Fjórði hver Dani trúir á engla. Hvað um þig?


Fimmtán prósent af þeim 964 sem tóku þátt í könnuninni sögðust ekki efast um það að englar væru til, en 28% sögðu það vera líklegt.
...... Tim Jensen, sem er aðstoðarprófessor í trúfræði við háskólann í Suður-Danmörku, sagði.... „Það að um helmingur Dana trúi á engla á einn eða annan hátt virkar sem mjög hátt hlutfall. En spurningin er hvort þeir trúi á engla vegna trúarlegrar sannfæringar eða í ljóðrænum skilningi, ........Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum.“



Af tilviljun eða vegna leiðbeiningar engils 
Smile hugsaði ég einmitt um sams konar atriði í gærkvöldi. Ég skrifaði um draugasögu á Íslandi hér í blogginu mínu um daginn, en mig langar til að trúa “draug” að nokkru leyti. Ég viðurkenni að þessi tilfinning er ekki fullviss “trú”, heldur er hún frekar “ósk”mín. En af hverju vil ég halda í slíkri ósk..??

Ég held það er akrát vegna þess að “Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum (draugur í mínu tilfelli)” eins og Tim Jensen aðstoðaprófessor segir.
Sem sagt er það hugmynd um framlengingu lífs á jörðinni... 
Halo

Hins vegar er skilningur minn á engli eins og að engill er þjónn Guðs en ekki draugur. Og ég skil engil frekar “í ljóðrænum skilningi” en í rökum um tilvist hans. “Ljóðrænn skilningur” getur valdið misskiningi en ég á við að ég trúi ekki engli eða djöfli eins og nokkrar Hollywood kvikmyndir lýsa... Sem sagt er “ljóðrænn skilningur” að skilja engil sem tákn Heilags valds en ekki sem tilveru eins og við ímyndum okkur í huga.

Engill eða djöfull er alls ekki auðvelt ræðuefni í guðfræði. Það er samt mér heillandi að pæla um engil (og líka um draug!
Grin ) Hins vegar er hve leiðinlegt að hugsa um djöful... Pinch



mbl.is Fjórði hver Dani trúir á engla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hehe, þetta eru indælar niðurstöður - og óvæntar

halkatla, 8.9.2007 kl. 11:51

2 identicon

Stór hluti dana hatar líka útlendinga svo trú þeirra á engla er ekkert annað en tvöfeldni af verstu gerð.

Flemming (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Auðvitað trúi ég á engla!

En ég held líka að þeir englar sem ég trúi að séu til séu þeir "ljóðrænu" sem þú talar um (alls ekki ýkta og glamúslegna Hollywod-engla-djöfla!), þó svo að til séu margar sögur um vernd engla sem renna stoðum undir tilvist þeirra, til dæmis sögur af börnum sem fallið hafa út um glugga háhýsa og komið ósködduð til jarðar. Eða einhver sem kemur og veitir aðstoð við slys eða erfiðar kringumstæður, en virðist síðan hreinlega gufa upp og finnst ekki þó um hann/hana sé grennslast.

Ég held ekki heldur að fólk verði að englum þegar það kemur til himna, heldur sé það bara áfram eins og það var hérna hjá okkur, en að það flytjist til nýrra heimkynna þar sem ný verkefni bíði þess.

Ég held hins vegar að englar séu hjálparverur Guðs, og að þeirra hlutverk sé að framkvæma vilja hans á jörðinni og leiðbeina og hjálpa okkur mönnunum við að lifa því á margan hátt erfiða, en líka dásamlega, lífi sem við lifum hér. 

Ég held líka að því miður séu til djöflar (demons) í heiminum, sem eru tilbúnir að koma illu til leiðar og sitja helst um fólk þegar illa stendur á fyrir því og það er auðsæralegt. Þá er gott að eiga sér verndarengilinn, sem hver og einn maður á sér, til að kalla á sér til hjálpar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem ég segi núna hljómar kannski undarlega og sem villutrú fyrir þjóðkirkjupresti, það verður að hafa það :

Varðandi drauga, þá er okkur sagt að þeir séu oftast sálir sem einhverra hluta vegna geti ekki slitið sig frá þessu jarðlífi, stöðum og hlutum, oft af illum ástæðum eins og grimmd eða fégræðgi. Stundum eru fengnir miðlar til að hjálpa þessum sálum að komast yfir á réttan stað, eða að minnsta kosti að fara annað.

En svo held ég líka að stundum sé það sem sumir kalla drauga framliðið fólk sem er farið á annað tilverusvið og fær að koma hingað yfir til að fylgjast með þeim sem því er kært, og þá er sú nærvera auðvitað alltaf kærleiksrík, ekki ill. Mér er til dæmis sagt af fólki sem er skyggnt að ömmur mínar fylgist grannt með okkur afkomendum sínum og reyni að koma góður leiðar fyrir okkur. Mér finnst það satt að segja mjög góð tilhugsun. Meira að segja sagði einn af þessum miðlum að ef eitthvað væri þá væri fólk enn stoltara af afrekum afkomendanna þarna hinum megin en hérna og montaði sig óspart af þeim - en þetta átti nú kannski að vera brandari. En rímar þó kannski að einhverju leyti við þau austurlensk trúarbrögð sem leggja áherslu á að rækta sambandið við látna forfeður, þó ég þekki það ekki nægilega vel.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"góður leiðar"=góðu til leiðar. Það er eitthvað að heilabúinu í mér í dag!

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 13:48

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Englar eru auðvitað til, það er ekki spurning í mínum huga ... og hjarta. Ég væri örugglega ekki hér nema fyrir hjálp engla. (og ég er ekkert mikið skrítnari en gengur og gerist, þó ég sé bæði miðaldra og kona

Draugar, mér finnst nú framliðnir ólíkt huggulegra orð, eru vitanlega hérna líka með okkur. Það er ég allavega sannfærð um. Ég mun alveg hreint örugglega koma aftur og fylgjast með börnunum mínum og barnabörnum ef ég get. Verður maður ekki að halda áfram að reyna að ala upp?  jú og svo líka hjálpa til, er það ekki svolítið rökrétt ef maður pælir í því. 

Einhverstaðar las ég að orðið engill sé komið úr latínu og þýði sendiboði. Er það ekki rétt munað hjá mér?

Bless og englarnir gæti ykkar

Ragnhildur 

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.9.2007 kl. 14:36

7 identicon

Ég trúi ekki á engla nema þá kannski mannlega engla og börn mín eru náttúrulega algerir englar

DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 15:17

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Vissulega eru til englar,bæði í lifenda lífi og framliðnir.Þeir sem helga sig hjálparstörfum eru lifandi englar,en hvað varðar framliðna þá held ég að þeir séu ekki beinlínis með vængi eins og þeir eru oft sýndir,þetta eru þroskaðar sálir sem valdar til þess að hjálpa hér á jörðinni,hvort þeir eru sýnilegir erð ekki veit ég ekki.Hvað varðar djöfla þá eru þeir einnig til,við segjum hér á landi að ef við blótum þá séum við að skemmta djöflinum,það er örugglega margt til í því,er ekki djöfulinn í okkur sjálfum ef við erum með illar hugsanir og erum vonda manneskjur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.9.2007 kl. 16:06

9 Smámynd: Mofi

Smá innlegg í þetta, Biblían segir að þeir sem deyja í Kristi sofa þar til Jesú kemur aftur. Aðrir verða reistir upp frá dauðum til að hljóta sinn dóm. Engir draugar eða dauðar sálir að flakka um jörðina.  Auðvitað eru englar til :)

Mofi, 8.9.2007 kl. 20:54

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Engill drottins stóð þá hjá honum og sagði:

Mín trú er sú að englar séu þær óeigingjörnu gjörðir okkar sem hjálpa samborgurum okkar eða móður jörð.  Því séu englar í raun skilaboð kærleikans og myndgerð þess að óeigingjarn kærleikur hafi náð markmiði sínu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 21:56

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég trúi orðinu og engill drottins kom og til Jósep með skilaboð og ég auðvitað trúi á Krist þá vissulega trúi ég á engil.Enda er komið mikið inná þessi mál í trúarbrögðum manna,ég skal ekkert fara nánar í þau mál hérna.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.9.2007 kl. 22:44

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fjandinn hafi það! Ég held að ég verði seint  nokkur engill, lifandi eða dauður! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2007 kl. 00:38

13 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég trúi á engla eða verndara sem koma frá Guði, og ég trúi að Guð sé til. Ég efaðist einsog margir gera sem fá ekki sönnun.  Samt er maður alin upp við mjög litla trúariðkun. Þegar maður talar til Guðs og biður um hjálp, þá kemur hann ekki strax eða sendir einhvern, nema í bráðatilfelli. Vafi veldur því að hann kemur ekki, en þegar maður opnar fyrir hjartað sitt, þá birstist hann, hann yfirgefur mann ekki það er frekar öfugt. Hann lætur mann í friði þegar maður er önnum kafin.  Maður þarf að þakka líka fyrir sig.

Ásta María H Jensen, 13.9.2007 kl. 09:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband