Færsluflokkur: Mannréttindi

Stjórnvöld stofni úrskurðarnefnd hælisleitenda

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmanneskja innanríkisráðherra, frá möguleika á að stofna sérstök úrskurðarnefnd hælisleitenda. Halla er formaður nefndar í ráðuneytinu um málefni útlendinga utan EES, og nefndin var að skoða löggjöf um málefni útlendinga þ.á.m. mál um hælisleitendur í vetur.

Mér finnst að stofna sjálfstæða úrskurðarnefnd um hælisleitendur, sem sé að tryggja úrskurð sem er óháð vilja dómsmálayfirvalds (Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytis) vera rétt átt til að stefna, og því fagna ég þessum ummælum Höllu.

En nánara um hvernig endurskipulagning um hælismál verður og hvernig úrskurðarnefndin virkar þar er í óljósi í þessu stígi. Því þarf að fylgjast með málinu.  

 


Hvað er trúboð?

Trúfrelsi er mikilvægur hluti mannréttinda í nútímasamfélagi. Þess vegna eru umræður um trúfrelsi að undanförnu hérlendis af hinu góða. Í umræðunum heyrist oft orðið ,,trúboð" og iðulega í því samhengi að allt sem prestar taka sér fyrir hendur sé trúboð. Þetta felur í sér ákveðna staðalmynd sem stenst ekki.

Samkvæmt Íslensku orðabókinni er ,,trúboð" skilgreint sem ,,boðun trúar meðal þeirra sem játa e-a aðra trú". Í orðabókinni segir einnig að ,,boðun" eða ,,að boða" sé að ,,kunngera" eða að ,,reyna að koma e-m á e-a trú eða skoðun". Sem sé, svo má segja að trúboð sé að hvetja einhvern virkilega að snúa til ákveðinnar trúar með orðum og gjörðum.

Í kristinni kirkju er boðun fagnaðarerindisins ekki smáatriði, heldur kjarnastarfsemi. Þess vegna er eðlilegt að að orðið trúboð fái á sig ólíkan blæ og ólíka þýðingu eftir samhenginu. En í samfélagslegri umræðu ætti skilgreining á trúboði að vera eins og ofangreind tilvísun í orðabókina greinir frá.

Þjónusta sem er ekki trúboð

Ef við fylgjum þessari skilgreiningu, kemur það í ljós að ýmis konar þjónusta prests eða kirkjunnar er ekki trúboð í raun. Skýrt dæmi er þjónusta hjá sjúkrahúsprestum. Sjúkrahúsprestur þjónar öllum sjúklingum og aðstandendum eftir ósk, óháð trúarlegum bakgrunni þeirra. Og þjónustan sem er veitt er fyrst og fremst sálgæsla og samfylgd en ekki trúboð. Kona sem fékk sálgæslu hjá sjúkrahúspresti sagði: ,,sjúkrahúspresturinn talar um allt nema trúmál". Að sjálfsögðu talar hann um trúmál ef viðkomandi óskar eftir því, en málið er að hann er þátttakandi í samtali við fólk og leggur sig fram við að veita nærveru, virka hlustun og ráðgjöf, en ekki trúboð.

Hið sama gildir um þjónustu mína sem prests innflytjenda. Frá upphafi þjónustunnar árið 1996 hefur markmið hennar verið að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi en ekki beint kristniboð. Mér skilst að þetta sé ríkjandi stefna einnig meðal innflytjendapresta á hinum Norðurlöndunum. Með því að veita innflytjendum aðstoð við að styrkja sjálfsmynd sína, sem oft býður hnekki í nýju landi, sýnir prestur manneskju, sem er sköpun Guðs, virðingu og samstöðu. Það er grunnhugsunin og þannig afstaða þjónar innflytjendum best á erfíðum tíma og í flóknum aðstæðum.  

Það er hægt að benda á starfsemi Hjálparstarfs kirkjunnar, samtöl milli  trúarbragða eða áfallahjálp sem dæmi um starfsemi presta eða kirkjunnar þar sem andi mannúðar ríkir, og tilgangurinn er ekki trúboð.

Stuðlum að gagnkvæmri virðingu

Sumir myndu svara mér og segja: ,,þó að prestur stundi ekki beint trúboð, hlýtur það að vera undirliggjandi tilgangur að fólk snúist til kristinnar trúar". Það er einstaklingsbundið hvað knýr hvern og einn, þótt erfitt sé að fullyrða að ekkert slíkt búi á bak við. Þó væri réttara að kalla það ,,ósk" frekar en ,,undirliggjandi tilgang".

En samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan, er trúboð það að hvetja einhvern virkilega að snúa til ákveðinnar trúar, með orðum og gjörðum. Og það sem maður óskar í brjósti sínu er ekki trúboð. Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Þegar fólk tekur þátt t.d. í friðargöngu, hlýtur sérhver maður að bera í brjósti ósk sem er tengd við trú hans eða lífsskoðun, en við lítum ekki á hana sem falinn tilgang. Ef við færum að kalla það ,,falið trú- eða lífsskoðunarboð" værum við að meta hvað fer fram í huga sérhverrar manneskju. Þar með væri úti um tilraunir til að byggja upp gagnkvæma virðingu meðal fólks.

Það sem við verðum að læra, prestar sem aðrir, er að aðgreina stað, stund og tilefni fyrir trú- eða lífsskoðunarboð. Við þurfum að móta skýra og sameiginlega reglu um þetta og fá þjálfun til að fylgja henni. Ég tel að þetta sé óhjákvæmilegt. Ef prestur byrjar að prédika þar sem það er óviðeigandi, á að vera leið til að kvarta yfir því formlega. En mig langar jafnframt að ítreka það hvort prestur stuðli að trúboði eða ekki á ákveðnum stað og stund á að dæmast eftir orðum og gjörðum prestsins þar, en ekki eftir almennri staðalmynd um presta.

Ef þessi aðgreining er ekki fyrir hendi, verða fordómar og staðalmyndir um trúarbrögðin til þess að ýta prestum og kirkjunni út af opinberum vettvangi. Slíkt er engum í hag.  

-Fyrst birt í Mbl. 25. apríl 2012- 


Hælisleitendur, inni eða úti?

Nú eru tæplega tuttugu ár síðan ég flutti til Íslands. Mér líður vel hér og líf á Íslandi er að mörgu leyti spennandi fyrir mig. Það þýðir samt ekki að líf hérlendis sé auðvelt eða opið öllum. 

Líkt og í heimalandi mínu Japan virðist mér að Íslendingar tali gjarnan um það að vera „inni eða úti”. Það er sagt að eyþjóðir eigi yfirleitt slíkt hugtak. Þegar innflytjenda tekst að komast inn í þjóðfélagið, ekki aðeins yfir landamærin, heldur teljist beinlínis til samfélagsins þá loksins getur hann orðið skapandi hluti af því. Það getur verið mjög langt ferli. Innflytjendum finnst yfirleitt erfitt að komast ,,inn“ í hið nýja samfélag. Ég er ekki að ásaka Íslendinga, innflytjendur bera líka ábyrgð vissu leyti. En stundum bera Íslendingar ábyrgð á þeim „vegg“ sem hindrar það að útlendingar komist inn í samfélagið. 

Þeir sem að mínu mati teljast til þeirra sem eru ,,úti“ eru hælisleitendur, sem dvelja hérlendis og bíða eftir tækifæri til að hefja ,,venjulegt líf“. Þeir eru stöðugt ,,úti“ í íslenska samfélaginu. Hér á ég ekki einungis við að þeir hafi ekki komist inn í samfélagið í landinu, heldur vegna lögfræðilegra álitamála, en í augum margra Íslendinga eru málefni hælisleitenda ekki ,,þeirra mál“ heldur ,,einhverra annarra“ í einhverjum öðrum stöðum. 

Það er t.d. nær undantekningarlaust að ef að umfjöllun um hælisleitendamál birtist í fjölmiðlum þá er hún neikvæð. Umfjöllunin varir um skamma hríð og hverfur svo aftur eins og ekkert hafi gerst. Þetta er ekki í lagi. Hvers vegna vilja yfirvöld og stjórnmálamenn ekki taka upp málefni hælisleitenda til almennilegrar umræðu? Margir sem eru tengdir málefninu hafa bent á að það er virkileg þörf á að endurskoða móttökukerfi hælisleitenda sem og vinnumeðferð og vinnubrögð viðkomandi aðila. Það er full ástæða til þess að fjalla almennilega og ítarlega um málefni hælisleitenda í stað þess að hlaupa upp til handa og fóta í hvert sinn sem einhver óvænt uppákoma á sér stað og síðan ekki söguna meir. 

Nýlega hef ég fengist við tvö tilfelli vegna hælisleitenda. Í báðum tilfellum var hælisleitendum synjað upptöku málanna vegna Dyflinarreglunnar og þeim vísað út úr landi, þó að það virtist vera nægjanleg ástæða til að taka málin upp hér á Íslandi. Útlendingalög kveðja á um að ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd, eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. (46.gr.a) má taka umsókn um hæli til efnismeðferðar, þrátt fyrir Dyflinnarreglunnar. ,,Sérstök tengsl“ eru fyrst og fremst túlkuð eins og tengsl gegnum fjölskyldu eða ættingja. En er hún í raun og veru aðeins takmörkuð við þetta? 

Þar sem Íslendingar stöðva marga hælisleitendur sem eru á leiðinni til Norður-Ameríku vegna Shengen-kerfisins enda neyðir þá þess vegna til að sækja um hæli hérlendis, þurfa Íslendingar þá ekkert að velta málinu fyrir sér? Að mínu mati, hvílir ábyrgð á ríkisstjórninni og Alþingi og vinnubrögðum þeirra aðila sem að málinu koma og því þarf að endurskoða móttökuferlið og vinnubrögðin. 

Ísland er smáþjóð og margt gott hefur gefist af því. Eitt er að fólkið þekkist vel og persónulega, sem er afar torvelt í stórum þjóðum eins og í Bretlandi eða Þyskalandi. Afleiðing þess að þekkja vel til hvers annars er að við getum staðfest manngildi hver og eins og mannvirði í brjósti okkar. Þessi góður kostur á að gilda hælisleitendum líka. Ég óska þess að hælisleitendur sitji ekki lengi úti þjóðfélaginu og þeim verði boðið inn í það.
 
 

Uggvænleg þróun hælismála á Norðurlöndum


Ég er daglega ísamskiptum við hælisleitendur á Íslandi. Ég er ekki sérfræðingur í málum þeirraen hef engu að síður lært margt á þessum samskiptum. Bein samskipti við fólkeru oft besta kennslan. 

Nú hef ég áhyggjur af þróun hælismála á Norðurlöndum. Það er um regluna „Non-refoulement",sem bannar að senda hælisleitanda til baka til heimalands síns þar sem viðkomandióttast að vera þar í lífshættu eða sæta ofsóknum.

Að sögn hælisleitendasem ég hitti sjálfur og hlustaði nýlega á á Íslandi voru þrír einstaklingar af7-8 manns sem höfðu verið sendir heim frá Norðurlöndunum þar sem þeir sóttufyrst um hæli. Hefur einhver áhuga á að vita hvað beið þeirra í heimalöndunum? „Lögregluþjónarbiðu eftir mér á flugvellinum og ég var settur beint í fangelsi," sagði hver ogeinn þeirra, en dvalartími þeirra þar var misjafn. Einn var tvö ár í fangelsi.Hælisleitendurnir segjast hafa borið vitni um hvernig „heimsending" þeirramyndi enda.

„Non-refoulement"er grundvallarregla sem 33. gr. samnings um réttarstöðu flóttamanna hjá SÞ frá1951 kveður á um. Auðvitað er þetta ákvæði mjög mikilvægt og margs konar atriði/kerfií kringum flóttamannamál byggjast á þessari grunnreglu. Ef þessi grunnregla er álitinveigalítil í hælisumsóknum einstaklinga skekur það heildarkerfið og réttarstaðahælisleitenda fer aftur um sextíu ár. Þetta er því alvarlegt mál.

Þetta snertirjafnframt annað alvarlegt mál sem ég hef áhyggjur af. Eins og við vitum er Evrópusambandiðmeð Dublinarreglu og Noregur og Ísland eru aðilar að henni með sérsamningi. Íreglunni er kveðið á um að fyrsta landið þar sem manneskja sækir um hæli skalbera ábyrgð á því máli og leiða það til lykta. Ef einstaklingur sækir um hæli ínýju landi á meðan fyrsta umsókn hans er enn í meðferð í ríkinu þar sem hælisleitandileitaði fyrst skjóls á það land sem fær aðra umsókn að senda viðkomandi afturtil fyrsta lands.

En forsenda þesskerfis er að hvert og eitt land kanni hælisumsókn vel og sinni hennialmennilega. Ef fyrsta land, sem á að bera ábyrgð á ákveðinni hælisumsókn, sýnirmálinu kæruleysi eða brýtur reglurnar stenst Dublinarreglan ekki.

Ef nokkur löndsinna hælisleitendamálum ekki nægilega vel og senda umsækjanda til baka tilheimalands síns þrátt fyrir að hann þurfi raunverulega að óttast ofsóknir ogjafnvel um líf sitt er slík ákvörðun brot á grundvallarreglum „Non-refoulement".En það sem er jafn slæmt er að þetta útilokar möguleika á „annarri umsókn"fyrir viðkomandi hælisleitanda. 

Synjun sem hælisleitandi fær einu sinni fylgir honum alla tíð og þótt honumtakist að flýja heimaland sitt aftur og sæki um hæli í öðru landi verður hannsjálfkrafa sendur til baka, aðeins vegna hirðulausrar ákvörðunar sem hann fékk ífyrstu tilraun. Það er starfsregla, t.d. í Kanada, að skoða sögu hælisleitandaog hvort viðkomandi hafi fengið synjun í einhverju landi í Vestur-Evrópu áður.Ef svo reynist er umsókn hafnað án þess að fara í málsmeðferð.

Mig langar að ítrekatvennt að lokum. Í fyrsta lagi eiga slík brot (eða mjög grunsamleg aðgerð umbrot) sér stað núna í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta eruekki vanþróaðar þjóðir í mannréttindamálum, heldur þjóðir sem hafa lagt mikið ávogarskálarnar í þeim efnum. Við verðum að vera vakandi svo að þróunin verðiekki of neikvæð í framtíðinni, en til þess megum við ekki lengur horfa á Noregeða Svíþjóð með okkar „jákvæðu" fordómum eins og þau brjóti aldrei alþjóðlegasamninga í mannréttindamálum.

Í öðru lagidvelja hælisleitendur í ofangreindum aðstæðum - fólk sem hefur reynslu af því aðhafa verið sent aftur til heimalands og fólk sem óttast endursendingu tilheimalands frá Noregi - núna á Íslandi. Hvernig bregst íslenska yfirvaldið við íslíkum tilfellum? Mér skilst að það sé ekki auðvelt að finna lausn á þessum málumen samt óska ég þess að réttlætið verði efst í forgangsröðinni á meðal hlutaðeigandi.


- Fyrst birt á FrB. 30. júlí 2011-

 


Í dag er alþjóðaflóttamannadagur


Jeg flyver
Jeg har en vinge
og jeg er en fugl
Men jeg har kun én vinge
Jeg har en far og mor
Jeg er klar til at flyve
Så flyver jeg
sammen med min far og mor

Jeg flyver og flyver
Så ser jeg fugle
der er fanget i en snor
Så vill jeg befri dem
De kalder på mig
Hælp hælp
Så går jeg ned
og hjælper dem


-"Jeg flyver": Stewart 10 år asylbarn fra Irak i DK 2008 - 
  



Rasismi er þversögn

1.
,,Rasismi" er mjög óskýrt hugtak og fullyrðing rasista er því einnig órökstudd og ótraust. Rasismi merkir fyrst og fremst neikvætt álit og/eða andúð gagnvart öðrum kynþætti en sínum eigin. Ef manneskja vill trúa því að hvítir menn (caucasoid) séu meira virði sem manneskjur en fólk með litaða húð (t.d. negroid eða mongoloid), er hún með kynþáttafordóma. Að því leyti byggist rasismi á hugsjón um að einn kynstofn sé æðri en aðrir kynstofnar mannkynsins.

Í öðru lagi vísar orðið„rasismi" til þess þegar manneskjur mismunar fólki sem tilheyra öðru þjóðarbroti en fellur að þess eigin menningarheimi.„Gyðingahatur" er t.d. ekki mismunun vegna kynþáttar heldur vegna þjóðarbrots (ethnicity) og menningar þess, þar sem„gyðingur" er ekki hugtak um kynstofn.
,,Rasismi" felur þannig í sér tvo kjarna, annað er hugsjónin um kynstofn og hitt er um þjóðarbrot og menningarheim þess. Fólk talar oft um„rasisma" án þess að vera meðvitað um þetta.

Við mannkynið erum aðeins ein tegund þ.e.a.s.„homo sapiens" eins og við vitum vel. Kynstofn er eins konar undirtegund homo sapiens. Slík undirtegund getur verið mikilvægt hugtak og áhugavert á sérstökum sviðum eins og í félagsvísindum eða mannfræði. En þegar„Kort yfir genamengi mannsins" var kynnt fyrir tíu árum, sagði Eric Lander sem hafði umsjón með verkefninu hjá Whitehead Institute :„Genamengi allra manna á jörðinni er 99,9 prósent alveg eins. Munur meðal kynstofna eða þjóðarbrota eru ekki annað en yfirborðslegir". Margir aðrir í sama verkefninu fullyrtu þetta:„Kynstofn er ekki náttúruvísindalegt hugtak"(þó að það séu til vísindamenn sem krefjast að fjalla um kynstofn í vísindum, til dæmis til þess að skoða nánar hinn 0.1% mun í genamengi mannsins). Þetta sýnir að það er ekkert sem rasistar hafa í hendi til þess að rökstyðja að ákveðinn kynstofn sé meira virði en aðrir.

2.
Umfjöllun um rasisma eða ummæli rasista sem sjást og heyrast af og til í samfélagi okkar. Sem betur fer eru ofsalegir rasistar örfáir hérlendis og við skulum notfæra okkur þá staðreynd og tækifæri til þess að byggja upp kynþáttafordómalaust samfélag. Þegar ég skoðaði það sem var sagt af fólki sem hafði rasistahugmyndir nýlega, tók ég eftir því að það átti eitt sameiginlegt: Það var á móti fjölmenningu. Í stuttu máli halda þeir að það gangi ekki að í einu samfélagi rúmist margs konar menning. Að því leyti beina rasistar sjónum sínum að þjóðarbrotum og framandi menningarheimum en ekki ákveðnum kynstofnum. Það er síðarnefndi kjarninn sem getið er í upphafi þessa pistils.

En hver er ástæðan fyrir því að þeir hugsa neikvætt um fjölmenningu? Eftir því sem ég best fæ skilið er engin áþreifanleg ástæða til. Það sem þeir eiga sameiginlegt eru hugmyndir eins og „fjölmenning hefur slæm áhrif á okkar ekta menningu",„öll önnur lönd í Evrópu eru í vandræðum vegna innflytjenda",„innflytjendur ræna af innfæddum vinnu" eða„innflytjendur misnota velferðarkerfi okkar". Rasistar saka sem sagt innflytjendur og fjölmenninguna sem þeim fylgja um vandræði í samfélaginu, hvar sem þeir eru. Ég ætla ekki að andmæla ítarlega hér en stærstu vandræðin hérlendis, sem er bankahrunið og afleiðingar þess, eiga ekki rætur sínar að rekja til innflytjenda eða fjölmenningar. Það er fyrst og fremst Íslendingar sem bera ábyrgðina og voru í ábyrgðarstöðum (þó að innflytjendur hérlendis deili sömu ábyrgð og beri sömu byrðar vegna þess og almenningur almennt).

3.
Rasistar virðast að minnsta kosti hafa aðra sameiginlega hugsjón sem er afleiðinga andúðar gagnvart fjölmenningu. Hún er„Við skulum vera stolt af því að vera hvítir menn!". Mér finnst þetta mjög áhugaverð viðbrögð hjá rasistum. Eins og ég sagði í upphafi, eru skiptast hugmyndir rasista í tvo kjarna. Annað er misskilningur á því hvað felst í kynstofni og hitt er andúð til þjóðarbrota og menningarheims sem þeir hafa ekki skilning á. Andúð þeirra á fjölmenningu er komin frá síðarnefnda kjarnanum en viðbrögðin sem þau vekja leiða til fyrri kjarnans. Að sjálfsögðu eru mörg mismunandi þjóðarbrot til á meðal hvítra manna og ekki síst menningarheimar. Barátta, jafnvel með ofbeldi, á meðal hvítra manna hefur í gegnum tíðina verið stöðug, t.d. í Evrópu. Að mótmæla fjölmenningu annars vegar og boða jafnframt samstöðu hvítra manna er hins vegar ekkert annað en þversögn í sjálfu sér.

Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að mig langar að fólk á Íslandi, sérstaklega ungt fólk, haldi áfram á réttri braut og haldi áfram að berjast gegn rasisma. Eins og fyrr segir þá er enn ekki mikill kraftur í rasistum hér á landi. Við þurfum ekki að óttast rasisma, en við verðum að vera vakandi fyrir því að slíkar órökstuddar og óhugnanlegar hugmyndir læðist ekki inn í okkar samfélag. Hvert eitt og einasta samfélag glímir við einhver vandræði. En það leysir ekki vandann að saka saklaust fólk um þau. Við leysum þau með því að axla ábyrgð á okkur sjálfum og þeim verkefnum sem við tökumst á við og að því vinnum við saman innflytjendur og innfæddir.

 

- Fyrst birt í Mbl. 10. febrúar 2011 - 

 


Hefð þjóðar, þróun og framtíð


Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafisett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Samstarf milli skóla og kirkju er mikilvægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu.

Mér virðist sem  ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttindaráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skólanna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulagað mínu mati.

Ef einhver brýtur samkomulagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða forsjámanni til Mannréttindaskrifstofu(eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólanum viðvörun og krefjast úrbóta?  Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifanleg vandamál og láta viðkomandi aðila vinna að úrlausnum. Mér virðist sem Mannréttindaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillöguna til baka og setja málið aftur í umræðufarveg. Þetta er fyrsta tillagan sem ég hef. 

Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á.m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stundum í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartarnir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar." Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttindum. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvarlega.,,Fáir í meirihluta þýðir lítið" er algjör villuhugsun.   

Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagssins, sem er síðan árið 2007. Samkomulagið er fínt. En hvort það sévirt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfsmönnum hvað fælist í þessu samkomulagi og hvað bæri að virða? Þega kemur að hegðun sérhvers starfsmanns kirkjunnar, er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru,þar sem engin okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverjum einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið.

Í siðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurfum alltaf að sýna málum tillitssemi með tilliti til þróunar samfélagsins.Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun samfélagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kringum samskipti kirkju og skóla.  

Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hefur mistekist síðastliðin ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi umþað var t.d. umfjöllum um kynferðisbrot innan kirkjunnar eða mál sem vörðuðu ein hjúskaparlög. Nú skulum við í kirkjunni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkjunnar okkar og samfélagsins.


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 1. nóv. sl. - 

* Það er hægt að skila komment í www.tru .is 

 


Mannréttindi og tilfinningar manna


Íslendingar sem þjóð byggja á gömlum merg. En þeir sem námu hér fyrst land voru ekki Íslendingar, heldur Norðmenn, en smám saman mótuðu hér þjóð og kölluðu sig og afkomendur sína Íslendinga. Þeir voru þá ekki Norðmenn lengur. Það voru því Íslendingar með norskt blóð í æðum sem í fyrstu byggðu upp landið en urðu síðan meðan tímanum „ekta Íslendingar."

Síðan er margar aldir liðnar en á síðustu áratugum hefur fjöldi fólks flutt hingað til lands sem ekki er „ekta Íslendingar." Þeir eru oft kallaðir „Íslendingar af erlendum uppruna" og eru hluti þjóðarinnar. Ég tel að flestir Íslendingar séu sáttir við þá þróun að hingað flytjist fólk frá öðrum löndum. Fjölbreytileikinn er eftirsóknarverður.

En hvernig munum við bregðast við ef, og aðeins ef, einhver „ekta Íslendingur" hefur upp raust sína og segir: „Við skulum gefa hinum nýju innflytjendum sem búnir eru að öðlast íslenskan ríkisborgararétt annan titil þar sem þeir eru ekki „ekta Íslendingar". Framlag þeirra til landsins er ekki sambærilegt við framlag forfeðra okkar og því ættum við að aðgreina þá frá okkur „ekta Íslendingum". 
Þeir ættu því að nefnast t.d „sambúar Íslendinga" en ekki fá að nota heitið „Íslendingur"! Innflytjendur með ríkisborgararétt mega njóta sömu réttinda og við „Íslendingar" en tilfinningalega kemur það við snöggan blett á okkur „ekta Íslendingum" ef innflytjendur mega kalla sig „Íslendinga" og raunar má segja að það væri verið að fremja mannréttindabrot á okkur."

Hvað finnst ykkur um rök af þessu tagi? Þeir sem bera mikla virðingu fyrir þjóðerniskennd sinni geta verið sammála þessum rökum, jafnvel að nokkru leyti. Þessi viðbrögð eru fremur af tilfinningalegum toga en að efnisleg rök liggi að baki. Þeir sem leggja þunga áherslu á jafnrétti og mannréttindi munu hins vegar segja: „Nei, þótt þetta gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum hópi fólks, megum við ekki aðgreina innflytjendur á þennan hátt, því slíkt er í rauninni rangt. Hér er um mannréttindi að ræða og þróun þeirra, fremur en tilfinningar einstaklinga."

 „Ein hjúskaparlög": Brot á mannréttindum?

Ég tel að hið sama megi segja varðandi umræðuna um „ein hjúskaparlög", sem sé hvort undir hugtakið „hjón" falli einnig par af sama kyni eða ekki. Sumir segja að það sé mannréttindabrot að kalla par af sama kyni „hjón" og að það muni eyðileggja það sem það hafi þýtt hingað til. Þeim finnst í lagi að draga línu á milli pars af sama kyni og pars af sitt hvoru kyni. En er það í alvörunni í lagi?

Mannréttindi eru ekki einkamál hvers og eins og við getum ekki varpað ábyrgðinni frá okkur. Þau koma okkur við. Ef hjónaband er aðeins samband milli karls og konu getur samkynhneigt fólk aldrei gengið í „hjónaband". Hér eru ekki „svipuð réttindi" og um hjúskaparrétt væri að ræða, heldur er um að ræða réttinn til að stofna til hjúskapar. Er þetta smáatriði fyrir þá sem málið varðar? Eða er það að ganga í hjónaband ekki jafnstórt skref og mikilvægt fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða? 

Mig langar til að biðja fólk, sem segist vera á móti „einum hjúskaparlögum" vegna þess að þau vekja með því tilfinningaleg óþægindi, um að hugsa þetta atriði: Hvort vegur þyngra í raunsærri umræðu um „ein hjúskaparlög" tilfinningar eða umbætur mannréttinda svo að samkynhneigt fólk geti gengið í hjónaband? Í þeim tíðaranda sem ríkir í okkar samfélagi er hugtak um „ein hjúskaparlög" raunsætt framhald á þróun mannréttinda, og þessi þróun er ekki aðeins fyrir þennan hóp samfélagins heldur fyrir allar manneskjur.

Mannréttindi og réttlæti ganga jafnt yfir alla og þau aðgreina fólk ekki. Það eru tilfinningar okkar mannanna sem oft skekkja dómgreind okkar og útkoman verður oft órökrétt. Skilningur á mannréttindum er ekki óbreytt stærð sem aldrei breytist. Við erum alltaf að takast á við breytingar. Seinna gætum við þurft að takast á við mannréttindamál annarra hópa samfélagsins. Setjum okkur í spor annarra og hugsum líka um tilfinningar þeirra um leið og rétt.


-Fyrst birtist í Mbl. 10. júní sl.-



Mannréttindi og skilningur á manneskjum


Mannréttindi og mál sem tengjast þeim eru fyrst, fremst og oftast rædd á lögfræðilegum vettvangi. En mannréttindi snúast ekki aðeins um ákvæði  í lögum, heldur eru þau nátengt skilningi fólks á manneskjunni almennt. Forsenda þeirrar ákvörðunar, hvort að færa skuli ákveðin réttindi í lög, byggir á hvers konar skilningi fólk hefur á manneskjunni sem slíkri.

Ef við viljum setja lög um mannréttindi þá þurfum við að fræða samfélagið og
breyta því hvernig við hugsum um manneskjur, þ.e ef við viljum raunverulega leiða til breytinga á mannréttindum samfélaginu til hagsbóta.  Grunnurinn að mannréttindum liggur því í raun og veru í skilningi fólks á því hvað er að vera manneskja en ekki öfugt. 

Frumvarp um ,,ein hjúskaparlög", sem Dóms-og mannréttindamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi á að fá almennilega umfjöllun þingsins á næstunni. Fjölmörg trúfélög og hlutaðeigendur eru búin að senda umsögn sína til Allsherjarnefndar Alþings.

Í nokkrum umsögnum, þ.á.m. í umsögn frá Biskupi Íslands,vakti eitt atriði athygli mína. Í þeim eru er notuð sem rök Mannréttindayfirlýsingar SÞ eða Mannréttindasáttmála Evrópu fyrir því að vera ámóti því að viðurkenna giftingu af sama kyni sem ,,hjónaband". Sem dæmi um rökin sem eru notuð er eftirfarandi setning í Mannréttindasáttamáli Evrópu en þar stendur:

 ,,Karlar og konur áhjúskaparaldri hafa rétt á að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu í samræmi við landslög um þessi réttindi"(12. gr.)

Mannréttindasáttamálinn skilgreinir sem sagt sjálf hjónaband sem stofnun milli karls og konu. Það blasir við að ef það þarf að nota rök af þessu tagi þá skortir í raun almennileg rök. Eins og ég benti á er það fyrst og fremst skilningur fólks á því hvað felst í því að vera manneskja og þá mannréttindum hennar en það er ekki alltaf tryggt í lögum og jafnvel ekki Mannréttindasáttmálum. Mannréttindayfirlýsingin eða sáttamálinn eru ekki ,,óbreytanleg heilög ritning". Þau eru skrifuð í ákveðnum samtíma í mannkynssögunni sem byggði þá á sínum skilningi. 

Kjarni málsins að það ákvæði sem varðar ,,ein hjúskaparlög"er sá grunnskilningur á hjónabandi (milli karls og konu), sem þekktist á þeim tíma en er að breytast verulega núna. Því er ekki hægt að nota ákvæði í þeim sem hluta af rökstuðningi sínum um málið. Slíku mætti líkja við mann sem ekki getur farið yfir götu til þess gera við bilað umferðarljós, þar sem það rauða ljósa blikkar í sífellu vegna bilunar! 

Mannréttindi verða ekki sett einu sinni - og fyrir alla tíma. Þau halda áfram að þróast eftir því sem skilningur okkar á manneskjunni, hvert öðru, heldur áfram að dýpkast og við læra betur hvort um annað, það er líkt og ólíkt. Þannig hreyfist mannréttindabaráttan - vonandi oftast áfram - en okkur ber í raun öllum skylda að hlúa að henni og efla. 


- Fyrst birt í Fréttablaðinu 3. júní sl. -



Hvers vegna þurfum við ,,ein hjúskaparlög“ ?


Prestastefnan sem var haldin í lok apríl sl. kaus að vísa málefninu ,,Einhjúskaparlög" til biskups Íslands og kenningarnefndar kirkjunnar fremur en að lýsa yfir stuðningi sínum við það á stefnunni sjálfri.
Raunar var helmingur prestanna reiðubúinn að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu en hinn helmingur var það ekki. Þessi niðurstaða þýðir þó alls ekki að prestar þjóðkirkjunnar og guðfræðingar séu á móti hugtakinu um „Ein hjúskaparlög" ólíkt því sem nokkrar fréttir hermdu ranglega eða misskildu.

Meginástæðan fyrir því að um helmingur prestanna vildi bera málið undir kenningarnefnd eru einkum tvær:
Í fyrsta lagi er það óvissa um hvaða áhrif „Ein hjúskaparlög" munu hafa á samband þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur í heiminum en aðeins tvær kirkjur, sænska kirkjan og sameinaða kanadíska kirkjan
(United church of Canada) hafa viðurkennt hjónavígslu milli para af sama kyni í dag og í öðru lagi finnstmörgum prestum vanta staðfestingu á því hvort kirkjulegur skilningur áhugtakinu „hjónaband" nái til einstaklinga af sama kyni.
Mér skilst að hvorugt af ofangreindu sé nýtt af nálinni og hafi verið til umræðu undanfarin ár. Ég tel því að það sé bara tímasóun að bera málið undir kenningarnefnd aftur en ég trúi því þó að nefndin muni vera jákvæð í áliti sínu á einum hjúskaparlögum.  

Samt sem áður finnst mér sem ákveðin vanþekking og ótti enn vera til staðar á meðal okkar presta. Ég á hér ekki við þá sterku fordóma sem ákveðinn hópur fólks hefur gegn samkynhneigð heldur vanþekkingu og ótta sem hjá fólki sem hefur frekar góðan skilning á málefnum samkynhneigðra.
Þetta skynja ég í viðhorfi eins og: ,, En staðfest samvist tryggir samkynhneigðu fólki sömu réttindi og fólki í hjónabandi. Það skiptir því engu máli þó að staðfest samvist sameinist í „Einum hjúskaparlögum". 
Að mínu mati varðar skoðun af þessu tagi ekki réttindi fólks heldur afhjúpar hún í raun fordóma og mismunun sem er djúpstæð. Víst er staðfest samvist ,,næstum" það sama og hjónaband. Nú er hægt að vígja staðfesta samvist hjá presti með blessun.  

Af hverju þá verður þá staðfest samvist að vera aðskilin frá hjónabandi? Sumir munu svara: ,,Af því að staðfest samvist er milli einstaklinga af sama kyni, en hjónaband er milli karls og konu". Einmitt. Munurinn milli hjónabands og staðfestrar samvistar snýst bara um kynjasamsetningu. 

En af hverju þurfum við að aðgreina þessi tvö fyrirbæri sem hafa í raun sama innihaldið eftir kynjasamsetningu? Það hníga engin lögfræðileg rök að því, þarsem þessi tvö form eru nú þegar jöfn að réttindum. Það eru engin trúarleg röksem hægt er að færa fyrir því, a.m.k. í lútherskri guðfræði, þar sem hjónaband er borgaralegt hugtak. Ástæðan fyrir því að málið hefur verið sent til kenningarnefndar, eins og ég skil það, er fremur til þess að laga það að kenningaumhverfi kirkjunnar svo að hjónaband samkynhneigðra falli þar inn í.Það eru því ekki rök sem skilja að þessi tvo form kirkjulegrar blessunar á sambandi tveggja einstaklinga af sama kyni heldur aðeins áhyggjur og ótti gagnkynhneigðra.

Ég held að staðfest samvist hafi sögulega merkingu, en á þeim grundvelli er hún aðeins tímabundið hugtak sem brúar bilið á milli hinnar neikvæðu hegðunar samfélagsins í garð samkynhneigðra í fortíðinni og jákvæðrar framtíðar. Hún er ekkert annað en "sérmeðferð" til þess eins að leyfa samkynhneigðum að njóta réttindasína í sínu umhverfi en ekki í sameiginlegu umhverfi með öllum öðrum borgurum.

Ef til vill höfum við gagnkynhneigðir þroskast nægilegra til þess að sýna samkynhneigðum góðan skilning og vináttu - svo framarlega sem það býr í sínum heimi. Það er hins vegar ótti sem hindrar mönnum að nálgast „Ein hjúskaparlög" og við þurfum að komast yfir hann. Meirihluti samfélagsins á að sjá að það er ekki þörf á neinni girðingu á milli sín og samkynhneigðra. „Staðfest samvist"er jú girðing sem meirihlutinn vill halda til þess að aðgreina samkynhneigð frá umhverfi sínu. Mér sýnist þetta vera atriði sem við eigum að velta vel fyrir okkur.

Við þurfum að halda áfram að losa okkur við fordómana og fræðast og láta af órökstuddum ótta gagnvart samkynhneigðum og óþarfa aðgreiningu ef við viljum byggja upp samfélag þar sem réttlæti og kærleikur ríkir. Að þessu leyti varða "Ein hjúskaparlög" meirihluta samfélagsins en ekki aðeins samkynhneigða sjálfa.               


- Fyrst virtist i Mbl. 7. maí -




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband