18.12.2007 | 20:27
Friðarganga á Þorláksmessu
Mér þykir rosalega vænt um að Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) er komin loksins í samstarfshópinn!!
Kraftur ungs fólks býr til framtíð allra. Og þökkum öllum framkvæmdaaðilum!!
Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu.
Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.
Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður.
Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.
Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega því gangan leggur af stað studvíslega.
Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.
Nánari upplýsingar gefa:
Steinunn Þóra Árnadóttir. Sími: 6902592/5512592
Ingibjörg Haraldsdóttir . Sími: 8495273/5528653
Samstarfshópur friðarhreyfinga:
Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)
Samtök hernaðarandstæðinga
Athugasemdir
Ég ætla pottþétt að mæta! Gott hjá þér að hrósa þeim sem hafa hlúð að þessari hefð!
Anna Karlsdóttir, 19.12.2007 kl. 11:56
Jólastikkfrí!! Nú fer þetta friðarfólk heldur ófriðlega um götur allmennt og þá sérstaklega búddistar upp á síðkastið. Af hverju eru ekki múslímar með í göngunni? þeir gætu örugglaga fundið börn í áhorfendahópnum með vitlaus nöfn eða bara sprengja eina eða tvær sprengur og þá helst svona sjálfsmorðsprengju, þær finnst mér bestar sérstaklega þegar þeir fipast og sprengjan springur heima hjá þeim! Málefna ganga eins og áður þekktist eru bara farnar í strætó þegar maður fer í ríkið!!
Wolfang
Eyjólfur Jónsson, 19.12.2007 kl. 13:35
Það verður örugglega fjölmennt, vonandi uppstytta svo sem eins og klukkustund, annars hefur veðrið ekkert að segja.
Sólveig Hannesdóttir, 19.12.2007 kl. 18:02
Hátíðarkveðja til þín og til hamingju með ljoðabók þína fimmtu árstíðina. Ég á eftir að skoða ljóð.is og óska þér enn og aftur til hamingju!
www.zordis.com, 19.12.2007 kl. 23:57
Tvöþúsund ár er síðan Jesú sagði okkur að elska náungann eins og sjálf okkur. Það er undarlega lítið sem áunnist hefur. Við höldum samt áfram að reyna.
Jón Sigurgeirsson , 20.12.2007 kl. 01:51
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 01:34
Takk fyrir þessar upplýsingar, ég fer alltaf en var aldre með á hreinu hver stæði fyrir henni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.12.2007 kl. 01:37
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:08
Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.
Steina
Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.
Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.
Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?
Þú ert barn Guðs.
Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.
Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:56
Gleðileg jól
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:27
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:27
Gleðileg jól, kæru bloggvinir, og óska okkur friðar á öllu jörðinni.
Kveðja frá Tokyo.
Toshiki Toma, 23.12.2007 kl. 23:02
Gleðileg jól til þín og þinna.
Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 23:57
Ég óska þér og öllum lesendum þínum góðra Jóla og farsældar á komandi ári.
Ólafur Björn Ólafsson, 24.12.2007 kl. 02:07
Gleðileg jól Toshiki. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 24.12.2007 kl. 12:57
Akemashite omedeto gozaimasu, Toshiki.
Vendetta, 1.1.2008 kl. 19:48