„Fangaskipti" í kreppunni


Þessar fréttir virðast að gleðja geðþótta nokkurs fólks sem finnst gaman að vera hart í garð útlendinga á Íslandi. “Sjáið, Bandaríkjamenn gera sama til Íslendinga”.

En er það málið? Bandaríkin eru alls ekki “dream land” eins og við vitum alveg nóg ( þó að ég sé frekar hrifinn af Bandaríkjunum og fólk þarna sjálfur. En það er annað mál.) Það er ýmislegt sem er ótrúlegt (neikvætt) í Bandaríkjunum. Það má segja hið sama um Bretland, Þýskaland eða Japan. Réttlætist eitthvað í samfélaginu okkar með því að benda á vandræði í nokkurri þjóð og segja “hann gerir þetta, hún gerir þetta” ? 

Í fréttunum tjáir Páll Þór vonbrigði þitt og reiði til aðstæðna í Bandaríkjunum. Eigum við að taka skilaboð hans sem afsökun til þess að Íslendingar gera sama til útlendinga hérlendis? Eða eigum við að taka þau sem ábendingu á eitthvað sem ætti ekki að eiga sér stað hvar það sem er? 

Ég vil ekki halda í dómsgreind minni á ábendingu eins og “UK gerir þetta” eða “USA gerir hitt”. Ég vil byggja dómsgreind mína á mannréttindi, virðileik manna og kærleik, þar sem þau eru leiðarljós fyrir okkur sem skipta málum okkar. 

“Þeir gerðu þetta” “Þið gerðuð hitt” leiðir okkur aðeins í ringulreið af óvirðungu og ávirðingu. Mig langar ekki að sjá Ísland gengur í þessa ringulreið. Mig langar að sjá Ísland gerir eitthvað betra og meira skapandi en í öðrum þjóðum, og kennir Bandaríkjunum um það.  



mbl.is „Fangaskipti" í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband