"Í hjarta mínu"


Í hjarta mínu
er eitt hólf autt
þar sem ég hljóðlega finn
allt sem orð ná ekki yfir
né hlutir að forma

líkt og bil milli ljóðlína
eða tómrúm í japönsku málverki

Ég varðveiti það
ávallt
mitt dýrmæta hjartahólf



- “Í hjarta mínu”, Eftir Tomihiro Hoshino,
   einkaþýðing úr frumtexta á japönsku af Bryndísi Möllu Elídóttur og TT-


Mig langar til að kynna eitt ljóð Tomihiro Hoshino, ljóðaskáld og málara, fyrir ykkur einu sinni enn.

Tomihiro Hoshino er Japani og nú er hann 68 ára gamall. Hann er vel þekktur í Japan og er búinn að gefa út margar ljóðabækur með fallegar myndir (eða myndabækur með falleg ljóð) síðan 1965. Sumar bækur eru þýddar á ensku.

Það er hægt að skoða myndir eftir Tomihiro Hoshino á vefsíðu:
http://www.hoshinotomihirousa.org

Hann er undarlegur maður að vissu leyti, en ef þú vilt vita um það, vinsamlegast heimsóttu ofangreinda vefsíðu.
FootinMouth

Ég er enginn umboðsmaður hans og ekki einu sinni með leyfi frá honum til að þýða ljóð eða birta á vefsiðu. Þess vegna getur þetta verið höfundarréttandabrot,
Bandit en þetta er ekki heldur fyrir viðskipti.Whistling


Bloggfærslur 16. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband