Fegurð í litskrúði


Gleðilega hátíð !! Til hamingju með dagin !!


        Fegurð í litskrúði


Fegurð náttúru
er jarðarbörnum móðurfaðmur
og henni fæðist
ekta hrjúf hlyja þjóðar

Tungur berast
frá allri heimsbyggðinni
og heilsast á bæjargötum
á hikandi íslesnku

Allra ósk
að festa rætur í nýheimi
Dýrmæti í hverju brjósti
blómgist í litskrúði

Fegurð Íslands
smýgur og ljómar í sálum okkar
Á sporum forfeðra
reisum við framtíð


                       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fallegt

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.6.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fallegt ljóð og hlýjar manni um hjartarætur líkt og kveðja albönsku konunnar á fyrstu hæð í blokkinni minni, þegar hún sagði brosandi við mig á hikandi íslensku í dag 17. júní. 'Gleðilega hátíð' 

Svava frá Strandbergi , 18.6.2007 kl. 01:26

3 Smámynd: halkatla

Til hamingju líka vonandi áttir þú góðan dag.

halkatla, 18.6.2007 kl. 01:40

4 Smámynd: Toshiki Toma

Takk kærlega fyrir hlýju orðin ykkar um ljóðið mitt.
Í hreinskilni sagt, þykir mér MJÖG vænt um að fá gott orð þegar ljóð er að ræða ... he he..  

Toshiki Toma, 18.6.2007 kl. 01:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband