Lifandi bókasafn 17. júní!!


Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands höfum fengið vilyrði frá Reykjavíkurborg til þess að halda lifandi bókasafn 17. júní næstkomandi milli kl. 13:00 og 16:00 í húsnæði TM, Aðalstræti 6, jarðhæð.
Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma.

Það er aðeins einn munur á:
bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Bækurnar í Lifandi bókasafni eru fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru flokkaðir í sérstaka hópa, oft fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Í Lifandi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki geta bækurnar jafnvel spurt spurninga og sjálfar fræðst.

- Fréttatilkynning frá Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands -


Ég upplifði sjálfur einu sinni áður að vera “bók” lifandi bókasafns í Smáralindi. Raunar var ég “bækur” sem prestur, Japani, einstæður faðir o.fl.

Mér fannst það gaman að vera bók og deila þekkingu og reynslu minni með kæru lesendum. Bókin gat lært ýmislegt frá lesendunum líka 
Grin

Þakka Jafnréttisnefnd Studentaráðs HÍ fyrir þetta. Vona að sem flestir skreppi í TM á Ingólfstorgi á morgun, hátíðardaginn, og njóti þess tækifæris!!




Finna fyrir meiri fordómum


Blaðið í dag bls. 8 eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttir

Tæplega 6000 pólskur ríkisborgarar voru um síð
astu áramót búsettir hér á landi ........
..... Pólverjar sem voru búsettir hér fyrir að ímynd þeirra bleytist til hins verra í kjörfarið. Þeir eru farnir að finna fyrir meiri fordómum en áður.
...........Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars rannsakað bakgrunn innflytjenda, tengsl þeirra við heimalandið og viðhorf þeirra en doktorsnemi hennar, Anna Wojtynska, hefur einkum beint sjónum að viðhorfi Pólverja.
,,Á þeim tíma sem, ég tók viðtöl við Pólverja höfðu þeir fundið fyrir minni fordómum en aðrir hópar en rannsókn Önnu hefur leitt í ljós að fordómarnir hafa aukist í einstaka tilfellum. Af þessu hafa þeir áhyggjur. Þeir hafa hins vega ekkert á móti því a’ fleiri Pólverjar fái tækifæri hér á landi,“ segir Unnur Dís. .......


Ofangreindur er hluti af fréttagrein sem birtist í bls. 8 Blaðsins í dag. Ég þekki dr. Unni Dís gegnum starf mitt og mér finnst það fagnandi efni að traustur fræðimaður eins og Unnur Dís er búin að vinna að rannsókn um líf innflytjenda á Íslandi á undanfarin ár, og er enn að stuðla að.

En varðandi þessa fréttagrein eftir Ingibjörgu, er það kannski ekki bara ég sem vill vita aðeins nánara um málið: t.d. hvers konar fordómar mætu Pólverjar hérlendis áður og hvernig fordómarnir eru búnir að breytast núna? Mig langar til að vita aðeins skýrara um hvaða fordómum pólska fólkið finna fyrir þessa daga.
Í sambandi við þessa umræðu, vil ég skrifa inn nokkrar línur sem varða sérstaklega um ölvaðra akstur sem stafar af útlendingum.

Ég hafði nokkurt erindi við Lögregluskóla í síðasta haust og fékk góðan tíma til að tala við nemendur þar. Sumir þeirra sögðu okkur í kennslustofu að ölvaður akstur hefði bersýnilega aukist og Pólverjar voru bílstjórar í mörgum tilfellum.
Við vorum að ræða um fordóma og því spurði ég þeim hvort þeir gætu sagt mér nákvæman fjölda slíks tilfellis eða hlutfallið. Þeir voru ekki með nákvæmlegar tölur en samt þorðu þeir að segja, af reynslu sinni, “margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis”.

Ég held að þegar lögreglumenn segja “margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis”, takmarkast þetta lýsingarorð “margir” innan reynsluheims þeirra og að því leyti er þessi staðhæfing með eins konar gildi sem nýtist í starfi lögreglunnar kannski.
En ef staðhæfing eins og “margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis” verða staðhæfing eins og “allir eða flestir Pólverjar...”, er hún þá fordómar, þar sem hún innifelur sér “marga (þótt ég geti ekki sagt nákvæmt númer)” saklausa Pólverja.

Í stutta máli sagt eru fordómar ofgróf alhæfing yfirleitt. Þetta á sér stað mjög oft í daglegu lífi okkar og ég tel nauðsynlegt að við höfum vakandi augu á slíkri alhæfingu.
Hins vegar hugsa ég einnig að það hlýtur að vera einhvert mál í miðju fordóma venjulega, sem veldur þeim fordómum og ég tel það líka nauðsynlegt að fjalla um það mál almennilega. Ef útlendingar sem fremja ölvaðra akstur, hvaðan sem þeir eru komnir, verðum við að taka upp málið og ræða um það. T.d. er ölvaður akstur hættulegur fyrir ekki aðeins viðkomandi heldur alla aðra í umferð, þ.á.m. eru börnin okkar líka, og við megum ekki láta málið vera.
Ég spái því að umræðu, annars vegar sem varðar glæpsamlega framkomu útlendinga eða óvirðingu og hins vegar sem varðar fordóma gagnvart útlendinga, mun fjölgast á næstunni. Ef hingað koma fleira erlent fólk, eykst vandamál sem er tengt við það líka jafnt og gott mál. Þetta er bara eðlilegt.

Það sem er nauðsynlegt og mikilvægt fyrir okkur (bæði innfædda Íslendinga og innflytjenda) er, að mínu mati, að við ræðum málið sem málefnalegast og leiða umræðuna í skapandi áttina.




Bloggfærslur 16. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband