Til þín, sem ert farin


                 ZARD_01
                


Til þín, sem ert farin


Tár í augum mínum
ættu að vera vegna þakkar
fremur en dapurleika,
því ég þekkti þig
ekki sem hluta af sögunni
heldur samlanda

sem horfði upp á sama himin
og sigldi yfir sama hafi
í örstuttum tíma á jörð
sem okkur var gefinn


Þú varst yndi, sterk og heit
grófst upp fræplöntu
úr frosinni mold
sem þakti hjarta mitt
og hlífðir henni
þar til blómkrónur bárust

Í kulda á norðureyju
held ég fast í blómið
þangað til himinninn opnast
einnig fyrir mér




                       
- í minningu Izumi Sakai, ZARD,  söngvara okkar -

                                                                                          (TT jan. 2008)  



www.zard.co.jp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga

Afskaplega fallegt!

Sigga, 15.1.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka þér fyrir þetta ljóð, Toshiki, sem vekur hugsun um hvað var, hvað er og hvað verður. Því blóm gróa líka í kulda á norðureyju, hvort sem hún er í Atlantshafi eða Kyrrahafi.

Sigurður Hreiðar, 15.1.2008 kl. 15:10

3 identicon

MIkið er þetta fallegt ljóð, takk fyrir að deila því með okkur

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég þakka líka fyrir og óska þér gleðilegs árs.

María Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Sorglegt en fallegt.

Edda Agnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:04

6 Smámynd: www.zordis.com

Fallegt ljóð hjá þér sem hefur góðar minningar!

www.zordis.com, 15.1.2008 kl. 21:19

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við eigum vissulega að þakka fyrir það góða og opna hjarta okkar fyrir gleðinni og miðla henni meðal samferðafólks okkar.  Fallegt ljóð.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.1.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Yndislegt ljóð.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.1.2008 kl. 23:01

9 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru vinir, þakka ykkur fyrir hlýju kveðjurnar.

Mig langar að bæta aðeins um Izumi Sakai.
Hún var söngvari í Japan, sem lést í síðasta sumar. Hún var í hljómsveit sem hét “Zard” og þjóðarkunnugur söngvari. Izumi var aðeins 40 ára þegar hún lauk lífi sínu.

Á meðan ég var í Japan núna, sá ég nokkra sjónvarpsþætti sem fjölluðu um helstar fréttir á árinu og það kveikti minningu til hennar inni í mér. Að sjálfsögðu þekkti ég ekki hana persónulega, en hún var sérstaklega “loved” af mörgum okkar Japana. Hún var mjög gefandi og hvetjandi til fólks undanfarin 16 ár, þegar Japan var í erfiðum tíma efnahagslega og samfélagslega (terrolism, Kobe jarðskjálfti o.fl.).
Flest okkar sættast við að kalla hana “most beloved J-pop singer in 90´s”.
Eftir að hún var farin kom það í ljós að hún var að berjast við krabbamein á undanfarin ár en enginn nema nánastu aðstandendur hennar vissi um þá baráttu hennar.

Þetta er í fyrsta skipti fyrir mig að semja ljóð í slíku tilefni en mér fannst það ekki auðvelt þar sem það er svo eðlilegt að vera bara “sentimental” en einnig var það svo erfitt að taka eftir slíku sjálfur.

Toshiki Toma, 16.1.2008 kl. 10:59

10 identicon

Kæri Toshiki.

Takk fyrir þetta yndislega fallega ljóð.

Hef aldrei skrifað inn á síðuna þína áður. en les hana mjög oft

kær kveðja

Svava

Svava Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:42

11 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Svava.
Þakka þér fyrir kveðjuna þína. Endilega skilaðu athugasemd eða öðru bara hvenær sem 
er.   

Toshiki Toma, 16.1.2008 kl. 15:51

12 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið er þetta fallegt ljóð, Toshiki. Þú hefur einstakan hæfileika að setja í orð hárfínar tilfinningar, svo myndrænar. Eru ekki til enn eintök af ljóðabókinni þinni?. Kær kveðja. Silla.

Sigurlaug B. Gröndal, 16.1.2008 kl. 23:07

13 Smámynd: Toshiki Toma

Þakka þér fyrir Sihurlaug.
Já, eintak ljóðabókar er til hjá mér.
Ef þú vilt eiga það, vinsamlegast sendu mér tölvupóst í toshiki@toma.is  

Toshiki Toma, 17.1.2008 kl. 09:35

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er mjög fallegt ljóð, um yndislega persónu.

Þetta ljóð snertir enn frekar streng í brjósti mínu, þar sem ég kvaddi pabba minn við útför hans í gær. Hann var líka svona mjög svo gefandi einstaklingur, eins og þessi unga kona, og skilur eftir sig ótal góðar minningar, og heilræði, til okkar sem eftir lifum. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.1.2008 kl. 15:35

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Öll erum við smáblóm eilífðarinnar. Tilbiðjum Guð okkar og deyjum. Hittumst svo aftur í blómagarði almættisins - mörgum til mikillar undrunar.

Takk fyrir ljóðið, mér fannst það fallegt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.1.2008 kl. 19:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband