14.12.2007 | 14:52
“ Fimmta árstíđin” fćr góđan dóm!!
Ljóđabókin mín Fimmta árstíđin fékk faglegan ritdóm í fyrsta skipti í Mbl. í dag.
Gagnrýnandi var Skafti Ţ. Halldórsson hjá Morgunblađinu.
Til minnar hamingju er dómurinn umburđarlyndismikill og ljúfur.
Takk fyrir ţetta!
Ţađ er ađdáunarvert hvernig Toshiki Toma hefur náđ ađ temja sér tungutak okkar Íslendinga ef marka má ljóđabók hans Fimmtu árstíđina. Ađ sönnu hefur hann fengiđ ađstođ margra mćtra einstaklinga viđ frágang bókarinnar ef marka má ţakkir hans í lok hennar. En margt í henni er međ ţeim hćtti ađ sérhverju íslensku skáldi vćri sómi af. Toshiki Toma er fćddur í Tokýó í Japan og bera ljóđ hans upprunanum vitni. En hann tekst einnig á viđ íslenskan veruleika og kannski ekki síst íslenska náttúru. Trúin er honum mikilvćg og lífiđ. Bókin hverfist um árstíđirnar og kannski ekki síst ţá fimmtu sem hann líkir viđ blóm innra međ sér sem
teygir sig upp
opnar sig til ađ taka á móti
skini frá sólinni
og bjarma frá jörđinni.
Styrkur Toshiki Toma er mestur í knöppu hćku-líku ljóđformi ţar sem andstćđum er teflt fram í ţéttu náttúrumyndmáli:
Á titrandi mósaíkmynd
á gárum Tjarnarinnar
hvílir haustdagur
Toshiki Toma er nćmur á hina smágervu veröld í kringum okkur en hann spyr líka spurninga og bendir á margt í mannlegri breytni sem verđur okkur til umhugsunar eins og í kvćđinu Sannleikur.
Sannleikurinn er
eins og bolti í ruđningsleik
Ţeim er hrósađ
sem láta boltann ganga á milli sín
Ţeim sem vilja halda fast í hann
trođiđ í svađiđ
Ljóđabók Toshiki Toma, Fimmta árstíđin, er fremur hugljúf bók ţar sem fegurđ lífsins er dásömuđ. Ljóđin einkennast ţegar best lćtur af knappri og markvissri myndbyggingu og útgáfa hennar hlýtur ađ teljast nokkurt afreksverk.
-Skafti Ţ. Halldórsson, Mbl. 14. desember bls.19-