Fækkun í þjóðkirkjunni


Ég held að þessi tilhneiging (fækkun sóknabarna þjóðkirkjunnar í hlutfalli miðað við íbúafjölda) haldi áfram í næsta áratug líka.
Samfélagsleg ástæða er vist til staðar: fjölgun nýrra íbúa frá útlöndum sem eru kaþólskir eða rétttrúnaðir, fjölgun fólks sem kýs að vera utan trúfélaga eða fjölgun fólks sem liður betur í fríkirkjunum... og kannski fleiri ástæða. (Mér finnst það vera jákvætt að fólk ákveður sjálft hverju það tilheyrir)

En... en samtímis finnst mér nauðsynlegt og mikilvægt að við í þjóðkirkjunni veltum málinu fyrir okkur og pælum hvort þjóðkirkjan verði ekki að óheillandi fyrir mörgum mönnum?
Ef þjóðkirkjan er að hætta að vera heillandi að nokkru leyti eða að talsverðu leyti, þá hlýtur það að vera atriði sem kirkjan ber ábyrgð í alvöru eða atriði sem stafar af misskilningi fólks. Hvort sem er, þarf þjóðkirkjan að svara fyrir slíku atriði.

Ég er þjóðkirkjuprestur og mér finnst kirkjan gera ýmislegt sem er gott og mikilvægt fyrir samfélag sem heild, ekki síst fyrir sóknarbörn sín. En að sjálfsögðu er það ýmislegt sem kirkjan er léleg í að framkvæma eða skilja.

Sjálfsgagnrýni er ómissandi “essence” í kristinni kenningu og við þurfum að halda fast í það. Að fara í verndarstöðu sjálfkrafa þegar við mætum gagnrýni eða “óþægilegri staðreynd” borgar okkur ekki.


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Education my son is the nemisis of religion :)
Ég get ekki séð að þessir hlutir geti lifað saman, a.m.k. ekki undir þeim formerkjum sem trú er í dag, trú getur ekki þróast af neinu ráði því þá eru menn að breyta því sem á að vera óbreytanlegt og missir þar af leiðandi trúverðugleika sinn enn meira.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held að margir misskilji hvað orðið „trú“ táknar og telji sér trú um að það standi fyrir einhverjar biblíukenningar sem þeir halda dauðahaldi í að séu bábiljur. Ég treysti mér ekki til að skilgreina orðið „trú“ af skynsamlegu viti. Nema kannski að segja að það sé viðurkenning á því gagnvart sjálfum sér að ýmislegt sé í veröldinni sem er ofar okkar skilningi og verður ekki mælt með reiknistokkum og hitamælum.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 17.1.2008 kl. 11:00

3 identicon

Óheilindi ríkiskirkjunnar eru sérlega óheillandi.

Innrás kirkjunnar í skóla og afstaða til samkynhneigða t.d. Síendurteknar og ríkisstyrktar árásir á samtök húmanista eru annað. Að fordæma eyðslu og bruðl en verja milljónum á milljónir ofan í kirkjubyggingar og blásturshljóðfæri (orgelin blessuðu), betla svo fáeinar milljónir til nauðstaddra um jólin en snerta ekki þá fjóra milljarða sem hún fær árlega af skattfé almennings gæti líka pirrað suma. Ofurlaun presta (eru þau ekki um hálf milljón mánaðarlega) og biskups (hátt í milljón) gæti  angrað aðra. En auðvitað eru hugmyndir hennar í goðafræði Akkílesarhæll þessa bákns.

Loki (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Kirkjan þarf að þola gagnrýni. Kirkjan á að vera lifandi afl. En hvað er kirkjan? Kirkjan er fyrst og fremst söfnuðurinn. Kirkjan sjálf er ekki húsið, presturinn eða yfirbyggingin. Hún er fólkið sjálft. Hvað vill fólkið í sinni kirkju? Hver söfnuður þarf að hlusta á hvert annað og gera bætur. Kirkjan þarf að starfa með fólkinu, fyrir fólkið. Að eiga sína kirkju sem er í senn lifandi og skemmtileg er dýrmæt eign. Þannig vil ég sjá allar kirkjur landsins. Fullar af lífi og sál. Það eru margir sem trúa en fara ekki til kirkju, þar sem þeir finna sig ekki þar. Fjöldinn sem sækir kirkjur er því ekki mælikvarði á hve margir eru trúaðir. Ég spyr lesendur: "Þekkir þú kirkjuna þína?"

Sigurlaug B. Gröndal, 17.1.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Peningahyggja og sérgæska eru sennilega höfuðástæður þess að það fjarar undan þjóðkirkjunni.

Er þjóðkirkjufyrirkomulagið kannski hemill á heilbrigt trúarlíf? Ríkisrekstur er oft ávísun á lítil afköst og lélega framleiðni.

Það eitt er víst að margir af hinum frjálsu trúsöfnuðum eru mun kraftmeiri og ná meiri árangri en þjóðkirkjan.

Þar er oftast lögð meiri áhersla á framlag hvers og eins meðlims og menn hvattir til að vænta þess ekki að fá allt upp í hendurnar frá prestinum eða einhverjum öðrum.

Theódór Norðkvist, 17.1.2008 kl. 15:46

6 identicon

Kirkjan er businessvæðing trúarbragða.. stenst enga skoðun og mun á endanum gera út af við trúarbrögð... svona þegar fólk fer að nenna að hugsa og sér hræsnina í dæminu...
Sama má segja um Omega og aðra hopp & skopp söfnuði

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:08

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því að það gerir kirkjunni aðeins ógagn að fara í strax í varnarstöðu þegar/ef hún mætir gagnrýni, í stað þess að svara á rökrænan hátt og beita almennri skynsemi og raunsæi þegar kemur að því að meta stöðu hennar í samfélaginu.

Þegar kirkjunnar menn haga sér með því að fara í vörn minna viðbrögð þeirra mig á dekurkrakka sem óttast að vera rændur uppáhaldsleikfanginu sínu í sandkassanum.

Sjálfsgagnrýni er kirkjunni bráðnauðsynleg til að lifa af í straumum og umróti nútímans, sjálfhverfa og síngirni er ávísun á að hún líði undir lok. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.1.2008 kl. 15:27

8 identicon

Akemashite omedetou kæri vinur

Þetta er góð umræða hér um kirkjuna. Ég hef mikið pælt í trúarbrögðum og finnst frábært ef fólk velur sér sjálft hvar það vill vera. Það hefur verið mikil andleg vakning á Íslandi undanfarin ár sem er bara frábært og vekur fólk til umhugsunar. Íslendingar voru ásatrúar en það er ruðst inn með kristni og þvingað henni upp á okkur....kristin trú er falleg og ég hef ekkert á móti henni frekar en öðrum trúarbröðgðum. Hún hefur bara ekki alltaf verið útfærð á fallegan hátt handa okkur, frekar gengið út á að stimpla inn guðsótta og þannig reynt að stjórna okkur í átt að kristninni. Ég er skráð í þjóðkirkjuna en sæki buddhafræðslu mér til mannræktar. Semsagt kristinn buddisti hehehehe! Það er merkilegt að ég borga af skattpeningum mínum til þjóðkirkjunnar en þegar ég gifti mig, skíri börnin mín eða fermi þau, kostar það mig heilmikin pening.....það finnst mér fáranlegt. Ég veit að prestar þurfa laun og skil það vel en af hverju þarf kirkjan að fá 15000 eða meira frá hverju einasta barni sem vill staðfesta trú sína??????????

"Peningahyggja og sérgæska eru sennilega höfuðástæður þess að það fjarar undan þjóðkirkjunni." Ég er sammála því, Theodór!!!

JJ

Jóhanna J (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband