Lítið vor


Lítið vor


Í ljósbláu lofti og hrollköldu
teygja trjágreinar sig með brumum

Þeim fæðast lítil vor

 

                                                         - jan. 2008 - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljóðskáld gott ertu,takk fyrir.Mörg þinna ljóða frábær eru.

Númi (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Júdas

......"þeim fæðast lítil vor".........falleg setning  Toshiki.    Takk fyrir það.

Júdas, 16.2.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru Númi og Júdas, þakka ykkur fyrir að lesa ljóðið og taka það vel við sig!!

Toshiki Toma, 16.2.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæll Toshiki ég á bókina þína góðu og hef verið að lesa í henni af og til,og mikið rétt mörg þinna ljóða eru hreinn unaður.

En stundum ertu of djúpur fyrir minn smekk,og ekki taka illa gagnrýni minni ég er bara að segja að þau höfða ekki öll til mín.Ég er bara þessi týpa sem segir það sem henni finnst og lifi við það.Guð blessi þig og varðveiti kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.2.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Ulli. Takk fyrir orðin þín.
Það er alltagf gott að heyra orð í hreinskilni !! 
Og það er allt í lagi að fá gagnrýni um ljóðin mín, þar sem ég er ekki atvinnuskáld. Ég  vil bara deila tilfinningu minni með öðrum, en ekki hyggist að gleðja aðra. Svo viðbrögðin þín eru alveg eðlileg 

Toshiki Toma, 16.2.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæll Toshiki

 Birtan hefur verið með eindæmum falleg nú þegar fer að birta - maður finnur mun, Takk fyrir ljóðið.

Anna Karlsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:25

7 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Anna og takk.
Já, birtan og vorið er að koma...

Toshiki Toma, 19.2.2008 kl. 03:54

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt ljóð! það þarf ekki alltaf mörg orð til að segja mikið.  

Já, það fer að styttast í vorið en ég er hrædd um að þetta sé nú ekki alveg búið með veturinn.... akkúrat núna sé ég þegar ég lít út um gluggann að það er farið að snjóa aftur...  En þetta er allt á réttri leið sko  og svona hlýlegt og falleg ljóð styttir biðina, meðgangan byrjuð svo kemur vorfæðingin fyrr en varir.

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.2.2008 kl. 14:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband