Eyðum fordómum inni í okkur!


21. mars er á hverju ári ,,Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti Sameinuðu þjóðanna". Þá ver Evrópusambandið einnig viku í að vekja athygli á kynþáttamisrétti undir slagorðinu ,,Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti". Sú staðreynd að slíkir dagar og vika séu til segir okkur að kynþáttafordómar og misrétti eru raunverulegt vandamál í heiminum, þ.á.m. í Evrópu. 

Undanfarin ár höfum við sem störfum saman að málefnum innflytjenda og mannréttinda almennt á Íslandi reynt að vekja athygli á kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Það kann að vera, þvert á móti, að mörgum Íslendingum þyki erfitt að tala um kynþáttafordóma og misrétti þar sem málið er sjaldan í opinberri umræðu. Það neitar þó enginn tilvist þess í samfélaginu.  

Eru fordómar til á Íslandi?

Það tíðkast sem betur fer ekki á Íslandi að kveikja í híbýlum þeirra sem eru af öðrum kynstofni en Íslendingar og því öðruvísi í útiliti. Það sama á lang oftast við um árásir á það fólk sem hefur framandi útlit. (Það verður samt að benda á að ofbeldisfullar árásir hafa verið framdar vegna þess að viðkomandi var af öðrum kynstofni og framandi í útliti.) Við verðum að muna að öll komum við að einni og sömu dýrategundinni vísindalega séð, Homo sapiens.

Það er leiðinlegt frá því að segja að á Íslandi eru fordómar almennt gagnvart útlendingum. Sem prestur innflytjenda er ég í miklum samskiptum við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því að fjölmargir skjólstæðingar mínir upplifa niðurlægingu og mismunum í daglegu lífi sínu hér á landi. Neikvætt álit á útlendingum hefur ýmsar birtingarmyndir.  

Ég vil staldra við tvö atriði áður en ég held áfram. Í fyrsta lagi þá vil ég leggja áherslu á að það ég tel ekki að allir Íslendingar sem hafa fordóma gagnvart útlendingum séu svokallaðir ,,rasistar". Ég lít á þá sem venjulegt fólk, rétt eins og annað, en stundum fer það villur vegar í mannlegum samskiptum, vegna oft ómeðvitaðra fordóma sinna.

Í öðru lagi þá geta útlendingar sjálfir verið með fordóma gagnvart öðrum útlendingum. Ég heyri þetta af og til frá Íslendingum. En sú staðreynd getur aldrei verið afsakað eigin fordóma, í þessu tilviki fordóma sem Íslendingar kunna að hafa. Það, að minnihlutahópurinn hafi fordóma hefur minna vægi af því að mismununin er oftast alvarlegri þar sem  hún tengist ,,samfélagsvaldi", þar sem vald meirihlutans, í þessu tilviki Íslendinga hefur meira vægi í samfélaginu.  En minnihlutahópum fyrirgefast þó ekki fordómar sínir heldur. 

Skiptir útlendinga engu máli?

Birtingarform fordóma eða mismununar eru mjög mismunandi og ég ætla ekki að telja upp allar birtingarmyndirnar hér. En í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti langar mig að biðja íslenskt fólk um að velta vel fyrir sér hvort þeir verði varir við í umhverfi sínu ákveðið tilfinningaleysi í garð útlendinga, sem myndi síður líðast í garð Íslendinga. Þetta snýst um að finna ekki til með útlendingum og hafa ekki samkennd með þeim og veita þeim því verri þjónustu, leyfa sér að vera dónalegri við þá og nota harkalegra orðalag. Þetta er mjög oft reynsla fólks af erlendum uppruna.

Við innflytjendur verðum ekki síður særðir og Íslendingar þegar við upplifum það að verða fyrir aðkasti eins og að ofan greinir. Við upplifum að vera útilokaðir og fá ekki að njóta sambærilegrar vináttu og aðrir Íslendingar í samfélaginu. Við tökum því jafnóstinnt upp og verðum móðgaðir á sama hátt ogsambýlingar okkar. 

Ég skal taka nokkur dæmi. Þjónustufulltrúi hefur ekki jafn góðan tíma fyrir útlenska viðskiptavini, fulltrúi frá opinberri stofnun útskýrir mikilvægt erindi ekki almennilega fyrir innflytjendur sem skilja íslensku ekki jafnvel og innfæddir eða að starfsfólk talar óþarflega harkalega við erlent starfsfólk á sama vinnustað. Persónulega nefni ég flokk af slíkum uppákomum ,,Skiptir útlendinga engu máli - fordómar": Nefnilega er það að manneskja getur ekki skynjað útlendinginn sem manneskju, rétt eins og það er sjálft og dæmir fyrir fram að útlendingi væri sama hvað sem er að ræða.

Margir sem lesa þessar línur munu draga í efa að slíkt gerist í raun, en því miður, gerist það oftar en stundum. Hafið þið ekki séð slíkt með ykkar eigin augum? Hafið þið ef til vill tekið þátt í slíku einelti?  Mér fyndist gott að við færum öll yfir það hvernig við högum samskiptum okkar í tilefni af þessu alþjóðaátaki sem ætlað er að vekja athygli á kynþáttamisrétti. Ég endurtek það að varðar málið ekki einugis Íslendinga, heldur fólk af erlendum uppruna líka og mig sjálfan.

,,Kynþáttamisrétti" er stórt orð. Við getum auðveldlega litið fram hjá því í okkar daglega lífi, sagt að það komi okkur ekki við. En við getum einnig hugsað um kynþáttamisrétti í okkar daglega lífi og sett það í samhengi við það. Ég óska þess að við öll sem sköpum þetta samfélag, tökum okkur stund og hugsum um málið einu sinni enn. Við þurfum að takast á við okkar eigin fordóma til þess gera kynþáttmisrétti útlægt. Sköpum sanngjarnt samfélag fyrir alla, útrýmum kynþáttafordómum.

- Fyrst birt í Mbl. 6. mars 2010 -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemtileg umræða. Ég man samt ekki eftir því að íslendingur hafi sent fólki bréf inn um bréfalúguna þar sem hann hótar fólki af erlendum uppruna líflati fyrir skoðanir sýnar. Hinsvegar er það vel þegt meðal þjóðarinar þegar ákveðin maður frá afríku senti fólki af íslenskum uppruna slík morðhótunarbréf.

Ég tel íslendingahatara vera stórt vandamál líka.

Árni (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:38

2 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Árni, og takk fyrir athugasemdina þína.

Því miður gerist hótun frá Íslendingar til útlendinga/innflytjenda líka. Ég lentist í slíku nokkurum sinnum og ég kærði mál til lögreglu tvísvar.

Með því að segja frá því, á ég ekki við að útlendingar mega hóta Íslendinga eða hata. Slíkt er ljót gerð fyrir manneskju hvort sem Íslendingur eða útlendigur gerir.

kveðja,

Toshiki

Toshiki Toma, 16.3.2010 kl. 18:07

3 identicon

Ég meinti ekki að þú værir að réttlæta hatur gegn íslendingum.

Ég vildi bara bæta þessu við hjá þér.

Ég þekkji sjálfur ljót dæmi um útlendingahatur. Ég hef sjálfur búið í svokölluðu gettói erlendis. Og mér finnst það auðvitað ljótt að hata einhvern útaf útliti. Við getum ekkert gert af því hvernig við erum fædd.

Árni (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 09:50

4 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll aftur, Árni.

Já, slíkt gerist alls ataðar, því miður. Heimaland mitt er ekki undantekning frá þessu. Þvert á móti erum við hæfileika til að vera á móti slíku og tækifæri. Mér finnst við þurfa að halda áfram.

kveðjur,

Toshiki

Toshiki Toma, 17.3.2010 kl. 11:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband