HEIMSTORGIÐ


Menningarnótt í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15
Laugardaginn 23.  Opið frá 13-22,


HEIMSTORGIÐ

Bókakaffi
Kl. 13:00 – 22:00
Bókakaffi á 1. hæð Grófarhúss með úrvali bóka og tímarita, boðið upp á kaffi frá kaffihúsinu Kaffi D’Haiti, föndur- og litahorn fyrir börn og fullorðna, klippiljóðaborð þar sem gestir geta sett saman ljóð á ýmsum tungumálum, opinn hátalari, torgmálari að störfum og alls kyns uppákomur fram á kvöld.

(...fleiri í dagskrá...)

Reykjavík Stories
Kl. 17:00
Bandaríski leikarinn Darren Foreman, sem búsettur er hér á landi, flytur íslensk ljóð, sagnabrot og leiktexta á ensku. Verkin skírskota öll til Reykjavíkur á einhvern hátt en þau eru frá ólíkum tímum og lýsa mismunandi tíðaranda. Þau hafa komið við sögu í enskum bókmenntagöngum sem Borgarbókasafnið býður upp á og vakið lukku meðal þátttakenda.

Fimmta árstíðin
Kl. 18:00
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, flytur eigin ljóð á íslensku, m.a. úr bók sinni Fimmta árstíðin, og kynnir einnig japanska ljóðlist.

Afleggjarinn
Kl. 18:30
Auður Ólafsdóttir rithöfundur les úr verðlaunabók sinni Afleggjarinn, en þar segir frá ferðum ungs manns á framandi slóðir, í fleiri en einum skilningi. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin og söguhetjan þarf að glíma við karlmennsku sína, líkama, ást, matargerð og rósarækt.

(...fleiri í dagskrá...)


- Úr fréttatilkynningu Borgarbókasafns -
  http://www.borgarbokasafn.is


Bloggfærslur 19. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband