Ætti að hugsa pínulítið betur

Þarna er visst árekstur til staðar milli á réttlætishugsjónar í samfélagskerfi og samúðarkenndar manna. Tilfelli eins og í umfjölluninni er ekki í fyrsta sinn. Slíkt gerist stundum jafnvel aðeins eftir því sem ég þekki.

Réttlætishugsjón í samfélagskerfinu segir: ,,Fólk innan EES/ESB á rétt til að koma til Íslands og leita að vinnu fyrir sig (Frjáls för launafólks), en þar fylgir eigin ábyrgð". 

Samúðarkennd okkar segir þvert á móti: ,,Maður getur týnt sinni leið til að fara í einhverjum aðstæðum. Menn eiga að hjálpast að".

Augljóst er að báðar hugmyndir eru réttar og bæði sjónarmið eru nauðsynleg til að byggja upp gott samfelag.

En hve gott samfélagskerfi við búum til, mun þar vera alltaf galli milli kerfanna og fólk sem dettur í hann. Að mínu mati á kirkjan að veita fólki aðstoð sem dottið hefur í slíkan galla.

(Ég hef upplifað sjálfur mörgum sinnum að hitta fólk í slíkum aðstæðum. En í hreinskilni gat ég ekki gert neitt áþreifanlegt nema að sýna því samúð mína, þar sem oftast kemur fólk til mín eða annarra í síðasta stigi málsins - sem sé eftir að allt er orðið of seint til að laga eitthvað).
Jafnvel þó að ég haldi að kirkjan eigi að veita fólki í slíkum aðstæðum aðstoð, þá er forsenda þess sú að stjórnvaldi samfélagsins sinnir sínu hlutverki almennilega.

Mig langar að segja að það var fyrirsjáanlegt að sumt fólk sem kæmi hingað vegna atvinnuleitar yrði peningalaust og festist hér, þegar samningurinn ,,Frjáls för launafólks" tók gildi árið 2006. Stjórnvaldið ætti að hugsa um þetta atriði aðeins betur og búa til viðbragðakerfi í slíkum tilfellum.

,,Fólk á að bera ábyrgð á sér". Það er rétt, en það er raunveruleiki að fólk sem er peningalaust, heimilislaust og svangt gengur á götunni hér. Og það er ekki gott fyrir okkur heldur að vera aðgerðarlaus og láta það deyja úr hungri.

A.m.k. trúi ég því að Íslendingar vilji ekki slíkt gerist hérlendis. Kannski of seint, en betra en aldrei. Bætum grunkerfi um peningalaust og heimilislaust fólk hvort sem það er íslenskt eða útlenskt.

    


mbl.is Fátækt fólk í hrakningum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband