16.5.2013 | 15:08
Það sem er mikilvægt fyrir mig og kannski líka fyrir þig
Í huga mínum er það hátt í forgangsröð að maður er ,,sér sjálfum". Í prédikunum mínum endurtekst þetta atriði aftur og aftur. Þetta atriði liggur visst í miðju hugmyndar minnar og ég hugsa ýmislegt eða þróa í kringum þessa miðju. Maður á að vera sannur ,,sér sjálfum".
En að sjálfsögðu er ,,sannur maður" ekki endilega sami og sá sem maður er núna í dag. Ef einhver maður sem notar ofbeldi í heimili sínu gagnvart konu sinni eða barni, eða atvinnu þjófur fullyrðir eins og ,,ég er svona maður", ætla ég aldrei að taka slíkt bull á jákvæðan hátt.
Það er alls ekki auðvelt að finna línu sem aðgreinir hluti sem tilheyra ,,sönnum manni sjálfum" frá veikleika manns eða synd. T.d. tel ég að alkóhólismi geti ekki verið hluti af ,,sönnum manni sjálfum" en maður sem glímir við alkóhólisma sé á leiðinni til sanns manns sjálfs.
Ástæða þess að ég hugsa á þann hátt er á nokkurn veginn trúarleg. Ég er kristinn maður og ég trúi því að satt ,,sjálf" frelsi mann og geri mann hamingjusaman. Guði þóknast þegar maður er sannur maður sér sjálfum. Ég styð réttindabaráttu samkynhneigðs fólks, en það er úti af þessu sjónarhorni. Samkynhneigð getur verið hluti af sönnu sjálfi viðkomandi manns og ekkert á móti Guði á skilningi mínum.
Í starfi mínu sem prestur er það því mikilvægt atriði að ég veiti þjónustu við fólk og aðstoð, svo að það verði að sönnu sér sjálfu. Þess vagna ýti ég ekki öllum sem ég hitti sjálfkrafa á kristna trú. Það er fólk sem er búið að móta sjálft sig ágætlega með annari trú en kristni eða án trúar. Þetta er jú atriði sem er ,,challenging" fyrir mig sem prest, en ég ætla ekki að þjóta til neinnar niðurstöðu um gildi kristinnar trúar í heiminum.
Annars hef ég tækifæri reglulega til að hitta og tala við hælisleitendur. Flestir þeirra eru ekki í vinnu og eyða dögum sínum án þess að hafa sérstakt verkefni. ,,Mér finnst mjög erfitt að ég hafi ekkert að gera" ,,Mér liður illa af því að ég tilheyri ekki samfélagi" ,,Mér liður eins og ég sé þýðingarlaus vera". Margir segja það. Eflaust eru þeir ekki ,,sér sjálfum" á þessar mundir.
Hvenær geta þeir náið eigin sjálfsmynd til baka til sín og orðið að manneskjum sem eru ,,sér sjálfum" aftur?
* Ég veit að það séu margar málfræðilegar villur til í þessum pistli, þó að ég reyni að gera mitt besta. En ég get ekki beðið vin minn um að fara yfir og laga íslenskuna mína fyrir blogg-færslu í hvert skipti. Pistill af þessu tagi er mjög erfiður að skrifa rétt fyrir mig; sérstaklega varðandi notkun orðs eins og ,,sér" eða ,,sjálfur".