20.3.2010 | 14:55
Viðhorf kristins fólks gegn fordómum
Hins vegar virðist það hafa tíðkast víða í samfélaginu að fólk leitar ekki til trúarinnar þegar um fordóma og mismunun er að ræða. Það kýs að lyfta upp mannréttindum og jafningjafræðum og reynir þar að finna málstað sínum stoð til að mótmæla fordómum eða mismunun fremur en að snúa sér til trúarinnar.
Fordómar og mismunun hér eru ekki afmörkuð í ákveðið svið eins og kynþáttafordóma eða kynjamismunun, heldur þýða þau yfirleitt alls konar fordóma og mismunun sem skaðar mannréttindi og frelsi.
Hver er ástæða þess? Þýðir þetta fyrirbæri að trú á Guð og Jesú Krist í einingu heilags anda hafi ekkert samband við mótstöðu fordóma og mismunar og geti því ekki skaffað mönnum nokkurn málstað til að vera á móti þeim? Nei, það er alls ekkisvo (þó að ég viðurkenni vel þörf á að skoða mismunun sem stafar af trúarlegum fordómum og ræða hana).
Vandinn er frekar e.t.v. sá að annað hvort hafa leiðtogar kirkjunnar ekki dýpkað skilning á málinu eða þeir hafa ekki tekið frumkvæði í mótmælum á eigin forsendum.
Hvort sem er, virðist það nauðsynlegt og mikilvægt að kristin ungmenni, sem eru á leiðinni að móta skoðun sína um samfélagsmál og alheimsmál í samræmi við trú sína, takist á við að hugsa um fordóma og mismunun út frá trúarlegu sjónarmiði og tjái sig um málefnið.
Líklega með því að hugsa um eftirfarandi atriði frá trúarlegu sjónarmiði, halda umræðu um þau og tjá skoðun sína á sýnilegan máta, læra ungmenni að losna við óþarfa aðgreininga meðal manna og einnig að lifa lífi sinu á grundvelli trúarjátninga í veröldinni.
- Hvað er grundvallaratriði sem aðgreinar ákveðinn hóp manna frá öðrum mönnum? Er aðgreining hin sama og mismunun?
- Hver er Biblíulegur skilningur á því "að vera öðruvísi" en aðrir (sem eru í flestum tilfellum meirihluti)? Jesús og lærisveinar hans voru ,,öðruvísi" en meirihlutinn.
- Þegar þú mismunar fólki eða þér er mismunað af fólki, er það gert af ærinni ástæðu?
- Þegar þú ert á móti fordómum og mismunun vegna trúar þinnar, hvernig ætlar þú að deila skoðun þinni með öðrum í samfélaginu?
21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti SÞ. Grunnur dagsins byggist á mannúðlegu viðhorfi sem er sameinleg forsenda okkar manna og ég tel það sé sannarlega mikilvægt fyrir ungt fólk að deila slíku tækifæri með öðrum.
Og jafnframt óska ég að ungt fólk frá kirkjunni notfæri sér tækifærið til að úthugsa skilning sinn á málinu á eigin trúarlegum forsendum og dýpka.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook