Við skulum vera með Paul og fjölskyldu hans enn.


Mig langar til að bregðast með hraði við yfirlýsingu sem ÚTL er búin að gefa út í dag um mál Paul og fjölskyldu hans.


1. Fyrst og fremst á hælisleitandi ekki að teljast til glæpamanns, þótt hælisleitandi verði oft að nóta ólöglega hætti til þess að flýja heimaland og komast til lands þar sem hann sækir um hæli.
Yfirlýsing ÚTL virðist að ítreka gjarnan að hve oft Paul hefur brotið lögum hérlendis, en raunar er skýr brot á lögum aðeins að hann vann án atvinnuleyfis. En það tíðkast t.d. í Svíþjóð að hælisleitendur mega vinna á meðan hælisumsókn sína er í meðferð. Því þetta gæti verið annars vegar hreinn misskilningur hjá Paul og hins vegar hjá viðkomandi vinnuveitanda.

2. Paul var gefinn bara 3 daga til þess að andmæla framsendingu sín til Ítalíu og hann virðist að hafa ekki gert það tímanlega. Það er mér skiljanlegt að maður getur ekki ákveðið um slíkt mál án faglegrar aðstoðar frá öðrum. Þó að ÚTL fylgi aðeins um starfsreglum, sýnist mér 3 dagar allt of stuttur frestur.
Sama um töf greinargerðar lögfræðings hans. Spurningin er hvort Paul og lögfræðingurinn hafi haft almennilegan tíma til að skila greinargerðinni eða tímafresturinn væri ekki ómögulegur upphafslega.

3. Paul mæti ekki á fund sem RLS boðaði, en vissi hann um mikilvægi fundarins í alvöru? Þessi lýsing er dæmigerð einstefna lýsing, þar sem Paul er þegar farinn og getur ekki svarað neitt. Sama má segja um heildaryfirlýsinguna sjálfa.

4. Hælisleitandi sem á að vera fluttur verður að gista hjá lögreglustöð nótt sem er undan á brottvísun sinni. Þetta er til þess að tryggja mætingu viðkomandi á flug. Það er kannski ekki nákvæmilega (lögfræðilega) sama og að vera “handtekinn” en í rauninni er það sama. (sem prestur hef ég heimsótt fólk í þessum aðstæðum í lögreglustöð)

5. Konan Paul var (s.s. er núna ennþá) í ólöglegri dvöl. Um þetta atriði vantar frekari upplýsingar til að segja eitthvað. Mér sýnist þetta ekki sanngjarnt að segja aðeins að hún er ólöglegur útlendingur. Ef ÚTL segir um það opinberlega, á ÚTL að veita mönnum nægilegar upplýsingar um stöðuna hennar. (það gæti jú rekst á trúnaðarskyld, en ÚTL getur sagt frá því skýrt ef hún samþykkir ekki að ÚTL gefur frekari upplýsingar)


Mér skilst að skilaboðin ÚTL séu þau að ÚTL hafi gert allt samkvæmt lögum og reglum, því hún sé ekki með neitt til að vera sakað. Og það er einmitt málið. Ástæða þess að við erum svo óánægð með þróun málsins er sú að ÚTL virðist ekki athuga kjarni málsins Paul og fjölskyldu hans, sem sagt eðli hælisumsóknar. Af hverju Paul er hér, af hverju konan er hér og af hverju þau geta ekki farið til baka til heimalands sín, hvernig aðstæður verða í hagi barnsins ef faðir er tekinn o.s.frv.

Að fjalla um hælisumsókn er, þótt það sé í stigi grunrannsóknar um hvert ríki beri ábyrgð á málinu, að sjá heildarmynd málsins og ákveða rétta leið í samræmi við anda laganna, fremur en að vera bundið við tæknilega smáatriði í reglum. Til þess er ekki undantekningarákvæði til staðar t.d. í Dyflinarsamninginum?

Mér þykir leitt um að umræða um málefni hælisleitanda er tekin upp aðeins í slíku sorglegu tilfelli eins og mál Paul. Ég er með þeirri skoðun lengi að mál um hælisleitendur skulu vera á borði umræðu í opinberum vettvangi.
Ég vona í fyrsta lagi að íslenska yfirvöldin kalli Paul aftur til landsins fljótlega , og í öðru lagi einnig að umræða um mál um hælisleitendur komi í ljósi í samfélaginu meira en núna á næstunni.


*Undirskriftasöfnun gengur núna einnig en þetta er líka undir forystu Birgittu Jónsdóttur,   skálds og baráttukonu.
  http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses




mbl.is Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í þessum skrifum þínum finnst mér fara saman heilbrigðs skynsemi, virðing fyrir lögunum og anda þeirra og mannúðarsjónarmið.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég mætti í dag en ég get því miður ekki mætt á morgun, í anda verð ég með Toshiki, það er alveg öruggt mál. Þetta getur enginn mannvinur samþykkt.

Kær kveðja

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Toshiki Toma

Kæri Sigurður,
Takk fyrir orðin þín. Gott að fá svona. Stundum er ég alveg hissa við að nokkurt fólk talar alltaf á þann hátt að flokka menn í tvent- Íslendinga og útlendinga. Mér finnst það æðri en íslendingar-útlendingar að sjá mál við sjónarmið réttæti- óréttlæti, mannlegt - ómannlegt, eða uppbyggjandi - eyðleggjandi.

Kæra Regnheiður.
Þú varst þar? Þá missti ég tækifæri til að heilsa þér beint! Desværre!   

Toshiki Toma, 4.7.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Ragnheiður

Já þar fór í verra hehe

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: AK-72

Þessi yfirlýsing vekur upp fleiri spurningar en svör eins og t.d. hvers vegna ákveður ÚTS að senda Paul frekar í burut en að vinna málið hér? Það virkar allavega á mig eins og það sé stöðluð starfsaðferð að senda menn út úr landi og "let others sort them out". Og svo þær upplýsingar sem komið hafa fram að af 73 hælisumsækjendum þá hefur aðeins einn fengið mál sitt tekið fyrir hér, aðrir sendir út úr landi, styrkir þá skoðun mína.

Einnig hversvegna kona hans sé ólögleg hér og hversvegna það er aldrei útskýrt nánar með forsendur.

Og hversvegna er ekki tekið tillit til þess hvað er í gangi í Kenýa og málið afgreitt hratt í stað þess að láta það þæfast?

Hversvegna svona stuttir andmælafrestir og var Paul gerð grein fyrir þeim?

Og hvað varð um öll bréfin sem áttu að hafa verið send þeim í apríl en enginn virðist geta sýnt fram á og ekki er minnst á í yfirlýsingunni?

Og ef þetta fór til utanríkisráðneytissins hversvegna var þetta ekki tekið fyrir?

Það er miklu fleira að gruflast í kollinum á mér með þetta sem er ekki að  ganga upp, þarf aðeins að sofa á þessu og skoða allt það semÚST hefur verið að láta frá sér í þessu máli.

AK-72, 5.7.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er farið að hljóma eins og að einhverjir nenni ekki eða hafa ekki tíma til að sinna starfi sínu hjá ÚTL. Takk fyrir góðan pistil Toshiki.

Hrannar Baldursson, 5.7.2008 kl. 01:25

7 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 5.7.2008 kl. 09:12

8 identicon

Ég er svo gáttaður að ég á bara ekki til orð yfir svona mannvonsku

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 09:35

9 identicon

hér er frétt sem ég skrifaði og sendi til BBC Your News:

the world needs to put pressure on Iceland right now.
A man from Kenya, Paul Ramses has been deported, taken away from wife and 3 week old son, he applied for citizenship in Iceland after escaping Nairobi and threats of torture and death, he was campaign manager for the opposition and after their loss he was put on a "death list", he has ties with iceland, helped the ABC children's help to build a school in Nairobi, but we used the Dublin agreement to send him to Italy (notorious for bad treatment of their refugees) based on the fact that Italy should take care of the issue since he had a connecting flight in Italy to Iceland. A letter he was supposed to receive in April and dated on the 4th of ,stating that he was not going to be granted citzenship but with a 15 day appeal period, arrived on the 3rd of July, he was apprehended and put in prison for the night until he was taken to the airport, there have been protests and two men ran onto the airstrip to try and stop the plane from leaving.

the Icelandic government needs international pressure to overturn this horrendous decision, Italy is notorious for sending their refugees back to their home country, if they do, it is a step towards certain death for Paul Ramses. I appeal to you to look into the legal points of this story and the fact that basic human rights have been broken here, in the immigration law it states that if a refugee has ties with a country that country shall oversee the citizenship process, his case was never processed, we just coldly sent the man away, away from safety and his family. I hope this will be looked into and adressed, our government shouldn't be allowed to do this.

 ég  veit þetta er langt komment, en ég vil biðja fleiri um að fara á þessa slóð, senda beiðni um að þessi frétt verði skoðuð af BBC, efast um að Björn og Haukur vilji að umheimurinn komist að myrkraverkum þeirra, við þurfum að setja þrýsting á þá! hér er slóðin: http://news.bbc.co.uk/2/hi/talking_point/your_news/6719867.stm 

Íris (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:43

10 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir,
þakka ykkur fyrir fróðlegar athugasemdir. Þetta er slæmt mál, en a.m.k. er eitt atriði gott- það vakti umræðu meðal fólks. 

Toshiki Toma, 5.7.2008 kl. 11:49

11 identicon

Takk fyrir góða færslu.Ég var þarna í gær en virðist hafa misst af öllum bloggvinum mínum.Þetta ersvo til skammar fyrir íslensk stjórnvöld.Laga þetta strax takk fyrir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:11

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll,

þetta er mjög sérstakt í meira lagi. Það má vel vera að embættismenn Íslands hafi haft lögin, alþjóðasáttmála og allt slíkt sín megin. En gott fólk, hann er hér með nýfæddu barni sínu og maka. Hvaða æðibunugangur er þetta eiginlega. Hugsa, horfa og framkvæma svo. Er til of mikils ætlast, smá mannúð, bara í dropatali. Afsakið en ég skammast mín. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.7.2008 kl. 20:44

13 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Tek undir að þarna var æðibunugangur, samt vil ég endilega koma því á framfæri að við þurfum svo sannarlega að endurskoða okkar reglur varðandi þessi mál, atvinnuveitendur verða að axla ábyrgð, Íslendingar verða að axla ábyrgð, og innflytjandi verður að axla ábyrgð. Þetta verður að gerast beggja vegna borðsins, annars gengur þetta ekki. Hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Sólveig Hannesdóttir, 5.7.2008 kl. 21:20

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bæði reið og sorgmædd yfir þessu máli.  Ég vona bara að ráðamenn skipti um skoðun og bjóði fólkinu dvalarleyfi og veiti þeim skjól. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 15:12

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband