Málstofan ,,Hælisleitendur segja frá"

(*English below)

Málstofan „Hælisleitendur segja frá" verður haldin fimmtudaginn 20. mars kl.12:00-13:00 í stofu 101, Lögbergi í Háskóla Íslands. Málstofan mun fara fram á ensku og aðgangur er öllum opinn.

Á málstofunni segja tveir hælisleitendur frá reynslu sinni af því að vera hælisleitandi á Íslandi. Málstofan er hin fyrsta í röð málþinga sem varða hælisleitendur, en undanfarið hafa málefni þeirra verið áberandi í fjölmiðlum. Tilgangur málþinganna er að skapa vettvang fyrir raddir hælisleitenda þar sem fræðifólk, nemendur og almenningur geta fengið innsýn inn í þennan mikilvæga málaflokk út frá sjónarhorni einstaklinganna sjálfra. 

Oft má heyra frá hælisleitendum að dagar þeirra einkennast af eftirfarandi: „Sofa, borða, sofa, borða...". Hvernig túlka hælisleitendur sjálfir líf sitt á Íslandi og hvaða áskoranir felur það í sér? Hverjar eru vonir þeirra um framtíðina? Málþingunum er ætlað að undirstrika að hælisleitendur eru er ekki einsleitur hópur, heldur mismunandi einstaklingar sem eiga sér ólíka sögu og upplifun. Málstofan 20. mars mun hefja umræður á mikilvægum þáttum í lífi einstaklinga sem eru skilgreindir sem hælisleitendur út frá röddum þessara einstaklinga.

Starfshópur stúdenta stendur fyrir málþinginu í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða krossinn á Íslandi og MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna).

****

The seminar "Asylum seekers speak" will be held on Thursday the 20th of March at 12:00-13:00 in Lögberg 101 at the University of Iceland. The seminar will be held in English and all are welcome.

In the seminar two asylum seekers will talk of their experience of being an asylum seeker in Iceland. The seminar is the first in a series of seminars that for asylum seekers. The purpose of the seminars is to create a platform for the voices of asylum seekers, where scholars, students and the general public can get an insight into this important field from the perspective of the individuals themselves.

It is often heard from asylum seekers that their days are characterized by the phrase: "Sleep, eat, sleep, eat...". How do asylum seekers themselves view their life in Iceland and what challenges does that life pose? What are their hopes for the future? The forums are meant to emphasize that asylum seekers are not a homogenous group but a group of different individuals, each one of these individuals having their own story and experience. The seminar on the 20th of March will be the beginning of discussions about important aspects in the lives of these individuals who are categorized as asylum seekers - a discussion based on the voices of the individuals themselves. 

A work group of students holds the seminar in collaboration with the faculty of Anthropology at the University of Iceland, the Icelandic Red Cross and MARK (Center of diversity and gender studies).


-Úr Facebook Event-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband