Færsluflokkur: Mannréttindi

Við viljum fá ein hjúskaparlög á Íslandi!


Ég held að frumvarpið muni vera samþykkt á Alþingi. Kirkjan var alltaf að ganga "one step behind" í þessu málefni hingað til. Mig langaði, ásamt mörgum öðrum prestum, að kirkjan hafði frumkvæði í að styðja frumvarpið í þetta skipti, en því miður förum við "one step behind" enn og aftur....Pinch

Ég vona að við náum til samferðar með þjóðfélaginu fljótlega. Að sjálfsögðu má kirkjan ekki samfara því sem er á móti anda Krists, en varðandi þetta er viðhorf rétt hjá þjóðfélaginu.

 


mbl.is Vilja ein hjúskaparlög á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir samkynhneigð orsök barnaníðs...??


Mér sýnist þetta meira en hreinir fordómar gagnvart samkynhneigð. Að benda á einhvern annan til að saka án neinnar sönnunar eða rökfærslu er syndamennska.

Og meira að segja, að gera slíkt til þess að forðast frekari gagnrýni til sín vegna syndsamlegra uppákoma hjá sér er tvöföld syndamennska, að mínu mati.



 


mbl.is Segir samkynhneigð orsök barnaníðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorf kristins fólks gegn fordómum


Fyrir kristið fólk er trúin grunnur alls lífsins. Trú er ekki eins og verkfæri sem maður tekur út úr skúffunni aðeins þegar nauðsyn ber til. Því kristileg menntun stefnir því að ungmenni haldi ítrú sinni í öllum kjörum lífsins í samræmi við aðra nauðsynlega og viðunandi skynsemi mannlífsins.

Hins vegar virðist það hafa tíðkast víða í samfélaginu að fólk leitar ekki til trúarinnar þegar um fordóma og mismunun er að ræða. Það kýs að lyfta upp mannréttindum og jafningjafræðum og reynir þar að finna málstað sínum stoð til að mótmæla fordómum eða mismunun fremur en að snúa sér til trúarinnar.

Fordómar og mismunun hér eru ekki afmörkuð í ákveðið svið eins og kynþáttafordóma eða kynjamismunun, heldur þýða þau yfirleitt alls konar fordóma og mismunun sem skaðar mannréttindi og frelsi.

Hver er ástæða þess? Þýðir þetta fyrirbæri að trú á Guð og Jesú Krist í einingu heilags anda hafi ekkert samband við mótstöðu fordóma og mismunar og geti því ekki skaffað mönnum nokkurn málstað til að vera á móti þeim?  Nei, það er alls ekkisvo (þó að ég viðurkenni vel þörf á að skoða mismunun sem stafar af trúarlegum fordómum og ræða hana).

Vandinn er frekar e.t.v. sá að annað hvort hafa leiðtogar kirkjunnar ekki dýpkað skilning á  málinu eða þeir hafa ekki tekið frumkvæði í mótmælum á eigin forsendum.

Hvort sem er, virðist það nauðsynlegt og mikilvægt að kristin ungmenni, sem eru á leiðinni að móta skoðun sína um samfélagsmál og alheimsmál í samræmi við trú sína, takist á við að hugsa um fordóma og mismunun út frá trúarlegu sjónarmiði og tjái sig um málefnið.

Líklega með því að hugsa um eftirfarandi atriði frá trúarlegu sjónarmiði, halda umræðu um þau og tjá skoðun sína á sýnilegan máta, læra ungmenni að losna við óþarfa aðgreininga meðal manna og einnig að lifa lífi sinu á grundvelli trúarjátninga í veröldinni.

  • Hvað er grundvallaratriði sem aðgreinar ákveðinn hóp manna frá öðrum mönnum? Er aðgreining hin sama og mismunun?
  • Hver er Biblíulegur skilningur á því "að vera öðruvísi" en aðrir (sem eru í flestum tilfellum meirihluti)? Jesús og lærisveinar hans voru ,,öðruvísi" en meirihlutinn.
  • Þegar þú mismunar fólki eða þér er mismunað af fólki, er það gert af ærinni ástæðu?
  • Þegar þú ert á móti fordómum og mismunun vegna trúar þinnar, hvernig ætlar þú að deila skoðun þinni með öðrum í samfélaginu?

21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti SÞ. Grunnur dagsins byggist á mannúðlegu viðhorfi sem er sameinleg forsenda okkar manna og ég tel það sé sannarlega mikilvægt fyrir ungt fólk að deila slíku tækifæri með öðrum.

Og jafnframt óska ég að ungt fólk frá kirkjunni notfæri sér tækifærið til að úthugsa skilning sinn á málinu á eigin trúarlegum forsendum og dýpka. 

 

 


Eyðum fordómum inni í okkur!


21. mars er á hverju ári ,,Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti Sameinuðu þjóðanna". Þá ver Evrópusambandið einnig viku í að vekja athygli á kynþáttamisrétti undir slagorðinu ,,Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti". Sú staðreynd að slíkir dagar og vika séu til segir okkur að kynþáttafordómar og misrétti eru raunverulegt vandamál í heiminum, þ.á.m. í Evrópu. 

Undanfarin ár höfum við sem störfum saman að málefnum innflytjenda og mannréttinda almennt á Íslandi reynt að vekja athygli á kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Það kann að vera, þvert á móti, að mörgum Íslendingum þyki erfitt að tala um kynþáttafordóma og misrétti þar sem málið er sjaldan í opinberri umræðu. Það neitar þó enginn tilvist þess í samfélaginu.  

Eru fordómar til á Íslandi?

Það tíðkast sem betur fer ekki á Íslandi að kveikja í híbýlum þeirra sem eru af öðrum kynstofni en Íslendingar og því öðruvísi í útiliti. Það sama á lang oftast við um árásir á það fólk sem hefur framandi útlit. (Það verður samt að benda á að ofbeldisfullar árásir hafa verið framdar vegna þess að viðkomandi var af öðrum kynstofni og framandi í útliti.) Við verðum að muna að öll komum við að einni og sömu dýrategundinni vísindalega séð, Homo sapiens.

Það er leiðinlegt frá því að segja að á Íslandi eru fordómar almennt gagnvart útlendingum. Sem prestur innflytjenda er ég í miklum samskiptum við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því að fjölmargir skjólstæðingar mínir upplifa niðurlægingu og mismunum í daglegu lífi sínu hér á landi. Neikvætt álit á útlendingum hefur ýmsar birtingarmyndir.  

Ég vil staldra við tvö atriði áður en ég held áfram. Í fyrsta lagi þá vil ég leggja áherslu á að það ég tel ekki að allir Íslendingar sem hafa fordóma gagnvart útlendingum séu svokallaðir ,,rasistar". Ég lít á þá sem venjulegt fólk, rétt eins og annað, en stundum fer það villur vegar í mannlegum samskiptum, vegna oft ómeðvitaðra fordóma sinna.

Í öðru lagi þá geta útlendingar sjálfir verið með fordóma gagnvart öðrum útlendingum. Ég heyri þetta af og til frá Íslendingum. En sú staðreynd getur aldrei verið afsakað eigin fordóma, í þessu tilviki fordóma sem Íslendingar kunna að hafa. Það, að minnihlutahópurinn hafi fordóma hefur minna vægi af því að mismununin er oftast alvarlegri þar sem  hún tengist ,,samfélagsvaldi", þar sem vald meirihlutans, í þessu tilviki Íslendinga hefur meira vægi í samfélaginu.  En minnihlutahópum fyrirgefast þó ekki fordómar sínir heldur. 

Skiptir útlendinga engu máli?

Birtingarform fordóma eða mismununar eru mjög mismunandi og ég ætla ekki að telja upp allar birtingarmyndirnar hér. En í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti langar mig að biðja íslenskt fólk um að velta vel fyrir sér hvort þeir verði varir við í umhverfi sínu ákveðið tilfinningaleysi í garð útlendinga, sem myndi síður líðast í garð Íslendinga. Þetta snýst um að finna ekki til með útlendingum og hafa ekki samkennd með þeim og veita þeim því verri þjónustu, leyfa sér að vera dónalegri við þá og nota harkalegra orðalag. Þetta er mjög oft reynsla fólks af erlendum uppruna.

Við innflytjendur verðum ekki síður særðir og Íslendingar þegar við upplifum það að verða fyrir aðkasti eins og að ofan greinir. Við upplifum að vera útilokaðir og fá ekki að njóta sambærilegrar vináttu og aðrir Íslendingar í samfélaginu. Við tökum því jafnóstinnt upp og verðum móðgaðir á sama hátt ogsambýlingar okkar. 

Ég skal taka nokkur dæmi. Þjónustufulltrúi hefur ekki jafn góðan tíma fyrir útlenska viðskiptavini, fulltrúi frá opinberri stofnun útskýrir mikilvægt erindi ekki almennilega fyrir innflytjendur sem skilja íslensku ekki jafnvel og innfæddir eða að starfsfólk talar óþarflega harkalega við erlent starfsfólk á sama vinnustað. Persónulega nefni ég flokk af slíkum uppákomum ,,Skiptir útlendinga engu máli - fordómar": Nefnilega er það að manneskja getur ekki skynjað útlendinginn sem manneskju, rétt eins og það er sjálft og dæmir fyrir fram að útlendingi væri sama hvað sem er að ræða.

Margir sem lesa þessar línur munu draga í efa að slíkt gerist í raun, en því miður, gerist það oftar en stundum. Hafið þið ekki séð slíkt með ykkar eigin augum? Hafið þið ef til vill tekið þátt í slíku einelti?  Mér fyndist gott að við færum öll yfir það hvernig við högum samskiptum okkar í tilefni af þessu alþjóðaátaki sem ætlað er að vekja athygli á kynþáttamisrétti. Ég endurtek það að varðar málið ekki einugis Íslendinga, heldur fólk af erlendum uppruna líka og mig sjálfan.

,,Kynþáttamisrétti" er stórt orð. Við getum auðveldlega litið fram hjá því í okkar daglega lífi, sagt að það komi okkur ekki við. En við getum einnig hugsað um kynþáttamisrétti í okkar daglega lífi og sett það í samhengi við það. Ég óska þess að við öll sem sköpum þetta samfélag, tökum okkur stund og hugsum um málið einu sinni enn. Við þurfum að takast á við okkar eigin fordóma til þess gera kynþáttmisrétti útlægt. Sköpum sanngjarnt samfélag fyrir alla, útrýmum kynþáttafordómum.

- Fyrst birt í Mbl. 6. mars 2010 -

 


Hlustum á raddir minnihluta


Um daginn var haldið málþing sem fjallaði um ,,trú ogfordóma". Málþingið var á vegum Samráðsvettvangs trúfélaga en hann var stofnaðurfyrir þremur árum í þeim tilgangi til þess að tryggja og hvetja til samræðu á meðal mismunandi trúfélaga á Íslandi. Í dag eru í honum fimmtán trúfélög ásamt tveim borgaralegum samstarfsaðilum. 

Samráðsvettvangurinn byggir fyrst og fremst á minnihlutatrúarhópum jafnvel þó að þjóðkirkjan sé meðlimur líka. Ekkert af fjórtan trúfélögum fyrir utan þjóðkirkjuna nær til fimm prósentum af heildaríbúafjölda Íslands. Þau mega jafnvel kallast ,,í algjörum minnihluta."

Á áðurnefndu málþingi sögðu fulltrúar úr þessum trúfélögum frá reynslusögum en flestar voru sorglegar. Sögur um að börn í þessum trúfélögum þyrftu af og til að þola ólýsanlega fordóma eða aðkast í kristin-og trúarbragðafræði í skólum. Sum þeirra sögðust mæta sterkum hleypidómum vegna þess að sum tilheyrðu ákveðnum fríkirkjusöfnuði. 

Sambandið ,,meirihluti - minnihluti"

Eins og það tíðkastvíða þegar um fordóma og mismunun eru að ræða, virtist sem gerendur fordóma, sem voru meirihluti, hefðu ekki tekið eftir því að það var minnihluti sem var neyddur þess að þola þá fordóma. Því miður er það oftast satt að meirihlutihefur fordóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað, og það lagast ekki nema meirihlutinn hlusti á minnihlutann. Vinur minn kvartaði einu sinni við mig: „Allt varðandi tölvur er hannað fyrir fólk sem er hægri handar!" en hann er örvhentur. Satt að segja hafði ég aldrei spáð í þetta fyrr en hann sagði mér frá því.

Meirihluta-minnihluta samband er í eðli sínu afstætt. Meirihluta-minnihlutasamband á ákveðnum stað eða stundu getur verið í öfugt á öðrum stað eða stundu. Ég er t.d. í minnihluta sem Japani á Íslandi en ætlaði ég til Japans með íslenskum vini mínum til Japans væri ég samstundis og ég stigi út úr flugvélinni í meirihluta og íslenski vinur minn í minnihluta, jafnvel þótt við værum alveg þeir ,,sömu" og áður.

Þetta einfalda dæmi sýnir okkur mjög mikilvægan sannleika: meirihluti-minnihluti samband er alls ekki tengt við virði viðkomandi manneskju. Undantekningin er þegar það samband færir auka gildi. Í þessu samhengi færir ,,viðaukagildið" hér, t.d. að vera minnihluti, nokkur sérréttindi. Ég hef fengið, svo dæmi sé nefnt, mörg tækifæri til að kenna japönsku og kynna menningu okkar Japana hérlendis, en slíkt tækifæri hefði ég ekki fengið í Japan. Þetta er ,,viðaukagildi" mittsem fylgir því að vera Japani á Íslandi.  

Minnihluti á ekki minna skilið

Talsverður hluti fordóma og mismunun gegn minnihluta virðist að stafa af ruglingi á þessu, nefnilega hvort einhver sé í minnihluta eða ekki hefur ekkert samband við hvort viðkomandi sé með jafn, minna eða meira gildi og aðrir í meirihluta. Engu að síður við ruglumst svo auðveldlega eins og að vera öðruvísi en ,,venjulegur" meirihlutahópur varði gildi eða virði sem sérhver okkar er með, enda við miskiljum þannig að minnihluti eigi skilið minna virði.
 
Í samfélagi okkar eru ýmis konar ,,minnihluta"hópar til, sem varða þjóðarbrot, ríkisfang, kynhneigð, trúarbrögð, heilbrigði o.fl. Fólk sem er í minnihluta varðandi eitthvert af ofangreindu mun læra að það að vera í minnihluta er því næstum eðlilegt. En það er líka hægt að alast upp við eðlilegar aðstæður í meirihluta í sínu lífi. Dæmi um slíkt er innfæddur, íslenskur unglingur, sem fæddist og ólst upp í Reykjavík, heilbrigður og gagnkynhneigður, fermdist í þjóðkirkjunni og stundar nú nám í menntaskóla.  

 Síðarnefnda lýsingin er eins konar staðalmynd af ,,venjulegum" Íslendingi. Égveit ekki hversu margir unglingar passa við þessa staðalmynd en slíkur ,,staðalmyndar"unglingurgæti fyrst fundið sjálfan sig í minnihluta þegar hann fer í háskólanám til útlanda.Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að unglingar í aðstæðum meirihlutakynni sér ekki aðstæður minnihluta og hugsi um þær. Ég bendi aðeins á hvað gætigerst, fylgist hann ekki með aðstæðum minnihluta í kringum sig.  
 
Ég tel að það sé mjög mikilvægt að sérhver unglingur (og ekki síst við fullorðnir) hugsi virkilega um mál sem varðar minnihluta í samfélaginu. Það er þess vegna nauðsynlegt að tryggja tækifæri þar sem ungt fólk í meirihlutanum og minnihlutanum finni snerti flöt í lífi hvers annars, eigi samskipti og tali saman á einhvern hátt. Það sem mér finnst mikilvægast er að hlusta á raddir minnihluta á mismunandi sviðum lífsins. Fræðslan kemur ekki endilega sjálfkrafa til unglinga. Þetta er verkefni sem við öll þurfum að hanna, skipuleggja og framkvæmda með þeim skýra tilgangi að byggja samfélag gagnkvæmrar virðingar á Íslandi.

- Fyrst birtist í Mbl. 6. jan. 2010 -  


Evrópuvika gegn kynþáttamisrétt hefst

21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu í minningu 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Í tengslum við 21.mars er haldin Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti og hún miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Frá 14-22. mars munu hundruð samtaka og stofnana í Evrópu standa að viðburðum þar sem unnið er gegn kynþáttamisrétti.


Atburðir haldnir 19. mars

Á Íslandi mun fjöldi samtaka og stofnana standa að ýmsum viðburðum í tengslum við Evrópuvikuna s.s. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Rauði krossinn, Fjölmenningarsetur í vestfjörðum, SGI búddistafélag ásamt KFUM, KFUK og Hjálpræðihernum á norðurlandi.

Þann 19. mars munu ofangreindar stofnanir og samtök halda sameiginlega atburði á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, á Ísafirði og í Reykjanesbæ.

Höfuðborgarsvæði:
Atburðurinn verður haldinn í Smáralind (1. h.)og þá safnast unglingar frá ýmsum samtökum safnast saman kl. 16:00 og dreifa gangandi gestum fræðsluefni um kynþáttamisrétti. Síðan verða mörg skemmtunaratriði í boði eins og t.d. danskennsla eða fjölmenningar-“twister” leikur milli kl.17:00 -18:00.

Akureyri:   
Unglingar mætast k.16.30 í Glerártorgi og  kynna fræðsluefni gegn mismunun fyrir vegfarendum á Glerártorgi ásamt því að sýna dans- og tónlistaratriði.

Ísafirði:
Unglingar munu safnast saman í verslunarmiðstöðinni Neista kl. 16:30 -18:00 og spjalla við vegfarendur um fordóma og mismunun.

Reykanesbæ:

Nánara verður tilkynt síðar.


Kynþáttahatur og fordómar á Íslandi?

Birtingarmyndir kynþáttahaturs eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttahatur nær yfir vítt svið - allt frá fordómum til ofbeldisverka. Hingað til hefur kynþáttahatur á Íslandi birst helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu - þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem ,,hreinir” Íslendingar.

En eftir bankahrunið sl. október eru þeir því miður margir sem bera því vitni að beinir fordómar gegn fólki af erlendum uppruna hafa aukist, þ.e.a.s. að kastað er að fólki ljótum orðum og það gert af skotmarki, e.t.v. vegna þeirrar reiði sem býr í fólki vegna ástandsins í landinu.  Slíkt má ekki eiga sér stað í þjóðfélagi okkar og að sjálfsögðu verður því harkalega mótmælt.
En við megum ekki gleyma því að berjast einnig við “dulda fordóma” sem gætu jafnvel falist í okkur sjálfum.

Ungmennin eru í aðalhlutverki í viðburðunum þann 19. mars en tilgangur dagsins, ásamt boðskapi Evrópuvikunnar, á erindi við alla í þjóðfélaginu.



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband