Fjölmenningardagurinn

Í dag, 11. maí eða annar laugardagurinn í maí, er Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgarinnar.
Ég held að það sé ekki gott að ,,fjölmenning á Íslandi" þýðir aðeins að Íslendingar smakka framandi mat og hlusta á framandi tónlist eða að fólk af erlendum uppruna sýnir framandi dans í framandi þjóðbúingi. Við getum ekki dvalið í slíku stigi lengi.

Fjölmenning er fjölbreytleiki og fjölhyggjur. Hún gæti verið jafnvel ,,fjöl-gildismat" og þetta getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Ef gildismat fólks í ákveðnu svæði er gjör ólíkt hvort frá öðru, getur það valdið árekstri.

En það sem er mikilvægt er að finna leið til að sættast, en alls ekki að útiloka einhvern aðila eða losa við. Þess vegna á fjölmenning að vera samráð í eðli sínu.

Ég trúi því að íslenska samfélagið haldi áfram að ganga þá réttu leið fjölmenningar næstu ár.
Samt kemur þetta ekki sjálfkrafa. Við verðum að leggja af mörkum okkar.

Á þessari forsendu gat ég notið skrúðgöngunnar og margskonar atburða. Til hamingju með daginn!  

 


mbl.is Fjölmenni fagnar fjölbreytileika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband