Færsluflokkur: Trúmál

Bann við hjónaskilnaði presta

Þessa daga var ég búinn að tengjast nokkrum gömlum vinum mínum á Facebook. Þeir eru allir vinir þegar ég var í prestaskóla í Tókýó. Skólinn (Japan Evengelcal Lutheran Semminary) stóð ásamt Japan Lutheran Theological College. Prestaskólinn var ,,sérskóli", en JLTC var venjulegur skóli og það var einnig verferðarskor til staðar.

Strákur, sem var að læra verferðarmál þegar ég var þar, birtist nú sem prestur á Facebook. Kirkjan hans er ekki lúthersk og tilheyrir annarri mótmælandakirkjudeild. Við spjölluðum á Facebook og skiptum fréttum hjá hvorum okkar, þ.á.m. skildi ég við konuna mína fyrir 13 árum. Þá sagði hann eitthvað athyglisvert við mig :

,,Í minni kirkju, verður prestur að hætta að vera prestur ef hann skilur við maka sinn. Reglan kveður á það skýrt". Hann sagði mér að annar prestur (sem var í annarri kirkjudeild en hans) móðgaðist þegar hann sagði frá þessu og hvarf úr Facebook-vinalistanum hans. 

,,Það eru einnig reglur eins og t.d.: má hvorki drekka né reykja, má ekki spila fjárhættuspil - má ekki einu sinni kaupa lóttó...": hélt vinurinn minn áfram. Hann virðist ekki vera ánægður með þessum reglum sjálfur.

Í móðurkirkju minni, Japan Evangelical Lutheran Church, er ekki slík regla til, sem bannar presti að skilja við maka sinn. Hins vegar þekki ég dæmi nálægt mér um fráskilinn prest, en hann tapaði trausti fólks í safnaði sínum eftir hjónaskilnaðinn sínn. ,,Hvernig kennir maður öðrum um trú, sem getur ekki einu sinni verndað fjölskyldu sína?" Slíkt viðhorf er enn til staðar meðal kristins fólks í Japan.

Allavega sýnist mér að ég standi ekki á sama grunn og kirkjan vinarins míns. Jafnvel þó að við séum á sama grunn, er það vist mikil fjarlægð á milli okkar. Ég veit ekki hvað guðfræðilegur grunnur reglunnar um bann við skilnað prests er, en það er ekki svo erfitt að giska á að það sé tengt annað hvort við bókstaflegan skilning á Biblíunni, eða við viðhorf eins og ,,prestur á að vera til fyrirmyndar fólks að öllu leyti".

Ég mun segja vininum mínum að í kirkjunni minni hér á Íslandi þjóna margir prestar sem þekkja um hjónaskilnað af eigin reynslu sinni. Og sem tengt efni skal ég koma því á framfæri að við getum gift fólk af samkynhneigð núna og ég var nýbúinn að njóta þessara forréttinda með gleði. Ef fólk í safnaðinum vinarins míns væri Facebook-friends mínir, myndu þeir ekki hverfa úr listanum eftir klukktíma? (myndi ég sakna þeirra? FootinMouth

Kirkja er ekki eins. Kristið fólk er ekki heldur eins. Við eigum ekki að gleyma þessari staðreynd þegar við tölum um kirkju eða kristið fólk. Kirkja og fólk í henni er einnig í fjölbreytleika. 

 


Hvað er trúboð?

Trúfrelsi er mikilvægur hluti mannréttinda í nútímasamfélagi. Þess vegna eru umræður um trúfrelsi að undanförnu hérlendis af hinu góða. Í umræðunum heyrist oft orðið ,,trúboð" og iðulega í því samhengi að allt sem prestar taka sér fyrir hendur sé trúboð. Þetta felur í sér ákveðna staðalmynd sem stenst ekki.

Samkvæmt Íslensku orðabókinni er ,,trúboð" skilgreint sem ,,boðun trúar meðal þeirra sem játa e-a aðra trú". Í orðabókinni segir einnig að ,,boðun" eða ,,að boða" sé að ,,kunngera" eða að ,,reyna að koma e-m á e-a trú eða skoðun". Sem sé, svo má segja að trúboð sé að hvetja einhvern virkilega að snúa til ákveðinnar trúar með orðum og gjörðum.

Í kristinni kirkju er boðun fagnaðarerindisins ekki smáatriði, heldur kjarnastarfsemi. Þess vegna er eðlilegt að að orðið trúboð fái á sig ólíkan blæ og ólíka þýðingu eftir samhenginu. En í samfélagslegri umræðu ætti skilgreining á trúboði að vera eins og ofangreind tilvísun í orðabókina greinir frá.

Þjónusta sem er ekki trúboð

Ef við fylgjum þessari skilgreiningu, kemur það í ljós að ýmis konar þjónusta prests eða kirkjunnar er ekki trúboð í raun. Skýrt dæmi er þjónusta hjá sjúkrahúsprestum. Sjúkrahúsprestur þjónar öllum sjúklingum og aðstandendum eftir ósk, óháð trúarlegum bakgrunni þeirra. Og þjónustan sem er veitt er fyrst og fremst sálgæsla og samfylgd en ekki trúboð. Kona sem fékk sálgæslu hjá sjúkrahúspresti sagði: ,,sjúkrahúspresturinn talar um allt nema trúmál". Að sjálfsögðu talar hann um trúmál ef viðkomandi óskar eftir því, en málið er að hann er þátttakandi í samtali við fólk og leggur sig fram við að veita nærveru, virka hlustun og ráðgjöf, en ekki trúboð.

Hið sama gildir um þjónustu mína sem prests innflytjenda. Frá upphafi þjónustunnar árið 1996 hefur markmið hennar verið að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi en ekki beint kristniboð. Mér skilst að þetta sé ríkjandi stefna einnig meðal innflytjendapresta á hinum Norðurlöndunum. Með því að veita innflytjendum aðstoð við að styrkja sjálfsmynd sína, sem oft býður hnekki í nýju landi, sýnir prestur manneskju, sem er sköpun Guðs, virðingu og samstöðu. Það er grunnhugsunin og þannig afstaða þjónar innflytjendum best á erfíðum tíma og í flóknum aðstæðum.  

Það er hægt að benda á starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar, samtöl milli  trúarbragða eða áfallahjálp sem dæmi um starfsemi presta eða kirkjunnar þar sem andi mannúðar ríkir, og tilgangurinn er ekki trúboð.

Stuðlum að gagnkvæmri virðingu

Sumir myndu svara mér og segja: ,,þó að prestur stundi ekki beint trúboð, hlýtur það að vera undirliggjandi tilgangur að fólk snúist til kristinnar trúar". Það er einstaklingsbundið hvað knýr hvern og einn, þótt erfitt sé að fullyrða að ekkert slíkt búi á bak við. Þó væri réttara að kalla það ,,ósk" frekar en ,,undirliggjandi tilgang".

En samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan, er trúboð það að hvetja einhvern virkilega að snúa til ákveðinnar trúar, með orðum og gjörðum. Og það sem maður óskar í brjósti sínu er ekki trúboð. Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Þegar fólk tekur þátt t.d. í friðargöngu, hlýtur sérhver maður að bera í brjósti ósk sem er tengd við trú hans eða lífsskoðun, en við lítum ekki á hana sem falinn tilgang. Ef við færum að kalla það ,,falið trú- eða lífsskoðunarboð" værum við að meta hvað fer fram í huga sérhverrar manneskju. Þar með væri úti um tilraunir til að byggja upp gagnkvæma virðingu meðal fólks.

Það sem við verðum að læra, prestar sem aðrir, er að aðgreina stað, stund og tilefni fyrir trú- eða lífsskoðunarboð. Við þurfum að móta skýra og sameiginlega reglu um þetta og fá þjálfun til að fylgja henni. Ég tel að þetta sé óhjákvæmilegt. Ef prestur byrjar að prédika þar sem það er óviðeigandi, á að vera leið til að kvarta yfir því formlega. En mig langar jafnframt að ítreka það hvort prestur stuðli að trúboði eða ekki á ákveðnum stað og stund á að dæmast eftir orðum og gjörðum prestsins þar, en ekki eftir almennri staðalmynd um presta.

Ef þessi aðgreining er ekki fyrir hendi, verða fordómar og staðalmyndir um trúarbrögðin til þess að ýta prestum og kirkjunni út af opinberum vettvangi. Slíkt er engum í hag.  

-Fyrst birt í Mbl. 25. apríl 2012- 


Hjörtu úr gulli

Landsmót Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar sem var haldið um helgina 28. október til 30. tókst rosalega vel með 500 unglingum. Landsmótið var með yfirskriftina„Hjörtu úr gulli", en hvaðan komu þessi orð?

Á mótinu var Japan mikið í fókus. Unglingar tóku þátt í ýmsum hópastarfum sem tengd voru japanskri menningu eins og t.d.„Sushi",„Manga(teiknamyndum)" eða„Japanskri tísku". Markmiðið var söfnun fyrir japönskum börnum sem eiga í erfiðleikum vegna jarðskjálftanna og flóðbylgnanna í mars sl. en unga fólkið safnaði dósum og kallaði eftir samskotum í bænum.

1.120 börn yngri 20 ára misstu annað foreldri eða bæði, og helmingur þeirra eru 7 til 15 ára í aldri. Mikið fleiri þjást af áfallastreituröskun. Tvennt blasir við í aðstæðum barna í hamfarasvæðunum: í fyrsta lagi börnin vantar mannleg samskipti til að komast yfir slæma reynslu sína. Og í öðru lagi vantar það búnað í skóla og skóladót til að skólalíf barna falli í eðlilegt horf.

Mörg samtök í Japan veita aðstoð til hamfarasvæðanna að sjálfsögðu, en þörfin er mikil. Eitt þeirra samtaka heita„Hjörtu úr gulli" og þau hjálpa börnum einmitt í ofangreindum atriðum. Peningar sem unglingar í ÆSKÞ safna eiga að fara til Nobiru-grunnskólanns, sem er í miðju hamfarasvæðanna, gegnum hjálpasamtökin„Hjörtu úr gulli".

Ég tók þátt í hluta landsmótsins ásamt nokkrum samlöndum mínum. Ég var hissa, satt að segja, í fræðslustund í byrjun um hvers vegna við hjálpum öðrum í neyð, þar sem allir hlustuðu á fyrirlesarann virkilega vel án þess að spjalla sín á milli eða vera með læti. Og síðan í frjálsri stund urðu þeir aftur kraftmiklir unglingar með brosandi andlit.

Það er hluti af því að vera almennileg manneskja að hugsa til fólks í neyð. Engu að síður gleymist þetta oft í hversdagslífi okkar, eða það er hunsað virkilega. Því finnst mér stórkostlegt að unglingar í ÆSKÞ sýndu frumkvæði í að taka söfnun til barna í Japan að sér og fræðast um málið.
Ég vona að söfnunin verði tækifæri líka til að móta mannleg samskipti milli unglinga á Íslandi og japanskra barna og eftir mótið þróist þau þannig að japönsk börn komi í heimsókn til Íslands og öfugt.

Sem japanskur einstaklingur hérlendis langar mig að þakka ÆSKÞ og unglingunum fyrir hlýju hugmyndina þeirra og framtakið. Þeir verða leiðtogar íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. Ég óska innilega þess að þeir verði leiðtogar með„hjörtu úr gulli". Þá verður framtíð Ísland björt.

-Fyrst birt í Mbl. 5. nóv. 2011-  

 


ÁFRAM AMAL!

Amal Tamimi varð þingkona í dag. Mig langar að senda henni hamingjuósk og hjartanlega stuðning við starf hennar á næstunni.

Við sáumst hvort annað daglega áður, þar sem við vorum bæði tengd við Alþjóðahús. En síðan varð það sjaldan að við hittumst og núna man ég ekki hvenær ég talaði við hana í síðast.

Hún er nefnilega ekki aðeins fyrsta kona í þinginu sem er af erlendum uppruna, heldur líka fyrsta múslimi í þinginu (þó að ég kannaði málið ekki almennilega). Það hlýtur að vera talsvert álag að "axla" að vera múslimi í svo kallaðri "kristinni þjóð" í þessu tímabili. Margir horfa á Amal með forvitin augu. En ég vona að hún eyði ekki of miklum tíma í því að sanna eða réttlæta tilvist sína sem múslima. Ég held að sönnun og réttlæti fylgir góðu strafi.
 
Nú dugar það ekki að vera "innflytjandi" í ýmsum stöðum, heldur verðum við að gera gott starf í eigin grein sinni. Það - að við innflytjendur gerum gott starf- væri líklega einfaldast og best háttur til að svara efasemd við "fjölmenningu".
 
Guð blessi Amal og satrf hennar í þinginu.
 
  

mbl.is Fyrst erlendra kvenna á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um sérþjónustu kirkjunnar

Sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur, skrifaði ágæta grein um sérþjónustu kirkjunnar sem birtist í Morgunblaðinu 3. september sl. Mig langar að bæta nokkrum línum við frá eigin brjósti mínu. Ég verð að takmarka mál mitt við sérþjónustu presta vegna takmarkaðs rýmisins en það þýðir alls ekki að mér finnist lítið til þjónustu djákna koma eða annarrar starfsemi kirkjunnar.

 

Á Íslandi starfa nú á vegum þjóðkirkjunnar 16 sérþjónustuprestar. Sumir starfa beint fyrir kirkjuna en aðrir eru ráðnir á stofnanir eins og á sjúkrahús eða elliheimili. Dæmi um þá sem eru ráðnir beint af þjóðkirkjunni eru t.d. prestur fanga, prestur heyrnarlausra, prestur fatlaðra, prestur innflytjenda og sjúkrahúsprestur á LSH.

Hvað er sérstakt?

Hvað þýðir „sérþjónusta“ presta? Hvað er „sér“ í þjónustunni? Mér skilst að orðið „sér“þjónusta hafi tvær merkingar hér á landi. Fyrsta merkingin er sú að sérþjónustuprestar annist aðallega kærleiksþjónustu. Yfirleitt og almennt þýðir það að prestar sjái um ýmiss konar þjónustu við fólk sem á í „sérstökum“ erfiðleikum eins og t.d. líknarþjónustu, þjónustu við fátæka, fanga og svo framvegis. Þjónusta af þessu tagi er kölluð „Diakonia“ á þýsku eða „diakoni“ á sænsku, sem þýðir að „þjóna“ en þetta orð er nátengt hugtaki um samfélagsvelferð í kristnum anda.

Mér virðist svolítið einkennilegt að Íslendingar skuli nota orðið „kærleiksþjónusta“ til að segja frá „Diakonia“. Að sjálfsögðu er öll þjónusta kirkjunnar kærleiksþjónusta og því er það ekki hægt að aðskilja ákveðna þjónustu frá almennri þjónustu kirkjunnar í nafni kærleiksþjónustu. Þetta hljómar eins og smáatriði en ef þjónusta við fátæka eða fanga er „sérstök“ kærleiksþjónusta“, þá gæti hún valdið óþarfa og óæskilegri aðgreiningu á þjónustu kirkjunnar. Þess vegna þurfum við að hugleiða þetta. „Diakonia“ er grunnþjónusta kirkjunnar og er alls ekki „sér“þjónusta í raun. Til þess að forðast misskilning: það er ekki rétt heldur að hugsa að „Diakonia“ sé þjónusta sem einungis djáknar veita. „Diakonia“ í þessu samhengi er mun stærra hugtak. ,,Diakonia" er einnig grunnþjónusta presta sem svokallaðir ,,sér"þjónustuprestar sinna því í meira mæli í samanburði við presta sem starfa í söfnuðum.

 

Önnur merking sem orðið „sér“þjónusta bendir til er sú að starfshættir sérþjónustupresta séu oftast öðruvísi en „venjulegra“ sóknarpresta. Það sem er sérstakt hér er ekki þjónustan sjálf heldur starfshættir prestsins. Víst eru starfshættir nokkurra sérþjónustupresta frábrugðnir hefðbundnum háttum sóknarpresta. Hin hefðbundna hugmynd um kirkjulíf er að grunneining hennar er sóknin og kirkjuhúsið hennar. Sóknin er landfræðilega ákveðin og hún er samtímis samfélag þeirra íbúa sem þar búa. Hefðbundið kirkjustarf byggist því í raun á landfræðilegum ramma.

Sérþjónustupresturinn hefur á hinn bóginn enga landfræðilega sókn, starfshættir hans byggjast fyrst og fremst á þörf viðtakanda þjónustunnar, án tillits til hvar hann er staddur. Það er því enginn landfræðileg aðgreining. Sérþjónustupresturinn þarf hins vegar að hafa góða þekkingu á málefnum þess fólk sem hann sinnir sérstaklega umfram kristilega þekkingu sína. Það er t.d. nauðsynlegt að kunna táknmál til þess að geta þjónað heyrnarlausu fólki. Þokkaleg þekking á sjúkdómum og læknismeðferðum er ómissandi til þess að þjóna á spítala. Það sama má segja um grunnþekkingu á meðal þeirra sem þjónusta fanga, innflytjendur eða fólk sem er þroskahamlað.

Sama grunnþjónusta kirkjunnar

Tilgangur sérþjónustu presta er hins vegar alveg sá sami og þjónusta presta í sóknum. Hann er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists í orði og verki. Ég kýs þó persónulega að segja að tilgangurinn sé að þjóna fólki í kærleika Jesú á þeirri forsendu að allir eru Guðs börn. Munurinn á „sér“þjónustunni og hefðbundinni þjónustu snýst fyrst og fremst um hvernig prestur veitir fólki þjónustu sína.

Þannig er „sér“þjónusta presta raunar ekki sérstök í dýpri merkingu, heldur er hún grunnþjónusta eins og hefðbundin, kirkjuleg þjónusta. Mér þykir leitt að finna að sá misskilningur og sú vanþekking skuli enn vera til staðar innan kirkjunnar að „sér“þjónustuprestar brjóti gegn þeirri einingu kirkjunnar sem byggist á sóknum og myndi sérhóp. Það er ekki tilgangur „sér“þjónustupresta að mynda sérhóp innan kirkjunnar og aðskilja fólk frá sókninni sinni, heldur veita þeir þjónustu við ákveðnar aðstæður þegar brúa þarf bilið á milli þess sem fólk þarf af kirkjulegri þjónustu en kemst ekki í hefðbundnar messur eða getur ekki þegið þjónustu á sama hátt og aðrir í sókninni. Draumsýnin er sú að allir mætist í sama kirkjuhúsi og sömu messu. En stundum þurfa sumir að fara lengri leið áður en draumurinn rætist.

Það var til mikillar gæfu sem eftirfarandi orð komust í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar sem var lögð til kirkjuþings árið 2010, og kirkjuþingið samþykkti megináherslur hennar: „Sérþjónustuprestar séu ráðnir til að sinna grunnþjónustu kirkjunnar þar sem henni verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti á vettvangi sókna“. Ég álít að þetta sé fagnaðarefni og stórt skref fyrir alla í kirkjunni og þjóðfélaginu. Við förum þessa leið.


-Fyrst birt í Mbl. 28. september 2011, með smábreytingu-


„Nadeshiko“ Japan og þakklæti Japana til heimsins

imgba806c88zik9zj
  

Kvennalandslið Japans í knattspyrnu, „Nadeshiko" Japans, vann í fyrsta sinn heimsmeistaratitilinn á dögunum. („Nadeshiko" er blóm sem er kallað „dianthus" og oft notað sem tákn japanskrar konu á meðal Japana). Japan spilaði úrslitaleikinn á móti sterku bandarísku liði, sem í raun stjórnaði leiknum 80% af leiktímanum. En þrátt fyrir það unnu japönsku stelpurnar leikinn.

Sigurinn var óvæntur fyrir marga í heiminum. Margir fjölmiðlar fjölluðu um sigurinn sem verkefni: „Japanska liðið hafði sérstakt verkefni, að færa gleði og von til þjóðar sinnar sem þjáðst hefur vegna stóru jarðskjálftanna og flóðbylgnanna."

Mér finnst þetta vera rétt ábending. Eftir úrslitaleikinn sagði Norio Sasaki, þjálfari liðsins, að liðið hefði annað erindi fyrir utan fótboltann sjálfan. Það væri að sýna heiminum þakklæti fyrir þann stuðning sem hann hefði sýnt japönsku þjóðinni eftir hamfarirnar og einnig að gefa Japönum von og kraft fyrir framtíðina.

Fyrir nokkrar af stelpunum virðist þetta markmið jafnvel hafa verið enn persónulegra. Eftir því sem ég best veit voru þrjár þeirra frá hamfarasvæðinu auk Sasaki, þjálfarans. Miðvörðurinn, Aya Sameshima, nr. 15, tilheyrði t.d. fótboltaliðinu „Tokyo Electricity" og starfaði í því kjarnorkuveri sem olli geislalekanum eftir jarðskjálftann....

Halda á fram að lesa hér: 
http://www.tru.is/pistlar/2011/7/„nadeshiko"-japan-og-þakklæti-japana-til-heimsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Tökum á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur!


Það sem ég vil benda á er að taka á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur og njóta virði lífsins sem fylgir í þessu tilboði Guðs. Það er að njóta lífsins í dag, jafnt sem á næstu daga þangað til við verðum flutt til annars ríkis, og einnig að njóta virði lífsins sem falið er í því. Virði lífsins er ekki allt sjálfsgefið. Stundum, eða alltaf, þurfum við að hafa fyrir því að finna það. Gott tónlistafólk, áberandi íþóttamaður eða hver sem er, verður manneskja að vinna að því að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta og njóta þannig virðis lífs síns eins og hægt er. .....
   
Halda áfram að lesa hér:



Lind á himninum


Horfi ég á heiminn
í skæru sólskini
Mæður, bros og barnavagnar
Heimurinn er blessaður

Sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
Eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?

Þetta stutta og einfalda ljóð bjó ég til fyrir nokkrum árum: Í góðu veðri, með sumarsólinni,byrjar fólk að brosa og koma út úr húsum sínum, allir líta út fyrir að verahamingjusamir.

Á þeim tíma þegar ég skrifaði niður uppkastið, var eldur íbænum og faðir samstarfskonu minnar hafði lenst í honum og brennst mikið. Hann þurftiað dvelja í gjörgæslu margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín var lenginiðurdregin og með mikla áhyggju að sjálfsögðu. .....

Halda áfram að lesa hér: http://tru.is/pistlar/2011/6/lind-a-himninum


Hvað er satt viðmið fyrir okkur kristið fólk?


Gleðilega þjóðhátíð, og til hamingju, Ísland!

Ég held þessi greinargerð eftir sr. Örn Bárði eigi skiliðað lesa.

Biskupinn sagði í fréttunum um daginn: "Kirkjan ersamfélag lærisveinanna".     -Amen. 

En einmitt þess vegna þurfum við að gera málið skýrt semhægt er, hvaða ávirðing eða galli var til, og hver ber ábyrgð á því, hvernigmenn skulu tjá iðrun sína og afsökunarbeiðni til kvennanna og einnig til almenningso.fl. 

Skýrslan er hjálpartæki til að sundurgreina málið eða nátil heilarmyndar málsins. 

En satt viðmið hjá okkur kristnum mönnum er ávallt andiJesú Krists. Ábyrgð okkar prestanna og annara stjórnarmanna kirkjunnar birtist íljósi Jesú Krists, en ekki í ábendingum skýrslunnar.

Til þess að gera sína ábyrgð skýrari er nauðsynlegt ekkiaðeins að fylgja orðalagi skýrslunnar bókstaflega, heldur einnig að íhuga máliðog melta helst atriði sem eru komin fram í skýrslunni með sér "í ljósianda Jesú".

Vona að þetta gleymist ekki. 

Biskupinn ítrekar að skýrslan bendir ekki á neitt brotsitt á lögum. Er það kjarni málsins? Ég mann að Ólafur biskup notaði sams konarrök: "Það er engin sönnun um að ég braut á lögum". Var það málið? Eigum við ekki öðruvísi viðmið en veraldlega lögin eða starfsreglurnar?

Hvað segir Jesús núna í dag í hjörtum stjórnarmannakirkjunnar?  



mbl.is Telur að forysta kirkjunnar eigi að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir þú nágranna þinn?


Þekkir þú nágranna þinn vel? Hér á ég ekki aðeins við náunga þinn í nágrenni þínu heldur einnig fólk sem þú hittir daglega á vinnustað, íþróttaklúbbi eða annarri reglulegri samkomu. Þekkir þú þá nægilega vel?

Manneskja er stundum mjög flókin og dýpri en við álitum með því að skoða útlit hennar og skilja hana aðeins yfirborðslega. Gerist það ekki stundum að maður sem þú hélst að væri leiðinlegur reyndist vera mjög fyndinn eða kona sem þú taldir vera kurteisa og hlýja var í raun köld og ruddaleg?

Slík upplifun á sér oft stað hjá mér. En til allrar hamingju hefur það gerst svo oft að ég er búinn að læra alveg nóg um lélega hæfileika mína í að dæma manneskju í fljótu bragði. Því reyni ég núna að taka mér góðan tíma áður en ég hef fast álit á manneskju. .....

Halda áfram að lesa hér:
http://tru.is/pistlar/2011/06/%C3%BEekkir-%C3%BEu-nagranna-%C3%BEinn/
 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband