7.11.2011 | 11:58
Er fjölmenning málefni fyrir konur?
Ég tók þátt í ráðstefnu "Brjótum múra" sem var haldin á föstudaginn og laugardaginn sl. Rauði krossinn Akranessdeildar og Akraneskaupastaður héldu ráðstefnuna og hún var um fjölmenningu á Íslandi og innflytjendamál.
Ráðstefnan var mjög skemmtileg en fyrir utan innihaldið sjálft og umræðuna varð ég forvitinn um eitt atriði. Eftir því sem ég taldi gróft, voru meira en 80 prósent þátttekendanna konur.
Satt að segja, tók ég þetta fyrirbæri fyrir næstum tíu árum og skrifaði stutta grein um málið til að spyrja hvort málefni fjölmenningar og innflytjenda þættir kvennamál.
En síðan kom tímabil þegar mikil aukning innflytjenda eftir árið 2005 og hún olli einnig aukningu starfa sem tengdu við málefnið. Og þá héld ég að kynjaójafnvægi kringum áhugafólk um fjölmenningar-og innflytjendamál hefði jafnast aðeins út.
En var staðan komin í sömu aðstæður aftur eftir kreppurnar? Ef það er það, hvers vegna? Ágiskan sem mér hefur dottið í hug er sú að maður getur ekki grætt á þessari málsgrein mikið. Sem sé, getur þetta málefni ekki verið mikið viðskiptatækifæri. Málefnið er í eðli sínu velferðarmál og því kallar það ekki virkan áhuga karlmanna yfirleitt.
Að sjálfsögðu er þetta bara ágiskan mín, en ekki niðurstaða könnunar eða eitthvað slíkt. En er það fleiri túlkun á þessari fyrirbæri eða útskýring?
Það verður önnur ráðstefna um "integration" innflytjenda hjá HÍ 14. - 15. nóvember. Ég er forvitinn hvernig kynjajafnvægi verður þar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook