Hámenntaðir innflytjendur fara fram úr Dönum...og Íslendingum?


Ég veit ekki nánara um þessa skýrslu og get ekki sagt hvernig könnunin var haldin, hvernig könnunin metur menntun fólks og hvort hún sé trúverðug eða ekki.

En það væri áhugavert og athugavert að gera samsvarandi könnun um stöðu á Íslandi.
Danmörk og Ísland á bæði erfitt tungumál fyrir innflytjendur sameiginlega, svo ég er forvitinn hvers konar niðurstaða kemur út úr slíkri könnun.

En mér hefur skilst hingað til að menntun innflytjenda og afkomenda þeirra er ekki metin almennilega í Danmörk... Breytist staðan?
Halo


mbl.is Hámenntaðir innflytjendur fara fram úr Dönum á vinnumarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Ein spurning frá mér sjálfum. Hverjir eru "afkomendur" innflytjenda? Hvernig skilgreinir skýrslan þá?

Toshiki Toma, 12.12.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: ViceRoy

Ætli það séu ekki börn innflytjenda sem átt sé við, en það kemur illa fram í fréttinni hins vegar :D

ViceRoy, 12.12.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir slíka könnun!...ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 21:17

4 identicon

Kíkti á fréttina í BT (http://www.berlingske.dk/article/20071212/danmark/712120054/). Þar er sagt að 70% langskólagenginna innflytjenda, 73% langskólagenginna afkomenda innflytjenda og 66% langskólagenginna Dana séu í vinnu í samræmi við menntun sína. En það er ekki sagt hversu hátt hlutfall innflytjenda og afkomenda þeirra eru langskólagengnir, saman borið við Dani.

Ég held að ein skýring á þessu sé sú að margir Danir fara í framhaldsnám án þess að ætla sér að vinna í sínu fagi einfaldlega af áhuga. Ekki eru margir samnemar mínir úr mannfræðinni t.d. að vinna við sitt fag. Þess vegna er ekki hægt að segja að innflytjendur séu að skáka Dönum. En fréttin er góð og ætti að vera innflytjendum og afkomendum þeirra kvatning til náms,

Gerður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:06

5 identicon

æi farðu nú að drullast aftur til Japans,allir orðnir leiðir á þér hérna

óli (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:07

6 identicon

Það er bara ekki rétt hjá þér Óli, held að það séu fáir sem engir leiðir á honum. Toshiki Toma er svo sannarlega réttur maður, á réttum stað á réttum tíma. Og sem betur fer þroskaðri en svo að hann taki nærri sér svona vitleysu.

Lena (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:16

7 identicon

þessi maður gerir ekki annað enn að drulla yfir þessa þjóð. hér eru allir rasistar og útlendingalöggjöfin er honum ekki samboðin,þessi maður vælir og tuðar út í eitt alla daga. Vissuð þið að það er bara ekki til fordómafyllri þjóð Enn Japanir!? Enn þeir meiga þó eiga það að þeir líta jafn mikið niður á alla! og þetta er staðreynd sem þessi maður muni sennilega ekki þræta fyrir

óli (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:58

8 identicon

Ekki fara að missa ykkur í orðhengilsháttarlagið. Fréttin er illa unnin og fyrirsögnin villandi eins og oft vill verða þegar blöðin eiga að seljast. Það er ekki tilefni til nokkurs hroka af hálfu eins eða neins. Allra síst menntaðrar innflytjenda. Það verður alltaf tungumálafjötur sem heldur aftur af fólki eins og guðsmanninum ágæta sem hér bloggar, alla jafna. Þessi hjallur er illyfirstíganlegur og er í mínu tilfelli töluverð fötlun og íþyngir okkur nýbúum í örðum löndum þar sem við höfum ekki svigrúm til tjáningar á við innfædda með sömu menntun. Á hinn bóginn munu afkomendur okkar sitja fullkomlega við sama borðið og innfæddir hvað þetta snertir en verða þar fyrir utan tvítyngdir og það er einhver kröftugasta heilaleikfimin sem við getum boðið þeim uppá fyrir utan alla þá visku og gáfur sem börnin okkar geta fengið í arf frá okkur.

M kveðju frá DK

GLG

Guðjón Leifur (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:44

9 identicon

Börnin mín eru innflytjendur á Íslandi þar sem þau fæddust erlendis, þau fengu nýbúaaðstoð í grunnskóla þó svo að foreldrarnir séu Íslendingar. Afkomendur innflytjenda eru að sjálfsögðu Íslendingar. Í Ameríku og þeim Evrópulöndum sem ég þekki til er sagt ameríkani af ítölskum ættum, þjóðverji af tyrkneskum ættum o.s.frv. Við getum gert það líka, ég hætti ekki að segja frá því að ég sé ættuð að vestan þó svo að ég hafi aldrei komið þangað.

Krissilia (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 01:03

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég velti því fyrir mér hvort ekki geti verið að hluti skýringarinnar geti verið sá að Danir hafi meiri möguleika á hálaunastörfum þó þeir séu ekki beint menntaðir fyrir þau heldur en innflytjendur. Innflytjendurnir séu því meira bundnir við að vinna starf tengt sinni menntun til að fá góð laun heldur en Danir.

Einnig velti ég því fyrir mér hvort Danir eigi meiri möguleika á að fara í framhaldsnám án þess að hafa mikla námshæfileika en innflytjendur. Ganan væri að sjá hvor hópurinn sé með hærri meðaleinkun úr langskólanámi.

Sigurður M Grétarsson, 13.12.2007 kl. 09:52

11 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

 Ég ætla að kenna þér smá alvöru Íslensku. Fyrsta málsgrein greinar þinnar ætti að hljóma svo:

Þegi hef ég kynnt mér þessa skýrslu að meiri nákvæmni og veit ekki um tilhaganir könnunar þessar, trúverðuleika og að hvaða leiti hún metur menntun fólks

Innflytjendur eins og þú verða að læra Íslenskt mál.!

Hróðmar Vésteinn, 13.12.2007 kl. 11:56

12 Smámynd: Toshiki Toma

Hrórðmár, ég vorkenni í alvöru manni eins og þér sem á ekkert annað með sér en að taka upp íslenskt mál til þess að fá yfirburðarkennd yfir innflytjendur.
Guð blessi þig og óska þér gleðilegra jóla samt.

Toshiki Toma, 13.12.2007 kl. 12:15

13 identicon

Væri gaman að sjá hversu fljótur Hróðmar væri að læra fullkomna og óaðfinnanlega Japönsku ef hann flytti til Japans. Það tæki örugglega langan tíma, miðað við að gáfnafar hans virðist ekki vera mikið þegar maður les bloggfærslurnar hans!

Og þessi Óli, talandi um að menn séu gungur að þora ekki að skrifa undir fullu nafni!

Steingrímur Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:44

14 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir,
Þakka ykkur fyrir góðu ábendingar ykkar og skoðanir. Ég trúi að flestir Íslendingar séu 
með rétt og sannjarnt viðhorf við okkur innflytjendur, þó að skynsamlegur ágreiningur sé alltaf til staðar meðal okkur að sjálfsögðu.  

Toshiki Toma, 13.12.2007 kl. 14:04

15 identicon

ég veit það fyrir víst Toshiki að þið Japanir eruð alveg ótrúlega fordómafullir. Þetta ef ég eftir bæði Bandaríkjamanni og Islendingi sem búið hafa í Japan. Enn farðu nú ekki að byrja á rassista bullinu þínu við mig,ólíkt þinni þjóð þá erum við töluvert umburðalyndari í garð útlendinga enn þið Japanir. Og svo þú vitir það þá hef ég alltaf litið upp til Japana,það er td engin sem býr til eins góðar vélar,tæki og bíla og þið þó svo að Toyota geti ekkert í formúluni enn það er annað mál;o) Enn fólki leiðist bara bullið sem kemur oft úr þér, eins og td þegar þú gafst í skyn að Lögreglan væri að draga lappirnar í morðransókn á innflytjenda hér um árið, mannstu eftir því bulli td? Viltu vita hver ég er? ip talan er skráð.

kv óli

óli (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:42

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Toma, 

Hvað með alla innflytjendurna í Danmörku, sem ekki eru með neina menntun?

Er ekki líka í þessari rannsókn, sem þú vitnar verið að tala um að þeir hafi vinnu eftir menntun? Þá er það væntanlega vinna við hæfi? Talnaleikur ráðuneyta og hagsmunahópa í Danmörku er oft afar neyðarlegur. Og svo grípa fjölmiðlar hálfkveðnar vísur á lofti og Mbl. tekur fréttina svo hráa upp án þess að rannsaka eitt eða neitt. 

Ég er t.d. innflytjandi í Danmörku, með doktorspróf m.m., tala og rita málið fullkomlega og hef skrifað bækur á því - en ég fæ enga vinnu. Ég held að það sé verið að tala um "hámenntaða" einstaklinga í  einvherjum öðrum geira en þeim sem ég hef menntað mig inn í.  Sem fornleifafræðingur er ekki hægt að fá vinnu. Í stað fullmenntaðra fornleifafræðinga eru ráðnir stúdentar og útlendingar, sem kosta söfnin minna en fullmenntaðir einstaklingar.

Danir sóttu ekki í miklum mæli í raunvísindi á ákveðnu tímabili. Það veldur því að nú vanta fólk og útlendingar flytja hingað til að setjast í þær stöður. 

Rannsóknin sem þú nefnir fjallar hins vegar örugglega ekki um þá útlendinga sem búa í dönskum gettóum og sem ganga um með hríðskotavopn og skjóta á saklaust fólk vegna þess að verslun þeirra með eiturlyf hefur gengið brösótt. Þessi rannsókn fjallar ekki um þá kynslóð fólks sem situr inni í Danmörku fyrir að brugga á ráðin um hryðjuverk á lestarstöðvum. Það eru auðvitað örfá % innflytjenda, en ég tek þessa niðurstöðu mjög varlega miðað við þekkingu mína á vandamálum duglegra og vinnusamra útlendinga, sem hafa verið atvinnulausi í áraraðir í Danmörku af því að þeir heita Ali eða t.d. Þorsteinn. Danmörk er ekkert fyrirmyndarland og Íslendingar ættu ekki að vera að bera sig saman við þá.

En gaman væri að gera slíka rannsókn á Íslandi og ég get svo sem sagt þér hver niðurstaðan verður. Hámenntaðir útlendingar eiga ekki sjens miðað við Íslendinga. Það er slæmt í Danmörku en verra á Íslandi. Kona mín, sem er stjórnmálafræðingur, sótti um margar stöður þegar við bjuggum á Íslandi. Ávallt fengu minna menntaðir Íslendingar stöðurnar. Hún vann á elliheimili. Kannski hefur eitthvað breyst

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.12.2007 kl. 15:48

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mig langar að benda þessum orðljóta og dónalega Óla með IP töluna sína, og um leið þér Toma, á, að Nihonjinron fyrirbærið japanska, sem þú þekki, en örugglega ekki þessi Óli, sýnir mér að Japanir og Íslendingar eru mjög líkir á vissum sviðum þegar kemur að sjálfsímynd og þjóðarímynd. Báðar þjóðir eru eyríki og eyjarskeggjar vita alltaf allt best, eins og við vitum. Íslendingar geta þó lært ögn af kurteisi Japana. Yfirgangurinn er að fara með Íslendinga.

Blessuð konan, sem fékk "meðferð" hjá Uncle Sam um daginn. Hún á alla samúð mína. En af hverju heldur hún að hún geti farið til Bandaríkjanna án vandamála eftir að hún braut innflytjendalög síðast þegar hún var þar. Það er vegna þess að hún er Íslendingur, og halda mætti að sumir Íslendingar væru stundum hafnir yfir lög og reglur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.12.2007 kl. 16:06

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Villi (Vilhjálmur), ég hélt að þú vissir að það gilda alltaf sérákvæði um Íslendinga, við megum til dæmis menga meira en aðrir og ætlum allra helst að halda því áfram. Enda er Kári búinn að sýna okkur okkar sér-íslenska heilabú í sjónvarpsþætti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:24

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tek það fram að ég er ekki með athugasemd minni til Vilhjálms að segja að mér finnist framkoman við konuna sem um ræðir réttmæt - sú framkoma var ekki í neinu samræmi við "brot" hennar.

Heldur átti þetta að vera glósa á landa mína, þar sem ég tek engan veginn undir það að við Íslendingar séum alltaf mestir, bestir og mestir, alls staðar! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:07

20 Smámynd: Toshiki Toma

Þakka Vilhjálmi fyrir góðu ábendingarnar og reynslusögu sína.
Já, ég heyrði að í Danmörk eru innflytjendur og afkomendur þeirra "pakkaðir" saman í einn kassi og það skiptir liltu máli hvort ungir innflytjendaafkomendur séu duglegir eða ekki. Þess vegna var ég hissa þegar ég sá þessa fréttafærslu í gær.
En allavega vantar mig frekari þekkingu um viðkomandi könnun og vona að ég fái hana við tækifærið.
Gerður benti á síðu sem segir frá könnuninni áðan en því miður kann ég ekki dönsku...

Toshiki Toma, 13.12.2007 kl. 18:31

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er sorglegt að sjá Íslending sem kann ekki sitt eigið tungumál gera tilraun til að leiðrétta mál annarra.  Sér í lagi þegar maður skildi upphaflegu málsgreinina fullkomlega, en alls ekki eftir að búið var að "leiðrétta" hana!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:52

22 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gretchen (Greta), ég held að íslenskukennari málviðgerðamannsins án meistarbréfsins hafi alltaf kallað hann HROÐMAR

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.12.2007 kl. 00:46

23 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Við vitum öll að fjöldi hámenntaðra útlendinga hefur undanfarin ár verið að vinna hér störf sem hafa ekki krafist neinnar menntunar. Og það væri mjög áhugavert ef það væri skoðað hvort einhver breyting hefði orðið þar á.

Ég held hins vegar að Hróðmar hljóti að hafa verið að grínast- það eru svo margar málvillur í færslunni hans!

María Kristjánsdóttir, 14.12.2007 kl. 05:46

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

María, ætli hann hafi ekki verið fullur, nema hvort tveggja sé!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:10

25 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þetta er bar byrjunin.

Sólveig Hannesdóttir, 14.12.2007 kl. 23:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband