Hvenær Íslendingar eignast sína fyrstu fjölmenningarhöfunda??


Málþing um fjölmenningu í Alþjóðahúsinu 7. og 8. ágúst

Málþingið hefst klukkan 18.00, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fyrra kvöldið verður menningarkvöld þar sem við ætlum að spjalla um íslenskunám en seinna kvöldið verður rætt um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi.

Fyrra kvöldið ætlum að spjalla um íslenskunám fyrir fólk af erlendum uppruna, hvernig staðið er að því og hvað fjölmenning getur gert fyrir íslenskuna.

Einnig ætlum við að fjalla um það hvernig innflytjendur auðga bókmenntir um þessar mundir. Hvernig margir höfundar í heiminum eru afsprengi tveggja eða fleiri ólíkra kúltúra, skrifa verk í anda þess, umbylta viðteknum hugmyndum og krydda tungumál á borð við ensku.

Það má velta upp spurningunni hvenær Íslendingar eignast sína fyrstu fjölmenningar-höfunda, höfunda sem flytja ungir til landsins, eiga erlenda foreldra eða eru tvítyngdir og geti þannig varpað nýju ljósi á fjölmenningu á Íslandi, jafnvel fært okkur ferska sýn á samfélagið.

Þátttakendur fyrra kvöldið(í kvöld):

(Fyrir hlé)
Páll Valsson, íslenskufræðingur
Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og alþingismaður
Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Kennarar sem hafa kennt innflytjendum íslensku, m.a. Ingibjörg Hafstað frá Alþjóðahúsinu
Fólk sem hefur lært íslensku, m.a. Paola Cardens frá Rauða krossinum

(Eftir hlé)
Sjón, rithöfundur og formaður PEN á Íslandi
Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og félagi PEN á Íslandi
Þorgerður Elín Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Fólk frá Alþjóðahúsinu með áhuga á bókmenntum og menningu


Seinna kvöldið (8. áhúst) verður rætt um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu og hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf.

Þar munu nokkrar rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið undanfarið af háskólafólki, fólki á vegum Alþjóðahússins og Rauða krossins vera stuttlega kynntar og umræður á eftir.

Þátttakendur seinna kvöldið(annað kvöld):

Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og formaður innflytjendaráðs
Hilma H. Sigurðardóttir, félagsfræðingur
Júlía Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur
Paola Cardens, verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum
Ari Klængur Jónsson, stjórnmálafræðingur
Haukur Harðarson, Mímir-Símenntun
Ano-Dao Tran, verkefnisstjóri Framtíð í nýju landi
Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss
Fólk frá Alþjóðahúsinu

             - Fréttatilkynning Alþjóðahúss-



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband