14.6.2007 | 14:02
Páfagarður andvígur Amnesty
www.ruv.is » Fréttir » Frétt Fyrst birt: 14.06.2007
Páfagarður hefur hvatt alla kaþólikka til að snúa baki við mannréttindasamtökunum Amnesty International og stöðva öll fjárframlög til samtakanna. Þau séu fylgjandi fóstureyðingum og hvetji til þeirra. Renato Martino, kardínáli, forseti ráðs kaþólsku kirkjunnar um frið og réttlæti segir fóstureyðingar vera morð og kirkjan geti ekki stutt samtök sem hvetji til slíkra verka.
Fulltrúar samtakanna segir þau ekki hvetja til fóstureyðinga en styðji vissulega rétt kvenna til að hafa val í þessum efnum, einkum fórnarlamba nauðgana og sifjaspella. Samtökin taki ekki afstöðu til þess hvort fóstureyðingar séu réttar eða rangar.
Samkvæmt gögnum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, WHO, er 45 milljónum fóstra eytt á ári hverju í heiminum. Áætlað er að tæplega 70000 konur látist vegna óöruggra fóstureyðinga.
Hvað er trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald?
Mér sýnist það séu tvö kjarnar til staðar kringum í mál um fóstureyðingar. Annað er að það er vist alvarlegt mál að láta líf ljúkast sem hefur ómetanlegan möguleika í framtíðinni sinni. Páfagarður vill kjósa að kalla hana morð. Hitt er að engu að síður er það raunveruleiki til staðar líka að kona neyðist til þess að fara í aðferð fósturyrðingar vegna aðallega lífshættu móðurinnar eða tilvistar óneitanlegs óréttlætis kringum í fæðingu barnsins.
Við vitum það. Amnesty International veit um það. Og Páfagarður veit um það líka. Hásetir prestar þarna eru alls ekki heimskir eða fáfróðir um hvað gerist í heiminum úti.
Hvers vegna er slíkur stór munur til staðar þá milli Amnesty og páfagarðs í viðhorf við fóstureyðingu?
Raunar veit ég ekki svarið, afsakið. En ég held þetta sé tengt á nokkurn veginn við trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald og ég er kominn til spurningar í upphafinu: hvað eru þau völd? Vald er oftast styrkt með hefð samfélags, traust almennings eða tilveru hermannakerfis o.fl. Þegar trúarlegt vald er að ræða er það bersýnilegt að valdið leggur áherslu á hefðina sína og vill sýna okkur fram að það sé viðhaldari sannleiksins í öllu sögunni hingað til. Að breyta einhverju samkvæmt þróun samfélagsins virðist vera ákveðin áhætta fyrir valdið.
Ég er sjálfur prestur kirkjunnar, svo ég skil vist að kirkjumálavaldið vilji taka rosalega góðan tíma áður en það ákveður einhverri breytingu í stefnu sinni. Ef kirkjan segir þetta í dag og annað á morgun, væri það alveg hallæsilegt. Þess vegna finnst mér rétt að kirljumálayfirvaldið glímir við þróun samfélagsins og reynir að finna samræmi milli hefðar sinnar og nútímalegra aðstæðna samfélagsins.
En á meðan valdhafarnir eru að glímast í garðinum sínum, verðum við alþýða, sem er ekki með sérstakt trúarlegt vald, að vinna að áþreifanlegum málum í raunveruleikum veraldarinnar. Það er við sem fremjum glæpa (morð í tilfellum fóstureyðinga) eða syndgum (með því að styðja fóstureyðinga). Það er við sem verðum orðalaus fyrirframan raunveruleiksins sem þýtur yfir okkur eins og Tsunami og gleypir okkur.
Hvort sem páfagarður viðurkenni fóstureyðingu eða ekki, verða þar þær í dag og á morgun og svo framvegis. Með öðrum orðum, fremur alþýðan trúarlega glæpa og synd í veröldinni og gerir hana sæmilega ásættanlega, þar sem kirkjumálayfirvaldið heldur sig áfram. Og páfagarður veit þetta vel líka.
Mér skilst að Jesús sagði mörgum sinnum að yfirmaður skuli þjóna undirmönnum sínum þar sem slíkt er ásetning Guðs. Þetta virðist hafa breyst einhvern tíma í sögunni, eða hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.6.2007 kl. 08:27 | Facebook
Athugasemdir
Fóstureyðingar/-dráp/-morð vil ég telja eitt af þeim álitamálum sem hvað erfiðast er að taka afstöðu til. Málið er gríðarflókið siðferðislega séð, þar sem aðstæður fólks eru ærið misjafnar. Ástæður eru allt frá björgun lífs móðurinnar til einskærrar léttúðar gagnvart lífi fóstursins. Tel ég því ekki málstað andstæðinganna til framdráttar að slá fram einstrengingslegum stóryrðum til að auka áhrif málflutningsins. Svo verð ég hreinlega að viðurkenna að ég hef ekki getað tekið skýra afstöðu til þessa málefnis og væri fróðlegt að vita hversu margir eru í slíkum sporum.
Svartinaggur, 14.6.2007 kl. 15:39
Það er mjög erfitt fyrir karlmenn að koma með álit varðandi fóstureyðingar hjá kvenfólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi eins og nauðgun, sifjaspelli eða eiga við mikinn heilsubrest að stríða. Það er einfaldlega ekki hægt að setja sig inn í ástand kvenna sem lenda í svona hræðilegum hlutum og ætla svo að kalla þær morðingja ef þær fara í fóstureyðingar. Fóstureyðingar eru neyðarrúrræði og ætti aldrei að beita nema í neyð. Konu sem hefur verið nauðgað ætti er vera frjálst að fara í fóstureyðingu ef hún vill. Mér finnst athugasemdin hérna hjá Ragga afskaplega köld og þröngsýn. En takk fyrir mig.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:46
Kaþólska kirkjan er mjög ósanngjörn en reglusöm stofnun sem er laus við öll veruleikatengsl. Þessir kallar vita ekkert um konur en þeir reyna samt að stjórna lífi þeirra fyrir þær. Og þeir neyða aðra karlmenn líka til að kalla sig "föður". Það er ljótt að þeir séu núna farnir að beita sér gegn mannréttindasamtökum sem eru meiraðsegja tiltölulega hlutlaus.
halkatla, 18.6.2007 kl. 01:43