Færsluflokkur: Trúmál

"Við" viljum læra af mistökum


Karl biskupinn sagði í ávarpi sínu í dag: "Rannsóknarnefndin er liður í sjálfsskoðun kirkjunnar og stofnana hennar, mat á vinnubrögð og starfshætti. Við viljum læra af mistökum, læra að gera betur, við viljum styrkja og efla okkur í því að takast á við og vinna úr erfiðum og sársaukafullum málum með virðingu og hógværð, styrk og festu" (úr kirkan.is).

Rétt mælt hér.
En samt langar mig að segja eitt.
 
Ég er þjóðkirkjuprestur og því viðurkenni ég að ég eigi að bera ábyrgð á málinu sjálfur eins og allir aðrir starfsmenn kirkjunnar. Við þurfum að bera sameiginlega ábyrgð sem þjóðkirkjan. Engin spurning.
 
En áður en biskupinn byrjar að tala um "við" ("okkur"), vil ég að hann geri það skýrara að hvað tilheyrir ábyrgð kirkjunar sem heildar og hvað tilheyrir ábyrgð biskupsembættisins sjálfs. 

Hvernig getum við "venjulegir" prestar deilt ábýrgðinni á því að bréf Guðrúnar Ebbu hafði verið geymt í skúffunni svo lengi? (enda það þýddi í raun að það væri mikilvægra að vernda Ólaf biskupinn en að leggja hjálparhönd til kvennana, á mínum skilningi). Var það vegna kerfis kirkjunnar? Eða var það vegna eigin ákvörðunar biskupsins? 

"Við vorum vanbúin". "Við viljum læra af mistökum". 
Ég er hjartanlega sammála þessum. En til þess þurfum við gera það skýrara hvaða ábyrgð tiheyrir hverjum. Án þess getum við ekki lært neitt af mistökum "okkar". Er það ekki satt?  

  

mbl.is „Við vorum vanbúin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn og svipmynd af ríki Guðs

.....
Að kvöldi sama dags og jarðskjálftarnir áttu sér stað hóf tvítugur strákur og háskólanemi í nágrenni hamfarasvæðisins lítið verkefni sem hann hafði fengið hugmynd að og átti eftir að vaxa. Svæðið þar sem hann bjó var algjörlega rafmagnlaust en með því að nota rafhlöður gat hann notað tölvuna sína og skoðað fréttir á netinu. Þetta var eina leiðin fyrir svæðið til þess að hafa samband við umheiminn. Ungmennið fann að margir, jafnt innan Japans sem utan væru að deila tilfinningum sínum, hugsjónum og hvatningu með öðrum í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter eða aðra netmiðla.   .....
 
Halda áfram að lesa hér:




Ætti líf mitt ekki að vera öðruvísi?


Hefur þú einhvern tíma hugsað þér eða óskað þess að þú gætir lifað lífi þínu upp á nýtt. Jafnvel ekki frá fæðingu, heldur frá ákveðnu tímabili, eins og frá því þú varst í framhaldsskóla, háskóla eða eitthvað slíkt?
 
Ég skoða reglulega fréttir þessa dagana frá japanskri kirkju, sem er móðurkirkjan mín, til þess að fræðast um starf hennar á hamfarasvæðunum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar. Það eru margir sjálfboðaliðar úr kirkjunni sem taka þátt í hjálparstarfinu þar og uppbyggingu og þarna sé ég fólk sem ég var með í prestaskóla.  .....

Halda áfram að lesa hér:



Kristin þjóð og trú hvers einstaklings


Flestar þjóðir heims virðast eiga ríkjandi trú. Það fer eftir hverri þjóð hve stór hluti þjóðarinnar játar þessa trú og hversu mikil bein áhrif hún hefur á þegna hennar. Íslendingar eru „kristin þjóð". Ef kristið fólk myndi klæðast bláu í einn dag, búddatrúarmenn rauðu, múslímar hvítu, guðleysingjar gulu og svo framvegis þá myndi íslenska þjóðin í fjarlægð líta út að mestu blá en rauði, hvíti og hinir litirnir væru engu að síður jafnmikilvægir fyrir þjóðina.

Gildi kristinnar trúar fyrir íslensku þjóðina, menningu hennar og hefð hefur verið mikið í umræðunni nú í tengslum við samskipti skóla og kirkju og einnig varðandi aðskilnað ríkis og kirkju. Þeir sem meta mikils kristileg gildi í íslenskri menningu, sögu og venjum telja kristna trú vera ómissandi þátt og jafnvel kjarna í öllu þessu. Þeim finnst eins og það þyrfti að afsala sér trúnni á Guð ef samfélagskerfið breyttist í þá átt að þátttaka kirkjunnar yrði takmörkuð í skólum eða ákvæði um þjóðkirkjuna yrði tekið út úr stjórnarskránni. Og þar sem kristin gildi eru kjarni menningar Íslands og hefðar þýddi það í þeirra huga hrun íslenskrar menningar og hefðar.

Ég er innflytjandi og því ég vil ekki vera of afskiptasamur. Ég ber virðingu fyrir menningu Íslands, hefðum og venjum eins og þeim sem varða samskipti kirkju og þjóðar í margvíslegum skilningi. Á sama tíma er ég kristinn maður og því langar mig að leggja nokkur orð í belg í þeirri umræðu sem varðar trú og íslenska menningu.

Þegar við skoðum almennt samband á milli menningar hvaða þjóðar sem er og trúar, þá er trúin oft forsenda eða áhrifamikill þáttur í mótun menningar og hefða. Alþingi Íslendinga ákvað að gera kristni að þjóðartrú árið 1000. Þaðan í frá mótaðist samfélagskerfið og ýmsar venjur smátt og smátt á kristilegum gildum í sögunni.

En sömuleiðis hefur menning eða hefð þjóðar einnig áhrif á mótun trúarbragða yfirleitt. Kristni mótaðist t.d. í menningarheimi Gyðinga og varð fyrir áhrifum frá menningu og hugmyndaheimi Forn-Grikkja. Þannig er menning, hefð og trú oftast samofin.

Menning og hefð er eitt, trú er annað

Það sem ég er að reyna að segja er að þó að kristin trú sé samofin menningu, hefð og venjum í sögu Íslands, þá á trúin ekki að koðna niður í því. Það á sérstaklega við þegar um trú sérhvers einstaklings er að ræða, sú trú er frjáls frá gildum menningar eða hefða viðkomandi einstaklings. Ég tel að gildi trúar eigi að varða fyrst og fremst raunveruleika manneskju í nútíð og framtíð en ekki fortíð. Trú er mikilvæg af því að hún breytir stöðu manns í nútíð og framtíð. Trú getur breytt gildismati manneskju, menningu eða samfélagsstöðu, en viðhald þjóðarmenningar eða hefðar er að mínu mati ekki aðalhlutverk trúarinnar. Af hverju þjáðist Jesús svo mikið í boðun fagnaðarerindis síns í menningu Gyðinga? Af því að hann var að breyta menningu og hefðum á þeim tíma. Þróun og breyting er óhjákvæmilega á móti viðhaldi menningar og hefðar að nokkru leyti.

Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er ekki sú að ég vilji gera lítið úr menningarlegri og sögulegri tengingu milli kristinnar trúar og íslensku þjóðarinnar. Ég vil ítreka að ég ber mikla virðingu fyrir menningu Íslands og hefðum. Samt langar mig að segja að þrátt fyrir sérstaka tengingu milli kristinnar trúar og menningar á Íslandi, skulum við ekki blanda þessa tvennu of mikið saman. Við þurfum að reyna að draga línu á milli þessara tveggja atriða. Menning og hefðir eru eitt, trú er annað.

Það er auðvelt að leita skjóls í menningu og hefðum af hálfu kristinnar trúar, en ég tel að slík tilraun svipti trúna sínum styrkleika. Dag eftir dag stöndum við kristið fólk frammi fyrir kröfum um að líta á trú okkar í samræmi við svo margt annað eins og tilvist annarra trúarbragða, mannréttindi eða vísindalega þróun. Þetta er alls ekki alltaf auðvelt fyrir okkur í kirkjunni. Það er margt sem storkar trú okkar. Og í því ferli er lausnina ekki að finna á bak við menningarlegt skjól eða hefð. Við eigum að sýna fram á gildi trúar okkar með því að standa með henni og sýna styrkleika hennar, en ekki með því að benda á menningu þjóðar eða hefðir.

Mig langar til að íslenskir kristnir menn viti af því að óteljandi margir kristnir menn víða í heiminum, í Japan, í Kína, í Mið-Austurlöndum og víðar lifa trúarlífi sínu án þess að leita skjóls í menningarlegum hefðum eða venjum. Á slíkum stöðum hafa söfnuðir engin veraldleg efni til þess. Trúin er einungis kraftur til breytingar og leið til að frelsast.

Ég held að trú sem gerir ákveðna menningu og hefðir að forsendu tilvistar sinnar lendi í blindgötu fyrr en seinna. Það sem okkur kristna menn á Íslandi vantar er ekki trú vegna menningar og hefðar, heldur trú vegna raunveruleika nútíðar okkar og framtíðar.


- Fyrst birt í Mbl. 27. nóvember - 

 


Hefð þjóðar, þróun og framtíð


Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafisett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu.

Mér virðist sem  ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulagað mínu mati.

Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu(eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta?  Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. 

Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á.m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartarnir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega.,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun.   

Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagssins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sévirt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þega kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar, er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru,þar sem engin okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið.

Í siðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins.Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla.  

Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hefur mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi umþað var t.d. umfjöllum um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 1. nóv. sl. - 

* Það er hægt að skila komment í www.tru .is 

 


Mannréttindi og tilfinningar manna


Íslendingar sem þjóð byggja á gömlum merg. En þeir sem námu hér fyrst land voru ekki Íslendingar, heldur Norðmenn, en smám saman mótuðu hér þjóð og kölluðu sig og afkomendur sína Íslendinga. Þeir voru þá ekki Norðmenn lengur. Það voru því Íslendingar með norskt blóð í æðum sem í fyrstu byggðu upp landið en urðu síðan meðan tímanum „ekta Íslendingar."

Síðan er margar aldir liðnar en á síðustu áratugum hefur fjöldi fólks flutt hingað til lands sem ekki er „ekta Íslendingar." Þeir eru oft kallaðir „Íslendingar af erlendum uppruna" og eru hluti þjóðarinnar. Ég tel að flestir Íslendingar séu sáttir við þá þróun að hingað flytjist fólk frá öðrum löndum. Fjölbreytileikinn er eftirsóknarverður.

En hvernig munum við bregðast við ef, og aðeins ef, einhver „ekta Íslendingur" hefur upp raust sína og segir: „Við skulum gefa hinum nýju innflytjendum sem búnir eru að öðlast íslenskan ríkisborgararétt annan titil þar sem þeir eru ekki „ekta Íslendingar". Framlag þeirra til landsins er ekki sambærilegt við framlag forfeðra okkar og því ættum við að aðgreina þá frá okkur „ekta Íslendingum". 
Þeir ættu því að nefnast t.d „sambúar Íslendinga" en ekki fá að nota heitið „Íslendingur"! Innflytjendur með ríkisborgararétt mega njóta sömu réttinda og við „Íslendingar" en tilfinningalega kemur það við snöggan blett á okkur „ekta Íslendingum" ef innflytjendur mega kalla sig „Íslendinga" og raunar má segja að það væri verið að fremja mannréttindabrot á okkur."

Hvað finnst ykkur um rök af þessu tagi? Þeir sem bera mikla virðingu fyrir þjóðerniskennd sinni geta verið sammála þessum rökum, jafnvel að nokkru leyti. Þessi viðbrögð eru fremur af tilfinningalegum toga en að efnisleg rök liggi að baki. Þeir sem leggja þunga áherslu á jafnrétti og mannréttindi munu hins vegar segja: „Nei, þótt þetta gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum hópi fólks, megum við ekki aðgreina innflytjendur á þennan hátt, því slíkt er í rauninni rangt. Hér er um mannréttindi að ræða og þróun þeirra, fremur en tilfinningar einstaklinga."

 „Ein hjúskaparlög": Brot á mannréttindum?

Ég tel að hið sama megi segja varðandi umræðuna um „ein hjúskaparlög", sem sé hvort undir hugtakið „hjón" falli einnig par af sama kyni eða ekki. Sumir segja að það sé mannréttindabrot að kalla par af sama kyni „hjón" og að það muni eyðileggja það sem það hafi þýtt hingað til. Þeim finnst í lagi að draga línu á milli pars af sama kyni og pars af sitt hvoru kyni. En er það í alvörunni í lagi?

Mannréttindi eru ekki einkamál hvers og eins og við getum ekki varpað ábyrgðinni frá okkur. Þau koma okkur við. Ef hjónaband er aðeins samband milli karls og konu getur samkynhneigt fólk aldrei gengið í „hjónaband". Hér eru ekki „svipuð réttindi" og um hjúskaparrétt væri að ræða, heldur er um að ræða réttinn til að stofna til hjúskapar. Er þetta smáatriði fyrir þá sem málið varðar? Eða er það að ganga í hjónaband ekki jafnstórt skref og mikilvægt fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða? 

Mig langar til að biðja fólk, sem segist vera á móti „einum hjúskaparlögum" vegna þess að þau vekja með því tilfinningaleg óþægindi, um að hugsa þetta atriði: Hvort vegur þyngra í raunsærri umræðu um „ein hjúskaparlög" tilfinningar eða umbætur mannréttinda svo að samkynhneigt fólk geti gengið í hjónaband? Í þeim tíðaranda sem ríkir í okkar samfélagi er hugtak um „ein hjúskaparlög" raunsætt framhald á þróun mannréttinda, og þessi þróun er ekki aðeins fyrir þennan hóp samfélagins heldur fyrir allar manneskjur.

Mannréttindi og réttlæti ganga jafnt yfir alla og þau aðgreina fólk ekki. Það eru tilfinningar okkar mannanna sem oft skekkja dómgreind okkar og útkoman verður oft órökrétt. Skilningur á mannréttindum er ekki óbreytt stærð sem aldrei breytist. Við erum alltaf að takast á við breytingar. Seinna gætum við þurft að takast á við mannréttindamál annarra hópa samfélagsins. Setjum okkur í spor annarra og hugsum líka um tilfinningar þeirra um leið og rétt.


-Fyrst birtist í Mbl. 10. júní sl.-



Mannréttindi og skilningur á manneskjum


Mannréttindi og mál sem tengjast þeim eru fyrst, fremst og oftast rædd á lögfræðilegum vettvangi. En mannréttindi snúast ekki aðeins um ákvæði  í lögum, heldur eru þau nátengt skilningi fólks á manneskjunni almennt. Forsenda þeirrar ákvörðunar, hvort að færa skuli ákveðin réttindi í lög, byggir á hvers konar skilningi fólk hefur á manneskjunni sem slíkri.

Ef við viljum setja lög um mannréttindi þá þurfum við að fræða samfélagið og
breyta því hvernig við hugsum um manneskjur, þ.e ef við viljum raunverulega leiða til breytinga á mannréttindum samfélaginu til hagsbóta.  Grunnurinn að mannréttindum liggur því í raun og veru í skilningi fólks á því hvað er að vera manneskja en ekki öfugt. 

Frumvarp um ,,ein hjúskaparlög", sem Dóms-og mannréttindamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi á að fá almennilega umfjöllun þingsins á næstunni. Fjölmörg trúfélög og hlutaðeigendur eru búin að senda umsögn sína til Allsherjarnefndar Alþings.

Í nokkrum umsögnum, þ.á.m. í umsögn frá Biskupi Íslands,vakti eitt atriði athygli mína. Í þeim eru er notuð sem rök Mannréttindayfirlýsingar SÞ eða Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir því að vera ámóti því að viðurkenna giftingu af sama kyni sem ,,hjónaband". Sem dæmi um rökin sem eru notuð er eftirfarandi setning í Mannréttindasáttamáli Evrópu en þar stendur:

 ,,Karlar og konur áhjúskaparaldri hafa rétt á að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi"(12. gr.)

Mannréttindasáttamálinn skilgreinir sem sagt sjálf hjónaband sem stofnun milli karls og konu. Það blasir við að ef það þarf að nota rök af þessu tagi þá skortir í raun almennileg rök. Eins og ég benti á er það fyrst og fremst skilningur fólks á því hvað felst í því að vera manneskja og þá mannréttindum hennar en það er ekki alltaf tryggt í lögum og jafnvel ekki Mannréttindasáttmálum. Mannréttindayfirlýsingin eða sáttamálinn eru ekki ,,óbreytanleg heilög ritning". Þau eru skrifuð í ákveðnum samtíma í mannkynssögunni sem byggði þá á sínum skilningi. 

Kjarni málsins að það ákvæði sem varðar ,,ein hjúskaparlög"er sá grunnskilningur á hjónabandi (milli karls og konu), sem þekktist á þeim tíma en er að breytast verulega núna. Því er ekki hægt að nota ákvæði í þeim sem hluta af rökstuðningi sínum um málið. Slíku mætti líkja við mann sem ekki getur farið yfir götu til þess gera við bilað umferðarljós, þar sem það rauða ljósa blikkar í sífellu vegna bilunar! 

Mannréttindi verða ekki sett einu sinni - og fyrir alla tíma. Þau halda áfram að þróast eftir því sem skilningur okkar á manneskjunni, hvert öðru, heldur áfram að dýpkast og við læra betur hvort um annað, það er líkt og ólíkt. Þannig hreyfist mannréttindabaráttan - vonandi oftast áfram - en okkur ber í raun öllum skylda að hlúa að henni og efla. 


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 3. júní sl. -



Hvers vegna þurfum við ,,ein hjúskaparlög“ ?


Prestastefnan sem var haldin í lok apríl sl. kaus að vísa málefninu ,,Einhjúskaparlög" til biskups Íslands og kenningarnefndar kirkjunnar fremur en að lýsa yfir stuðningi sínum við það á stefnunni sjálfri.
Raunar var helmingur prestanna reiðubúinn að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu en hinn helmingur var það ekki. Þessi niðurstaða þýðir þó alls ekki að prestar þjóðkirkjunnar og guðfræðingar séu á móti hugtakinu um „Ein hjúskaparlög" ólíkt því sem nokkrar fréttir hermdu ranglega eða misskildu.

Meginástæðan fyrir því að um helmingur prestanna vildi bera málið undir kenningarnefnd eru einkum tvær:
Í fyrsta lagi er það óvissa um hvaða áhrif „Ein hjúskaparlög" munu hafa á samband þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur í heiminum en aðeins tvær kirkjur, sænska kirkjan og sameinaða kanadíska kirkjan
(United church of Canada) hafa viðurkennt hjónavígslu milli para af sama kyni í dag og í öðru lagi finnstmörgum prestum vanta staðfestingu á því hvort kirkjulegur skilningur áhugtakinu „hjónaband" nái til einstaklinga af sama kyni.
Mér skilst að hvorugt af ofangreindu sé nýtt af nálinni og hafi verið til umræðu undanfarin ár. Ég tel því að það sé bara tímasóun að bera málið undir kenningarnefnd aftur en ég trúi því þó að nefndin muni vera jákvæð í áliti sínu á einum hjúskaparlögum.  

Samt sem áður finnst mér sem ákveðin vanþekking og ótti enn vera til staðar á meðal okkar presta. Ég á hér ekki við þá sterku fordóma sem ákveðinn hópur fólks hefur gegn samkynhneigð heldur vanþekkingu og ótta sem hjá fólki sem hefur frekar góðan skilning á málefnum samkynhneigðra.
Þetta skynja ég í viðhorfi eins og: ,, En staðfest samvist tryggir samkynhneigðu fólki sömu réttindi og fólki í hjónabandi. Það skiptir því engu máli þó að staðfest samvist sameinist í „Einum hjúskaparlögum". 
Að mínu mati varðar skoðun af þessu tagi ekki réttindi fólks heldur afhjúpar hún í raun fordóma og mismunun sem er djúpstæð. Víst er staðfest samvist ,,næstum" það sama og hjónaband. Nú er hægt að vígja staðfesta samvist hjá presti með blessun.  

Af hverju þá verður þá staðfest samvist að vera aðskilin frá hjónabandi? Sumir munu svara: ,,Af því að staðfest samvist er milli einstaklinga af sama kyni, en hjónaband er milli karls og konu". Einmitt. Munurinn milli hjónabands og staðfestrar samvistar snýst bara um kynjasamsetningu. 

En af hverju þurfum við að aðgreina þessi tvö fyrirbæri sem hafa í raun sama innihaldið eftir kynjasamsetningu? Það hníga engin lögfræðileg rök að því, þarsem þessi tvö form eru nú þegar jöfn að réttindum. Það eru engin trúarleg röksem hægt er að færa fyrir því, a.m.k. í lútherskri guðfræði, þar sem hjónaband er borgaralegt hugtak. Ástæðan fyrir því að málið hefur verið sent til kenningarnefndar, eins og ég skil það, er fremur til þess að laga það að kenningaumhverfi kirkjunnar svo að hjónaband samkynhneigðra falli þar inn í.Það eru því ekki rök sem skilja að þessi tvo form kirkjulegrar blessunar á sambandi tveggja einstaklinga af sama kyni heldur aðeins áhyggjur og ótti gagnkynhneigðra.

Ég held að staðfest samvist hafi sögulega merkingu, en á þeim grundvelli er hún aðeins tímabundið hugtak sem brúar bilið á milli hinnar neikvæðu hegðunar samfélagsins í garð samkynhneigðra í fortíðinni og jákvæðrar framtíðar. Hún er ekkert annað en "sérmeðferð" til þess eins að leyfa samkynhneigðum að njóta réttindasína í sínu umhverfi en ekki í sameiginlegu umhverfi með öllum öðrum borgurum.

Ef til vill höfum við gagnkynhneigðir þroskast nægilegra til þess að sýna samkynhneigðum góðan skilning og vináttu - svo framarlega sem það býr í sínum heimi. Það er hins vegar ótti sem hindrar mönnum að nálgast „Ein hjúskaparlög" og við þurfum að komast yfir hann. Meirihluti samfélagsins á að sjá að það er ekki þörf á neinni girðingu á milli sín og samkynhneigðra. „Staðfest samvist"er jú girðing sem meirihlutinn vill halda til þess að aðgreina samkynhneigð frá umhverfi sínu. Mér sýnist þetta vera atriði sem við eigum að velta vel fyrir okkur.

Við þurfum að halda áfram að losa okkur við fordómana og fræðast og láta af órökstuddum ótta gagnvart samkynhneigðum og óþarfa aðgreiningu ef við viljum byggja upp samfélag þar sem réttlæti og kærleikur ríkir. Að þessu leyti varða "Ein hjúskaparlög" meirihluta samfélagsins en ekki aðeins samkynhneigða sjálfa.               


- Fyrst virtist i Mbl. 7. maí -




Viðhorf kristins fólks gegn fordómum


Fyrir kristið fólk er trúin grunnur alls lífsins. Trú er ekki eins og verkfæri sem maður tekur út úr skúffunni aðeins þegar nauðsyn ber til. Því kristileg menntun stefnir því að ungmenni haldi ítrú sinni í öllum kjörum lífsins í samræmi við aðra nauðsynlega og viðunandi skynsemi mannlífsins.

Hins vegar virðist það hafa tíðkast víða í samfélaginu að fólk leitar ekki til trúarinnar þegar um fordóma og mismunun er að ræða. Það kýs að lyfta upp mannréttindum og jafningjafræðum og reynir þar að finna málstað sínum stoð til að mótmæla fordómum eða mismunun fremur en að snúa sér til trúarinnar.

Fordómar og mismunun hér eru ekki afmörkuð í ákveðið svið eins og kynþáttafordóma eða kynjamismunun, heldur þýða þau yfirleitt alls konar fordóma og mismunun sem skaðar mannréttindi og frelsi.

Hver er ástæða þess? Þýðir þetta fyrirbæri að trú á Guð og Jesú Krist í einingu heilags anda hafi ekkert samband við mótstöðu fordóma og mismunar og geti því ekki skaffað mönnum nokkurn málstað til að vera á móti þeim?  Nei, það er alls ekkisvo (þó að ég viðurkenni vel þörf á að skoða mismunun sem stafar af trúarlegum fordómum og ræða hana).

Vandinn er frekar e.t.v. sá að annað hvort hafa leiðtogar kirkjunnar ekki dýpkað skilning á  málinu eða þeir hafa ekki tekið frumkvæði í mótmælum á eigin forsendum.

Hvort sem er, virðist það nauðsynlegt og mikilvægt að kristin ungmenni, sem eru á leiðinni að móta skoðun sína um samfélagsmál og alheimsmál í samræmi við trú sína, takist á við að hugsa um fordóma og mismunun út frá trúarlegu sjónarmiði og tjái sig um málefnið.

Líklega með því að hugsa um eftirfarandi atriði frá trúarlegu sjónarmiði, halda umræðu um þau og tjá skoðun sína á sýnilegan máta, læra ungmenni að losna við óþarfa aðgreininga meðal manna og einnig að lifa lífi sinu á grundvelli trúarjátninga í veröldinni.

  • Hvað er grundvallaratriði sem aðgreinar ákveðinn hóp manna frá öðrum mönnum? Er aðgreining hin sama og mismunun?
  • Hver er Biblíulegur skilningur á því "að vera öðruvísi" en aðrir (sem eru í flestum tilfellum meirihluti)? Jesús og lærisveinar hans voru ,,öðruvísi" en meirihlutinn.
  • Þegar þú mismunar fólki eða þér er mismunað af fólki, er það gert af ærinni ástæðu?
  • Þegar þú ert á móti fordómum og mismunun vegna trúar þinnar, hvernig ætlar þú að deila skoðun þinni með öðrum í samfélaginu?

21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti SÞ. Grunnur dagsins byggist á mannúðlegu viðhorfi sem er sameinleg forsenda okkar manna og ég tel það sé sannarlega mikilvægt fyrir ungt fólk að deila slíku tækifæri með öðrum.

Og jafnframt óska ég að ungt fólk frá kirkjunni notfæri sér tækifærið til að úthugsa skilning sinn á málinu á eigin trúarlegum forsendum og dýpka. 

 

 


Dagurinn í dag og Guðsríkið


*Þessi færsla er kristilegur pistill.

42Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggniráðsmaður sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttumtíma? 43Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo erhann kemur. 44Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfirallar eigur sínar. 45En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: Það dregst aðhúsbóndi minn komi, og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verðaölvaður, 46þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi er hannvæntir ekki, á þeirri stundu er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fáhlut með ótrúum. (Lk. 12:42-46)


46_01_11_prev.jpg

                                                            www.FreeFoto.com                                             

Samhengi meðal gærdagsins, dagsins í dag og morgundagsins er áhugavertog vel þess virði að íhuga. Við munum það sem gerðist í gær og það hefur áhrifá líðan okkar í dag. Og fyrirætlanir okkar um morgundaginn hafa einnig áhrif áliðandi stund. "Í dag" er því þar sem fortíð og framtíð mætist.

Skoðum aðeinssambandið dagsins í dag og morgundagsins. Ólíkt gærdeginum sem er liðinn ogóbreytanlegur, getur dagurinn í dag og morgundagurinn breytist eftir viljaokkar og ákvörðun. Hvort metið þið meira, daginn í dag eða morgundaginn?

Hvort sem er,virðist aðalpunkturinn vera að halda jafnvægi milli dagsins í dag ogmorgundagsins. Ef við erum of upptekin að njóta dagsins í dag og lítum lítið ámorgundaginn, þá hin telja okkur skorta skipulagshæfileika. Ef við bindumvæntingu okkar aðeins á morgundaginn og frestum við því að vinna verkefnidagsins, þá munu hin telja okkur skorta framkvæmdargetu.   

Dæmisaga Jesú um þjón, sem passar hús á meðan húsbóndinn er íburtu, fjallar um samband dagsins í dag og morgundagsins. Satt að segja ermeginatriði dæmisögunnar endurkoma Krists eða dómsdagurinn. Reynum núna aðskoða endurkomu Krists eða komu Guðsríkisins með því að hugleiða samband dagsinsí dag og morgundagsins. Það mun auðvelda okkur til að íhuga endurkomu Krists ogGuðsríkið.

Jesús talarraunar um þetta efni nokkrum sinnum. T.d. eru tvær umfjallanir til, sem varðasambandið á milli dagsins í dag og morgundagsins, á undan ofangreindinni dæmisöguí 12. kafla Lúkasarguðspjallsins. 

Fyrriumfjöllunin er dæmisaga um heimskan ríkan mann sem safnaði auðæfum sínum ánþess að vita að hann yrði líflátinn á þeirri nóttu. (Lk.12:13-21)  Seinniumfjöllunin eru þau frægu orð Jesú:

"Hafið ekki hugan við, hvað þið eigið að etaog hvað að drekka, og kvíðið engu. Allt þetta stunda heiðingjar heimsins, enfaðir yðar veit, að þér þarfnist þessa". (Lk.12:20-30)

Það má segjam.ö.o. að fyrri umfjöllunin kenni okkur um þá heimsku að taka morgundaginn semsjálfsgefinn, seinni umfjöllunin segir frá þeirri heimsku að hafa áhyggjur afmorgundeginum á meðan þú lifir daginn í dag.

Og síðankennir dæmisagan um þjón húsbóndans að þá heimsku að vanrækja starf dagsins þóhann vissi ekki hvenær húsbóndinn kæmi til baka.

Af þessu mætiálýkta að Jesús sé frekar neikvæður gagnvart því að skipueggja næstu daga eðaað leggja væntingar sínar í morgundaginn. Hins vegar er það svo að Jesús kennirokkur um að undibúa okkur vel fyrir dómsdaginn í öðum kaflum eins og t.d.eftirfarandi:

"Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarðisínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá viðvíngarðsmanninn: ... Högg það upp.... en (víngarðsmaðurinn) svaraði honum:Herra, lát það standa enn þetta ár þar til ég hef grafið um það og borið aðáburð. Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva þaðupp".(Lk.13:6-9)

"Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann uppaugu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann:Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum ívatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga. Abraham sagði: Minnstuþess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt.Nú er hann hér huggaður en þú kvelst.".(Lk.16:19-31)

Því Jesús hunsaralls ekki fyrirhyggju. En í flestum tilfellum snýst fyrirhyggja Jesú umdómsdaginn eða daginn þegar Guðsríkið kemur, en ekki um morgundaginn sem erframlenging dagsins í dag.

En hvað merkir "ídag"?  Þrátt fyrir allt er komið,getum við ekki lifað annan dag en daginn í dag. Þó að við munum uppákomugærdagsins og búum til áætlun fyrir morgundaginn, er það ekkert annað en "ídag" þar sem við lifum lífi okkar. Dagurinn í dag er náðargjöf sem Guð gefurokkur og ef við tökum ekki mark á virði dagsins í dag, þá er það hið sama og aðtaka ekki mark á virði "lífs" okkar í heild.

"Það er allt ílagi að vanrækja ábyrgð mína í dag, þar sem húsbóndinn minn kemur ekki til bakafyrr en á morgun. Ég verð góður þjónn bara á þeim tíma þegar hann er í húsinu".

Villa slíksviðhorfs þjónsins í dæmisögunni er hið sama og sú villa að við setum endurkomuKrists á mannlegt dagatal sem er röð daga eins og gærdagur, dagur í dag,morgundagur og næsti dagur..... og svo framvegis. En við getum ekki dagset þanndag í dagatal okkar eins og ólympíuleikarnar í Lundnum á árið 2012 og þar næstuá 2016.

Þegar við villumstog setum endurkomu Krists á dagatal, byrjum við að hugsa: "óþarfi að gera þettanúna... kannski á morgun eða hinn.." þangað til við tökum eftir því að það erorðið allt of seint til að sinna því verkefni. Verkefni á hér ekki aðeins viðdagleg verkefni heldur einnig að iðast sín, að biðjast afsökunar á mistökum ífortíð, að nýta hæfileika sina, að leggja hart að sér fyrir draum sinn o.fl. semvarðar gæði eigin lífs.       

Fyrir okkurkristna menn er Jesús ekki aðeins maður í sögunni, heldur er hann lifandisamferðarmaður í lífi okkar og einnig er hann Kristur sem ríkir með endurkomusinni. Sama má segja um Guðsríkið. Guðsríkið er ekki heimurinn eftir dauða eðaeitthvað sem birtist í farmtíðinni. Guðsríkið er nálægt okkur núna, og þegarvið leggjum trú okkar á Jesú, þá er dagurinn í dag nú þegar inngangur aðGuðsríkinu. Dagurinn sem leiðir okkur til Guðsríkisins er ávallt "í dag" enekki á morgun.

Að njótadagsins í dag er nefnilega að stíga skrefi í Guðsríkinu, og það merkir alltannað en að hvort við tökum tillits til framtíðar eða ekki í daglegu jarðneskulífi okkar.

Við förum inní Guðsríkið í gegnum daginn í dag. Njótum þessarar náðar.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband