í veg fyrir að þjónustan mín verði "vorkunn blessaðs manns“. Við erum, þrátt fyrir allt, að þiggja öll fylgdarþjónustu Jesú.

Birtingarform prestsþjónusta og kirkjuþjónustu er margvísleg og fjölbreytt. En þær allar spretta út úr sömu rótinni, sem er kærleiki Jesú Krists og hans krossinn.

Gleðilega páska! Drottinn er upprisinn og hann er ekki í gröfInni. Og við erum heldur ekki!smile

 

 


Friður sé með oss

Ég hef verið að velta fyrir mér merkingu friðar þessa dagana. Ef til vill er það tímabært að hugsa um frið á aðventu. Hvað er friður? Einfalt svar er að sjálfsögðu það að friður er staða þar sem ekkert stríð ríkir. Þegar við fréttum um aðstæður í Sýrlandi eða Egyptalandi þökkum við líklega öll fyrir að Ísland er ekki þátttakandi í stríði við aðra þjóð eða að Íslendingar eru ekki klofnir vegna borgarastríðs.

Samt verðum við að segja að þessi skilgreining á friði, að friður sé staða þar sem ekkert stríð sé í gangi, sé frekar óvirk skilgreining. Er sérhvert samfélag án stríðs sannarlega friðsælt samfélag?

Ef fólk sem er í valdastöðu kúgar ákveðinn hóp manna í samfélaginu með því að svipta hann mannréttindum, ef það er fólk sem eru fórnarlömb skipulagðs eineltis eða mismunun, eða ef margir unglingar þjást vegna fíkniefnaneyslu, á slíkt samfélag skilið að kallast ,,friðsælt samfélag" þó að jafnvel  ofbeldi vegna stríðs sé ekki til staðar? Svarið mun vera ,,Nei". Ekki bara ,,nei", heldur geta slíkar aðstæður valdið óeirðum og ólátum einhvern tíma í framtíðinni.

Friður í virkri merkingu

Ef við skilgreinum frið á virkan hátt, mun hún vera eins og: friður er staða þar sem allir í viðkomandi samfélagi njóta allra réttinda sinna, taki þátt í samfélaginu á sinn hátt og að allir geti tekið þátt í umræðinni innan ákveðins lýðræðislegs ramma. Sem sé er þá er það nauðsynlegt að réttlæti í samfélaginu stofnist í ríkum mæli, auk þess að stríð sé ekki til staðar.

Slík lýsing um friðsælt samfélag er, eins og auðsætt ætti að vera, næstum því að lýsa hugmyndarfræðilega fullkomnu samfélagi, og vissulega er erfitt að láta þann draum rætast. Menn þurfa að vinna í málinu endalaust til að ná friði. Friður eða ást/kærleikur eru hversdagsorð fyrir okkur, en þau hafa þunga merkingu í sér.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hafði orð um frið og réttlæti í þessari merkingu eins og ég hef lýst hér, í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings í nóvember sl. Hún sagðist hafa orðið fyrir áhrifum af guðfræði í Sri Lanka sem hún kynntist á heimsþingi Alkirkjuráðsins sem var haldið í Suður-Kóreu viku fyrir kirkjuþingið.

,,Öll þráum við frið og gerum okkur grein fyrir því að friður, jafnvægi, næst ekki nema réttlæti ríki. Við búum ekki við ófrið af því tagi er margir sögðu frá á heimsþinginu í Busan. ... Samt er þörf fyrirbæn til Guðs lífsins um réttlæti og frið.

Það er ófriður í landi okkar. ... Ófriður í þeirri merkingu að margir upplifa óréttlæti, þvinganir, afskiptaleysi, ósjálfstæði, ójafnrétti, kvíða, reiði".

,,Sambýlis"guðfræði

Í Sri Lanka búa mörg þjóðarbrot saman og einnig eru í landinu mörg trúarbrögð eins og búddismi, hindúatrú, islam og kristni. En vegna skorts á réttlæti í samfélaginu hefur þjóðin lent í borgarastríði í fjórum sinnum frá 1983 til 2009. Í fjórða stríðinu voru fleiri en tuttugu þúsund borgarar drepnir. Aðstæðurnar eru ennþá óstöðugar og uppbygging réttlætis í samfélaginu virðist vera langt frá því að vera fullnægjandi.

Í slíkum aðstæðum hafa margir verið að vinna að því að byggja upp jákvæð samskipti meðal þjóðarbrotanna og trúarbragðanna í Sri Lanka. Sr. Dr. Rex Joseph (d. 2007) var einn af þeim og hann náði áberandi árangri í samstöðu meðal trúarhópa í Sri Lanka.

Dr. Joseph líkti ,,sambúð" mismunandi þjóðarbrota og trúarbragða við tré eins og Banyan eða Palmya Palm, en þau eru algengt tré í Sri Lanka. Þau eru ,,sambýlis"(symbiosis)tré og vaxa saman með því að láta greinar sína strjúka greinar annara trjáa. Þannig líta tvö tré út fyrir eins og eitt tré. Með því að vaxa á þennan hátt, geta trén verið sterkari fyrir vindum eða stormum. Samt eru þau sjálfstæð hvort frá öðru og þau stela ekki næringu frá öðru tré eða trufla á neinn hátt.

Dr. Joseph benti fólki í Sri Lanka á að sambýlistrén væru tákn fyrir það að hvernig þjóðin Sri Lanka ætti að vera.

Í ljósi íslensks raunveruleika

Ég held að það sé tvímælalaust einnig verkefni okkar á Íslandi að reyna að ná friði í virkri merkingu. Eins og Agnes biskup benti á, það er ófriður til staðar í þjóðfélagi okkar. Og til þess þurfum við einnig að ná réttlæti í samfélaginu. Án réttlætis er friður aðeins yfirborðslegt fyrirbæri.

Og gleymum ekki ,,sambýlistrjánum". Hér búa líka mismunandi hagsmunaðilar eins og fjölbreytileg trú- og lífsskoðunarfélög. Réttlæti má ekki vera réttlæti, aðeins fyrir suma eða fyrir sjálfa sig, heldur verður það að vera réttlæti fyrir aðra líka. Munum það, að láta óréttlæti fyrir afskiptalaust veldur ógnar friði allra  einhvern tíma í framtíðinni. Sköpum frið og lifum saman í honum.
Friður sé með oss og gleðileg jól! 

  


Ég á mér draum...eða má ég það?

Ég á mér draum. En hann er ekki stór draumur fyrir réttlæti manna og frelsi eins og Martin Luther King yngri átti sér. Draumur minn er lítill og persónulegur.

Ég á mér draum. Mig langar að elda góðan mat fyrir einhverja sem ég kann vel við og sjá bros á andliti hennar. Mig langar að sitja til borðs þar sem hlátur og hlýja streymir niður.

Mig langar að fara í ferðalag innanlands með einhverri sem ég kann vel við og ganga með henni um fjöll og dali. Mig langar að við njótum fegurðar náttúru Íslands saman og ég safna efni fyrir ljóð.

Mig langar að við sitjum saman í hlýrri stofu og ég sýni henni uppkast ljóða minna og fá álit hennar. Mig langar að við deilum erfiðleikum, pirringi og kvörtunum með hvort öðru, jafnt sem gleði og skemmtun.

Draumur minn er nefnilega að hafa einhverja sem ég get deilt lífi mínu með. En samt þarf það ekki endilega að búa saman eða giftast.
Ég hef haldið í þann draum síðustu áratugi, en hann hefur aldrei ræst nema um stund.

Ekki misskilja mig. Ég er ekki að auglýsa eftir lífsförunaut fyrir mig hér! Ég vil heldur velta fyrir mér leitinni að hamingju lífsins. 

,,Lúxus"  ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi"?

Þegar þið lesið um þennan draum minn, hugsið þið ef til vill að ég kveljist í einangrun og sé ósáttur við lífið mitt án þess að njóta þess. En það er ekki satt. Ég gæti verið duglegri í að njóta lífsins, en ég er hamingjusamur.

Ef það væri til mælingartæki á hamingju manns, myndi ég fá háa einkunn á hamingjuskala. Ég á tvö börn, sem ég get sannarlega verið stoltur af, og ég þakka Guði fyrir að vera svo lánsamur.    

Ég er í starfi sem ég elska og í því get ég notað hæfileika minn vel. Atvinna manns varðar hversdaginn og það skiptir miklu hvort manni líður vel eða illa í vinnunni.

Ég er ekki með neinn ákveðinn sjúkdóm, þó að ég vanræki algjörlega líkamsrækt. Ég er ekki ríkur, en samt á ekki í fjárhagserfiðleikum.
Ég á enga sérstaka óvini, þó að ég viti að ég er ekki vinsæll hjá öllum og sumir sýna mér andúð sína.

Þannig að þegar skoðuð er heildarmynd lífs míns, má segja að ég sé hamingjusamur maður í ríkum mæli.

Hvað um það þó ég haldi í draum um að eignast lífsförunaut? Ætti slíkur draumur að þykja ,,lúxus" ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi" ?   

Satt að segja tel ég það sjálfur stundum. Úr fjölmiðlum þekki ég mörg börn sem glíma við erfiða sjúkdóma. Erfiðleikar þeirra varða alla fjölskyldu barnanna. Margt fólk er orðið að fórnarlömbum hagræðingar og enn fleiri standa frammi fyrir þeim ótta að missa lífsviðurværi sitt.

Í starfi mínu hitti ég fólk sem á í erfiðleikum í fjölskyldu sinni og við matarborð þeirra eru borin á borð tár og reiði í staðinn fyrir súpu og brauð.

Og hælisleitendur. Í hvert skipti þegar ég kem heim eftir heimsókn til hælisleitanda, get ég ekki gert annað en að þakka fyrir það sem ég á, heimili, fjölskyldu, tilgang í lífinu, frið, frelsi og réttindi. Hvað meira er nauðsynlegt?

Það er satt. Við skulum reyna að gleyma ekki því sem við eigum núna. Ekkert er sjálfsagt mál fyrir okkur og allt á skilið þakklæti. Mér finnst þetta vera grunnstefna lífsins, a.m.k. hjá mér.

Það sem varðar eðli manns djúpt

Engu að síður, get ég ekki afsalað mér draumum mínum. Af hverju?
Þegar Guð skapaði manneskjuna sagði hann: ,,Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi". Mér finnst þetta vera mjög mikilvæg skilaboð (sérstaklega til að réttlæta drauminn minn!).

Nei, án gríns, hér birtist mjög mikilvægt atriði sem varðar eðli mannsins. Það er að manneskjur eru hannaðar til að starfa saman og hjálast að. Það gildir um samfélag manna og jafnframt gildir það sérhvern einstakling. Að eiga maka varðar í raun grundvallar-eðli manneskju.

Þannig er það ómissandi hluti fyrir mann til að móta sannan sjálfan sig að þiggja hjálp frá maka sínum og að veita maka sínum hjálp, þar sem manneskja á að vera í sambandi ,,veita-þiggja hjálp". En gleymist þetta ekki alltof oft í okkar nútímalífi?

Dag frá degi virðist það vera mikið auðveldara að lifa og búa ein/n. Ég hef reynslu af fjölbreyttri sambúð: að vera ógiftur, giftur, skilinn, í sambandi, og ég get fullyrt að það er mikið auðveldara að búa ein/n en að vera í sambúð. Að búa saman eða að vera í fastasambandi er erfið samvinna. En samt er það þess virði.

Niðurstaða mín.

Draumur minn, sem er að óska eftir lífsförunaut, er því í eðli sínu ekki að bæta ákveðinni hamingju við þann lánsama hluta lífs míns sem ég lifi núna. Draumurinn fylgir mér svo framarlega sem ég spyr um tilvist sjálfs míns og leita leiða til að njóta míns eigins lífs. Því má ég halda í þessum draumi og bíða eftir því að hann rætist.
Maranatha!

  


Náð dagsins, náð að eilífu

1.
Gamall prestur í Japan, sem ég hef þekkt í yfir þrjátíu ár, er á síðasta stigi erfiðs sjúkdóms. Ungur prestur, sem er eins og á barnabarns aldri gamla prestsins, lét mig vita af því. Ég gat ekki fundið betri orð en:„Berist hver dagur til hans sem náð Guðs".

„Maður þekkir náð sem gefin hefur verið manni og saknar hennar fyrst þegar náðin hefur tapast." Það gerist líka í raun að erfið upplifun getur breyst í „náð" síðar, en ef marka má náð sem við þiggjum með þökkum, mun þetta yfirleitt vera satt hjá okkur mönnum.

Samt er það ekki lögmál, og að sjálfsögðu er það hægt fyrir okkur að viðurkenna náð sem náð og njóta á meðan náðin dvelur í höndum okkar. Það er hvorki erfitt mál né leyndarmál. Til að njóta náðar sem stendur hjá okkur núna, þurfum við aðeins að vita að allt er breytingum háð.

Allt er á ferli breytingar og ekkert er óbreytanlegt. Sjálfsögð sannindi, en engu að síður gleymist það svo oft. Japanskur búddismi leggur áherslu á þessa hugmynd um „umbreytingu" (Mujou-kan) mikið. Því hef ég vitað um hugmyndina yfirborðslega frá ungum aldri, en hún var ekki „inni í" brjósti mínu.

2.
Kannski á maður að læra um „umbreytingarsjónarmið" stig af stigi af reynslu í lífinu sínu. Fyrir rúmum tíu árum lendi ég í árekstri við starfsfólk Alþjóðahúss, sem hafði verið góður og mikilvægur samvinnuaðili, vegna ágreinings um þjónustustefnu.

Sambandi okkar var slitið og ég einangraðist töluvert. Mér sýndist það vera endalausir gráir dagar, en sólin skein aftur óvænt þegar stjórn Alþjóðahússins breyttist. Þá kom vorið.

Næstu nokkur ár reyndust áhugaverðir og skemmtilegir dagar fyrir mig í starfi. Allt gekk vel, en ég hafði lært eitt á eigin skinni: „Nú er allt í fínu lagi. En vetur mun koma einhvern tíma aftur". Og það var rétt. Kreppurnar komu og Alþjóðahúsið var horfið.

Ég varð aftur í einangrun en í þetta skipti var mér gefið gott skjól í Neskirkju með gott vinnuumhverfi og samstarfsfólk. Ég tek þeim sem náð og ég lít alls ekki á þau sem sjálfsagt mál. Þá mætir kirkjan sem heild erfiðum tíma og hann virðist standa enn yfir. En ég er alveg viss um þessi erfiði tími haldi ekki áfram að eilífu. Vorið mun koma með tímanum.

3.
Fyrir tíu árum komu börnin mín tvö saman til mín alltaf um helgar. Ég var helgarpabbi. Eftir nokkur ár breyttist það þannig að annað hvort sonur minn eða dóttir mín kom til mín í einu, þar sem þau urðu of stór að vera saman í lítilli íbúð minni. En ég hafði aldrei hugsað að dvöl þeirra hjá mér væri sjálfsagt mál eða tilvist þeirra hjá mér myndi vera óbreytanleg í framtíðinni.

Nú eru þau orðin enn stærri og geta komið til mín aðeins óreglulegar. Ég er glaður samt. Eftir nokkur ár, verða þau alveg sjálfstæð og eignast eigin fjölskyldu hvort fyrir sig. Þau geta farið úr landi eins og ég gerði sjálfur og flutti til Íslands. Allavega er það visst að ég hitti börnin mín minna en ég get núna. Og þetta á að vera svona.

Ég held að ég sé lánsamur af því að ég er ekki að gleyma því að njóta hverrar stundar með börnunum mínum sem ómetanlegrar náðar Guðs. Raunar segi ég hið sama um foreldra mína. Hvert sinn þegar ég heimsæki þau held ég að það muni vera í síðasta sinn sem ég sé þau á jörðinni, og því þakka ég það tækifæri.

Það verður ekki eftirsjá að þurfa að upplifa eitthvert „síðasta skipti" í lífinu. En það myndi vera eftirsjá ef ég tek eftir því að lokum að ég hef farið fram hjá náð án vitundar minnar. Ég veit ekki hve mikið ég get tekið á móti náð Guð sem náð með þökkum. En a.m.k. vil ég geyma þau atriði í brjósti mínu og reyna að bjóða hverja náð velkomna.

  


Samræða meðal trúarbragða

Fyrsta vika febrúar hvert ár er „Interfaith week" hjá Sameinuðu þjóðunum. Það má segja að þetta sé „vika samræðu meðal trúarbragða".
Eitt af sérstökum verkefnum hjá mér, sem presti innflytjenda þjóðkirkjunnar, er að hvetja til umræðu meðal trúarbragða í landinu. 

Innflytjendur eru talsvert tengdir öðrum trúarhefðum en hinni lúthersku. Auk þess á ég að þjóna fólki óháð trúarlegum bakgrunni þess ef þjónustu minnar er óskað. Því hefur verkefnið um samræðu meðal trúarbragða raunsætt mikilvægi hjá mér.

Í mjög stuttu máli sagt hefur samræða meðal trúarbragða tvær hliðar. Önnur er trúarbragðafræðileg samræða eins og samanburður kenninga hverra trúarbragða og hin eru bein samskipti meðal einstaklinga, sem hafa mismunandi trú eða trúlaust viðhorf.
Mikilvægi trúarinnar fer eftir manni, en nauðsynlegt er að bera virðingu fyrir trú hvers einstaklings.

Varðandi starfsemi um samræðu meðal trúarbragða, hef ég oft mætt misskilningi fólks og fordómum eins og: „Þú heldur að öll trúarbrögð séu þau sömu og byggist á sama grundvelli" eða „Telur þú að það skipti engu máli hvaða trú maður aðhyllist?"

Misskilningur af þessu tagi stafar, ef til vill, af því að viðkomandi blandar saman virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og hlýðni við þau. En ég er ekki með slíkrar skoðunar.

Ég gekk í kristna kirkju í Japan. Í Japan er minna en 1% af íbúum þess kristinn. Kristin kirkja er algjör minnihlutahópur og þess vegna mætum við ýmiss konar óþægindum eða jafnvel mismunun í trúariðkun okkar.
Samt heldur kristið fólk í Japan áfram að leggja trú sína á Krist, þar sem kristin trú er sérstök og mikilvæg fyrir það.

Margir halda í kristna trú sem minnihlutahópur í heiminum og á ákveðnum svæðum fylgir því raunveruleg hætta að vera kristinn. Hið sama má segja um aðra trúarlega minnihlutahópa en kristna. Við myndum óvirða þá ef við segðum eitthvað í þá veru að „öll trúarbrögð séu eins," án þess að velta málinu vel fyrir okkur.

Að halda fast í eigin trú er eitt og að bera virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum er annað. Og einnig eru sérhver trúarbrögð mismunandi og alls ekki eins. Þetta er grundvöllur fyrir samræðu meðal trúarbragða að mínu mati.

Viðurkenning um mun

Er ég að leggja of mikla áherslu á mun meðal trúarbragða? Það er jú mikilvægt að finna út sameiginlegt atriði meðal trúarbragða og manna. Jafngildi manneskja og virði sem sköpun Guðs er stór forsenda fyrir okkur og þess vegna get ég þjónað fólki óháð trúarlegum bakgrunni í raun.

Engu að síður tel ég að samstaða sem forðast að horfast í augu við mun sé eins og hús byggt á sandi. Það lítur út fyrir að vera þægilegt í góðu veðri, en stenst ekki þegar stormur slær. Byggist áreiðanleg samstaða og gagnkvæmur skilningur ekki á því að við fyrst viðurkennum mun okkar á milli og síðan finnum hvað trúarhefðir okkar eiga sameiginlegt?

Þannig er viðleitni til samræðna meðal trúarbragða allt annað en að blanda öllum trúarbrögðum saman og gera þau eitt eða líta fram hjá sérkennum hverrar trúar og láta eins og það skipti mann engu máli hvaða trú maður aðhyllist.

Raunverulegar samræður eru til þess að skapa djúp tengsl við náunga okkar og nágranna í samfélaginu.

 


Þrátt fyrir harða raunveruleikann...Gleðileg jól!


hotblack@morgurfile.com

 

,,Gleðileg jól". Við skiptum þessari hátíðarlegu kveðju hvert við aðra. Oftast heilsum við öðrum í hátíðarlegu og skemmtilegu jólaskapi. Jólin eru gleðilegar dagar.

En samt vitum við samtímis að jólin eru ekki endilega gleðilegur tími fyrir alla. 

Við vitum að stríð er í gangi í nokkrum löndum og að mörg börn, konur jafnt sem eldra fólk eru orðin að skotmarki. Við vitum að það eru grátandi foreldrar sem misstu börn sín vegna hryllilegs ofbeldis. Við vitum að það er margt fólk sem tapað hefur öllu vegna árásar náttúrhamfara í heiminum. 

Við vitum að fólk í fátæki býr í samfélaginu hér. Við vitum að sjúklingar halda áfram í baráttu sína gegn erfiðum sjúkdómum á meðan jólin standa líka. Við vitum að það er alltaf margt fólk meðal okkar, sem liður illa af einhverri eigin ástæðu.

Jólin eru, ef til vill, ekkert gleðilegt tækifæri fyrir marga, marga og marga jarðarbúa.

Þegar við veltum því fyrir okkur, getum við hikað við að segja hátt ,,Gleðileg jól". Er það ekki skortur á tillitssemi að segja ,,Gleðileg jól" við fólk í erfiðleikum eða sorg? Okkur langar að byrja að hvísla kveðjunni aðeins að takmörkuðu fólki sem er í stöðu til að njóta jólanna.

En við megum ekki gera slíkt. Af því að ef við gerum það, þá þýðir það að við  reynum að afmarka ,,gleðileg jól" aðeins fyrir menn sem eiga ekki í erfiðleikum.

Og þá verður merking jólanna alveg andstæð sönnu merkingunni. 

Ljós aðventunnar er til þess að lýsa þeim sem sitja í myrkri, og gleði jólanna er til þess að frelsa þá sem eru bundnir við örvæntingu, sorg eða þjáningu. Þeir sem eiga í erfiðleikum eða í sorg eiga að standa í kastljósi jólanna.

,,Gleðileg jól" þýðir ekki að jólin séu gleðileg. ,,Gleðileg jól" er viðurkenning okkar um tilvist félaga okkar á jörðinni sem sitja í myrkri enn og ,,Gleðileg jól" er ósk okkar um að gleðin nái til þeirra fyrst og fremst. ,,Gleðileg jól" er staðfestingarkveðja um að Guð hugsar til þeirra sem eiga í erfiðleikum jafnt sem alla aðra jarðarbúa.

Því hikum við ekki við að kveðjast hátt:
,,Guð gefi okkur öllum gleðileg jól"!  


 -Myndin er eftir hotblack @morguefile.com-
 

Gjöf, framlag og gleði

Jólin eru að koma aftur. Persónulega verða þetta 21. jólin sem ég tek á móti hér á Íslandi. Ég hef tekið eftir því að nokkur breyting hefur átt sér stað um hvernig ég nýti daga aðventunnar á þessum tveimur áratugum.

Fyrstu árin mín hérlendis var ég giftur og börnin mín tvö voru lítil. Ég átti enga ættingja hér en samt voru litlir frændur og litlar frænkur allt í kringum mig og þannig voru aðventan og jólin mikið tengd við „gjafir".

Mér fannst sérlega gaman þá þrettán daga þegar íslensku jólasveinarnir heimsóttu börnin mín. Satt að segja bað ég þá aldrei um að færa börnunum mínum kartöflur, heldur um að koma með eitthvað skemmtilegt. Ég held að það hljóti að hafa verið flókið að finna góðar og ódýrar gjafir í skóinn þrettán daga í röð. Aðventan var á vissu tímabili áskorun fyrir mann að brýna sköpunargáfu sína.

Núna eru börnin mín orðin stór og jólasveinarnir hættu heimsóknum til þeirra án þess að ráðfæra sig við mig. Ég þarf ekki að undirbúa jólagjafir fyrir fleiri en fjóra eða fimm. Samtímis fæ ég bara þrjá eða fjóra pakka fyrir sjálfan mig. Það skiptir litlu máli en ég sakna þess að gefa ekki fleiri jólagjafir.

Það gleður mig óneitanlega meira að gefa gjöf en að þiggja hana. Ég er að velta fyrir mér hvers vegna mér finnst það, kannski má ég segja að mér líði eins og ég nái í jákvætt samband við viðtakanda, jafnvel í skamma stund, með því að gefa honum gjöf.

Ég viðurkenni að slík tilfinning gæti verið ekkert annað en „sjálfsánægja mín" og því gæti það valdið óþægindum fyrir viðtakanda. Engu að síður get ég ekki heldur neitað þeirri gleði sem það „að gefa gjöf" færir mér, eða merkingu þess að „gefa" yfirleitt í mannlífi okkar.

Hátíð Guðs og hversdagslíf okkar

Við í kirkjunni segjum að messa sé gleðileg hátíð, þar sem við megum koma saman með hinar ýmsu gáfur okkar. Prestur flytur prédikun, organisti spilar friðsæla tónlist og kórinn syngur fallega. Það gæti einnig verið einkasöngur, leikur barna eða ljóðaupplestur, allt eftir tilefni. Allir mega koma með sitt framlag til að fagna hátíð Guðs.

Stundum gæti maður spurt sig: „Hvað um mig? Hef ég hef ekkert fram að færa? „Miskunnsemi þóknast mér en ekki sláturfórn og guðsþekking fremur en brennifórn" (Hós. 6:6). Gjafir eða framlög okkar sem skipta Guð máli eru kærleikur okkar og trú, en alls ekki „sérhæfni" okkar í einhverri grein. Því þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku.

Og þetta varðar ekki eingöngu messuna. Það má segja að hver og einn einasti dagur lífs okkar sé dýrmætur og hátíðardagur. Að gefa getur veitt meiri gleði en við erum meðvituð um. Hve auðvelt er, eftir allt, að gleyma þeirri gleði? Við gætum grátið af því að við höfum ekki nægileg tækifæri til að gefa, við eigum ekki marga æskuvini til að senda gjöf eða við erum ekki með neitt sérstakt til að leggja fram til Guðs.

Ef til vill miskiljum við það að „að gefa gjöf" eða „að veita framlag" eigi að vera mælanlegt. En það sem skiptir máli eru viðhorf þess sem gefur. Gefum við af því að það varðar lífsgildi okkar og birtist daglega í gjafmildi okkar, eða gefum við af því að það er ætlast til þess af okkur?

„Sælla er að gefa en þiggja" (Pos. 20:35) eru orð Jesú. Það er gaman að gefa og þiggja gjafir í kringum jólin. En til þess að njóta hinna sönnu verðgilda gjafmildi, bæði okkar vegna og annarra, eigum við ekki fyrst og fremst að minnast endalausrar náðar sem við þiggjum frá Jesú Kristi, og það sem við getum gefið öðrum á uppsprettu sína í henni?


-Fyrst birt í Mbl. 5. desember sl.-

  


Tilgangur ,,sér"þjónustu

Þekkið þið ,,sérþjónustuprest"? Sérþjónustuprestur er t.d. fangaprestur,   prestur fatlaðra eða sjúkrahússprestur, sem sé, prestur sem starfar fyrir tiltekið málefni eða hjá stofnun eins og spítala eða elliheimili. Þeir eru ekki bundnir við sókn, sem er hefðbundin grunneining í skipulagi kirkjunnar. Að því leyti eru þeir ,,sér". Nú starfa um 18 prestar fyrir fanga, fatlað fólk, innflytjendur, sjúklinga á spítölum o.fl.

En af hverju sérþjónustuprestar? Tvær spurningar munu koma upp. Í fyrsta lagi geta prestar í sóknum ekki sinnt málum sem tilheyra sérþjónustu? Í öðru lagi hvetur ,,sérþjónustan" ekki aðskilnað tiltekins hóps frá öðrum, eins og fatlaðs fólks frá örum, eða innflytjenda frá Íslendingum?

Fyrstu spurningunni er auðsvarað. Oftast krefst ákveðið málefni meiri sérþekkingar en í venjulegu prestsstarfi. T.d. þarf prestur heyrnarlausra að ná tökum á táknamáli og prestur innflytjenda verður að hafa þekkingu á löggjöf o.fl. sem varðar útlendinga. Þjónusta sjúkrahússpresta krefst hærri menntunar í  sálgæslu en venjulegur sóknaprestur þarf að hafa.

Og einnig tekur það mikinn tíma að sinna fólki almennilega. Ef maður sér hve mikið sjúkrahúsprestur er upptekinn í sinni þjónustu, mun þessi fyrsta spurning hverfa. 

Síðari spurningunni mun ég svara þannig. Tilgangur sérþjónustunnar er ekki að aðskilja ákveðið fólk frá öðru fólki. En það er satt að við þurfum að veita öðruvísi þjónustu við fólk t.d. með fötlun eða fólk í sérstökum aðstæðum eins og fangelsi. En það sem við sérþjónustuprestar sjáum í þjónustu okkar er ekki fötlun, sjúkdómur eða framandi tungumál, heldur mætum við manneskjum. Og manneskjur eru jú í mismunandi lífskjörum. 

Ég vil meina að aðgreining milli hefðbundinnar prestsþjónustu og sérþjónustu sé einungis tæknileg. Sérþjónustuprestar nota öðruvísi nálgun en sóknarprestar til að kafa í málin í mismunandi og oft erfiðum aðstæðum, í þeirri viðleitni að mæta fólki í þeim aðstæðum sem það er statt og styðja það. Við þjónum undir kjörorðunum: ,,Öll erum við Guðs börn".

-Fyrst birt á MBL. 25. október 2012- 

  

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband