30.4.2013 | 13:21
Sá sem veitir stjórnmálaflokki umboð til að mynda ríkisstjórn
Ég hef ákveðið að fela formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Þó að ég sé búinn að búa hér á Íslandi 21 ár, mæti ég stöðugt einhverju atriði sem ég hef ekki þekkt eða skilið vel.
Hingað til hef ég haldið það þannig að umboðsveitingu forsetans til að mynda ríkisstjórn væri bara ,,ritual" og umboð færi sjálfkrafa til flokks sem hefur fengið helst sæti í Alþingi eða mest stuðning kjósenda, eins og það er venja í Japan t.d.
En í íslenska kerfinu virðist það vera foresti sem ákveður hver fæ umboðið.
En hver eru rökin að Framsóknarflokkurinn fæ umboðið fyrst þrátt fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta stuðning kjósenda?
,,Í fyrsta lagi að tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fengu mest fylgi í kosningunum og báðir fengu 19 menn kjörna. Í öðru lagi að fylgisaukning Framsóknarflokksins var mest og á vissan hátt söguleg" og í þriðja lagi byggði hann ákvörðun sína á samtölum við formenn flokkanna í gær".
Í fyrsta lagi að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fengið mest fylgi, en ekki Framsóknarflokkurinn. Í öðru lagi að fylgisaukning eða tap er aðeins fyrirbæri á ferli kosninganna en alls ekki endanleg niðurstaða einhvers atriðis, og í þriðja lagi að álit formanna flokkanna spegla ekki endilega álit kjósendanna á þetta tiltekið atriði.
Ég tel að það ætti að vera kjósendur sem veita umboð í fyrsta lagi... sem sé, að umboðið skuli fara samkvæmt fjölda fenginna sæta, eða eftir fylgishlutfall ef fjöldi sæta er jafn.
(Ég er samt ekki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins)
Ætlar að ræða við alla formenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook