15.10.2007 | 08:16
Líf með fjölskyldu - saga einstæðs föður
Ég bý með börnum mínum þessa daga. Málið þróaðist þannig að móður barnanna minna, s.s. fyrrverandi konan mín, er núna í námsleyfi og hún fékk tækifæri til að stuðla að námi í Bretlandi. Og hún fór þangað í byrjun september og verður þar þangað til desember.
Á meðan á ég að passa börnin mín eða börnin passa mig, he he náttúrulega. Börnin mín er orðin nú þegar 16 ára og 13, og fín íbúð mín í vesturbænum er of lítil til að taka á móti þeim í svona langt tímabil. Því er ég búinn að flytjast til íbúðar barnanna sem er einnig í vesturbænum. (Eitt sameiginlegt baráttumál vesturbæringa er bílastæðismál, en ég mun segja frá baráttu minni á næstunni )
Þannig hófust dagar mínir sem einstæðs föður. Nú þegar er einn mánuður liðinn en í stuttu máli sagt gengur allt vel og mér liður afskaplega vel!! Já, að sjálfsögðu fylgir ýmislegt sem aukaverkefni eins og að skutla þau þegar veður er mjög slæmt eða að þvo þvotta á hverjum degi (raunar gerir vélin það, ekki ég). Samt finnst mér þetta gaman.
Meðal annars er að elda mat. Að elda mat var aðal áhugamál mitt lengi. Ég byrjaði að elda þegar ég var í studentabú prestaskólans míns fyrir 20 árum. Og síðan var ég að elda sjálfur á hverjum degi þ.á.m. 9 ár þegar ég var giftur. En eftir að ég skildi við konuna mína fyrir 7 árum, varð það ekki svo spennandi og þar til. Ég nenni ekki að elda mat aðeins fyrir mig sjálfan lengur.
En þessa daga er eldamennskan mín komin upp aftur úr geymslu og ég nýt þess að elda handa krökkunum mínum. Mér finnst gaman að elda hversdagsmat fremur en að búa til party mat fyrir gesti. Að elda hversdagsmat er ekki aðeins að elda mat, eins og þið vitið. Það innifelur sér að hugsa um jafnvægi næringa, að reikna kostnað, að nota afgang frá liðnum degi o.fl. Mér finnst svona bara gaman!!
Í síðastu viku gerðist ýmislegt bæði í einkalífi og einnig í vinnu. Ferðamaður frá Japan lentist í slys hér á Íslandi, ráðstefna um geðheilsu, frekar mörg viðtöl við fólk, pabbi minn veiklaðist í Tokyo, breyting í borgarstjórn, þvagsýrugigt.... og ég var að hlaupa eins og Jack Bauer. En samt býr friður innri mér. Ég held að þetta er vegna þess að ég bý með fjölskyldunni minni, s.s. ég er að halda mig í ánægju lífsins. Já, mér finnst gott að vera með fjölskyldunni.
Í dag á stelpan mín 14 ára afmælið sitt. Það er líka gaman að elda afmælismat!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góða pistla. Til hamingju með afmæli dótturinnar. Allar bestu óskir til ykkar, vona að pabba þínum batni vel. Ásta
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:34
Til hamingju með dótturina. Óska ykkur alls hins besta, þér og þinni fjölsk.
Norðanmaður (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:44
pistlarnir þínir eru svo skemmtilegir, margfaldar þakkir fyrir þá
halkatla, 15.10.2007 kl. 09:57
Kæru bloggvinir! Þakka ykkur fyrir!!
Toshiki Toma, 15.10.2007 kl. 10:52
Takk fyrir skemmtilegan pistil, það er gaman að fá að heyra aðeins um þitt persónulega líf. Vona að föður þínum batni. Og þér þvagsýrugigtin.
Ég segi eins og þú að mér finnst skemmtilegra að elda hversdagsmat heldur en veislumat, þá fer ég bara í flækju og þarf að kíkja í uppskriftabækur, á meðan ég bý hversdagsmatinn til upp úr mér, og eins og þú segir, með tilliti til hollustu og verðs. Núna er hann samt bara mest salöt og eggjakaka hjá mér, af því ég bý ein. Þess vegna skil ég líka mjög vel að þú njótir þess vel að búa með börnunum þínum og lifa fjölskyldulífi þessar vikurnar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:50
Til hamingju með afmæli dóttur þinnar. Og ji hvað ég skil þig með að nenna ekki að elda handa þér einum!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:56
til hamingju
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:26
Til hamingju með dótturina. Þetta var skemmtilegur pistill !
Ragnheiður , 15.10.2007 kl. 12:58
Hjartanlega til hamingju með afmæli dótturinnar. Skemmtilegt að lesa þennan pistil, eins og reyndar alla þína pistla. Venjulegt daglegt líf er alltaf fullt af uppákomum og ævintýrum, erfiðum og skemmtilegum. Það er einmitt það sem gerir Lífið forvitnilegt, maður veit aldrei hvað gerist næst. En einmitt það að hafa friðinn innra með sér, er ómetanlegt.
Sendi ljós og bænir til þín og þinna
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.10.2007 kl. 13:46
Þakka ykkur fyrir góðu kveðjurnar allar ! Dóttir mín er mjög glöð að sjá þær.
Mig langar til að bæta einu: "einstæður faðir" þess verður bara "einhleypur" aftur fyrir jólum. Og hann verður í boði fyrir einstæðar mæður eða einhleypar konur!!
Toshiki Toma, 15.10.2007 kl. 14:05
Ó, já, gott boð.........en sko, mig langar til að bæta við, af því ég gleymdi því áðan, hamingjuósk til dóttur þinnar...og þín auðvitað að eiga svona uppkomna dóttur!
Til hamingju!
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:53
Gangi þér vel í barnauppeldinu. Hvað ertu annars búinn að vera lengi á Íslandi? Þú skrifar mjög vel.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.10.2007 kl. 16:28
Sæl, Greta. Takk fyrir hamngjuósk þína handa dóttur minni.
Sæl, Kristín, Ms. Icehockey!! Yankees var búnir að sinni... en Indians fara í staðinn fyrir!!
Ég er búinn að vera á Íslandi í 15 ár... ég trúi því ekki...
Toshiki Toma, 15.10.2007 kl. 16:36
Til hamingju með afmæli dótturinnar.
Ég þakka þér fyrir frábæran fyrirlestur 10. október á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Kveðja, Ragnheiður Jonna, meðlimur í Hugarafli og undirbúningsnefnd Geðheilbrigðisdagsins.
Ragnheiður J. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:17
Kæri Toshiki,
Hjartanlega til hamingju með afmæli Önnu Maríu! Sendum henni góðar kveðjur. Hún er heppin að eiga pabba eins og þig... og fyrir utan allt annað á hún líka í þér einn besta kokk landsins!
Kær kveðja,
Lilja
G Lilja (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 19:21
Hæhæ, til lukku með dótturina og hún til lukku með þig
Mikið skil ég þig vel að njóta þess aðlifa fjölskyldulífinu með börnunum þínum. Og þær einhleypu geta farið að hlakka til jólanna
Vona að allt gangi MJÖG vel hjá ykkur og njótið samvistanna.
Heyrðu var að uppgötva frábæra síðu...
www.hvaderimatinn.is
hahahaha
kær kveðja,
Þóra I. Sigurjónsdóttir, 15.10.2007 kl. 23:52
Elsku Jonna, Lilju og Þóra.
Kærar þakkir fyrir kveðjurnar
Toshiki Toma, 16.10.2007 kl. 10:12
Til hamingju með afmæli dóttur þinnar, sem heitir eins og ég hún Anna María en ég María Anna.Pistilinn þinn er skemmtilegur,en ég vil spyrja eldar þú japanskan mat eða í bland íslenskan?.Ég legg til að einhleypar bloggvinkonur í fleirtölu og þú Toshiki hittist í desmeber,það gæti verið margt skrafað um.
María Anna P Kristjánsdóttir, 16.10.2007 kl. 11:47
Takk, María, góður þess, ha ha
Ég elda fleiri en bara japanskan mat, en þeir eru oftast eins konar "fjölmenningarlega" réttir, sem sagt blöndun af ýmsum hættum.
Toshiki Toma, 16.10.2007 kl. 16:20
Já mig grunaði að eldamennskan yrði einskonar blanda,ég geri þetta sjálf.
María Anna P Kristjánsdóttir, 16.10.2007 kl. 18:36
Skemmtilegur pistill og til hamingju með afmæli dóttur þinnar
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:35
Gaman að lesa pistlana þína. Til hamingju með dótturina,
Svala Erlendsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:15