23.2.2009 | 13:32
Farðu heim, góði minn
Í núgildandi lögum um útlendinga eru set grunskilyrði fyrir dvalaleyfi útlendinga (útan EES) og þau gilda einnig fyrir nánustu (útlenska) aðstandendur Íslendinga.
Megin skilyrði eru að framfærsla viðkomandi, sjúkratrygging og húsnæði er tryggt. Sambúðarmaki telst til nánustu aðstandenda.
Lög um úlendinga breytast sífellt og ég man ekki hvenær framfærsluskilyrðin voru set æðri en réttindi þess að hjón eða sambúðarmenn búa saman hérlendis.
Að sjálfsögðu skil ég hvers vegna lögin kveðaá framfærslu útlendinga sem skilyrði dvala þeirra. En, STÓR EN, þessi lög voru set þegar aðstæður þjóðfélagsins voru ekki eins og þessa daga. Engin lög eða tryggingarkerfi byggjast á uppgerð (assumption) um stórar kreppur eins og við mætumí samfélaginu.
Því hvort sem Íslendingur eða útlendingur erað ræða, finnst mér rétt og nauðsynlegt að framkvæma lagaákvæði og fleira semvarða framfærslumál með tillitssemi til sér-aðstæðnanna. Reyndar krefjast margir Íslendingar þess að njóta sér- eða öðruvísi afgreiðsluhátta en venjulegt varðandi greiðslu íbúðarlán og fl. Mér finnst þetta bara eðlilegt.
Þá hvað um framfærsluskilyrði útlendinga eða rétt til atvinnuleysibóta? Hér á égekki við útlenskan mann sem er kominn hingað með tímabundið verkefni, heldur mann sem hefur verið búsetur fast eins og Jonas í fréttunum.
Hugsum hvað gerist til dæmis Bandaríkin segja hið sama varðandi framfærsluskilyrði fyrir dvalarleyfi eins og Jonas á Íslandi? Ef hann og sambúðarmaðurinn hans flýtjast til Bandaríkjanna og sambúðarmaðurinn getur ekki sýnt fram framfærslu sína og því þau geta ekki búið saman í Bandaríkjunum? Þá eiga þau engan stað til að vera með.
Það sem er óheppilegt fyrir okkur útlendinga er kannski að við höfum engan sem talar sterklega fyrir hönd okkar og semja við valdið um málið. Ég óska þess innilega að viðkomandi valdið sjái um málið með mannlega skynsemi og sanngjarnt viðhorf.
Farðu heim, góði minn! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Þannig að... ef að konan mín til fjórtán ára sem er erlendur ríkisborgari missir vinnuna, þá verður hún rekin úr landi? Ætli þeir reki börnin okkar þrjú líka?
&#_Ö%_!#&%
Jón Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:53
Sæll, Jón Helgi.
Ef konan þín er búin að vera á Íslandi í 14 ár, þá skal hún sækja um búsetuleyfi. Þá verða réttindi hennar mikils betur tryggð.
Toshiki Toma, 23.2.2009 kl. 14:07
Séra Toshiki, þetta er nú bara gamla, íslenska sagan. Útlendingar eru enn taldir hættulegir og afkomendur þeirra líka í 3. eða 4. Íslendingar hafa ekki ósjaldan kennt útlendingum um ófarir sínar og við sjá t.d. útrásarvíkingana sem eru búnir að sökkva hluta af þjóðinni í örbyrgð, kenna útlendingum opinberlega um eigin glæpi.
Útlendingalöggjöfin hefur einnig verið búin til af bændadrengjum sem ólust upp við það í aldaraðir, að allt sem fór fram fyrir utan hreppinn væri af hinu vonda og að fólk við sjávarsíðuna væri í heljargreipum útlendinga.
Það þarf að taka rækilega til í réttindum erlends fólks á Íslandi, sérstaklega nú eftir að kreppan skall á. Ef einhverjir eiga ekki hlut í henni er það það fólk sem hefur leitað hingað í góðærinu í flestum tilvikum til að vinna íslenska þjóðfélaginu gagn.
Ef slegið er sérstaklega á hendur þess, þegar kreppir að í þjóðfélaginu, sýnir það kannski hver miklir þrælabændur Íslendingar eru enn í hugun og háttum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.2.2009 kl. 14:12
Er ekki ástin mikilvægust af öllu.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:03
Ég og DoctorE biðjum góðan geimgaldrakarl til að redda þessu.
Sævar Einarsson, 23.2.2009 kl. 18:28
Ekki að skilja þetta. Hefir hann unnið í 6 ár sem blaðamaður. Var hann verktaki. Ég myndi ekki fá neitt frá ríkinu í USA ef ég væri að vinna sem verktaki og ekki heldur atvinnuleysisbætur. Hann myndi heldur ekki fá fátækra styrk né social styrk í BNA þ.e. ekki krónu fyrr en hann hefir sett inn ca 8 ár. geta kallmenn gifst málamynda giftingu. Þetta þarf að athuga.
Valdimar Samúelsson, 23.2.2009 kl. 19:43
Þetta er með ólíkindum. Maður sem hefur unnið hér í mörg ár, talar íslensku og hefur borgað skatta og allt. Og hann hefur engan rétt eftir 6 ár? Og var hafnað ríkisborgararétti. Þetta er skrítið. En stúlka sem átti íslenskan kærasta, sem er sonur fyrrverandi ráðherra, fékk ríkisborgararétt strax?
Það hlýtur að vera eitthvað að lögum og reglugerðum í sambandi við þetta. Og verður að skoða.
ingibjörg magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:21
Ég er ekki að ná þér Ingibjörg. Það er eins og það sé sjálfgefið að fólk fái atvinnuleysisstyrk bara við það að vera á landinu í 6 ár. Það fá ekki allir bara atvinnuleysisstyrk. Þeir verða að uppfylla settum skilyrðum bara eins og í öðrum löndum bæði hans heimalandi og Evrópu. Mér finnst annað glæpsamlegt að hann sé að gifta sig karli til málamynda eins og Íslensku stelpurnar sem hafa gifts já segi Aröbum fyrir pening svo þeir komist inn í landið. Það er glæpur. Fólk má ekki vera svona einfalt og segja aumingja maðurinn.
Valdimar Samúelsson, 24.2.2009 kl. 08:23
Valdimar, mér finnst þú skilja varla málið. Hér er málið er það að gott fólk getur duttið á milli samfélagskerfis, lagakerfis og sanngjarnnar meðhandlunar. Flestir okkar, augljóst ekki þú, langar til að hugsa um náumga okkar með sanngirni og kærleika.
Talandi um samfélagskerfi og lög, þá eru allir sem eiga bágt með fjármálin núna bera ábyrgð á sjálfum sér og þeir eiga ekki skilið að fá neina sértillitssemi. En flestir okkar hugsa ekki á þá leið. Af því að samfélagskerfi eða lagakerfi er aldrei fullkomið.
Og einnig viltu vinsamlegast hætta að orða um "málamyndargiftingu" á meðan það er ekki engin sönnun um slíkt. Ef þú heldur áfram, ætla ég að "delete" athugasemd þína. Meiðsli er afþakkað hér.
Toshiki Toma, 24.2.2009 kl. 10:18
Kærleikur hjá þér er með fólki sem á sárt um að binda s.s. eiginkona og börn sem missir föður. Daglegt líf sem fellur undir lög manna er ekki hægt að blanda við kærleik. Ég hef kannski misskilið eru þau eða þeir þ.e. eru þetta tveir karlmenn eða maður og kona. Ég viðurkenni smá rasisma en tveir karlar eru að gifta sig svo afsaka það en þú segir þau sem þýðir maður og kona en hvort sem er þá vil ég ekki særa neinn.
Valdimar Samúelsson, 24.2.2009 kl. 13:12
???
Toshiki Toma, 24.2.2009 kl. 13:40
Ég er sammála Toshiki Toma um að hér hefur komið fram í dagsljósið mjög alvarlegt mál.
Okkur var sagt að "Á lögum skal land byggja" en það er ekki einfalt mál eins og okkur ætti að vera að verða ljóst.
Það fyrsta sem kom upp í hug minn í sambandi við þessa "frétt" Morgunblaðsins er hvað hún virðist hroðvirknislega unnin og risti grunnt. En hún skilur eftir margar óspurðar og ósvaraðar spurningar í hug lesendanna og þess vegna vonaði ég að fjölmiðlar Íslands myndu fylgja málinu eftir. Ég hef, því miður, ekki enn fundið neitt sem bendir til þess að svo sé.
Það næsta sem kom upp í hug minn var hvort umsókn Mr Moody um atvinnuleysisbætur hefði verið meðhöndluð lögum eða reglugerðum samkvæmt.Ég hef, því miður, ekki fundið neitt í fjölmiðlum Íslands sem segir að svo hafi verið.
Síðan hef ég verið að velta því fyrir mér hvaða upplýsingar útlendingar búsettir á Íslandi fái um stöðu sína frá íslenskum yfirvöldum. Svör við þeirri spurningu virðast ekki auðfundin.
Mér fannst seinasta málsgreinin í færslunni þinni sérstaklega athyglisverð. Þar talar þú um skort á málsvara fyrir útlendinga búsetta á Íslandi. Ég er sannfærð um að Útlendingar á Íslandi gætu auðveldlega myndað samtök sem unnið gætu að sameiginlegum hagsmunum og þá líka að málum sem auðveldað gætu Íslendingum nálgun við erlenda nágranna.Mér þætti fróðlegt að heyra frá þér eða öðrum um hvernig hægt væri að auðvelda ´"útlendingum" búsetu á Íslandi.
Agla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:05
Sæll, Agla. Takk fyrir athugasemdina þína og spurninguna.
Það mun vera betra að skrifa nýja færslu ef maður reynir að sýna fram hugmynd sem svarir fyrir spurningunum þínum.
Mig langar að segja frá nokkurum punktum í huga mínum. Í fyrsta lagi hef ég meira "concern" um framfærsluskyldu sem grunskilyrði dvarlar á Íslandi fremur en réttindi að atvinnuleysisbótum. Atvinnuleysi þegar hlutfall þess er minni en 3% er kannski eitthvað sérstakt. En í aðstæðum eins og núna, þegar hundruð manna missa vinnu í eina viku, þarf það að vera skoðað á öðruvísi hátt en áður. Atvinnuleysi er sameiginlegt vandamál í þjóðfélaginu og allir eru að vinna á málinu svo að skaðin verði minnst. Víst telja margir Íslendingar að núverandi atvinnuleysi sé eins konar félagslegar hamfarir fremur en eigin vandi hvers einstaklings. þá finnst mér rétt að sýna tillitssemi til framfærsluskyldu útlendings, þar sem þeir eru líka "fornalömb" þessara hamfaranna. En ég vil ítreka að ég á ekki við útlendinga sem komu til landsins með timabundið verkefni á þeirri forsendu að fara til baka til heimalands sins eftir verkefnið. Ég hef útlendinga í huga, sem voru komnir hingað til að fasta fætur sínar hér.
Varðandi spurninguna um samtök útlendinga, tel ég að það sé alltaf kostur og galli.
Ég skrifaði um það fyrir nokkurum árum, en í stuttu máli sagt, virkar samtök útlendinga bæði til þess að styrkja stöðu sína í samfélaginu og að auka "aðskilnað" þeirra. Og einnig eru útlendingar ekki einsleitur hópur og það er alls ekki auðvelt verk til að finna sameiginlega hagsmuni. En þetta er verkefni sem við verðum að vinna saman á næstunni. (ég er ekki endilega bara neikvæður við samtök útlendinga)
Ég verð að afsaka mig að sinni núna. En takk enn og aftur fyrir góða punkta.
Toshiki Toma, 24.2.2009 kl. 15:07
Toshiki Toma,
Kærar þakkir fyrir svarið við athugasemd minni.
Mér kom álit þitt á vandkvæðum samfara samtökum útlendinga á Íslandi á óvart en virði skoðun þína.
Þú þekkir flokkakerfið sem er ráðandi á Íslandi og veist trúlega betur en ég hvort líklegt sé að einhver stjórnmálaflokkanna gerist málsvari fyrir hagmunum útlendinga búsettra á Íslandi, hve ósamstæður hópur sem þeir kunna að vera.
Kveðja
Agla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:52
Hér er þetta sem ég er að segja. Sjá slóð. Þetta er svona í flestum löndum og það er engin kærleikur milli manna þegar atvinnuleysi er. Þegar nóg er að gera þá er fólk mjög allmennilegt í garð útlendinga. Það verður að horfa á hug fólks sem missir vinnuna og lög landsins sem eru til að vernda okkur landsmanna.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/24/fangaskipti_i_kreppunni/
Valdimar Samúelsson, 24.2.2009 kl. 19:05
Ég er orðinn dálítið þreytur á þér. Finnst þér þá þetta í lagi? Er það hugsjónarkerfi hjá þér að Íslendingar skulu gera allt eins og Bandaríkjamenn gera? Hefurðu ekki eigin mælikvarði um mál?
Þú þarft ekki að svara, þar sem ég get ekki búist við neinu skapandi frá þér.
Toshiki Toma, 24.2.2009 kl. 20:11
Toshiki Thoma, sæll. Maðurinn vann það lengi í landinu að manni finnst að verið sé að brjóta á honum. Þarna eru lög sem koma í veg fyrir að hann fái bætur eins og venjulegur vinnandi maður. Lög geta verið óréttlát og við köllum þau lög ólög. Og getur Valdimar nokkuð verið viss um hvað hefði verið gert í Bandaríkjunum? Nei, hann veit það ekki. Þar hefði mál mannsins að ölllum líkindum verið metið en honum ekki bara þverneitað.
EE elle (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:00