16.6.2007 | 14:14
Finna fyrir meiri fordómum
Blaðið í dag bls. 8 eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttir
Tæplega 6000 pólskur ríkisborgarar voru um síðastu áramót búsettir hér á landi ........
..... Pólverjar sem voru búsettir hér fyrir að ímynd þeirra bleytist til hins verra í kjörfarið. Þeir eru farnir að finna fyrir meiri fordómum en áður.
...........Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars rannsakað bakgrunn innflytjenda, tengsl þeirra við heimalandið og viðhorf þeirra en doktorsnemi hennar, Anna Wojtynska, hefur einkum beint sjónum að viðhorfi Pólverja.
,,Á þeim tíma sem, ég tók viðtöl við Pólverja höfðu þeir fundið fyrir minni fordómum en aðrir hópar en rannsókn Önnu hefur leitt í ljós að fordómarnir hafa aukist í einstaka tilfellum. Af þessu hafa þeir áhyggjur. Þeir hafa hins vega ekkert á móti því a fleiri Pólverjar fái tækifæri hér á landi, segir Unnur Dís. .......
Ofangreindur er hluti af fréttagrein sem birtist í bls. 8 Blaðsins í dag. Ég þekki dr. Unni Dís gegnum starf mitt og mér finnst það fagnandi efni að traustur fræðimaður eins og Unnur Dís er búin að vinna að rannsókn um líf innflytjenda á Íslandi á undanfarin ár, og er enn að stuðla að.
En varðandi þessa fréttagrein eftir Ingibjörgu, er það kannski ekki bara ég sem vill vita aðeins nánara um málið: t.d. hvers konar fordómar mætu Pólverjar hérlendis áður og hvernig fordómarnir eru búnir að breytast núna? Mig langar til að vita aðeins skýrara um hvaða fordómum pólska fólkið finna fyrir þessa daga.
Í sambandi við þessa umræðu, vil ég skrifa inn nokkrar línur sem varða sérstaklega um ölvaðra akstur sem stafar af útlendingum.
Ég hafði nokkurt erindi við Lögregluskóla í síðasta haust og fékk góðan tíma til að tala við nemendur þar. Sumir þeirra sögðu okkur í kennslustofu að ölvaður akstur hefði bersýnilega aukist og Pólverjar voru bílstjórar í mörgum tilfellum.
Við vorum að ræða um fordóma og því spurði ég þeim hvort þeir gætu sagt mér nákvæman fjölda slíks tilfellis eða hlutfallið. Þeir voru ekki með nákvæmlegar tölur en samt þorðu þeir að segja, af reynslu sinni, margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis.
Ég held að þegar lögreglumenn segja margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis, takmarkast þetta lýsingarorð margir innan reynsluheims þeirra og að því leyti er þessi staðhæfing með eins konar gildi sem nýtist í starfi lögreglunnar kannski.
En ef staðhæfing eins og margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis verða staðhæfing eins og allir eða flestir Pólverjar..., er hún þá fordómar, þar sem hún innifelur sér marga (þótt ég geti ekki sagt nákvæmt númer) saklausa Pólverja.
Í stutta máli sagt eru fordómar ofgróf alhæfing yfirleitt. Þetta á sér stað mjög oft í daglegu lífi okkar og ég tel nauðsynlegt að við höfum vakandi augu á slíkri alhæfingu.
Hins vegar hugsa ég einnig að það hlýtur að vera einhvert mál í miðju fordóma venjulega, sem veldur þeim fordómum og ég tel það líka nauðsynlegt að fjalla um það mál almennilega. Ef útlendingar sem fremja ölvaðra akstur, hvaðan sem þeir eru komnir, verðum við að taka upp málið og ræða um það. T.d. er ölvaður akstur hættulegur fyrir ekki aðeins viðkomandi heldur alla aðra í umferð, þ.á.m. eru börnin okkar líka, og við megum ekki láta málið vera.
Ég spái því að umræðu, annars vegar sem varðar glæpsamlega framkomu útlendinga eða óvirðingu og hins vegar sem varðar fordóma gagnvart útlendinga, mun fjölgast á næstunni. Ef hingað koma fleira erlent fólk, eykst vandamál sem er tengt við það líka jafnt og gott mál. Þetta er bara eðlilegt.
Það sem er nauðsynlegt og mikilvægt fyrir okkur (bæði innfædda Íslendinga og innflytjenda) er, að mínu mati, að við ræðum málið sem málefnalegast og leiða umræðuna í skapandi áttina.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Ég er orðin frekar þreyttur á fordómum gegn útlendingum, það kemur frétt um að einhver útlendingur hafi gert þetta eða hitt og það verður allt vitlaust.
Glæpurinn er verður margfalt verri en ef íslendingur fremdi glæpinn eða miklu verri glæpur íslendings gufar upp í samanburði við mun minni glæp útlendings.
Auðvitað verða árekstrar þegar fólk kemur inn í landið, oft er þetta bara það að það er engin fræðsla eða neitt fyrir þetta fólk, það bara gerir eins og það er vant í sínu heimalandi (Auðvitað er ég ekki að tala um glæpi eins og nauðganir ofl)
Við verðum að læra af þeim vandamálum sem aðrar þjóðir hafa lent í í svona málum svo við föllum ekki í sömu gryfju og þau.
Peace.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 14:24
Já, sammále þér, DoctorE. Ég er orðinn þreytur á að tala þetta ræðuefni.
En ég á ekki að hætta að tala um það, þótt ég sé orðinn þreytur og vilji frekar þegja....
Toshiki Toma, 16.6.2007 kl. 15:40
Maður verður að láta í sér heyra þegar maður telur einhverja órétti eða ósanngirni beitta.
Ég hef t.d gagnrýnt þjóðkirkjuna mikið en mér dettur ekki í hug að dæma þig og eða alla innan hennar.
Margir af mínum bestu vinum eru útlendingar, allt harðduglegt og gott fólk sem margir íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:55
Mig minnir að lögreglan hafi gefið það út að 20% í ölvunaraksturstilfella eigi erlendir ríkisborgarar hlut að máli og er það hlutfall hátt í helmingi fleiri en innlendra fyllirafta.
En ég vil taka það fram að ég er bæði rasisti og mannhatari og skoðist þetta í því ljósi.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.6.2007 kl. 15:03
Sæll Toshiki! Ég er sammála að eitthvað verður að gera í þessu útlendinga hatri hér á Íslandi. Ég held að ef settar væru meiri kröfur á fjölmiðla og opinberar stofnanir, mundu fordómar minnka. Ég held að allir séu sammála um að táningur á Íslandi á meira sameiginlegt með táningi í Póllandi, heldur en með ömmu sinni. Alveg eins og að það eru fleiri afbrotamenn á aldrinum 20-40 ára, en það er í öðrum aldurshópum. Þess vegna verður myndin skökk þegar verið er að tala um afbrot útlendina, þegar þeir flestir eru á þeim aldri sem eiga almennt flesta afbrotamenn. Ef við berum saman afbrot 20-40 ára Pólskra karlmanna, við 20-40 ára Íslenska karlmenn, er ég viss um að útlendingarnir koma ekkert ver út. sjá blogg síðuna mína um efnið.
Í vetur sá ég viðtal við lögfræðing sem leyfði sér að segja í sjónvarpsfréttum á ríkisrásinni að sér finnist nauðganir vera orðnar hrottalegri eftir að útlendingar urðu fjölmennari hér. Ef ég hefði nennt, hefði ég farið í meinyrðamál fyrir hönd mansins míns sem er 48 ára heimilisfaðir sem hefur aldrei gerst brotlegur við lögin, hefur ekki einu sinni fengið hraðasekt, þó útlendingur sé. Lögfræðingurinn hafði ekkert á bak við þessi ummæli sín annað en sína tilfinningu og að ríkisrásin leyfi sér að birta svona frétt, sem er bara til að auka fordóma, finnst mér ekki eiga að eiga sér stað í siðuðu þjóðfélagi.
Það kom einnig frétt í ríkisútvarpinu um að pólverji væri búinn að afla sér réttinda til að taka út pabba frí. í fréttinni var ekki minnst á hversu mikla skatta hann hafði borgað til Íslenska ríkisins, eða hvaða þjóðfélag kostaði skólagöngu barnanna hans.
Ég held að ef fjölmiðlar tileinkuðu sér vinnureglur siðaðra ríkja og opinberar stofnarnir eins og lögreglan, ynnu á faglegri grundvelli, mundi mikið lagast hvað varðar fordóma.
Ég hef búið í Svíþjóð í 20 ár og auðvitað eru líka fordómar þar, þó þeir séu ekkert á við stöðuna hér, en maður finnur að það er gert eitthvað í því þar.
Það má líka bæta við að Svíar taka á móti mun fleiri flóttamönnum í Island hefur gert og innflytjendur í Svíþjóð kosta þjóðfélagið pening, öfugt við hvernig það er hér þar sem ríkiskassinn græðir óhemju upphæðir á útlendingunum. Þeir koma hingað og borga skatt frá fyrsta degi í landinu og fá ekki einu sinni að læra Íslensku.
Ásta Kristín Norrman, 18.6.2007 kl. 15:00