24 ára reglan í útlendingalögum fari í ruslpoka!


Samkvæmt fréttagrein 24 stunda í dag, verður 24 ára reglu í núverandi útlendingalögum hentað út á næstunni.

Ég fagna því hjartanlega
sem einn af mótmælendum frá upphafi af umræðu um þetta mál, þó að það hafi tekið alltof langan tíma hjá stjórnvöldunum til að komast í þessa “skynsamlega” niðurstöðu.

Hins vegar virðist dómsmálaráðherra að bæta nokkru ákvæði varðandi málamyndahjúskap í staðinn fyrir 24 ára regluna.
Ég er ekki búinn að sjá breytingatillögu eða nýtt frumvarp um útlendingalög, því ég get ekki sagt neitt meira en þetta núna, en ég vil endilega fylgjast með því sem kemur upp næstu daga.


24 ára reglan í breyttri mynd

24 ára reglan verður felld brott úr útlendingalögum í núverandi mynd ef frumvarp sem dómsmálaráðherra leggur fram og er til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna verður samþykkt.
Í staðinn verður bætt við ákvæði um að ávallt skuli skoða hvort um málamyndahjúskap sé að ræða ef hjón eru undir 24 ára aldri, að sögn Björns Bjarnarsonar dómsmálaráðherra. (.......)

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur, -16. janúar 24 stundir bls. 2.-


Bloggfærslur 16. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband