HEIMSTORGIÐ


Menningarnótt í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15
Laugardaginn 23.  Opið frá 13-22,


HEIMSTORGIÐ

Bókakaffi
Kl. 13:00 – 22:00
Bókakaffi á 1. hæð Grófarhúss með úrvali bóka og tímarita, boðið upp á kaffi frá kaffihúsinu Kaffi D’Haiti, föndur- og litahorn fyrir börn og fullorðna, klippiljóðaborð þar sem gestir geta sett saman ljóð á ýmsum tungumálum, opinn hátalari, torgmálari að störfum og alls kyns uppákomur fram á kvöld.

(...fleiri í dagskrá...)

Reykjavík Stories
Kl. 17:00
Bandaríski leikarinn Darren Foreman, sem búsettur er hér á landi, flytur íslensk ljóð, sagnabrot og leiktexta á ensku. Verkin skírskota öll til Reykjavíkur á einhvern hátt en þau eru frá ólíkum tímum og lýsa mismunandi tíðaranda. Þau hafa komið við sögu í enskum bókmenntagöngum sem Borgarbókasafnið býður upp á og vakið lukku meðal þátttakenda.

Fimmta árstíðin
Kl. 18:00
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, flytur eigin ljóð á íslensku, m.a. úr bók sinni Fimmta árstíðin, og kynnir einnig japanska ljóðlist.

Afleggjarinn
Kl. 18:30
Auður Ólafsdóttir rithöfundur les úr verðlaunabók sinni Afleggjarinn, en þar segir frá ferðum ungs manns á framandi slóðir, í fleiri en einum skilningi. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin og söguhetjan þarf að glíma við karlmennsku sína, líkama, ást, matargerð og rósarækt.

(...fleiri í dagskrá...)


- Úr fréttatilkynningu Borgarbókasafns -
  http://www.borgarbokasafn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Halldóra. Þakka þér fyrir spurninguna þína.

Eftir það sem ég þekki, er japönsku kennt í menntaskóla í Hamrahlíð og í Ármúla. En vinsamlegast athugaðu þetta sjálf því ég er ekki beint tengdur við japönskukennslu í menntaskólum. 
Það var japasnka í Mímir líka áður, en ég er ekki viss hvernig hún er núna.
Einnig veitir HÍ japönskukennslu síðan 2003. Þetta er almennileg nám um japönsku og nemendur geta tekið þreggja ára nám. Á hverju ári fara 4-5 nemendur til Japans sem skiptanemi í eitt ár. Nánara upplýsngar fást hjá dr. Kaoru Umezawa í HÍ, umsjónarkennari á japönsku.
Gangi stelpunum þínum vel!

Toshiki Toma, 20.8.2008 kl. 16:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband