Bréf frá Guði - barnasaga -


Sagan fjallar um vinina Akira, Yuki og Ichiro en þau voru fimm ára og saman í leikskóla.* Dag einn fengu þau bréf frá Guði. Í bréfinu voru eftirfarandi skilaboð: ,,Mamma þín er besta mamman í heiminum!”. Akira, Yuki og Ichiro voru mjög glöð yfir að hafa fengið þessi skilaboð frá Guði. Þau sögðu hátt: ,,Mamma mín er besta mamman í heiminum! Besta mamman er mamma mín!”. Skilaboðin frá Guði veitti þeim mikla hamingju.

  *Ég kýs að nota japönsk nöfn svo að enginn taki þessa sögu persónulega. Akira og Ichiro    eru drengir og Yuki er stúlka. 
Joyful

Þegar Akira, Yuki og Ichiro urðu tíu ára gömul uppgötvuðu þau að Guð hafði sent sama bréfið til fleiri barna. Akira og Yuki hugsaðu: ,,Mamma mín virðist ekki vera EINA besta mamman í heiminum. Mömmur annarra barna eru líka góðar!”. En Ichiro var ekki sáttur við þá hugmynd og sagði: ,,Nei, það stóð að mamma mín er sú besta! Það þýðir að mamma mín, ekki hans eða hennar, er besta mamman!”. Börnin elskuðu mömmu sína mest.

Þegar þau urðu 15 ára varð Akira dálítið vonsvikinn með mömmu sína. Hann bar saman mömmu sína og aðrar mæður kringum í sig og hugsaði: ,,Mamma er alls ekki sú besta ... hún gefur mér ekki tölvuleik eins og mamma hans Ichiro ... mamma mín er ekki eins falleg og mamma Kenji ... mamma mín er alls ekki fræg í samfélaginu ...”

Akira sagði Yuki frá þessu. Yuki svaraði honum: ,,Æ, vertu ekki að bulla Akira!! Manstu ekki að Guð sendi þér bréf og sagði að mamma þín er sú besta í heiminum! Guð á ekki við að hvaða móðir sé ríkust eða gefur dýrustu hlutina.” Þá sagði Akira: ,,Hvor er þá betri – mamma mín eða mamma þín?”. ,,Þetta er ekki samkeppni,” svaraði Yuki. ,,Mamma þín er sú besta fyrir þig og mín fyrir mig!”
En Ichiro var ekki sáttur við samtalið. ,,Nei, mamma mín er betri en mamma Akira eða Yuki. Guð sagði mér það. Það stendur í bréfinu.”

Tuttugu ár liðu. Akira, Yuki og Ichiro voru orðin fullorðin. Akira var nýbúinn að eignast sitt fyrsta barn. Foreldrahlutverkið fékk hann til að hugsa um bréfið sem hann fékk frá Guði um bestu mömmuna í heiminum. Nú fannst honum að engin önnur nema eiginkona hans gæti verið besta mamman í heiminum. Sömuleiðis að hann væri besti pabbi í heiminum þótt hann væri ekki ríkastur eða sterkasti pabbinn í bænum. Akira skammaðist sín að hafa efast um orð Guðs, að mamma hans hafi verið besta mamma í heiminunm. Guð hafði haft rétt fyrir sér.

Yuki var barnlaus. Satt að segja hafði það komið í ljós að hún myndi ekki geta eignast börn. Einnig hafði móðir hennar nýlega látist. Í hvert skipti þegar Yuki sá barnið hans Akira þótti henni leitt að hún myndi aldrei eignast barn sem fengi bréf frá Guði. Yuki hugsaði mikið um hvort bréfið sem hún fékk frá Guði þegar hún var fimm ára hefði einhverja merkingu fyrir sig, en hún var nú á sama aldri og móðir hennar var þegar hún var fimm ára.

Yuki elskaði mömmu sína mest af öllum og hún vissi að hún var sú besta fyrir sig. En mamma hennar var dáin og Yuki átti engin börn. Orðin ,,mamma þín er sú besta” virtust nú vera orðin tóm. En Yuki trúði því að orðin hefðu enn merkingu fyrir sig þar sem hún skynjaði að Guð og kærleikur hans var meiri en hefði komið fram í bréfinu. Yuki geymdi þá sannfæringu í brjósti sínu.

Ichiro trúði enn á orð Guðs um að mamma sín væri besta mamman í heiminum. Hann var búinn að eignast sitt eigið barn eins og Akira. En þar sem hann trúði orðum Guðs bókstaflega sagði hann barninu frá orðum og bréfi Guðs, að amma þeirra væri besta amma í heimi en ekkert um móður þess.

Þannig lifa Akira, Yuki og Ichiro lífi sínu enn í dag.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær saga Já það er svo sannarlega hægt að skilja lífið og Guð með ýmsu móti. Hver og einn sér Guð og lífið út frá sinni reynslu og sínum hugarheimi. Mjög góð hugsun inn í daginn.

Þakka þér fyrir 

p.s. er þessi saga eftir þig? 

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.9.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Ragnhildur.
Já, þetta er eftir mig en efni var hér og þar... ég tók þau saman bara...

Toshiki Toma, 26.9.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Vendetta

Ég geri ráð fyrir að þessi saga sé myndlíking. Er hægt að heimfæra þetta upp á eingyðistrúarbrögðin:

"Jehóva er bezti guðinn, því að hann er sá einasti. Það er satt því að það stendur í biblíunni. Allir sem neita því verða fordæmdir og útskúfaðir"

"Nei, Allah er sá eini, og þar með sá bezti, því að það stendur í Kóraninum. Allir sem neita því verða fordæmdir og útskúfaðir"

Og svo framvegis.

Vendetta, 26.9.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Vendetta

Þessi saga minnir á það sem einhver vitur maður sagði:

"To fight over religion is like when two small boys argue which of them has got the strongest imaginary friend".

Vendetta, 26.9.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Þessa dæmisögu er nú hægt að heimfæra upp á ansi margt. Góð og skemmtileg lesning sem fær mann til að hugsa út í eigin hugsanagang. Takk fyrir mig!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 19:55

6 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Vendetta og Sigþóra.
Ef ykkur finnst það vera hægt að túlka söguna á ýmsan hátt, þá verð ég mjög ánægður!  

Toshiki Toma, 26.9.2007 kl. 20:20

7 Smámynd: Báran

Falleg dæmisaga og pínulítið sorgleg um leið.  Takk fyrir.

Báran, 27.9.2007 kl. 13:22

8 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég túlka söguna um ástina. Móðirin í myndlíkingu við ástina. Fyrst trúa börnin að engin getur elskað einsog þeirra mamma, og svo þegar þau eldast, þá fara þau að efast um ástina, þegar þau eru unglingar eru þau farin að kynnast ást í sínu lífi á misjafnan hátt.

Akira yfirfærði ástina yfir á konu sín og börn og jafnvel sjálfan sig og sá þá að hann gat trúað orðum Guðs.

Ichiro gat ekki yfirfært ástina yfir á aðra en þá sem Guð hafði sagt, hann þorði ekki að efast.

Yuki treystir samt að ástin hefur ekki yfirgefið hana þó svo að hún hafi dáið en hún treysti á Guð.  Yuki trúði að Guð ástin væri meira í augum hans.

Ásta María H Jensen, 27.9.2007 kl. 13:59

9 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég sé þetta líka sem Ichiro: fortíð Akira:nútíð Yuki:framtíð

Fortðiðin er eitthvað sem við þekkjum, nútíðin það sem við höfum, framtíðin er vonin,trúin,og kærleikur, fyrirgefning allt sem þarf til að takast á við það sem koma skal.

Ásta María H Jensen, 27.9.2007 kl. 14:41

10 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru Bára og Ásta. Takk, takk
Túlkur Ástar um fortíð, nútíð og framtíð er skemmtilegt! Er ekki búinn að hugsa málið þannig sjálfur !! 

Toshiki Toma, 27.9.2007 kl. 16:53

11 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við höfum öll okkar hlutverk og erum ljósið í lífi þeirra sem elska okkur, en sá sem elskar okkur mest er guð.

Ester Sveinbjarnardóttir, 28.9.2007 kl. 00:34

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta...það sem kom upp í hugann er að verða betri faðir ´dag en ég var í gær..Guðs blessun fylgi þér.

Guðni Már Henningsson, 28.9.2007 kl. 11:00

13 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru Guðmundur, Ester og Guðni.
Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar og kveðjurnar. Mér þykir vænt um að heyra í ykkur.

Toshiki Toma, 28.9.2007 kl. 11:25

14 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Yndisleg saga og góð kennsla. Ég á bestu mömmu

Svala Erlendsdóttir, 28.9.2007 kl. 13:54

15 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl Svala og takk fyrir þetta.

Toshiki Toma, 1.10.2007 kl. 16:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband